Dagblaðið - 10.11.1978, Side 24
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978.
Öll vildu þau í lukkupottinn dottið hafa
Prýðisgóð þátttaka íget-
rauninni um Bay City Rollers
Svör bárust hvaðanæva aflandinu
Alls bárust 212 svör við spurning-
um um Bay City Rollers, sem lesend-
um poppsíðu Dagblaðsins gafst kostur
á að svara. — Flest voru að sjálfsögðu
rétt. — Þeir, sem voru svo heppnir að
detta í lukkupottinn að þessu sinni
voru eftirtaldir:
Jónlna Ragnarsdóttir’ Tjarnargötu
10, Reykjavik,
Jensey Skúladóttir, Ennisbraut 35,
Ólafsvlk,
Margrét Hafliðadóttir, Drafnarbraut
6, Dalvík,
Þóra Lilja Reynisdóttir, Austurvegi 6,
Þórshöfn,
Halldóra Óskarsdóttir, Skólagerði 36,
Kópavogi,
Sigrún Hjörleifsdóttir, Bröttugötu 25,
Vestmannaeyjum,
María Sölvadóttir, Munaðarhóli 10,
Hellissandi,
Ólöf Eiriksdóttir, Melgerði 1, Kópa-
vogi,
Guðbjörg Þórarinsdóttir, Heiðarvegi
47, Vcstmannaeyjum, og
Karl Ingvar Egilsson, Strandgötu 97,
Eskiflrði.
Allt jaetta fólk fær senda til sín nýj
ustu LP-plötu skozku hljómsveitarinn-
ar Bay City Rollers, plötuna Strangers
In The Wind.
En það voru fleiri plötur í lukku-
potti Dagblaðsins og hljómplötudeilar
Fálkans að þessu sinni. Tíu manns til
viðbótar hljóta nefnilega nýjustu litlu
'plötuna með Bay City Rolles. Það eru
' þau
Lilja Sigurðardóttir, Langanesvegi 21,
Þórshöfn,
Hugrún Kristinsdóttir, Brautarholti
13, tsafirði,
Sólrún Jóhannsdóttir, Hjallavegi 2,
Eyrarbakka,
Harpa Magnúsdóttir, Hólagötu 44,
Vestmannaeyjum,
Unnur Helga Arnórsdóttir, Hólsvegi
1, Þórshöfn,
Ingibjörg H. Þorsteinsdóttir, Múla-
vegi 5, Seyðisfirði,
Jóna Baldursdóttir, Meistaravöllum
25, Reykjavik,
Guðbjörg D. Tryggvadóttir, Þóristúni
13, Sclfossi,
Jakob V. Finnbogason, Holtastig 20,
Bolugnarvik, og
Björn Lúðvíksson, Háholti 21, Akra-
nesi.
I
Svör við spurningunum tiu bárust
hvaðanæva af landinu, jafnt frá
Hrísey og Gjögri til Hafnarfjarðar og
Garðabæjar. Nokkrir kvörtuðu yfir of
stuttum skilafresti. Póstsamgöngur úti
á landi eru ekki jafn góðar og sunnan-
'lands og því ekki öruggt að öll bréf
berist í tæka tíð. Skilafresturinn er því
hér með lengdur um eina viku til við-
bótar þeirri sem fyrir var.
Rétt er að fara yfir spurningarnar
og svörin, þcim aðdáendum Bay City
Rollers til leiðbeiningar sem ekki
sendu hárrétta lausn inn. Fyrsta
spurningin var á þessa leið:
Hvað heitir fyrsta lagið sem varð
vinsælt með Bay City Rollers hér á
landi? Svar: Manana.
2. Hvaða lag kom hljómsveitinni í
fyrsta skipti í fyrsta sæti bandarískra
vinsældalista?Svar: Saturday Night.
3. Hvað heitir söngvari Bay City
Rollers? Svar: Leslie McKeown (sem
mun víst vera hættur i hljómsveitinni
nú).
4. Hversu margar LP plötur hefur
Bay City Rollers sent frá sér? Svar:
Sex plötur. Þess er þó að geta að tvær
plötur hafa komið út með beztu lögum
hljómsveitarinnar, önnur i Englandi
og hin í Bandaríkjunum.
5. Hvað heitir nýjasta platan? Svar:
Strangers In The Wind.
6. Hverjir eru aðallagasmiðirnir i
Bay City Rollers? Svar: Eric Faulkner
og Stuart „Woody” Wood.
7. Hvað heitir sá fyrrverandi liðs-í
maður BCR, sem varð að hætta sakir
aldurs? Svar: Alan Longmuir.
8. Hve gamall var hann þá? Svar:
26 ára. Sumir sögðu Alan hafa verið
23ja ára og aðrir 27. Uppsláttarbók
Dagblaðsins segir 26 og við höfum það
svar rétt þar til annað reynist sannara.
9. Hver tók stöðu Alans i hljóm-
sveitinni? Svar: Ian Mitchell. Hann
hætti fljótlega og þá kom i staðinn
piltur að nafni Pat McGlynn. Hann
staldraði aðeins við í nokkrar vikur.
Af þeim er það nú að segja að Ian
starfar með írsku hljómsveitinni
Rosetta Stone. Hún komst á þýzka
vinsældalista í sumar með lagið (If
Paradise Is) Half As Nice og hefur
sungið inn á LP plötu, sem fæst í hér-
lendum verzlunum. — Pat
McGlynn leikur með hljómsveitinni
Pat McGIynn Scotties.
10. Hvað heita núverandi liðs-
menn Bay City Rollers? Svar: Derek
Longmuir, Stuart Wood, Eric
Faulkner, Alan Longmuir (ihlaupa-
maður) og Leslie McKeown (sem sagt
er að sé búinn að segja upp). Svarið
var talið rétt, þó að nafn hans vantaði.
Næstkomandi föstudag bætir
hljómplötudeild Fálkans tíu stórum
_plötum og tíu litlum í lukkupottinn.
Sama dag birtast tiu spurningar um
heimsþekkta enska hljómsveit. Við
látum ekkert uppi um, hver hljóm-
sveitin er fyrr en að viku liðinni, en
ráðleggjum lesendum samt að lesa sér
vel til um popphljómsveit Listahátíðar
1978.
-ÁT
LINDA GISLADOITIR — A plötu hennar eru tlu erlend lög við texta Þorsteins Eggertssonar.
DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson.
Linda „lumma” syngur sóló
Linda nefnist nýútkomin hljóm-
plata með Lindu Gísladóttur söng-
konu — „Lindu lummu” eins og hún
hefur oftsinnis verið kölluð. Plata
þessi er unnin með dálitið óvenjuleg-
um hætti; danskir hljóðfæraleikarar
sáu um undirspilið og léku það inn i
Danmörku. Siðan var það sent til
íslands, þar sem Linda söng inn á
plötuna.
„Ég hef orðið var við að fólk er
neikvætt gagnvart þessari aðferð,”
sagði Steinar Berg, útgefandi Lindu,
er platan var kynnt fréttamönnum.
„Sjálfur sé ég ekkert athugavert við
að prófa að taka undirleikinn upp er-
lendis, fyrst það býðst. Með þessu
móti fáum við að mörgu leyti betri
hljóðfæraleik, til dæmis strengi. Það
er fyrir það fyrsta erfitt að fá fiðlu-
leikara til starfa hér heima og svo
loksins þegar þeir eru komnir i stúdíó
upphefst eilíft brölt og bras.
Sömuleiðis er engin launung á því
að með því að hljóðrita undirspilið
erlendis verður platan mun ódýrari
en ella. Með þessu móti er þvi ein-
hver von til að plata skili hagnaði á
þessum tímum samdráttar í plötu-
iðnaðinum,” sagði Steinar Berg enn-
fremur.
Á plötu sinni syngur Linda Gísla-
dóttir tíu erlend lög við texta Þor-
steins Eggertssonar. Nokkur þeirra
hafa orðið vinsæl hér á landi á
undanförnum árum, en önnur eru
minna þekkt. Jóhann Eiríksson sá
um upptökustjórn söngsins og
syngur reyndar með i einu lagi. Upp-
tökumaður var Garðar Hansen.
AT
Þursaflokksplatan erkominút
Fyrstu sextíu þús. eintökin
verða pressuð í svart plast
Þursaflokksplatan, Hinn islenzki
Þursaflokkur, er nú komin í verzlanir
viðast hvar um landið. Platan er seint
á ferðinni — á leiðinni úr stúdíói og i
búðahillurnar hefur hún oröið fyrir
stöðugum töfum.
„Tafirnar hófust eiginlega í Hljóð-
rita,” sagði Björn Valdimarsson hjá
Fálkanum, sem gefur plötuna út, I
samtali við DB. James Kay upptöku-
maður hvarf fyrirvaralaust af landi
brott, sem olli því að platan var hljóð-
blönduð þremur vikum síðar en
áætlað var. Á leiðinni úr skurðinum I
New York í pressuna í Amsterdam
eyðilagðist móðurskurðurinn. Það
kostaði tiu daga tafir. Síðan bættust
við tafir hér og þar og endaði með þvi
að upplagið lenti I vöruskoðun.”
Að sögn Björns er fyrsta upplag
plötunnar þrjú þúsund eintök. Þar af
höfðu 1300 plötur verið pantaðar
fyrirfram á þriðjudaginn — daginn
áður en þær komu á markaðinn. Björn
tók það fram að Þursarnir hefðu
ákveðið að fyrstu sextíu þúsund ein-
tökin yrðu pressuð i svart plast.
Þursaflokkurinn leikur þessa dag-
ana i Þjóðleikhúsinu. 1 næstu viku
hefst ferð flokksins í skóla Reykja-
vikur. Björn Valdimarsson bað um að
það yrði tekið fram að þau nemenda-
félög skólanna sem hefðu áhuga á að
fá Þursaflokkinn í heimsókn skyldu
hafa samband við sig hjá Fálkanum að
Suðurlandsbraut 8.
• ÁT
— ferð hans um skóla Reykjavikur hefst I næstu viku. i
DB-mynd Ragnar Th. Sigurósson.