Dagblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979.
NYJASTA ÆÐIKANANS
—zsssssssz*'--"'*
Þegar Bandarikjamenn fá einhverja
dellu, þá fá þeir hana svo að um mun-
ar. Eitt það nýjasta sem þeir hafa tekið
sér fyrir hendur er að breyta
sendiferðabilum. Þá kaupa þeir sér
venjulegan sendiferðabil sem upphaf-
lega var ætlaður til útkeyrslu á vörum
og varningi. Stinga þeir bilnum inn i
skúr og breyta þeir honum þannig að
hann verður nánast óþekkjanlegur.
Útliti bílsins er breytt, með aukaglugg-.
um eða -hurðum. Toppurinn er
oft lækkaður og síðan er billinn
málaður í allskonar litum. Myndir eru
málaðar utan á vagninn og eru margir
þeirra hrein listaverk.
Vélamar fá sinn skerf af breyting-
um. Settar eru flækjur á þær og
fjögra hólfa blöndungar. Einnig heitir
kambásar og forþjöppur.
En mestar breytingar eru þó gerðar
á vögnunum að innan. Eru þeir
fóðraðir með dýrindis efnum og
skinnum. Vatnsrúmi og sófum er
komið fyrir í þeim. Ýmis önnur
þægindi eru í vögnunum og má þar
nefna litasjónvörp, plötuspilara, segul-
bandstæki, ísskápa, vinskápa, vaska,
baðker og jafnvel salerni.
Eins og búast má við er það ekki
ætlun eigenda farartækianna að nota
þau til flutnings á kartöflum eða
brotajárni. Þegar kvölda tekur
streyma vagnarnir út á göturnar, á
rúntinn þar sem vinsælasta iþróttin er
stunduð, „að skoða sætar stelpur” (girl
watching) eða á innkeyrslu veitinga-
staöanna þar sem gengilbeinurnar
þeytast milli bílanna á hjólaskautum
með hamborgara, pizzur og mjólkur-
hristinga.
Líkur sækir likan heim segir
máltækiö og á þaö vel viö þessa sendi-
bílamenn. Halda þeir oft stórar úti-
samkomur, svokallaðar Van Inn, og
safnast þá saman svo hundruðum
skiptir. Skemmta þeir sér viö að sýna
vagnana sina og sjá aðra. Frægar
rokkhljómsveitir eru látnar sjá um
hljómlistina og græjurnar i bilunum
hvildar.
Keppt er í ýmsum iþróttum og farið
i leiki. Farið er í kvartmílukeppnir. Þá
eru vagnarnir bundnir saman tveir og
tveir og látnir draga hvor annan.
Keppt er um það hver sé fljótastur að
skipta um kerti í bílnum sínum eða
dekk. Körfubolti og blak njóta
vinsælda svo og sund, einkum ef
góður leðjupollur er nálægt ánni eða
vatninusem synteri.
Sendiferðabílarnir eru meira en far-
artæki. Þeir eru áhald sem eigendurnir
nota sér til skemmtunar og ánægju i
fritíma sinum.
aðskeraþennan I sundur I miðjunni,fjar
Heimsins stytzti sendi.erðabill. Búið er