Dagblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 20
Morð, manndráp og annar óþverri einkenndu árið sem er að líða Það scm gaf mesta vonina um bjarta tíð í heiminum var kannski árangurs- rík aðgerð, þannig að giftusamlcg fæðing tókst á svonefndu glasabarni i Bretlandi. Þegar myndir birtust af því og móður þess mátti brosa á alþjóða- vcttvangi. Slik tilefni gáfust ekki mikið oftar. Ef litið er yfir heimsmálin i stórum dráttum má fullyrða að fyrir- sögn þessa pistils eigi vel við. Þeir sem leggja i lestur hins erlenda annáls á annaö borð mega þó að likindum vel við una. Af fremsta megni er reynt að horfa á hina óæðri hlið heimsfrétta. Þessu til sönnunar viljum við taka eftirfarandi dæmi fyrir yður, lesendur góðir: Við vanabundna rannsóknarstarf- semi DB i erlendum blöðum og tíma- ritum rakst einn af starfsfélögum vorum á eftirfarandi klausu í valinkunnu, stórótbreiddu og umdeildu dagblaði brezku, að nafni The Sun. t léttri áramótasnörun úr enskunni hljóðar fréttin eitthvað á þessa leið: — Tiu islenzkar konur létu hvorki öldur né stórsjói Norður-Atlants- hafsins aftra sér frá þvi að sigla með islenzkum togara um eitt þúsund mílna veg til Bretlands. Þegar að var gáð var erindið ekki annað en að fá tækifæri til að gera jólainnkaupin á brezkri grundu. Þessum formála Ivkur á tilvitnun í skólastjórann brezka, sem hvatti ncmendur sina til brota á skóla- reglunum. Taldi hann þar koma vel á vonda. Astæðan var sú að við hvert brot kom meira i skólákassann. Öll brot þýddu nefnilega Qársektir. Til nánari upplýsingar þá heitir umgetin skólastofnun Newmarket Llpper School i Suffolk. Janúar Árið hófst með enn 'einu stórflug- slysinu, 1. janúar fórst indversk risaþota og með hcnni tvö hundruð og þrettán manns. Var þetta mesta slys í fiugsögu landsins. Kortsnoj hinn sovézki land flótla skákmaður var samur við sig og hafði uppi mikinn ágreining i einvigi því sem hann háði við landa sinn, Spassky, um réttinn til að skora á heims- meistarann. Fór það fram í Belgrad i Júgóslavíu ogeftir mikið japl ogjaml og fuður sigraði Kortsnoj en tapaði síðan um haustið eins og menn muna fyrir heimsmeislaranum Karpov í einvígi þeirra á Filipseyjum. Indira barðist um á hæl og hnakka lndira Gandhi fyrrum forsætis- ráðherra var rekin úr sinum gamla fiokki, Kongressfiokknum. Var þaðgert vegna þess að hún hafði klofið hann og hafið harðvituga valdabaráttu innan hans en á fyrra ári hafði hún sagt af sér flokksformcnnskunni eftir ósigur flokksins í kosningum. Hann slapp með skrekkinn. maðurinn sem var orðinn leiður á lífinu í stór- borginni og kastaði sér út af áttugustu og sjöttu hæð Empire State bygging- arinnar í New York. Snögg vindhviða greip manninn um leið og hann stökk og sveiflaði honum á syllu sem er þremur hæðum neðar. Þar lá maðurinn meðvit- undarlaus nokkra stund en staulaðist siðan inn um gluggann, rifinn og tættur og hætti við allar sjálfsmorðshugleiðing- ariþaðminnstaibili. Úrkynjað svínakjöt? Danskir vísindamenn komust að þeirri niðurstöðu. að svinakjötið þeirra væri orðið óhæft til maniieidis. Ástæðuna telja þeir þá að svínin séu bæði sjúk og vanrækt og auk þess úr kynjuð. Ljótt ef satt er cn ef litið er frá Danaveldi yfir til Svíþjóðar þá ákváðu þeir að hér eftir væri ekki leyfilegt að veita kaviar. vín né blómvendi í viðskiptalífinu, allt skyldi þetta kallast mútur hér eftir og ekki nóg með það, heldur skehtu þeir gleðikonum einnig í þann fiokk og mun nú margur kaup- sýslumaðurinn þar í landi vcra heldur Iramlágur yfir ástandinu i skcmmtanalifinu. F.Idur koin upp í hinum fræga Eilielturni í París og olli miklu tjóni. Kom hann upp vcgna rafmagnsbilunar í jólaskrauti en ekki varð neinum gest- anna meint af og tókst að koma þeim öll- um undan. Stýrisgalli á Volkswagen Volkswagen verksmiðjurnar vestur- þýzku kölluðu inn fjögur hundruð þúsund bifreiðar vegna galla i stýris- kerfinu. Hubert Humphrey fyrrum varaforseti Bandarikjanna lézt 13. jan. úr krabba- meini. Hann var lengi áhrifamikill stjómmálamaður og sótti lengi eftir að komast i forsetastólinn en tókst aldrei. Ba bú og bruna- liðið kom úr verkfalli Verkfalli slökkviliðsmanna á Bretlandi lauk um miðjan janúar en þá höfðu þeir verið frá störfum í níu vikur. Að venju var deilt um laun en slökkvi liðsmennirnir sinntu neyðartilfellum að mestu. Egyptar og ísraelsmenn hófu friðar viðræður sín á milli sem siðan héldu áfram fram eftir árinu án mikils sýnilegs árangurs. Við ljúkum siðan að segja frá fregnum í janúar með fréttinni af föngunutn ensku. sem urðu svo sárir að tapa fyrir fangavörðunum í rugby (68— 0) að fimm þeirra stungu af og vildu alls ekki koma aftur í fangelsið. Febrúar Fullur rútubíl- stjóri ók lög- reglumönnunum Danskur rúlubilstjóri þótti sýna yfir- völdum heldur mikla óvirðingu þegar hann tók upp á því að keyra tuttugu og sjö lögreglumenn auk yfirlögreglu- þjónsins heim af balli. Bílstjórinn var þýzkur og sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir þvi að danska ölið væri áfengt. Muhammed Ali heimsmeistarinn í boxi krafði timaritið Playgirl um skaða- bætur fyrir að birta nokkrar teiknimyndir af kappanum, sem honum þóttu klámfengnar og að sögn trufiuðu bæði boxæfingar hans og trúariðkanir. Orðrómur kom upp um að skæruliðar Palestínumanna hefðu eitrað appelsínu uppskeru ísraelsmanna. Dró mjög úr sölu appelsína þeirra um tíma en ekki fundust neinar sannanir fyrir þessu og líklegast var þetta bara misskilningur. Bardot reyndi að bjarga selnum! Að frægum kvikmyndahetjum er það helzt að frétta að Birgitta Bardot var mjög önnum kafin við að vernda selkópa og fór vítt og breitt um heiminn i þvi tilefni. Leikstjórinn pólski, Roman Pol anski, stakk aftur á móti af frá Banda- ríkjunum og mun dvelja um þessar rnundir í Frakklandi. Hann taldi af einhverjum ástæðum ekki heppilegt að mæta fyrir rétti vestra en þar er hann sakaður um kynmök við stúlku eina sem yngri er en velsæmi leyfir. Leifar sovézks gervihnattar hröpuðu til jarðar á auðnum Kanada. Óttazt var í fyrstu að þær væru geislavirkar en svo reyndistekki. Hver var Deep Throat? Deep Throat eða sá sem veitti blaða- mönnunum hjá Washington Post upplýsingar, þeim Woodward og Bernstein, er að sögn Haldemans, fyrrum ráðgjafa Nixons forseta Banda- ríkjanna, Fred Fielding, þáverandi aðstoðarmaður John Dean lögfræðilegs ráðgjafa forsetans. Kom þetta fram i bók sem hann skrifaði um veru sína í Hvíta húsinu. Og svo var það þegar kókaínið sprakk í maga smyglarans Síðan var það fregnin af smyglaranum sem ætlaði að smygla kókaini í plastpokum í maga sér. Þannig flaug hann frá Perú til Bandarikjanna. Pokarnir rifnuðu og maðurinn lézt af kókaíneitrun. Skurðlæknir einn i Bandarikjunum var ákærður fyrir að hafa myrt fimm sjúklinga sina. Hann var sýknaður siðar á árinu en blaðamaður einn við New York Times sat löngum inni fyrir tregðu sína við að gefa dómara upplýsingar um heimildir fyrir ýmsurn frásögnum af málinu. Fimm manns létuzt er eldur kom upp á norskum olíuborpalli í Norðursjónum. Indíra Gandhi vann mikinn kosninga- sigur i tveimur stærstu fylkjum Ind- lands. í Ijós kom að forráðamenn Ford verksmiðjanna i Bandaríkjunum töldu hagkvæmara að greiða slysa- og dánar- bæturen innkalla gallaðar bifreiðar. Skriðdrekinn festist f afturá- bak gír Tvær hernaðarsögur slá síðan botninn í febrúarmánuð. Sú fyrri er af israelska herforingjanum. sem týndi leyniskjölunum á meðan hann fékk sér hamborgara á götu í San Diego i Kaliforníu. Hin er af því þegar sýna átti nýjasta stolt bandaríska hersins — mjög fullkominn skriðdreka. Hann festist i aftur á bak girnum og ekkert gekk að leysa málið. Leyniskjölin fundust aftur en þegar skriðdrekinn var laus úr gírn- um voru allir blaðamenn og áhorfendur farnir heim. Marz Rændu líki Chaplins Líki Charles heitins Chaplins var rænt úr kirkjugarði þar sem það var i Sviss. Síðar á árinu komst upp um tilræðismennina sem ætluðu að fá greiðslu fyrir að skila þvi aftur. Jimmy Carter Bandarikjaforseti greip til Taft Hartley laganna alræmdu og skipaði kolanámumönnum til vinnu sinnar eftir þriggja mánaða verkfall þeirra. Þeir þybbuðust við og neituðu að koma til vinnu en siðar tókst að ná við þá samkomulagi og vinna hófst aftur og laun hækkuðu nokkuð. Alnafni Henry Ford bílakóngs Maður einn i bilaborginni miklu Detroit i Bandarikjunum á við þann vanda að stríða að heita Henry Ford og þar með vera alnafni þess fræga bíla kóngs. Þegar hann lyftir símtólinu þarf aðallega að svara kvörtunum um bilaða bila og taka á móti umsóknum um at vinnu. Á daginn er maðurinn mikið heima þvi hann er kominn á eftirlaun. Getnaðarvarnarpilla fyrir karla var á dagskrá sem oftar. Henni fylgir þó enn sá vankantur að hætta þykir á því að löngun þeirra til kvenna minnki við notkun hennar. Vilja fæstir því fá hana á markaðinn en visindamenn sitja lon og don við að finna lausn á málinu. Ungur piltur vakti undrun allra fyrir ótrúlega lifsseiglu, en hann lifði af þrjár hjartaaðgerðir, lungnabólgu, nýrna- sjúkdóm, auk þess sem hjartsláttur hans stöðvaðist þrisvar. Síðast þegar til fréttist var hann hress og kátur í Franskir bændur beittu danska vörubiistjóra ofbeldi vegna undirboðs Dana á svinakjöti. Bændurnir réðust á vörubila og dreiföu svfnslærum út um allt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.