Dagblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978. " 'V Hvað «r þðr minnisstarðast fra árinu 1978? — og hvað ar þðr efst í haga á nýja árina? - .- ■— — Svavar Gcstsson. Ríkisstjórnin er prófsteinninn.. „Ætli það sé ekki þessi ríkisstjórn og myndun hennar sem mér er hvað minnisstæðust,” sagði Svavar Gestsson viðskiptamálaráðherra. „Það hefur tekið allan minn tíma. allt frá því að fram- boðið var ákveðið í vor." „Árið sem er að líða hefur verið sögu- legt ár að mörgu leyti,” sagði Svavar ennfremur. „Þessi ríkisstjórn er próf- steinn á það hvort verkalýðshreyfingin getur hafl áhrif á gang mála og sá slagur mun haldaáfram. Hvað mitt persónulega líf áhrærir hcfur pólitikin haft mikil áhrif og þetta nýja starf ekki hvað minnst. Fristundir nianns hafa nánast engar orðið og allt daglegt líf komið í sviðsljósið ef svo mætti segja. Það ætti i rauninni að skylda alla að gegna ráðherradómi i svona fjóra mánaði til þess að þeir sæju hvað þetta er. Eins og ég sagði áðan heldur slagur- inn áfram á næsta ári.” sagði Svavar. „Sjálfstæðismenn og fleiri halda þvi fram að kaupmáttur launa sé orðinn meiri en þjóðfélagið þolir, sem er auðvit- að ekki rétt. Eins vil ég nefna varðandi árið 1979 að seint á þvi ári fer fram endurskoðun á samstarfssamningi rikis- stjórnarinnar og við alþýðubandalags- menn munum endurskoða þau mál þá. ef ríkisstjórnin lifir það lengi.” HP. Kosningarnar voru mikið áfall... Friðrik Sóphusson. „Svona í skjótri svipan eru mér kosn- ingarnar i vor hvað minnisstæðastar,” sagði Friðrik Sóphusson, alþingismaður. „Annars vegar vegna þess að ég var kjörinn á þing og svo hins vegar vegna þess hversu mikið áfall þær kosningar í heild sinni voru fyrir okkur sjálfstæðis- tnenn. Úrslit þeirra eru okkur auðvitað hvatning um að gera betur. Hvað næsta ár varðar þá mótast lífið nú af því að maður er kominn á kaf i þessa pólitík,” sagði Friðrik ennfremur. „í raun og veru hefur ekkert verið gert til þess ið rétta þjóðarskútuna við, allt mótast þetta af bráðabirgðalausnum ríkisstjórnarinnar. Það er því mikið starf framundan. HP. Stórmerkileg og ánægjuleg bókavertíð... „Ætli mér sé ekki hváð minnisstæðast af þessu ári sem er að líða þessi stór- merkilega bókavertið, sem verið hefur,” sagði Guðlaugur Arason rithöfundur. „Þessi skáldsagnavertíð hefur verið sér- lega ánægjuleg, þá sérstaklega hversu margir ungir nýir höfundar hafa komið fram,” sagði G uðlaugur ennfremur. „Hvað næsta ári viðvikur. verður það varla „mitt ár". það er orðið nóg i bili.” sagði Guðlaugur. „Ég vona bara hvað bókaúlgáfunni viókemur að |x;ssi þróun haldi áfram og maður bíður spenntur eftir að sjá hvað kemur út úr þessu.” -HP. Guðlaugur Arason. Að sjónleikur- inn endurtaki sig ekki... Eggert Haukdal. „Það er að sjálfsögðu margs að minn- ast af svo viðburðarríku ári,” sagði Eggert Haukdal alþingismaður. „Það hefur orðið mikil breyting á mínum högum vegna þingmennskunnar. Varðandi árið sem I vændum er vona ég að fólk læri af reynslunni," sagði Eggert ennfremur. „ Það var miklu lof- að í þessum kosningum i vor sem ekki hefur verið staðið við og ég vona að fólk láti ekki þann sjónleik sem settur var á svið eftir þær endurtaka sig.” —HP. Skeyti til USA eftir alþingis- kosningarnar „Mér er minnisstæðast frá árinu 1978 þegar ég fékk skeyti frá islandi, þar sem ég var ásamt 21 öðrum enskukennara á námskeiði í Bandaríkjunum, daginn eftir alþingiskosningarnar í vor," sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgarfulltrúi. „Skeytið var svohljóðandi: A: 1—4 B: 1—2 D:2—0 G: 1—4. Fyrir nýja árið er mér efst i huga Sjöfn Sigurbjörasdóttir. þakklæti fyrir farsælt liðið ár. Ég finn til tilhlökkunar vegna fjölmargra mála sem kemur i minn hlut að vinna að i þágu Reykvikinga og Reykjavikurborgar." ÓV. Sri Lanka-slysið og niðurlæging atvinnupólitíkusa Ólafur Haukur Simonarson. „Mér dettur fyrst i hug flugslysið á Sri-Lanka, maður kemst ekki hjá því. Það sló mann rækilega utanundir,” var svar Ólafs Hauks Símonarsonar rithöf- undar. „lnnanlands er mér efst i huga, að niðurlæging atvinnupólitikusa er komin á það stig, að mér er hætt að standa á sama. Hvað varðar nýja árið þá vona ég að bráðum komi betri tið..." ÓV. Þingtíminn hefur verið spennandi... Alexander Stefánsson. „Ég tel að árið scm er að líða hafi verið gott ár að mörgu leyti, þrátt fyrir þann bölvald, verðbólguna, sem skyggt hefur á," sagði Alexander Stefánsson al- þingismaður. „Kosningarnar I vor og allt umstangiö i kringum þær og hinar furðulegu niðurstöður eru mér auðvitað mjög minnisstæðar. Þá einnig timinn sem fór I stjórnarmyndunina og sú staða sem upp kom að flokkur minn skyldi þurfa að taka að sér stjórnarforystuna. Fyrir mig persónulega voru það mikil viðbrigði að taka sæti á Alþingi. Þing- timinn sem af er hefur verið spennandi og eins var það mikil reynsla aö eiga sæti I Fjárveitinganefnd og kynnast starfinu þar. Ég vona að ríkisstjórnin geti komið sér saman um lausnir í baráttunni gegn verðbólgunni,” sagði Alexander enn- fremur. „Ég tel, að við höfum alla möguleika á þvi að sigrast á þeim böl- valdi og eigum því að standa saman um þær lausnir sem duga.” HP. Guðmundur J. Guðmundsson. Þavf að taka upp jóga eða innhverfa íhugun „Ég man ekki eftir neinu sérstöku framar öðru,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamanna- sambands íslands. „önn dagsins er svo mikil að maður hefur ekki tíma til að lita um öxl. Ég man að það gekk töluvert á á árinu en hvað veit maður svo hvað var I ár og hvað var i fyrra. Líf mitt er ekki markað áföngum á nokkurn hált. það eru vonbrigði og sigrar á vixl. Það er stöðugt veriðaðsnúast i kringum vanda- mál liðandi stundar. Ég þarf liklega að fara að snúa mér að jóga eða innlendri ihugun með hvildar- stundum til að geta íhugað fortíðina. Ætli sé ekki bezt að spekúlera í þvi fyrir nýja árið." ÓV. Kosningar og kærkomið sumarfrí... „Mér er efst i huga hinn mikli og óvænti sigur okkar Alþýðubandalags manna i borgarstjórnarkosningunum i vor,” sagði Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. „Þvi hcfur auðvitað fylgt þrotlaust starf en það var nú mikið fyrir hjá mér, ég er því vanur. Persónulega get ég lika minnzt á ágætt Sigurjón Pétursson. og kærkomið sumarfrí sem ég tók mér samt í sumar. Varðandi árið serii nú fer í hönd, vona ég aðeins að betur takist til I baráttunni við verðbólguna,” sagði Sigurjón enn- fremur. ■HP. Gunnar Þórðarson. New York og Los Angeles... „Vera mín og störf í sambandi við hljómplötuupptökur í New York og Los Angeles i sumar, eru mér hvað minnis stæðast af því sem gerzt hefur á þessu ári,” sagði Gunnar Þórðarson tónskáld. „Mér þótti það ákaflega ánægjulegur tími en alltaf er samt gott að koma heim, þrátt fyrir ástandið i þjóðmálum hér. Ég vonast svo til þess að á næsta ári. rétti hljómplötuútgáfan við, að hún verið ekki drepin i sköttum, eins og nú er verið að reyna,” sagði Gunnar enn- fremur. „Persónulega vonast ég til þess að ná út úr hugarbúi mínu einhverri góðri tónlist.” HP. Hafsteinn Jóhannesson. Maraþonhlaup DB og Breiðabliks efst í huga „Þar sem frjálsu íþróttirnar eru mitt helzta áhugamál þá kemur náttúrlega fljótt í hugann hve vel tókst til með maraþonhlaup Dagblaðsins og Breiða bliks," sagði Hafsteinn Jóhannesson, formaður frjálsíþrótiadeildar Breiða bliks. „Þetta hlaup gaf okkur langtum meiri peninga en þeir bjartsýnustu þorðu að vona. Við fengum alls um 1200 þúsund krónur fyrir þetta hlaup. Þá er Lands mótið á Selfossi einnig mjög minnis- stætt. í byrjun árs er mér efst i huga að árangurinn verði ekki minni á næsta ári en á þvi ári sem er að líða.” •GAJ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.