Dagblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978. 3 r— Skútan er strönduð: Glundroða ríkisstjóm Jóhann Þórólfsson skrifar: Það var ekki rétt hjá Lúðvík að Ólafur hefði bara átt eftir að binda skútuna því að hann sigldi henni beint i strand ásamt sínu friða föruneyti. Það þýðir ekki orðin tóm til þess að leysa efnahagsmák þjóðarinnar, eins og virðist ætla að verða um efndir þessarar ríkisstjórnar. Ég hef veitt því athygli. bæði í blöðum og sjónvarpi. að það hefur verið viðtal við þessa nýju menn sem nú tóku sæti á alþingi í fyrsta sinn, og voru þeir spurðir að þvi hver myndu verða þeirra aðalmál á þinginu. Jú allir svöruðu þeir þvi til að minnka þyrfti verðbólguna og bæta þyrfti efnahagsmál þjóðarinnar. Þetta er gömul plata, úr sér gengin, ekki einn einasti þeirra var með neinar tillögur um hvernig hann ætlaði að framkvæma þessar aðgerðir. Það er ekki nóg að komast i ráðherrastól og segja þjóðinni að þetta sé allt i athugun, þegar sú athugun sér aldrei dagsins ljós. Sumir þessir menn hafa deilt svo hart á fyrrverandi ríkisstjórn að þeir ættu að sjá sóma sinn í þvi að taka betur til hendinni. Annars held ég að við myndum hafa mest gagn af Spurning Ætlarðu eitthvað út að skemmta þér um helgina? Anna Krístjánsdóttir gjaldkeri: Nei. Eg fer mjög litið út að skemmia mér og ætla alls ekki um þessa helgi. Hluti af rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar. Bréfritari telur að við hefðum . á togara.” .rnest gagn af þessum mönnum með því að senda þá þessum mönnum með þvi að senda þá á togara, en ekki sem fulltrúa þjóðar- innar. Ég held að við kjósendur þurfum að fara að vanda betur val okkar á fulltrúum þjóðar vorrar, ef vel á að fara. Svona glundroðastefna eins og nú ríkir hjá flokkunum getur aldrei gengið til lengdar, skútan er strönduð og þessir menn koma henni ekki á flot. Réðst á 11 ára dreng alveg að tilef nislausu Almaskrifar: Sonur minn 11 ára var að selja Dag- blaðið og Vikuna i bænum fimmtu- daginn 9/11 og átti i leiðinni að fara fyrir mig í Verzlunarbankann við Grensásveg og kaupa sparibauk. Þegar hann kom að bankanum var klukkan orðin 4 og hann lokaður. Hann sneri sér þá að ntanni sem stóð þar fyrir utan klæddur samfestingi og spurði hann, hvort hann gæti nokkuð sagt sér hvort bankinn yrði opnaður aftur. Sá herramaður anzaði ekki. Þess i stað gerði hann sér litið fyrir og lantdi drenginn i andlitið með samanbrotnu dagblaði sem hann héltá. Drengurinn sá sér þann kost vænstan að taka til fótanna upp götuna og maðurinn elti baðandi út öllum öngum. Drengurinn þakkaði sinum sæla þegar hann kom að biðskýli S.V.R. og þar var fyrir maður sem reif i öxlina á þeim gallaklædda og bað hann að gjöra svo vel að láta barnið í friði. Sneri hann þá frá. Á hlaupunum hafði drengurinn hugsaðsér að hlaupa heim til ömrnu sinnar og hefði hann þá orðið að hlaupa yfir Miklubrautina. Ekki hefði hann þá beðið eftir grænu Ijósi enda á flótta undan bandóðu ruddamenni. Drengurinn kom heint, alveg miður sín, og sagði mér hvað skeð hefði. Sagði hann að ef maðurinn hefði ekki verið í biðskýlinu þá hefði hann örugglega ráðizt á sig. Ef drengurinn hefur á einhvern hátt spurt ókurteislega því gat maður inn þá ekki svarað i söniu mynt í stað þess að haga sér eins ruddalega og hann gerði. Það var alveg ástæðulaust að slá drenginn og ég tel að ntaðurinn eigi að sjá sónia sinn i að gangast undir geðrannsókn. Að lokunt vil ég konta á framfæri þakklæti til ntannsins i skýlinu. ef hann hefði ekki skakkað leikinn er ekki að vita hvernig farið hefði. Guðbjörg Krístjánsdóttir, vinnur í byggingavinnu: Nei. Ég fer stundum út að skemmta mér, en ætla ekki núna. Veðriðersvo vont. Guðmundur Sigurðsson sendill og nemi: Ég er ekki búinn að ákveða það. Ætli ég fari ekki helzt eitthvað á skíði. SUÐURLANDSBRAUT 10 - SÍMAR 83330 -83454 Sveinn Oddgeirsson framkvæmdastjóri FÍB: Ég ætla að fara á söngmót um helgina. Það er bæjakeppni í söng á milli Kópavogs og Akraness.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.