Dagblaðið - 05.12.1978, Page 4

Dagblaðið - 05.12.1978, Page 4
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978. % GAPi-mn bflctif við/R) Nú hefur Veitingahúsiö Gafl-inn í Hafnarfirói opnað annan veitingastað undir sama nafni, við Reykjanesbraut(Keflavíkurveginn)og bjóðum við nú sem áður AÐEINS ÞAÐ BESTA. Einnig bjóðum við matarpakka fyrir vinnustaöi. Frá áramótum leigjum viðútvistlegasali fyrir stærri og smærri mannfagnaði. Vcilinnohú/ió GAPi-inn REYKJAVÍKURVEGI 68 SÍMI 51857 DALSHRAUNI 13 SÍMI 54424 - HAFNARFIRÐI1 Aukiö verómœti meö Polyurethan Polyurethan er mjög endingargóð einangrun. Efninu er sprautað í fljótandi formi í gegn um smógöt ó innrabyrði lestarklœðningar, þar sem það þenst út 20—25 sinnum og storknar. Polyurethan hefur reynst mjög vel í skipum og bótum, ■ veggklœðningar stólgrindahúsa og til einangrunar kœliklefa. Betri nýting aflans með Polyurethan. GóÖ einangrun - aukiö verÖmœti aflans sSaía®í2 E2í?. SIMI S37S5 P. BOX 239 HAFNARFIRÐI Hafnarfjarðar: Hús Bjarna riddara Sívertsen —f rá fyrsta tug 19. aldar Elzta hús i Hafnarfirði er hús Bjarna riddara Sívertsen að Vesturgötu 6, frá fyrsta tug 19. aldar. Húsið er varðveitt sem safn þó litið sé til af hlutum úr heimili Bjarna. Bjarni Sigurðsson fæddist að Nesi í Selvogi árið 1765. Kona hans Rannveig Filippusdóttir var stórættuð, nokkuð eldri en Bjarni og mun hann hafa fengið með henni auð og áræði. Árið 1790 hóf hann verzlunarrekstur i Vestmannaeyj- um en hann hafði áður fengizt nokkuð við slíkan rekstur i heimabyggð sinni. Bjarna bezt það traust, sem stiftamt- maður bar til hans. En valið var vitur- legt, því að vegna hinna fyrri afskipta sinna af verzlunarmálum islendinga í Bretlandi hlaut Bjarni að standa betur að vígi en flestir aðrir til að koma þar fram fyrir hönd þjóðar sinnar. Þaðan hélt Bjarni til Kaupmannahafnar þar sem hann var sæmdur riddarakrossi af Danakonungi árið 1812. Eftir þetta rak Bjarni verzlun sína tálmanalaust og gerðist auðugur maður. Var hann sjálfur í förum milli landa og sat á vetrum í Kauþmannahöfn en leit á sumrum eftir verzlun sinni í Hafnarfirði. Árið 1825 dó kona hans og um hana orti Bjarni Thorarensen þekkt eftirmæli. Sonur þeirra, Sigurður, kvæntist Guðrúnu, systur Helga biskups Thordersen. Árið 1832 fluttist Bjarni alfarinn til Kaupmannahafnar, en hafði árið áður kvænzt danskri konu. En þegar hér var komið átti hann ekki langt eftir ólifað. Hann andaðist árið 1833 og hvílirídanskrimold. -GAJ. En hann hugsaði enn hærra og hélt sumarið 1793 til Kaupmannahafnar til að fá lán til verzlunarreksturs og ann- arra umsvifa. Málalokin urðu góð og í byrjun næstu aldar hefur hann mörg járn í eldinum. Hann kaupir eða kemur sér upp verzlunar- eða íbúðarhúsnæði á Akurgerðislóð í Hafnarfirði, kaupir jörðina Ófriðarstaði 1804 og eignast lika Óseyri og svo Hvaleyrartorfuna árið 1816. Allar þessar jarðir stórhækkuðu að mati, á meðan þær voru i eigu Bjarna. Ófriðarstaðir sem nú eru oftast nefndir Jófríðarstaðir, áttu þá land að sjó. Þar hugsaði Bjarni sér skipasmíða- stöð og er hún talin fullbúin árið 1805. En þegar árið 1803 hafði þó fyrsta ný- smíðaða þilskip hans hlaupið af stokk- unum. Nefndist það Havnefjords Prövcn. Ef til vill má telja Bjarna það til for- dildar að nefna öll skip sín dönskum nöfnum. taka upp eftirnafnið Sívertsen og taka í seinni tið að dveljast i Kaup- mannahöfn á vetrum. En hið jákvæða í fari hans hlýtur þó að teljast þyngra á metum, dugnaður, fjölhæfni og hjálp- semi. Einkum kom þetta i ljós i sam- bandi við utanför Bjarna árið 1807. Honum og öðrum skipverjum var ókunnugt um ófriðinn milli Englendinga og Dana og kom mjög á óvart að vera af þeim fyrrnefnda neyddir til að halda til Skotlands. Er ekki að orðlengja það að alls voru það orðin um 15 íslandsför sem Englendingar höfðu kyrrsett þar í höfnum. Auðséð er af samtíma skjölum að þáttur Bjarná að farsælli lausn þess- ara mála var ekki lítifl. Kom þar, að öll tslandsförin voru látin laus. Það var sumarið 1809 að hinn kunni Jörundur hundadagakonungur var hér. Þótt Jörundur væri í sjálfu sér ekki óvinsæll þá komu hér öðru hvoru enskir ævintýramenn, sjóræningjar sumir hverjir, sem vitanlega var bezt að vera laus við. Valdi Trampe stiftamtmaður, Bjarna og annan mann til Englandsfarar til að stemma stigu við þessu. Var þetta hin mesta trúnaðarför, og sýnir valið á Húsið Vesturgata 6 er talið vera elzta hús Hafnarfjarðar, byggt af Bjarna riddara Sívertsen liklega áríð 1805. Þangað kom Krístján konungur IX 1874. Þar áttu verzl- unarstjörar Knudtzons verzlunar löngum hcirna, en eftir að sú verzlun lagðist niður og áður en Brydesverzlun kom til sögunnar, mun Jón Steingrímsson trésmiður hafa búið þar. En áríð 1902 fluttist verzlunarstjórí Brydesverzlunar I þetta hús, Jón Gunn- arsson. Úr eldhúsinu I húsi Bjarna ríddara Sfvertsen.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.