Dagblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979. Skrifstofuhúsnæði óskast Óska eftir skrifstofuhúsnæði, 100—150 ferm, á jarðhæð með góðum bílastæðum í Iðngörð- unum eða Ármúlasvæðinu, ýmislegt kemur til greina. Upplýsingar í símum 74659 eða 75485. Útsala - Útsala Komið og gerið góð kaup. Hannyrðaverzlunin Minerva, Hrísateigi 47 (við Verðlistann) símiímími er i nnnzi Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám I Byggingarhappdrætti Sjálfsbjargar 24. desember 1978 Aðalvinningur FORD MUSTANG nr. 35656. 99 vinningar (vöruúttakt) kr. 20.000.- hver. 1205 15478 31465 1361 16697 31502 1500 16859 31703 1541 17465 31951 1658 17501 32000 2166 17546 32070 2167 17749 32489 2207 18612 32490 2809 18776 32587 2901 18809 32602 3016 18842 33644 4704 18975 43654 5841 19773 34066 6695 19790 34683 7014 20582 34938 7374 20822 34952 7512 20834 35100 7792 21121 35656 billinn 8056 21276 35719 8593 21998 38264 8706 22207 39050 8725 22607 39780 9465 22302 39835 10828 22717 40425 11816 22872 41378 12407 23002 41656 12281 23251 41871 13469 24480 42002 14357 24783 42448 14381 25874 43656 14908 27821 44042 10686 30065 44066 13669 30330 44933 13939 Sjáfsbjörg, landssamband fattaöra, Hátúni 12, Raykjavik. Vogaskólinn hriplekur, nemendur sendir heim: ..Arkitektar hafa ekki tekið tillit til íslenzkrar veðráttu” Helgi Þorláksson, skólastjóri, ásamt starfsfólki V ogaskóla þurrkar upp vatnið i gær. DB-mynd Höröur. „Vatnið streymdi hér niöur úr loft- inu þegar við komum hingað upp úr kl. 7 í morgun,” sagði Helgi Þorláks- son, skólastjóri Vogaskóla í gær. „Við höfum búið í þessu landi í nokkrar aldir, en enn virðumst við ekki kunna að byggja hús sem hæfa veðráttunni hér. Ég hef búið lengi í þessu hverfi og tel mig þekkja á veðrið hér, en allar mínar hugmyndir við byggingu skólans hafa algerlega verið hunzaðar. Þannig bað ég t.d. um að enginn hverfigluggi yrði í húsinu en þvert ofan i mínar óskir þá er enginn gluggi i húsinu sem ekki er hverfi- gluggi. Þá var aðalhurðin sett á þann stað sem ég varaði sérstaklega við að hún yrði sett á þ.e. gegnt austsuð- austri. Enda hefur líka komið á daginn að það lekur alltaf inn um þá hurð.” Helgi sagði að hægt væri að segja langa raunasögu i sambandi við við- gerðakostnað á þessu nýja skólahúsi sem rekja mætti til þess að húsið er með flötu þaki. Þannig hefur snjór oft hlaðizt upp á þakinu, niðurföll stíflazt og vatn lekið niður með lofttúðunum, en þeim hefur verið þannig komið fyrir að vatn hefur þar átt greiða leið um. í gær varð að senda börn heim úr skólanum vegna þess að ekki var hægt að kenna í einni stofunni sökum skemmda er urðu af völdum vatnsins. Þá skemmdust fjölmargar teikningar eftir nemendur skólans og mikið af alls kyns föndri sem þeir hafa verið að vinna að. 1 haust urðu töluverðar skemmdir á bókasafni skólans vegna vatnsleka og skemmdist m.a. töluvert af bókum. Helgi sagði að þessi raunasaga væri orðin löng og á' kennarafundi í morgún hefði verið ákveðið aö kalla til blaðamenn, ekki til þess að skamma neinn heldur fyrst og fremst til þess að reyna að fá bót á vandamálinu. Helgi sagðist álíta að þessi þakgerð væri jafnvel enn dýrara spaug en þeir steypugallar sem nú eru að koma fram á fjölmörgum húsum. Helgi sagði að oft hefði verið sagt i gríni að eini skól- inn í Reykjavík sem ekki læki væri Miðbæjarskólinn gamli og væri örugg- lega mikið til í því. „En mér er sagt að nú sé að koma fram stétt arkitekta sem hefur lært af reynslunni og er sannar- lega tími til kominn,” sagði Helgi að lokum. -GAJ- Tillaga íborgarráði: Heildarúttekt á rekstri borgarinnar Hörður rit- stjóri Vísis Hörður Einarsson, hæstaréttarlög- maður og stjórnarformaður Reykja- prents hf„ útgáfufélags Visis, tók við rit- stjórastörfum á Vísi um áramótin. Hann kemur í stað Þorsteins Pálssonar rit- stjóra sem tekur nú við forstjórastarfi V innu veitendasambandsins. -ÓV.| Fólkíhrakningum ogbflarífestu — á austurveginum Fjórum bilum var í fyrrinótt bjargað úr festu á Sandskeiði og í grennd við Litlu kaffistofuna við Svínahraun. Voru það lögreglumenn úr Árbæjarsveitinni sem náðu bílunum og aðstoðuðu fólk í þeim. Hafði fólkið hrakizt nokkuð en engum orðið meint af. í einum bilanna voru 5 piltar frá Laugarvatni. Biðu þeir til morguns í lög- reglustöðinni unz végagerðarmenn opn- uðu veginn milli kl. 6 og 8. Reyndist veðrið mun verra vestan heiðar en á heiðinni eins og oft áður. Selfosslögregl- an vissi ekki um neina hrakninga. Hins vegar voru rútur lengi aö berjast ■ austur og að austan. Selfossrútan, sem fór 11.30 úr bænum, kom austur kl. 5.30 og Laugarvatnsrúta Ólafs Ketilssonar fór kl. 12 að austan og komst i bæinn klukkan rúmlega 6 um morguninn. -ASt. Borgarráðsfulltrúar Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hafa lagt fram tillögu um heildarúttekt á rekstri borgarinnar og hefur tillögunni verið visað til meðferðar borgarstjórnar. Tillagan er á þá lund að borgarstjóm samþykki að gerð verði heildarúttekt á rekstri borgarinnar. Kerfisbundið verði tekin fyrir afmörkuð verkefni og verði í því sambandi leitað til viðurkenndra aðila að gera ítarlega úttekt á verkefnum og skila um þau álitsgerð ásamt tillögum um skipulagsbreytingar og endurbætur á rekstrinum. Jafnframt vinni hagsýsluskrifstofa borgarinnar samkvæmt áætlun að hag- ræðingarverkefnum á þessu ári og verði jafnframt með í ráðum varðandi úttekt- irnar. Með þessum tillögum er stefnt að því að koma á hagræðingu og sparnaði í rekstri borgarinnar. Nú er verið að vinna að fjárhagsáætlun borgarinnar og hefur sú vinna að miklu leyti farið í það að færa verðáætlanir fyrra árs til verð- lags þessa árs. Áhugi hefur verið meðal meirihlutaflokkanna í borgarstjórn að láta gera þessa heildarúttekt því það þykir heldur ódýrt sloppið að færa fyrri fjárhagsáætlun aðeins til núvirðis. - JH „Tíkallastríðið” dettur upp fyrir Rikissaksóknari hefur tilkynnt Dag- Fljótlega eftir að dómþing hófust í blaðinu og Vísi að hann sjái ekki ástæðu málinu gegn blöðunum hækkuðu öll til frekari aðgerða í máli því er reis er blöðin aftur verðið og náðu fyrra sam- blöðin hækkuðu I veröi umfram það sem ræmi sem Dagblaðið og Vísir höfðu verðlagsyfirvöld vildu leyfa. raskað. . ÓV

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.