Dagblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 21
föðurhúsum og er nú orðinn rúmlega
eins og hálfs árs gamall.
Flugræningi einn gafst upp i Banda
ríkjunum og reyndist þá vera með dag-
blöð og sælgæti i töskunni, sem hann
hafði sagt vera fulla af handsprengjum.
Suður Mólúkkar tóku sjötíu manns í
gislingu í Hollandi en voru yfirbugaðir
eftir rúmlega sólarhrings umsátur. Einn
maður féll er Mólúkkarnir hentu honum
út um glugga eftir að hafa skotið hann.
Ránið á Moro
og leitin bar
engan árangur
Aldo Moro fyrrum forsætisráðherra
Ítalíu var rænt á götu í Rórn hinn 16.
marz. Gífurleg leit var gerð aö honum
og völd lögreglunnaraukin.
Ekki tókst þó að finna Moro. Mörg
bréf bárust frá honum þar sem hann
grátbað stjórnvöld um að ganga að
kröfum ræningjanna. Við því var ekki
orðið þrátt fyrir óskir ættingja hans og
nokkurra ' stjórnmálamanna. Loks
fannst lik hans i byrjun mai i farangurs-
geymslu bifreiðar i Róm. Hafði hann
verið skotinn til bana.
Hægri- og miðflokkarnir unnu mikinn
sigur í síðari umferð frönsku
kosninganna. Flokkur Valery Giscard
d’ Estaing forseta var talinn helzti sigur-
vegarinn en fylgistap vinstri flokkanna
sagt mikið.
Risaolíuskip strandaði undan
ströndum Bretagne á Frakklandi, mikil
olía lak úr skipinu og mengaði umhverf-
ið, drap fugla og eyddi lífi. Að lokum
liðaðist flakið i sundur en hafði að
nokkru verið sprengt i sundur áður.
Marzmánuði lýkur á frétlinni af
sleðakappanum, sem reyndar var af
veikara kyninu. Hún tók þátt i sleða
keppni i Kanada en Ijóst varð að hún
væri hætt þátttöku þegar i Ijós kom að
sleðahundarnir höfðu ráðizt á hana og
drepið. Engin skýring fannst á slysinu en
hundarnir voru drepnir á staðnum.
Apríl
Hundruð grískra ínnfly tjenda i
Ástralíu eru viðriðin tryggingarsvik
sem talin eru nema jafnvirði tíu mill-
jarða islenzkra króna.
Diane Keaton og Richard Dreyfuss
fengu Óskarsverðlaunin frægu fyrir
beztan leik í kvikmyndum. Woody Allen
var valinn bezti leikstjórinn. Athygli
vakti að Richard Burton fékk ekki verð-
launin en hann hefur verið útnefndur
sjö sinnum til titilsins.
í ljós kom að sjónvarpsefni fyrir börn
i Bandarikjunum hafði þrisvar sinnum
meira ofbeldi að innihaldi en efni fyrir
fullorðna.
Lcikarinn frægi John Wayne var hinn
hressasti eftir hjartauppskurð en þó
þykir kappinn heldur vera farinn að láta
á sjá, enda kominn á áttræðisaldurinn.
Hafréttarráðstefnan fór í strand enn
einu sinni. Nú var deilt um hver ætti að
sitja i forsetastóli.
Yfirvöld í Thailandi hrósuðu sigri
enda höfðu að sögn kunnugra þar i landi
verið drepnar tuttugu milljónir rotta.
Ekki bárust neinar fregnir af hvernig
talningu á likunum var háttað en rottur
hafa oft á tiðum valdið miklu tjóni á
hrisgrjónauppskeru landsmanna.
Sjötíu daga
hrakningar um
Atlantshafið
Tveir ltalir urðu að hrekjast um
Atlantshafið á björgunarbáti i sjötíu og
þrjá daga. Hafði skúta þeirra rekizt á
hval ogsokkið.
Ekki eiga öll ný dagblöð velgengni að
fagna eins og vort ágæta Dagblað. Eftir
þriggja mánaða baráttu lagði The Trib i
New York upp laupana eftir að útgef-
endur höfðu tapað jafnvirði cins oy hálfs
milljarös islenzkra króna á ævintýrinu.
/Eðsti yfirmaður sovézku seiídinefnd-
arinnar hjá Samcinuðuþjóðunum lcitaði
hælis i Bandarikjunum. sem pólitiskur
flóttamaður. Seinna á árinu komst hann
aftur í sviðsljósið og þá fyrir tilverknað
konu einnar, sem endilega vildi segja frá
liferni hans i sambúð þeirra.
Kóreuþotan
í villum
yfir Sovét
Suður-kóreönsk farþegaþota villtist
sextán hundruð kílómetra af leið og lauk
villunni þannig að hún var neydd til að
lenda af sovézkum herþotum enda var
hún þá komin langt inn fyrir lofthelgi
stórveldisins. Engan sakaði og farþcgar
fengu að fara sína leið og áhöfnin
skömmusiðar.
Fimmtíu og einn fórst er vinnupallar
hrundu utan af kæliturni sem var í
byggingu i Vestur-Virginiu í Banda-
rikjunum.
Upplýst var að fimmtán af hundraði
Bandarikjamanna þarfnast einhvern
tíma hjálpar geðlæknis á lifsleiðinni.
Einnig kemur fram að fikniefnaneyzla
er vaxandi vandi i her landsins.
Aprilþætti erlends annáls lýkur með
tilvitnun i gagnmerka erlenda grein í DB
þar sem athygli Islendinga er vakin á
sælurikinu Saudi-Arabíu, þar sem
bensínlítrinn kostar aðeins brot af verði
vatnsins. Ekki hefur frétzt af neinuni
þjáðum bileiganda sem þangað hefur
brugðið sér.
Maí
Lundúnahöfn er illa stödd fjárhags-
lega og kenna menn þar um hve
lcndunarbúnaður er þar orðinn úreltur
og höfnin dýrseld og óörugg vegna verk-
falla starfsmanna.
Freddy Laker flugmálafrömuðurinn
var enn á ferð og bauð nú upp á ferð
milli London og Los Angelcs fyrir
fjðrutíu þúsund krónur hólli mörgurn
það ótrúlega góð kjör en Laker stendur
sig enn og hefur vist aldrei verið hress-
ari.
Morðinginn bandariski sem kallaöur
hefur verið Sonur Sánts játaði á sig
meira en tvö þúsund ikveikjur auk hinna
sex morða, sem hann er talinn hafa
framið.
Donny Osmond söngvarinn l'rægi
gekk í hjónaband og þótti margri ung-
meynni mikill sjónarsviptir að honum.
Hótelverkfall varð á Costa del Sol á
Spáni og-þurftu gestir að búa um rúm
sin sjálfir og borða kaldar brauðsneiðar.
Ekki er vitað um neinn sem varð meint
af.
Þrettán ára gamalt draugamál
upplýstist i Vestur-Þýzkalandi. Af-
greiðslumaður, sem talinn hafði verið
búa yfir miðilshæfileikum, upplýsti að
hann hefði fært sér nýjustu tækni i nyt
við starfsemina. Raddirnar að handan
hafi komið af segulbandi sem geymt var
í kjallaranuni.
Mexfkanarnir
drýgðu tekjurn-
ar með kaffi-
smygli
Mcxikanskir opiribcrir starfsmenn.
fjórir að tölu, drýgðu tekjur sínar með
kaffismygli til Bandarikjanna.
Bresnef forseti Sovétríkjanna b: ; sér i
heimsókn til Vestur-Þýzkaland' pruu
fyrir allt heilsuleysið sem sagt c. þjá
hann. Að sögn voru viðræður hans við
Schmidt kanslara hreinskilnar og
ánægjulegar. Helzt þótti það tiðindum
sæta að hjólbarði sprakk á bifreið forset-
ans og héldu öryggisverðir, sem að sjálf
sögðu voru eins og mý á mykjuskán, að
þar væru hryðjuverkamenn á ferð.
Reyndist þó aðeins um venjulega
„punkteringu" að ræða.
Fiskimenn frá Borgundarhólmi
lokuðu tuttugu höfnum i Danmörku i
mótmælaskyni við aðgerðarleysi dönsku
stjórnarinnar i að semja um veiðikvóta
fyrir þá í Eystrasalti.
Glæpamenn brutist inn í peninga-
geymslu á Heathrow flugvelli i London
en fundu ekki það sem þeir lcituðu að og
hurfu á braut við svo búið. Einn
ræingjanna hafði á brott með sér nestis-
-bita eins varðanna, sem lá keflaður á
gólfinu.
Innrás var gerð í Katanga hérað i
Zaire og margir hvítir starfsmenn við
koparnámurnar þar drcpnir. Innrásar-
mennirnir komu frá Angóla en voru
hraktir til baka af frönskum hcr
mönnum, sem komu á vettvang lil að
bjargastjórn Mobuto forseta landsins.
Júní
Elísabet önnur drottning Bretaveldis
hélt upp á tuttugu og fimm ára krýning-
arafmæli sitt í byrjun júni. Margir sam
fögnuðu henni en drottningin dró heldur
úr viðhöfninni vegna þcss að í fyrra var
haldið upp á aldarfjórðungs rikis-
stjórnarafmæli hennar.
Hópur brezkra vcrzlunarmanna hóf
baráttu fyrir þvi að halda i fetið og
tommuna og aðrar gamlar mælieining-
ar. Vilja þcir. hvorki heyra né sjá
metrann.
Svo við höldum okkur áfrant við
Bretaveldi þá bárust fregnir af þvi að
vegfarandi hafi kastað flösku i rúðu á
bifreið Charles krónprins. Hann sakaði
ckki. En kastarinn var dæmdur i sex
mánaða fangelsi.
Nina hin sovézka fékk loks leyfi cftir
fjögurra ára baráttu til að giftast banda
riskunt unnusta sinuni. Þau kynntust
fyrst i Moskvuárið 1974 og fljótlega upp
úr því hófust erfiðleikarnir sem þó voru
sigraðir aö lokunt.
Hótelbruni í Sví-
þjóð — tuttugu
fórust
Tuttugu manns fórust er eldur kom
upp i gistihúsi i Borás í Sviþjóð. Margir
sluppu naumlega úr logunum. Þetta var
göntul bygging og vcrið var að cndur
nýjaeldvarnirnar.
Fimm milljónir litra af oliu fóru i
sjóinn við Japan er olíutankar sprungu i
jarðskjálfta. Hús hrundu og tuttugu og
einn maður fórst.
Burt með
berbrjósta
konur!
Samtök siðlátra Svissara börðust hat
rantmri baráttu gegn þeini ósóma, að
konur fengju að ganga berbrjósta við
sundstaði i Bern. Ekki hefur frétzt af úr
slitum málsins.
Tuttugu og tveggja ára gamall Banda
rikjamaður vakti rnikla athygli þcgar
hann lagði frant fjögur hundruð
blaðsiðna skýrslu urn hvernig gcra
mætti kjarnorkubombu á auðveldan
hátt. Hann benti þeim sem töldu hér
vera um hernaðarleyndarmál að ræða á
að upplýsingarnar lægju öllum til reiðu
á bókasafni öldungadeildar þingsins i
Washington.
í ljós kom að fulltrúi Idi Arnins
leiðtoga Uganda á Norðurlöndum var
fjöldamorðingi. Hafði hann staðið fyrir
alls kyns óþverraverknaði I sínu heima-
landi. Hvarf hann þangað aftur cftir að
uppvist var orðið um fyrri störf hans.
Bretar berjast harðri fiskverndar- og
landhelgisbaráttu við aðrar þjóðir Efrta
hagsbandalagsins. Þykir mörgunt hér
skipt sköpum siðan i ölhim þorska
striðum Bretanna við íslendinga. Bcita
þeir nú rnjög sömu röksemdafærslum i
slagnum og íslendingar á sinum tima.
Svo lengi lærir sent lifir,-sagði einhver.
Leiðarahöfundur Dagblaðs al
þýðunnar i Peking var ábyrgur að vanda
og hvatti landsmenn til að neyta
einfaldra rétta gjarnan tilbúinna úr
dósum. Þyrftu þá konur landsins ekki að
tefja sig frá framleiðslustörfunum við
viðamikinn matartilbúning.
JúK
Jafnvirði nærri eitt hundrað ntilljóna
islenzkra króna var stolið úr bankaútibúi
einu í Alsgaarde i Danmörku. Þjófarnir
sprengdu upp peningaskáp sem notaður
var sem næturhólf. Gerðist þetta
snentma á mánudagsmorgni og komust
þeir af vettvangi áður en vart varð við
þá. Mun þetta vera Danmerkurmet i
bankaráni.
Karólina prinsessa í Mónakó gekk i
það heilaga og eiginmaðurinn er — hinn
umdeildi kvennamaður og franskættaði
kaupsýslumaður Junot — eins og sagði i
myndatexta í DB. Fregnir bárust af þvi
að foreldrar brúðarinnar hafi ekki verið
ýkja hrifnir af væntanlegum tengdasyrti.
En sú litla gaf sig ekki og brúðkaupið var
haldið.
Ofsasprenging
á sólarströndum
Spánar
Eitt hundrað og áttatíu ntanns fórust
er bil'reið hlaðin gaskútum fór út af
vcginunt við sólarströnd á Miðjarðar
hafsströnd Spánar. Lenti bifreiðin þar
inn i miðjum tjaldbúðum og hjólahýsa-
hverfi og voru gestir nær allir sofandi.
Mikil sprenging varð og liktu sjónarvott-
ar henni við kjarnorkusprengingu. Mörg
lórnardýranna þeyttust á haf út og
stiknuðu i eldslogunum. Tólf hús
eyðilögðust i sprengingunni og eitt nær-
liggjandi diskótek. Ekki tókst að þekkja
nærri öll líkin aftur. Orsök slyssins mun
hafa verið sú að framdekk sprakk á
flutningabifreiðinni ogökumaðurinn við
það ntisst stjórn á henni. ! Ijós kom að
bifrciðinni var ckið eftir hliðarvegi
framhjá sólarströndinni til að losna við
greiðslu eitt þúsund peseta vegaskatts.
Er þaðjafngildi unt þaðbil fimm þúsund
islenzkra króna.
Fregnir af gassprengingunni á Spáni voru
ekki hljóðnaðar þegar sams konar
atburður varö í Mexikó. Þar sprakk gas
flutningabifreið á hraðbraut. Margar
bifreiðar óku á flakið og munu i það
minnsta fimmtán hafa látið lífið og hátt
á annað hundrað hafa særzL
Algjör kaos
f Ródesíu
Hópi evrópskra hjólreiðamanna sem
hugðbt Itjóla frá París til Moskvu var
neitað um hcintild til aðfara um sovézka
vegi. Urðu peir því að láta af áætlun
sinni.
Ródesíumenn, það er að segja hvítir.