Dagblaðið - 10.11.1978, Side 28

Dagblaðið - 10.11.1978, Side 28
Jakob Jakobsson um stórfellt ónauðsynlegt sfldardráp: Stefnan f veiðunum eins vitlaus og hún getur orðið — dæmi til að 1 af 50 köstum var hirt „Stefnan í öflun úr síldarstofninum er eins vitlausog hún getur orðið. Hún leiðir bæði af sér mikinn kostnað við veiðarnar og er auk þess skaðleg fyrir stofninn sjálfan. Það verður að finna leið til að nýta þennan stofn á annan hátt.” sagði Jakob Jakobsson, fiskifræðingur i viðtali við DB í morgun. Hinn litli kvóti hringnótabátanna. sem eru mjög afkastamiklir, leiðir til þess að kasti þeir á síld i ódýrari verðflokki, freistast sjómenn eðlilega til að sleppa kastinu og freista þess að ná betri síld í næsta kasti. Þannig hafa eftirlitsmenn orðið varir við að eitt kast af 50 hefur verið hirt, en algengt mun að tuttugasta hvert kast sé hirt. Þegar kastað hefur verið á síld og nótinni lokað er óhjákvæmilegt að hreistur hluta sildarinnar i nótinni skaddist, en það dregur hana til dauða þótt kastinu sé sleppt. Að sögn Jakobs er ólíklegt að minna en 5 prósent síldar úr þannig kasti drepist, en hann telur að það hlutfall kunni að vera hærra ef eitthvað er. Miðað við að tuttugasta hvert kast sé hirt er því ekki fráleitt að fyrir hvert tonn, sem hringnótabátarnir hirða. drepist annað tonn. Nú eru þeir búnir að veiða nálægt 9 þús. tonnum þannig að ætla má að annað eins hafi verið drepið engum til gagns en stofninum til ógagns, miðað við að heildarkvótinn, 35 þús. tonn, sé látinn halda sér. Nálægt 100 hringnótabátar fengu leyfi i haust og nálægt 80 reknetabátar. -G.S. Tilraun til bankaráns í Landsbankanum Laugavegi77ígær: Miðaðibyss- unni á af- gr&ðslumann og heimtaði peninga — var handtekinn og byssan reyndist nákvæm eftirlíking Maður gekk inn í Landsbankann að Laugavegi 77 laust eftir hádegið i gær, að afgreiðsluborði gjaldeyrisdeildar- innar, dró upp byssu og miðaði henni af „dauðafæri” á höfuð starfs manns um leið og hann krafðist peninga. Lagði hann áherzlu á kröfu sina með að itreka að auðvelt væri að hleypa af. Starfsmanninum varð það fyrst til ráða að afhenda manninum peninga- veski sitt. Annar starfsmaður deildar- innar hringdi um leið á lögregluna. Ekki er ljóst hvort maðurinn hugðist láta veskið nægja, eða vildi meira, en starfs- fólki tókst að þæfa málið þá stuttu stund, sem leið unz lögreglan kom og afvopnaði manninn. Kom þá i ljós að byssan var leikfanga- eftirlíking af raunverulegri byssu, mjög vel gerð og ógemingur að sjá það jafnvel úr lítilli fjarlægð. Lögreglan tók byssu- manninn í sína vörzlu, en hann mun eiga við andlega vanheilsu að striða. -G.S. Byssueftirlíkingin liggur þarna á skrif- borði Hilmars Þorbjörnssonar varð- stjóra. DB-mynd: Sv.Þorm. ^ ■>» RÍKISSTJÓRNIN MUN SAMÞYKKJA VERÐHÆKKUN BLAÐANNA Eftir þvi sem DB kemst næst mun ríkisstjórnin samþykkja þá verðhækkun dagblaðanna, sem Verðlagsnefnd hefur afgreitt. Dag- blöðin hafa tilkynnt hækkun frá og með I. desember. Verðlagsnefnd hefur samþykkt þá hækkun og fer hún næst fyrir rikisstjómina. Svavar Gestsson viðskiptaráðherra er erlendis og náðist ekki til hans, en gert er ráð fyrir að hækkunin verði samþykkt í ríkisstjórninni. Hún var samþykkt með öllum atkvæðum i Verðlagsnefnd. Mánaðaráskrift hækkar i 2500 krónur og blöðin fara i 125 krónur i lausasölu. Það er 5 krónum meiri hækkun en Dagblaðið og Vísir ákváðu í októberbyrjun og var stefnt fyrir Verðlagsdóm fyrir. Útgefendur segja að stjórnvöld viðurkenni nú að hækkunin, sem þau leyfðu þá, hafi verið langt undir því, sem nauðsynlegt var vegna aukins kostnaðar blaðaútgáfu. -HH. FÖSTUDAGUR 10. NÓV. 1978. Loðnan: 600 tonna meðal- farmar Frá fyrra miðnætti þar til í morgun hafa 20 loðnubátar fengið samtals 13.500 tonn út af Vestfjörðum, skv. upplýsingum Loðnunefndar, en það þýðir hvorki meira né minna en 600 tonn að meðaltali á bát. Er þetta bæði góð veiði og hátt meðaltal. Var von á frekari aflafréttum af miðunum snemma í morgun. Stærstu loðnuskipin nú bera hátt í 1400 tonn, en þau smæstu innan við 500 tonn. Er farið að kalla siik skip „koppa” þótt þau hafi þótt meiri háttar loðnuskip fyrir aðeins örfáum árum. -G.S. Eldur laus á Reykja- víkurflug- velli Eldur varð laus i nýuppgerðri kaffi- stofu viö vélaverkstæði Flugmálastjórn- ar í nótt. Urðu menn eldsins varir klukkan 6.15 í morgun og var slökkviliði vallarins þegar gert viðvart. Kom það ásamt liði frá Slökkviliði Reykjavíkur á vettvang og réð niðurlögum eldsins á stuttum tima. Samkvæmt upplýsingum verkstæðis- formannsins er tjón af eldi mest á salernum og næst þeim. Allt húsið, sem er um það bil 70 fermetrar, er svo meira og minna skemmt af reyk og hita. Kaffistofan var nýuppgerð og verður ekki nothæf í næstu framtið. -ASt. Dagheimilið í Garðinum lokað um óákveðinn tíma Búið er að auglýsa lokun dag- heimilisins í Garðinum frá og með 1. desember í óákveðinn tíma. Að sögn Kristjönu Vilhjálmsdóttur er það bæði gert til þess að reyna að koma á betri rekstrargrundvelli og eins til þess að mála og lagfæra tækin á staðnum. Núna eru 22 börn eftir hádegið á dagheimilinu en mun færri á morgnana. Gerðahreppur í Garði hefur stutt rekstur dagheimilisins hingað til en ekki nægilega að sögn Kristjönu. „Við verðum að fá meiri peninga um ára- mótin, annaðhvort frá hreppnum eða annars staðar frá ef við eigum að geta haldið áfram," sagði hún. Það er kvenfélag staðarins sem sér um rekstur dagheimilisins. •DS. yr Kaupio^* TÖLVUR: QG TÖLVUUR ”1 BANKASTRÆTI8 «^»1276^

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.