Dagblaðið - 10.11.1978, Side 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978.
21
VIRÐING FYRIR
LÍKAMANUM
íslenski dansflokkurinn hefur
síðastliðin ár notið góðs af mörgum
erlendum ballettkennurum sem margir
hverjir eru vel látnir í ballettheiminum.
Um þessar mundir er dansflokkurinn
undir handleiðslu bandarísku
ballerínunnar og kennarans Karen
Morell sem var lengi i hinum fræga
dansflokki Balanchines i New York —
og nú fyrir stuttu flutti islenski dans-
flokkurinn sitt fyrsta verk undir hennar
stjórn, „Rokkballettinn — 1955” sem
áður hefur verið ritað um hér í blaðinu.
DB hitti Karen Morell að máli að Hótel
Holti þar sem hún býr, lágvaxin og
fínleg kona með glóandi augu og fjaður-
magn í hverju skrefi og þokkafullar
handahreyfingar dansarans. Við gefum
henni orðið.
Til íslands
fyrir tilviljun
„Ég kom hingað fyrir tilstilli Nönnu
Ólafsdóttur dansara, en hana hafði ég
hitt fyrir tilviljun í London. Þá var ég
nýkomin af kennaranámskeiði í
Leningrad, var reyndar útkeyrð og
ætlaði að hvíla mig í nokkrar vikur.
Nanna hvatti mig til að koma hingað og
kenna og eftir mikil bréfaskipti ákvað ég
að slá til, sem „gestakennari” fremur en
fastakennari. Mér fannst tryggara að
ráða mig þannig, þar eð ég vissi
bókstaflega ekkert um aðstæður á
Íslandi. Í millitiðinni kenndi ég i
Svisslandi, en þangað hefur mér þegar
verið boðið að lokinni dvölinni hér.
Kennsla á vel við mig og ég hef sér-
staklega lagt fyrir mig kennaranám í
ballett, bæði í Leningrad og annars
staðar. Nú, um sjálfa mig er það að
segja að ég er ættuð frá Kaliforniu og er
m.a. af frönskum ættum. 12 ára gömul
sá ég New York ballettinn og varð þá
svo hrifin að ég ásetti mér að verða
klassisk ballerína.
Dansí
Hollywood
Ég var lánsöm að því leyti að móðir
min er mörgum listrænum hæfileikum
búin og skildi vel áhuga minn ogstuðlaði
húnað þvíaðégfór I4áragömulidans-
nám í Hollywood. Þar sótti ég 15 dans-
tima á viku hjá Eugene Loring sem sam-
ið hefur dansa fyrir ótal kvikmyndir, og
þetta voru alls kyns dansar, ballett, jazz,
söngleikjadansar o.s.frv. Loring hvatti
mig til þess að leggja fyrir mig dans i
kvikmyndum og söngleikjum, en ég átti
mér alltaf þennan draum, um New York
ballettinn. 15 ára dansaði ég i tveimur
söngleikjum í San Jósé, en ári síðar
tókst mér að komast til New York. Þar
sótti ég nám í skóla Balanchines í þrjú ár
og reyndi að verða mér úti um alla þá
dansreynslu sem ég gat. Þegar kom að
þvi að halda út i lifið buðust mér stöður
á tveim stöðum, við Metropolitan
óperuna í New York og svo Chicago
óperuna. Ég hugleiddi þessi tilboð, sér-
staklega þar sem ég var hrædd um að ég
passaði ekki inn i New York ballettinn,
sem þá var lítill og skipaður mjög stóru
fólki, en ég er fremur lágvaxin (hlær..)
Snillingur
ríkjunum. Hann vann við söngleiki,
jazzballett, klassískan ballett og gerði
alla skapaða hluti. Upphaflega var hann
tónlistarmaður og var spáð miklum
frama á því sviði og hann hefur einstakt
eyra fyrir tónlist. Þegar hann vinnur að
samningu balletts, byrjar hann á því að
setja sig inn í tónlistina og öll blæbrigði
hennar. Svo koma dansskrefin, mjög
hratt og ákveðið.
Virðing fyrir
líkamanum
Hann er bæði öruggur með sjálfan sig
og rólegur, en jafnframt afslappaður.
Samsetning á ballett er ekki barátta milli
lífs og dauða i hans augum — ef
ballettinn mistekst, þá er engu tapað en
ef vel tekst til, O.K. Balanchine ber líka
mikla virðingu fyrir fólki sínu, bæði sem
manneskjum og dönsurum, og þetta er
sjaldgæft hjá ballettmeisturum. Þeir
hugsa flestir mest um sjálfan sig. Og
dansararnir hafa mikið dálæti á honum
fyrir vikið. Hann keyrir dansarana
heklur ekki of hratt og hefur likamlega getu
Karen Morell.
þeirra ávallt i huga. Það er þessi virðing
fyrir likamanum, sem ég er að reyna að
kenna stúlkunum hér — að ofkeyra sig
ekki. Einnig semur Balanchine dansa sina
með einstaka dansara i sigti. Balanchine
stíll? Það er erfitt að lýsa honum.
Balanchine þykir mjög vænt um Banda-
ríkin, allt bandarískt. Sérstaklega er
hann hrifinn af lífsorku Banda-
ríkjamanna og það er sú orka sem hann
leitast viðaðvirkja i ballettum sínum.
Hann hefur samið frábæra dansa fyrir
tónlist Gershwins til dæmis.
En svo haföi Balanchine samband við
mig og árið 1962 gekk ég i dansflokk
hans, þar sem ég var í 9 ár samfleytt.
Þarna var allt sem ég þráði sem dansari.
Balanchine var og er snillingur —
amerískur ballett væri varla til ef hans
hefði ekki notiö við. Hann hlaut þjálfun
sína við Leningrad skólann og var svo í
hinum fræga dansflokki Diaghilevs og
undir hans verndarhendi. Þegar
Diaghilev hætti og flokkur hans
tvístraðist, þá var Balanchine boðið til
Ameríku af ríkum dansáhugamanni.
Þar þurfti hann að leggja fyrir sig alls
konar störf i dansheiminum og það er
á þeirri reynslu er hann síðar byggði af-
stöðu sina til danslistarinnar i Banda-
Settlegur
oggáfaðtiF13
)ÍBd 'i
Hjá Balanchine kynntist ég Helga
Tómassyni. Hann er stórkostlegur dans-
ari — settlegur og gáfaður í öllu sem
hann gerir. Hann skortir kannski skap,
eins og marga íslenska karlmenn, en
hann er einhver stílhreinasti dansari sem
ég veit um. Hann minnir svolítið á
dönsku dansarana, enda þjálfaður í
Kaupmannahöfn í upphaft, en þeir hafa
samt öðfuvísi likamsbyggingu, — lengri
vöðva. Nureyev? Hann er haldinn
Samtal við
Karen Morell,
ballettdansara
og
kennara
Karen Morell og dansari Ásmundar.
(Mynd — RangarTh.).
einhverjum fítonsanda sem knýr hann
sífellt til að gera betur, dansa oftar. En
ég held að Mikael Barshnykov sé án efa
glæsilegasti ballettdansari okkar tíma.
Hann hefur bókstaflega allt til að bera,
þjálfun, skap, vilja og útlit — en er
jafnframt elskulegur og hógvær per-
sónuleiki. Annars er afskaplega mikið að
gerast i dansmálum i Bandaríkjunum.
Hver borg á sér eigin danshóp og
gróskan í New York er hreint ótrúleg.
Það mætti nefna svo margt — en ég
minnist sérstaklega dansarans Twyla
Tharp og hóps hennar. 1 Evrópu er
minna um að vera.
Hugarfars-
breyting
Stuttgart ballettinn er að vísu í sér-
flokki — en í honum er fjöldi Banda-
ríkjamanna. Svo var ég hrifin af
Maurice Béjart á sinum tima, en mér
skilst að honum hafi farið aftur. Amster-
dam á sér góðan ballett og ágæta
kennara. Þar dansar ein íslensk
ballerina, Hlíf Svavarsdóttir. Ég hef
kannski ekki verið ýkja lengi með
flokknum hér, en ég hef mikið dálæti á
þessum krökkum og ég vona að sú alúð
sé gagnkvæm. Þau hafa öll sérstaka per-
sónuleika sem þau þurfa að læra að tjá.
En til þess að þau geti blómstrað, þarf að
koma til algjör hugarfarsbreyting frá
þeim ráðamönnum, sem um taumana
halda. Það verður að hætta að líta á
ballettflokkinn sem hornreku, aukaat-
riði. Þau hafa barist í fimm ár fyrir
tilveru sinni og ef ekki rætist úr málum
þá er ég hrædd um að þau hreinlega
leggi upp laupana. Svona einfalt er það.
Peningaleysi afsakar ekki allt. Þessi
flokkur þarf að fá einn ballettmeistara,
helst íslenskan, til að vinna með í langan
tíma — einhvern gallharðan og áhuga-
saman.
Karlmanns-
leysið
Það mætti senda einhvern til
Leningrad til að læra ballettkennslu.
Flokkurinn hefur haft of marga
kennara. Og svo þarf hann fleiri
tækifæri til að sýna. Auövitað er við
mörg vandamál að glíma — karlmanns-
Ieysið meðal annars. Hugsunarhátturinn
hér fælir karlmenn frá ballett — vegna
þess að hann er „kvenlegur” og
„pempíulegur”. Þetta er ekki satt. Með
dönsum eins og „Rokkballettinum”
'erum við að reyna að sýna fram á hve
dans getur verið stórkostleg -upplifun
fyrir alla — og þarna eru þrír karlmenn,
allir fjölskyldufeður og ekki hið minnsta
kvenlegir, sem skemmta sér hið besta. Sá
ballett heppnaðist kannski ekki alveg
nógu vel í fyrsta sinn, enda fengum við
nær engan tíma til æfinga. En nú erum
við búin að gera breytingar á honum —
til hins góða, vona ég. Þú verður
endilega að koma aftur og sjá hann.”
■A.l.
Keflvíkingar - Suðumesjamenn
Við bendum á eft-
irfarandi atriði,
sem verterað í-
huga fyrir vet-
urinn.
Mótorstillingar
með fullkomnustu
mælitækjum og
þjálfuðum starfs-
mönnum.
Varahlutirfyrir
vélastillingar.
Rafmagns-
viðgerðir:
Mælingá rafkerfi og viðgerðirá rafölum, ræsum o.fl.
Hemlastillingar, hemlaviðgerðir og almennar viðgerðir.
Leigjum útSkodaAmigó bifreiðir.
BfLAVlK HF. ES53-