Dagblaðið - 18.11.1978, Page 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978.
viðskilnaðinum fylgir einhver sálar-
kreppa. Helgi rithöfundur getur ekki
skrifað neitt af viti eftir það, — Helga-
lok. Hafliði rithöfundur virðist
sömuleiðis gera sér far um að útmála
persónur sinar sem einstaklega óyndis-
legar, viljandi eða óviljandi.
DúkkuKsur
Eins og Helga Hallssyni er lýst og
hann lýsir eigin hugsunum, er hann
sama himpigimpið og Þorlákur
forðum og það er ekki nokkur lifandis
leið að trúa því að hann hafi nokkurn
tima sett saman læsilegt bókmennta-
verk, — nema í hæsta lagi það bull
sem hann semur 1 lokin að beiðni
Fólks h/f og er hafnað. Lilja, örlaga-
kvendið, er hins vegar ekki nema
dúkkulisa, snoppufríð, en kann samt
stórum betri sögur en Helgi. Gagnvart
öðrum persónum, uppdiktuðum eða
raunverulegum, virðist höfundur ekki
bera neina væntumþykju i brjósti.'
Þær rangla inn og út úr lífi Helga
höfundar, vita stefnu- og tilgangs-
lausar í þessu samhengi. Hér hefði for-
sjáll forleggjari getað verið ungum rit-
höfundi innan handar, leiðbeint, lag-
fært og drégið fram þann kjarna, sem
þó er að flækjast einhvers staðar í
þessu tilgerðarlega sögukorni. -A.I.
UFSFIRRT VEROLD
Það er erfitt að mínu viti að kveða
|upp endanlegan dóm um það, hvort
þessi Ijóðabók Péturs Lárussonar sé
góð eða vond. Sum Ijóðin eru þokka-
, legur samsetningur en önnur eru hálf-
gert hnoð. En hvað sem líður fagur-
fræðilegum dómum um Ijóð Péturs, þá
stendur sú staðreynd eftir, og hún er
ekki lítils virði, að Ijóðin segja okkur
sitthvað um þá veröld sem við byggj-
um, og þar kemur margt satt og rétt
fram, en einnig annað sem er yfírdrifið
og einfaldað, svo sem Ijóðið um Bilder-
bergreisu Geirs Hallgrimssonar:
Auglýsingaskrumið, sem tröllriður
samtið okkar, hefur tekizt að fá fólk til
að trúa á almætti hinna ólíklegustu
vara, þær eru „allra meina bót", töfra-
lyf, kraftaverk. Auglýsingarnar hafa
því ýtt undir ásókn fólks eftir vindi.
Nútímamaðurinn er „firrtur tilgangi”.
Hann lifir án takmarks og trúar á guð,
þvi að guð er horfinn, eða svo til, eins
og segir í Ijóðinu Vantraust:
Við treystum ekki lengur guðlegri forsjón
enda karlálftin tekin að reskjast
og sjaldan til viðtals
þurfi á ráðum hans að halda.
Óljós von
Þú snæðir safarikar ameriskar steikur
og flatmagar á skjannahvftri Flóridaströndinni
Geir minn góður i Bilderbergreisu
sjúgandi merginn úr beinum þjóðar þinnar
og kreistandi hjarta hennar
í helkrumlum þinum
uns blóðið spýtist milli fingra þinna.
Kannski Geir sé enginn engill, en að
gera hann að ófreskju í Goyastíl, er
það ekki fullmikil einföldum á veru-
leikanum?
Lífsfirring
1 öðrum ljóðum hittir Pétur betur í
mark. Honum svíður i brjóstið að líta
þann andlega sljóleika, lifsfirringu og
Itilgangsleysi sem einkennir líf svo
margra nútímamanna, og sem fyrr
tekur hann sterkt til orða:
... Hver dagur bið
eftir nýju glingri á markaðinn
lifið eins og gangbraut
sem allir stfga á
en enginn tekur eftir.
(Nútiminn)
yrði að rýna mjög nákvæmlega í Al-
þingistiðindi og öll helztu tímarit
þjóðarinnar, allt aftur á síðustu öld og
jafnvel lengur. Það sem virðist helzt
áberandi i seinni tíðereftirfarandi:
1. Landbúnaðarmenn hafa beitt óvið-
jafnanlegri þrautseigju og hörku við
að berja málin fram. Það liggur við
að sumir hafi beitt „terrorisma”,
enda hika sumir þeirra ekki við að
gefa gagnrýnendum „högg fyrir
neðan beltisstað” ef því er aðskipta.
2. Landbúnaðurinn er rekinn eins og
trúarbrögð. Menn verða að vera
rétttrúnaðarmenn til að geta fótað
sig í því umhverfi. Rangtrúarmenn
(menn með aðra skoðun á dilka-
kjöts og mjólkurframleiðslu)
hrökklast einhvern veginn út úr
landbúnaðinum eða út á kant og
sitja þar með stein i maganum.
Eftir situr einvalið áróðurslið,
sem rekur sín trúarbrögð sleitulaust
í fjölmiðlum landsins. Sem dæmi
má nefna að greinarhöfundur hefur
aldrei heyrt annað frá þeim en að
niðurgreiðslur á landbúnaðarafurð-
um séu bara fyrir neytendur eða
hagstjórnartæki stjórnvalda.
3. Flestir Íslendingar eru annaðhvort
komnir úr sveitum eða forfeður
þeirra þaðan komnir. Þeim sem
leyfir sér að hafa i framrni gagnrýni
er svona mismunandi kurteislega
bent á að það sé verið að ráðast á
gamalt fólk í sveitum sem hafi
þrælað allt sitt lif og eigi ekkert ann-
að til að hverfa til.
Gagnrýnendur hafa svipaða
stöðu og sá sem hefur gefið hrók í
forgjöf i skák.
4. Landbúnaðarmenn hafa getað not-
fært sér það mjög vel hversu land-
búnaðurinn í heild er flókinn. Þeir
sem ekki eru sammála offram-
leiðslustefnunni sýna algjöran
þekkingarskort! Margir þeirra hafa
ekki einu sinni haldið um spena!
Mottóið er: Því betur sem gagn-
rýni þin hittir i mark, þeim
mun meiri þekkingarskortur.
inn i umræðuna er gjarnan
fléttað áróðri um að ekki megi
draga úr matvælaframleiðslu i
sveltandi heimi. Sannleikurinn er
aftur á móti sá að allur hinn vest-
ræni heimur er yfirfullur af mat-
vælum. Allir þeir sem eitthvað vita
um næringarfræði og hagfræði vita
að búfjárafurðir verða aldrei fluttar
frá iðnvæddum löndum til sveltandi
þjóða. Fiskmjöl inniheldur tuttugu
sinnum ódýrari eggjahvítu en dilka-
kjöt en er samt of dýrt til að nota
gegn eggjahvítuskorti.
Ef setja á peninga í að aðstoða
sveltandi þjóðir með kaupum á
dilkakjöti frá Islandi er það jafn-
mikil fjarstæða og að ætla sér að
fóðra kýr með mjólkurdufti úr
sjálfum þeim.
5. Úrelt kjördæmafyrirkomulag þýðir
að einstakir dreifbýlismenn hafa
allt að fjórum sinnum meiri at-
kvæðisrétt en kjósendur i Reykja-
vik og Reykjaneskjördæmi hafa.
Þar sem alþingismenn eru margir
(allt of margir) fulltrúar þrýstihópa
en ekki alþingismenn Islendinga er
augljóst hvaða þýðingu þetta hefur.
Stjórnmálamenn Framsóknar- og
Sjálfstæðisflokksins úr sveitahéruð-
unum hafa stundað yfirboð hver
við annan i áratugi og nú virðist
Alþýðubandalagið hafa bætzt í yfir-
boðshópinn. Undir slíkum
kringumstæðum er unnt að selja
hvaða vitleysu sem er. Stjórnmála-
mönnunum er lika minnisstætt
hversu bágt Gylfi Þ. Gíslason hlaut
fyrir að vera forsjár um landbún
aðarmálin. Nú rennur upp sá limi
að margir vildu Lilju kveðið hafa!
Hvað á að gera?
Þar sem landbúnaðurinn hefur ein-
okunaraðstöðu er það alveg nægileg
vernd fyrir hann og vel það. Þess
vegna á að leggja niður útflutnings-
bætur og niðurgreiðslur. Siðan á að
jafna aðstöðu framleiðslugreina. Með
þessum hætti mun verðlag á mjólkur-
afurðum og dilkakjöti hækka en verð-
lag á svína- og fuglakjöti lækka.
Aðstaða garðyrkjubúskarpar mundi
batna að mun. Sauðfjárbændum
mundi fækka og framleiðslan færast
yfir á hagkvæmustu búin. Tekjur af
þeim yrðu ekki minni en nú er og
sennilega meiri. Hið sama gerðist hjá
mjólkurframleiðendum. Hluta af
hagnaðinum af öllu saman verður að
veita til bænda sem vilja hætta búskap
eða skipta um framleiðslu, svo og til
endurhæfingar á forystuliði bænda og
trúboðum.
Dr. Jónas Bjarnason
efnaverkfræðingur.
Er þá engin von? Jú, hin „rauða
eik” sósíalismans er „von snauðra að
klífa upp”. (Sósíalismi) En þessi von,
sem kemur aftur fyrir i Ijóðinu. „Sigur
i Vietnam”, drukknar hreinlega í allri
lifsfirringunni, tilgangsleysinu og of-
beldinu, sem koma í næstu ljóðum og
fjalla um: pyntingar í Argentínu,
ástandið í Chile, helsprengjur og lífs-
firrta menn. Jafnvel þeir menn, háset-
ar á vetrarvertíð, sem ættu að vinna
að því að láta vonina rætast, eru sjálfir
„lifsfirrtir menn með vonleysi í aug-
um”. Höfundur virðist ekki hafa alltof
sterka trú á að vonin rætist.
Jóhanns þáttur
Hjálmarssonar
Undir lok bókarinnar er smáþáttur
Tryggvi Gunnarsson
um Jóhann skáld Hjálmarsson.
Höfundur skopstælir eitt af Ijóðum
hans, Föstudagskvöld, úr Ijóðabókinni
„Dagbók borgaralegs skálds”, á bráð-
skemmtilegan hátt. Hér fylgja nokkrar
linur úr Ijóði Péturs, Föstudagskvöld”:
„Það er föstudagur og einhver órói i lofti
Vörubílstjórinn á loftinu hefur farið i Pennann
og birgt sig upp ...
Upp úr átta er töluvert um leigupcnna,
mattar og hagalinar á gangi, reikulir
i vorblfðunni.
Það er vissara að Ijúka þessari drykkju strax,
þvi um miðnætti verður litið næði,
skellt verður skolleyrum og sviflð mikið um ...
Það er gott að vakna seint án þess að hafa
bullað eitthvað kvöldið áður,
ort einu Ijóði of mikið og þurfa að
gefa skýringar
hversvegna maður gaf ekki upp andann
á eðlilegum tima.”
„Þegiðu, Gvendur, hús-
bóndinn vill tala”
Sennilega hefur ekki verið hneyksl-
ast mikið á þessari setningu þegar leik-
ritið var flutt i fyrsta sinni og enn í dag
mun þessi setning vera mörgum sem
meinlaus upplyftandi leikritsbrandari.
Lítum á hvernig sú hugsun sem liggur
að baki hjá Grasa-Guddu muni lifa í
dag. Eða heldur einhver að hún sé
horfin, dauð og gleymd? Gvendur
smali var persóna sem ekki steig í
vitið, eins og sagt var. Móður hans
fannst eðlilegt að ómerk væru ómaga-
orðin, ekki sist i samanburði við orð
húsbóndans.
Hversu margir
eru þeir í dag,
ómagarnir ómerku?
Þeir munu teljast nokkuð margir og
vegna þess að dagblöðin hafa opnast
fyrir þeim sem nenna að tjá sig hefur
komið í Ijós, það sem áður var bara
skrafað um manna á milli, að innan
stjórnmálaflokkanna er þaggað niður í
þeim sem að dómi „valinna" forystu-
manna hafa óþægilegar hugmyndir
um almenn málefni.
Þeir eru margir sem hlotið hafa oln-
bogaskot, og með ýmsum hætti skipun
um að þegja, ef þeir hafa haft sjálf-
stæðar skoðanir sem ekki féllu að
fyrirætlunum liðsoddanna. Núna
siðustu daga hefur þetta vonandi orðið
ljósara mörgum, eftir orðahnipping-
arnar milli manna í framvarðasveit
Sjálfstæðisflokksins. En hvaða hugs-
anir hafa vaknað hjá mönnum um
hugsanlega breytingu á þessu ein-
okunarvaldi sem ríkir innan flokka?
Dettur einhverjum i hug að þetta valdi
kannski litilli þátttöku í starfi flokk-
anna? Þetta sé e.t.v. ein mesta hætta
lýðræðisins?
Hvernig á að
vinna bug á
skoðanakúgun?
Frjáls blaðamennska er þýðingar-
mikill og æskilegur sóknarleikur gegn
einokun hugmynda og skerðingu tján-
ingafrelsis. Hvergi nærri einhlit. Ef við
tuldrum hver í sinu horni eftir sem
áður, látum nægja að lesa með ánægju
um góðar hugmyndir sem eru til, en
síðan lönd og leið hvort þær heyrast
meira, eða hvort þær fá að njóta sín í
almennri kynningu og umræðu. Eitt
megineinkenni á einokunaraðstöðu
liðsoddanna kemur í ljós í auglýsing-
um um flokksstarfið, fundi, ráðstefnur
o.þ.h. starfsemi. Það þótti gott ef
aðeins einn framsögumaður er aug-
lýstur á umræðufundi í stjórnmála-
félagi. Ræðutími ótakmarkaður og
Guðjón B. Baldvinsson
ótilgreindur. Nú þykir orðið hlýða, og
bera fremur svip lýðræðis, að hafa
framsögumenn fleiri, helst þrjá, allt er
þegar þrennt er, enda þá vel fyrir þvi
séð að aðrir fundarmenn hafi ekki ráð-
rúm til að gera ónæði með athuga-
semdum. Og ef einhver ræðst í það
fyrirtæki, og hefur eitthvað markvert
fram að færa, þá er fundartimi búinn
þegar framsögumenn hafa svarað og
fundargestir farnir að tinast í burtu.
Ennþá eru t.d. til menn sem ekki eiga
bíla og þurfa að sæta ferðum almenn-
ingsvagna, og ennþá eru til menn sem
hefja vinnu snemma morguns og hafa
hvorki þá tegund samvisku sem þarf
til né heldur ráð á að koma of seint til
verks.
Félagsstarf okkar, á hvaða sviði sem
er næstum þvi að segja, er orðið úrelt,
gamaldags. Ofriki í fundastjóm ogein-
okun um ræðuflutning hefur hjálpað
til að flæma fólk frá þátttöku í félags-
starfi. Þó að þetta fyrirkomulag henti
ráðafólki í félögunum, þá hentar það
ekki lýðræðishugsjóninni. Fólkið kýs
aðrar aðferðir, og það verður að gefa
þvi kost á að prófa þær, gefa svigrúm
til að leita að hentugustu aðferð til
skoðanaskipta, sem eru nauðsynlegur
hvati i öllum félögum og óhjákvæmi
leg til viðhalds lýðræði.
Hringborðsumræður.
Leshringir
Sem 'betur fer hafa hringborðsum
ræður rutt sér nokkuð til rúms. Þeim
fylgir þó sá annmarki að þeir frekustu
og vönustu hafa aðstöðu til að nota
timann fyrir sig, nema ákveðin, harð
hent stjórn sé á umræðunum. Og þá
þarf réttsýni að ráða þeirri stjórn. Það
þarf að kenna fólki að tjá sig i fáuni.
skýrum orðum, stuttum ræðum og
hver annast þá kennslu? Slík kennsla á
að vera sérgrein I skólum okkar.
Henni þarf að fylgja lilsögn um
fundarstjórn, er tryggi réttlæti og hlut
leysi eftir því sem framast má verða.
Leshringir eru einkar hentugt form
fyrir fræðslu unt ákvcðin efni, og enn
fremur til skoðanaskipta unt dagsins
mál, þar sent sjá vcrður unt að sjónar
mið séu skýrð frá ólikum sjónarhorn
um.
Hver vill hindra
frjálst orð?
Sá sem hefur vald i höndum á ávallt
á hættu að völdin verði dregin úr greip
hans, ef aðrir fá að tjá sig á fundunt, i
blöðum eða á annan hátt. Haftð þið
ekki tekiðeftir ósk unt einstet'nu í túlk
un blaðanna? Frá hverjum , kemur
hún? Liðsoddunt stjórnntálaflokka.
forstöðumönnum stórra fyrirtækja
sem óttast um sérréttindaaðstöðu sina.
þ.e. þeim sem ntest völd hafa í þjóð
félaginu. Á þetta mcgunt við ckki
horfa andvaralaus, hugsunarlaus. Við
megum ekki vera hlutlaus, sent ncl'nt
er á máli þeirra, er gjarnan vilja þagga
niður gagnrýni og nýntæli. Félaga
samtök eru vörn fólksins i santfélaginu
gegn átroðningi yfirgangsseggja. Þessa
brjóstvörn verður að treysta og innan
hennar búast til sóknar fyrir full-
komnu tjáningarfrelsi. Sigur vinnst
ekki á einu kjörtímabili eða svo, en
hann vinnst, ef við erum nægilega
mörg og nægilega virk sem viljum
tryggja lýðræði í landi voru.
Guðjón B. Baldvinsson