Dagblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 17
Kók beygði stjórnina Kók og smjörliki kom ekki á markað vegna verðlagsstríðs við yfirvöld. Þegar fólki var farið að finnast kókleysið baga- legt var ríkisstjórnin beygð I duftið, enda hefði það liklega orðið hennar banabiti ef kókleysið hefði orðið til frambúðar. Lif færðist aftur i eðlilegt horf eftir að sýningum lauk á hinum geysivinsæla framhaldsþætti Gæfa eða gjörvileiki. Fólk hafði lifað sig inn í raunir Rúdýs og aðgerðir fúlmennisins Falconetti. sem aldrei ætlaði að drepast. Heimsóknir hófust á nýjan leik á sunnudagskvöld- Mikið var rallað unt landið á árinu. Vit- anlega þurftu keppendur að stanza og kasta af sér vatni á leiðinni. Hér sinna náttúrunni tveir fremstu rallarar landsins, Ómar og Jón Ragnarssynir. Nóvember Háskóli íslands lamaðist að miklu leyti vegna verkfalls stundakennara við skólann. Stundakennarar eru á fjórða hundrað og meðan á kjarabaráttu þeirra stóð var litið hægl að sinna kennslunni. Lögreglumauur var staðinn að þjófn- aði og hafði sá son sinn sér til aðstoðar. Lögreglumanninum hafði áður verið vikið úr lögreglunni vegna afbrota en tók enn hálf laun sem lögreglumaður. í athugasemdum ríkisendurskoðunar á ÁTVR kom fram aðalltof margar teg- undir áfengis fengjust i ríkinu. Slíkt skapi óhagræði i rekstri. Margar vinteg- undir eru lítt keyptar og standa lengi i ríkinu. Friðrik forseti Friðrik Ólafsson var kosinn forseti Al þjóðaskáksambandsins i Argentínu. Sigraði hann mótframbjóðanda sinn Mendez í annarri umferð kosninganna. Áður hafði þriðji frambjóðandinn Gligoric dottið út. Bækistöðvar FIDE verða nú fluttar frá Amsterdam til ís lands. Nokkrar deilur urðu hérlendis eftir að Friðrik var kjörinn á milli þeirra Friðriks og Einars S. Einarssonar forseta Skáksambands íslands og Högna Torfa- sonar. Deilurnar snerust um val gjald kera Alþjóðaskáksambandsins. Tilraun var gerð til bankaráns í Landsbankanum á Laugavegi 77. Maður miðaði byssu að starfsmanni i gjaldeyrisdeild og krafðist peninga. Lög regla yfirbugaði manninn og í Ijós kom að byssan var leikfang en nákvæm eftir likingaf alvöruvopni. Hundruða milljóna tjón varðá Höfn í Hornafirði er síldarsöltunarstöð Stemmu eyðilagðist I eldi. Tjónið sem bruninn veldur atvinnulífi staðarins verður ekki metið til fjár. Fleira gerðist á Höfn um þetta leyti því lögreglumanni á staðnum var sagt upp störfum vegna hassneyzlu. Franskur háhyrningaveiðimaður veittist að ráðuneytisstjóra sjávarútvegs- ráðuneytisins og hellti yfir hann rauðum vökva. Fyrir tiltækið var Fransmannin- umvísaðúrlandi. Mikið flugslys Mikið flugslys varð er Loftleiðaþota fórst á Sri Lanka. Vélin var i pílagrima fiugi milli Jedda og Surabaja og þétt setin indónesiskum pilagrimum. Með vélinni fórust átta íslendingar og nær tvö hundruð pílagrímar. Vélin var i að- fiugi að fiugvellinum í Colombo þegar hún brotlenti á akri i þrumuveðri. Vélin var af gerðinni DC-8. Bilasalar voru handteknir I hrönnum fyrir meint svik i bilaviðskiptum. Virðist svo sem bilasalar eða menn á þeirra •snærum kaupi bíla á tiltölulega lágu verði og selji siðan á uppsprengdu veðri og þá fyrst sé afsölum lokað. Snjór var með mesta móti síðustu daga nóvembermánaðar. Þungfært varð i Reykjavík og allar snjókeðjur seldust upp. Erfiðlega gekk að halda uppi fiug samgöngum vegna snjóanna. Desember Slökkviliðsmenn á Reykjavíkurfiug velli eru nokkuð komnir til ára sinna. Meðalaldur slökkviliðsmanna er 54.4 ár og 41% liðsmanna eru á sjötugsaldri. Mjög er lalið óvenjulegt erlendis að slökkviliðsmenn séu við störf efiir 55 ára aldur. T.d. er meðalaldur slökkviliðs- manna á Keflavíkurfiugvelli innan við 30 ár. Hjalti Hafsteinsson rótari hefur viðáttu- meiri maga en gerist og gengur. Og hann veit greinilega til hvers slikir magar eru notaðir. Brennuvargur gekk laus í Reykjavik og var hans ákaft leitað. Nokkuð viða var kveikt i húsum og m.a. játaði ungur maður að hafa kveikt i Bergiðiunni á Kleppi til þess að hylja fjárdrátt. Ekkert hefur komið i Ijós sem tengir þá ikveikju við aðrar. Á ríkisstjórnarfundi var tekin fyrir til- laga um stórfelldan niðurskurð á bænd- um að þeirra eigin ósk. Frumvarpið um niðurskurðinn er lagt fram af landbún- aðarráðherra Steingrimi Hermannssyni. Kröfiuvirkjun. óskabarn þjóðarinnar. framleiðir ekki einu sinni rafmagn handa sjálfri sér. Rafmagn fær virkjunin frá Þjórsá. en rafmagnsreikningar hafa ekki enn borizt. Belgiskt knattspyrnufélag bauð tugi milljóna króna i þrjá islenzka knatt spyrnumenn. Útfiutningur íslenzkra knattspyrnumanna fer að verða arðvæn- leguratvinnuvegur. Hjólbarðar Hurfu á dularfullan hátt úr sendingum sem áttu að fara á Kefia vikurflugvöll. Siðar kom í Ijós að hér var landinn enn að reyna að hagnast á Kan- anum. Árið 1978 var mikið kosningaár, bæði kosið til Alþingis og sveitarstjórna. Mesta athygli vakti án efa fall borgarstjórnar- meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjavík, en höfuðborginni hafa þeir stjórnað undanfarna hálfa öld. Myndin var tekin af Birgi fsleifí Gunnarssyni fv. borgarstjóra er úrslitin voru kunn. Tíu milljónir fyrir þann graða Danskir mcnn sem hér voru á yfirreið buðu 10 milljónir í graðhest skagfirzkan. Eigandinn leit ekki við tilboðinu og vildi heldur eiga þann graða. Frjósemi er mikil i Alþýðubankanum. Þar urðu sjö af átján starfsstúlkum bankans þungaðar. Samkvæmt útreikn ingum starfsmanna bankans svarar þetta hlutfall til þess að rúmlega 160 konur i Landsbankanunt gengju sanv tímis með barn. Félagi Jesús sameinaði kirkju- leiðtogana Félagi Jesús vakti miklar deilur i jóla mánuðinum. Umræður um þessa bók hófust opinberlega á Alþingi íslendinga og eftir það var salan tryggð. Ekki voru allir á eitt sáttir um ágæti bókarinnar en kirkjunnar menn i flestum söfnuðum sameinuðust um að fordæma hana. Hefur ekki annar atburður i manna minnum orðið valdur að þvilikri samein ingu. Hin nýja Flugleiðaþota verður máluð i nýjum litum og tekið verður upp sam- eiginlegt cnskt heiti fyrir Flugleiðir á al þjóðamarkaði. lcelandair nafn Flugfé- lags íslands verður notað og Loftlciðir Icelandic dettur út. Þessu mótmæltu flugmenn Loftleiða harðlega. Deilur urðu i borgarstjórn Reykja- víkur vegna sorpgjalds. Annar borgar- fulltrúi Alþýðuflokks stóð með Sjálf- stæðisflokknum við að fella sorpgjaldið og varð af mikill hvellur. Aðrir meiri hlutamenn urðu ævareiðir, sem eðlilegt var, þar sem þeir voru á ný komnir i minnihluta. Þeir reyna þó að setja fyrir lekann þannig að þeir standi ckki bcr stripaðirá ný. Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum auglýstu til sölu meirihlutann af fiota sinurn. Útgerð þar berst í bökkum cins og víðar og þvi var gripið til þessa ör þrifaráðs. Gulrætur voru teknar upp allt fram í desember á Ragnheiðarstöðum i Flóa. Er það til marks um einmuna veðurbliðu undanfarið misseri. Blaðamenn leiddu saman hesta sina i Myndgátu sjónvarpsins. Þar kom frarn að síðdcgisblaðamenn virtust nokkru betur á sig komnir andlcga en ntorgun blaðamenn. Eftir ntiklar sviptingar og harða baráttu báru Dagblaðsntenn sigurorð af Visismönnum. Fossar Eintskipafélagsins hal'a nú tekið upp nýja viðkomustaði en þeir stranda gjarnan við ósinn til Hafnar i Hornafirði. Álafoss er þar strand nú og skömntu áður strandaði Múlafoss þar. U pphaf Listahátiðar Megas i stuði. I lok ársins gengu þær sögur fjöllum hærra að Megas hefði haft vistaskipti og væri genginn á vit feðra sinna. Ekki var listamaðurinn alveg á sama máli og megi hann vera sem lengst á meðal vor. Rikisstjórnin stóð af sér alla vind sveipi scm voru tiðir er nálgaðist jól og árantót. Þvkir Ólafur Jóhanncsson hafa sýnt að ckki cru aðrir bctri skipsljórar i vcrstöðinni. Það voru lúnir þingmen scm voru scndir lieim i jólafrí cftir fvrri Itluta átakaþings. Þcir ákváðu þvi að sinna bakstri. sntiða með krökkununt og Itlusta á plötur er licim kænti. Vist cr um það að strax á nýbyrjuðu ári ntun hrikta i innviðunt stjórnarinnar og þvi bctra að kottta úthvíldur. .111. Gleðilegt ár!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.