Dagblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979. „Starf sem kirkj- an er lengi búin að biðja um” —segir sr. Bernharður Guðmundsson, nýráðinn blaðaf ulltrúi þjóðkirkjunnar „Þetta er nýtt starf sem kirkjan er lengi búin að biðja um. Það er því i mótun, en að sjálfsögðu er þetta fyrst og fremst almenn upplýsingamiðlun til kirkjunnar og frá,” sagði sr. Bern- harður Guðmundsson nýráðinn blaða- fulltrúi þjóðkirkjunnar í samtali við DB. „Ég er núna fyrst og fremst að kanna, hvað starfsmenn kirkjunnar telja mest um vert að hafi forgang. Ég held að á okkar tið sé upplýsingamiðl- un mjög mikilvæg og ekki sízt innan kirkjunnar,” sagði sr. Bernharður. Sr. Bernharður Guðmundsson lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1962. Hann var siðan prestur í Súða- vík í Ögurþingum í N-ísafjarðarsýslu um hrið og síðan í Stóra-Núpspresta- kalli i Árnessýslu til 1970. Þá var hann ráðinn æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunn- ar og gegndi hann því starfí þar til hann var ráðinn til útvarpsstöðvar lút- • herska heimssambandsins í Addis Abeba 1973. Þar starfaði hann þar til hin marxísku stjómvöld þjóðnýttu stöðinaárið 1977. Sr. Bernharður sagði að þessi stöð hefði verið nokkuð óvenjuleg þar sem að þrátt fyrir að hún væri rekin af lútherska heimssambandinu, þá hefði 70% af efni hennar verið fræðslu- og skemmtiefni en aðeins 30% trúarlegt efni. „En við sögðum að efnið væri 100% kristið í þeim skilningi að krist- inn boðskapur talar til mannsins sem heildar. Stöð þessi útvarpaði á nær 20 tungumálum um alla Afriku, til Indlands og austurlanda nær.” Síðan fékk sr. Bernharður styrk frá lútherska heimssambandinu og lauk hann meistaraprófi i fjölmiðlafræðum frá Illinois-háskóla I Bandarikjunum nú í haust. Sr. Bernharður er kvæntur Rannveigu Sigurbjömsdóttur biskups Einarssonar. -GAJ Séra Beraharður Guðmundsson: Upplýsingamiðhn innan kirkjunnar mjög mikil- væg. DB-mynd HV Óraunhæft aðætlaað kveða niður verðbólg- una íeinni svipan — segir stjórn Lands- sambands ísienzkra verzlunarmanna „Með nýlega settum lögum um tíma- bundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu, er í fjórða sinn á árinu 1978 gripið til þess óheillaráðs að breyta kjarasamningum með lagaboði,” segir I samþykkt stjórnar Landssambands ís- lenzkra verzlunarmanna frá i fyrradag. „Á sl. vetri mótmælti Landssamband íslenzkra verzlunarmanna lagasetningu þáverandi rikisstjómar um sama efni og lagði áherzlu á mikilvægi þess að virða kjarasamninga, rétt sem aðrar fjárskuld- bindingar. Landssamband ísl. verzlunarmanna lagði og áherzlu á að óraunhæft sé að ætla að kveða niður verðbólguna i einni svipan, og að til þess þurfi að nást sam- staða allra meginafla þjóðfélagsins. Því megi ekki gripa til neinna þeirra aðgerða I stundarárangursskyni, sem eyði trausti og samstarfsmöguleikum. Nauðsynlegt er að árétta þessi atriði nú, því að enn er ráðizt að laununum einum, þrátt fyrir yfirlýsingar um kjara- sáttmála og samráð. Landssamb. ísl. verzlunarmanna mót- mælir lagasetningunni 1. des. sl„ sem ljóst er að litlu veldur um hömlun gegn verðbólgunni, og krefst raunhæfra að- gerða til varanlegrar lausnar i samráði við verkalýðshreyfinguna.” Benedikt boðinn tii Svíþjóðar Benedikt Gröndal utanríkisráðherra fer í opinbera heimsókn til Svíþjóðar 15.-17. þessa mánaðar í boði Hans Blix, utanrikisráðherra Svía. í för með Benedikt verður Hörður Helgason, skrif- stofustjóri utanríkisráðuneytisins. í Dreifingarklúbbi Dagblaðsins og Vikunnarskorar þú mörk og vinnur til verðlauna. Seljir þú Dagblaðið eða Vikuna á höfuðborgarsvæð- inu, eða berir þú blaðið áskrifendum þar, þá ertu þar með félagi í Dreifingarklúbbi Dagblaðsins og Vikunn- Meðal verðlaunagripa má nefna: íþróttaáhöld og búninga, þ.á.m. skíði og skíðabúnað, hljómtæki, seg- ulbandstæki, útvarpstæki og hljómplötur. Að sjálfsögðu færð þú full laun fyrir vinnu þína eftir sem áður. Góður árangur í starfinu viðurkennist þannig að þú „skorar mark" í nýrri dreifingarkeppni. Þú skorar t.d. 1 mark seljir þú 20 blöð á einum degi, en 4 mörk seljir þú 50 blöð. 20 mörk skorar þú berist engin kvörtun úr þínu útburðarhverfi í einn mánuð. Síöan skiptir þú á mörkum þínum og verðlaunagripum úr sýningarskápum í afgreiðslu blaðanna að Þverholti 11. Allar nánari upplýsingar færð þú í afgreiðslunni. MMBIAÐIÐ Afgreiðslan Þverholti 11 sími 27022 wjíi/v

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.