Dagblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 33

Dagblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978. 33 — höf undur metsölubókar um ef nið í málaferlum um gróðann Rætur, framhaldsmyndaþátturinn, sem brátt verður sýndur í sjónvarpinu íslenzka, hefur öðlazt feikivinsældir í Bandaríkjunum. En hann fjallar um efni sem tii skamms tíma þótti ekki sérlega sniðugt að tala um þar í landi: sögu svertingja. Þættirnir lýsa svertingjafjölskyldu Iangt aftur i tímann. 1 upphafi lifa meðlimir hennar í frumskóginum, þar sem nú heitir Gambia i Vestur-Afriku, í ekta villimannastíl, eru frjáls og hreykin af sjálfum sér. Síðan kemur harmsagan um hvernig þau eru flutt nauðug yfir Atlantshafið og gerð að þrælum á plantekrum. Og hvernig og hvort þeim tekst að varðveita sjálfstraustið gegnum allt það basl. Höfundur Róta. Alex Haley, er sjálfur svertingi, 57 ára gamall. Sjónvarpsstöðin, þar sem Rætur voru gerðar, hefur heimtað af honum nýtt handrit til að geta haldið áfram með þetta vinsælaefni. Haley var tólf ár með fyrri bókina, en svo lengi geta þeir sjónvarpsmenn alls ekki beðið, en vilja fá hana strax. Hann varð þvi að setjast við segulband og lesa inn á það, en hópur minni háttar rit- höfunda tók við spólunum og situr nú sveittur við að gera úr þeim skemmtilegl efni. Þessi næsti þáttur á að heita Leit og fjallar um hvernig hann bjó til fyrri bókina. Hann segir að það hafi upphaflega verið móðuramma sín og systur hennar sem komu honum á sporið. Þær kunnu sögur úr hans eigin fjölskyldu, sjö ættliði aftur í tímann. En auk þess fór hann til Afriku þeirra erinda að reyna að grafa upp frændur sína þar og fann þá. Hann hefur lika fengið alls konar fólk til að hjálpa sér að viða aðsérefni. Alex Hale.v, nýbakaður milljónen „Eg hef svo mikið að gera að ég skyldi greiða þeim manni hátt kaup scm ga-ti tekið að scr að sofa fyrir mig.” heitir Harold Courtlander. Hann er núna um sjötugt og hefur skrifað einar 27 bækur um ævina, margar byggðar á alls konar þjóðlegum fróðleik. Bók hans, Afríkubúinn. seldist í 144 þúsund eintökum, Rætur i milljóna upplagi. Krafðist Courtlander hlutdeildar I gróðanum. Eftir langt málaþras bauð Halcy sættir. Hann sagði að margir, þar á meðal skólanemendur, hefðu lagt sér lið við samningu hennar og fært sér alls konar handskrifaða seðla. „Einhver þcirra hlýtur að hafa látið mig fá þessa kafla úr Afrikubúanum." sagði hann. „Það er sú sannasta skýring sem ég get gefið.” Sjálfur segir hann að það hafi lengi vafizt mikið fyrir sér, hvernig hann ætti að setja bókina saman. Loks fannst honum hann mundu ekki geta lýst tilfinningum þrælanna nema hann færi siglandi yfir Atlantshafið eins og þeir. Hann hefur lýst þvi, hvernig hann á leiðinni. skreið niður undir kjöl í skipinu, lagðist þar á bakið.hlustaði á öldurnar og reyndi að ímynda sér að hann væri þræll á leið út í óvissuna. Já, Haley gerði allt sem hann gat til að gera bókina sem trúverðugasta og leitaði fanga mjög víða — kannski á heldur of mörgum stöðum. Fyrir nokkrum dögum varð hann að Harold Courtlander — nokkrum árum of snemma á ferð? játa fyrir rétti, að nokkrir, þó ekki mjög langir kaflar i bók hans, væru undarlega likir köflum i skáldsögu sem heitir Afríkubúinn og kom út niu árum á und- an hans. x Sú bók var eftir hvitan mann, sem ENN ER HÆGT AÐ GRÆÐA A ÞRÆLAFLUTNINGUM? Á HÉRA- VEIÐUM í FALLHLÍF Jens Thomsen, danskur blaðamaður. er einn þeirra fáu sem drepið hafa héra með fallhlifarstökki. Fyrir nokkrum árum stökk hann í fallhlíf sinni niður i beitarhaga á Jót landi. Um leið og hann lenti kom hann niður á héragrey. sem samstundis beið bana. Myndir af frægðarverkinu birtust viða um heim, alla leið austur i Japan. Nýlega hefur þessi blaðamaður sent frá sér bók um eftirlætisíþrótt sína. fall hlifarstökkið. í bókinni segir hann. að svona stökk séu ekkert hættuleg, enda hefur hann ekki hryggbrotnað nema einu sinni og einu sinni brotið á sér hæl- inn. Jens Thomsen hefur orðið svo frægur að skora á Idi Amin til einvigis — í loft- inu. Sem blaðamaður þurfti hann að hringja i einræðisherrann og fá umsögn hans i ákveðnu máli. Amin hélt þvi frani i símanum, að danski blaðamaðurinn væri aumingi. Jens Thomsen reiddist, sem von var, og bauð Amin til einvigis — þeir áttu að skjótast á með skamm- byssum, hangandi hvor í sinni fallhlíf yfir hlutlausu svæði. Idi Amin, sem oft hefur gortað af fall- hlífarstökkum sínum, hefur aldrei svarað þessari áskorun. Hann hefur kannski haldið að hann mundi tapa. Það allra kaldasta í þessari iþrótt er að Blaðamaðurínn með hérann, sem hann drap á falli sinu úr háloftunum. stökkva út úr flugvél, segjum I 4000 metra hæð, án þess að vera með nokkra fallhlíf eða neitt. En láta einhvern annan biða i fallhlif i loftinu svo sem þúsund metrum neðar og gripa sig. Þetta gerði Fallhlífarstökkvarar fara út úr fiugvél i 4000 metra hæð. Amerikaninn Rod Pack, en var vísað úr samtökum fallhlífarstökkvara þar í landi fyrir bragðið. Þeim hefur þótt þetta ó- þarfa fifldirfska. Bók Jens Thomsens heitir annars „Frit fald" (sem mætti þýða: „Dettu bara") og er gefin út af Rosenkilde og Bagger í Kaupmannahöfn. Smurbrquðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Simi 15105

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.