Dagblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 24
Laxalón:
VERÐUR AÐ AFÞAKKA
PANTANIR FYRIR Á
2. HUNDRAÐ MILUÓNIR
—vegna vonlausrar baráttu við embættismannakerfið
Á sama tíma og landbúnaðarráð-
herra talar um fiskeldi sem leið til efl-
ingar landbúnaði fær Skúli Pálsson á
Laxalóni enn þvert nei við öllum
óskum um stóraukna regnbogasilungs-
rækt. Hefur hann m.a. óskað leyfis til
ræktunar i sjó en það vill embættis-
mannakerfið ekki fallast á.
Skúli staðfesti að honum hefðu fyrir
áramótin borizt pantanir á regnboga-
silungshrognum fyrir á annað
hundrað milljónir ísl. kr. og er þá'
miðað við útflutningsverðmæti
hrogna á sl. ári. Vilja þeir aðilar sem
pantað hafa gera kaupsamning við
Laxalón fimm ár fram i timann.
Danskir og italskir aðilar vilja fá 40—
50 milljónir hrogna í vor en verðmæti
þess magns er rúmar 80 milljónir.
Sænskir aðilar hafa gert stóra pöntun
og nú siðast kom pöntun frá Banda-
ríkjunum á hrognum fyrir um 60 millj-
ónir isl. króna.
Litil von er til þess að Skúli geti
sinnt slikum pöntunum því fram-
leiðsla hans í fyrra nam að verðmæti
um 2 millj. króna. Var slegizt um þá
framleiðslu enda er stofn Laxalóns-
stöðvarinnar talinn einn af fáum heil-
brigðum í heiminum.
öllum óskum Skúla um stækkun og
framleiðsluaukningu hefur verið
synjað. Sagði Skúli að embættismenn-
irnir hefðu áður talið að regnbogasil-
ungurinn smitaði laxinn. Nú væri
dæminu snúið við og kerfið teldi að
laxinn smitaði regnbogasilunginn.
Skúli fullyrti að vegna tregðu kerfisins
hefði þjóðin skaðazt um milljarða í út-
flutningi regnbogasilungshrogna.
Það var landbúnaðarráðuneytið
sem kom í veg fyrir að regnbogasil-
ungsstofn Laxalónsstöðvarinnar var
felldur, þá er laxastofn stöðvarinnar
var dæmdur sýktur og drepinn. Skúla
voru áætlaðar bætur fyrir niðurskurð
laxastofnsins, alls um 30—40 milljón-
ir. Kveðst hann þegar hafa fengið um
40—50% þeirra bóta, en það fé hefði
farið til viðhalds stöðvarinnar, sem
engan veginn stæði undir sér með
þann litla regnbogasilungsstofn sem
þar er. Kvaðst Skúli vona að Alþingi
gripi í tauma þessa máls og fiskeldi
yrði hér á landi hafið til vegs.
- ASt
Hættulegur sóðaskapur við sláturhúsið íGrímsnesi:
Hrafnar bera rotnandi
úrgang um alla sveit
f ................
— Yf irdýralæknir hyggst þegar í stað
beita sér fyrir úrbótum og koma
þannig íveg fyrir smithættu
Hrafnar í Grímsnesinu hafa heldur
betur verið „i feitu” i allt haust þvi þeir
hafa haft óhindraðan aðgang að öllum
úrgangi frá sláturhúsinu sem er skammt
frá bænum Minni Borg. Matkaup hf. I
Reykjavík rekur það hús.
Til að losna við úrgang og ónýtanlega
gripi frá sláturtíðinni í haust var grafinn
svo sem 40 til 50 metra langur skurður,
nokkurra metra breiður. Ekkert var svo
hirt um að hylja rotnandi úrganginn að
sláturtíð lokinni, hvað þá að hylja hann í
lok hvers vinnudags, svo sem reglugerð
kveðuráum.
Hrafnar hafa mjög sótt í óþverrann og
dreift honum víða, nágrönnum slátur-
hússins til ama. Ekki þarf að tiunda hér
fnykinn úr gryfjunni þegar hitnar i
veðri.
Hrafnar hafa þarna kroppað upp siðu
kálfs (vinstri myndin).
Skammt frá stórgripakjálkanum á hægri
myndinni hafa hrafnar höggvið hoiu á ís-
inn og hefur rauðleitur vökvi flætt þar
upp.
í viðtali, sem DB átti í gær við Pál A.
Pálsson vegna þessa máls, kom m.a.
fram að af slíku getur stafað mikil smit-
hætta. Þannig gætu fuglar, sem í gryfj-
unni gramsa, t.d. borið gamaveiki á
milli, svo eitthvað sé nefnt.
Eigendur hússins hafa áður verið
áminntir alvarlega vegna slæmrar um-
gengni og hugðist Páll þegar beita sér
fyrir að eigendur gengju sómasamlega
frá gryfjunni hið fyrsta.
Sagði hann losun úrgangs vera tals-
vert vandamál hjá mörgum sláturhúsum
en hægt væri að vinna fóður úr innyfl-
unum nýjum, ef sláturhúsin tækju sig
saman um byggingu verksmiðju til þess.
Slíkar hugmyndir hafa verið uppi hér
suð-vestanlands en ekki veriö
framkvæmdar nema í Borgamesi. -GS.
Snjórinn hylur að vfsu mesta óþverrann
á þessum myndum sem teknar voru
skömmu fyrir áramót, en neðariega á
myndinni má m.a. sjá rotnandi kindar-
hræ.
Tennurnar nýtt
vopn í
átökum manna?
Þrír menn illa
bitnir í átökum
Drukkn-
aði í
Eystra-
salti
35 ára Reykvikingur, Sigurður Run-
ólfsson, Hjarðarhaga 56, féll útbyrðis af
ms. 'Disarfelli á miðvikudaginn var á
Eystrasalti i 12 stiga gaddi og ísnálaþoku
og þvi nær engu skyggni.
Þrátt fyrir mikla leit við erfið skilyrði
bar leitin að honum ekki árangur. Hann
var 2. stýrimaður á skipinu, ókvæntur.
-GS.
Meðal mála sem lögreglan í Hafnar-
firði hefur nú til rannsóknar eru þrjú
árásarmál þar sem annar aðili mál-
anna' var illa bitinn af mótaðilanum.
Eru slik „bitmál” heldur sjaldgæf og
afar óvenjulegt að þrjú slik mál skuli
vera í rannsókn samtimis eftir jóla- og
nýárshelgi.
t einu þessara mála var annar aðila i
átökum bitinn á fingrum á báðum
höndum. Annar fingurinn var svo illa
farinn að hold var bitið í gegn að
beini beggja vegna á fingrinum.
I öðru máli beit maður, sem tekinn
hafði verið haustaki í slagsmálum,
mótaðila sinn í brjóst og varð af ljótt
sár.
t hinum þriðja varð maður fyrir ótal
bitsárum í átökum.Blossuöu þau upp
er maður einn hugðist heimsækja fyrr-
verandi unnustu sina en þar var þá
fyrir gestur í heimsókn. Kom til átaka
og var fyrrverandi unnustinn svo her-
skár að ótal bitsár sáust á gestinum
sem fyrir var er hann bar að garði.
Lögreglumenn í Hafnarfirði segja
að bitin virði:i nýjasta herbragðið í
átökum manna. Á tímabili voru það
spörk í andlit og höfuð manna sem
felldir höfðu verið. Nú virðist ný tizka
tekin við í þessum málum.
-ASL
frjálst, óháð dagblað
LAUGARDAGUR6.JAN.1979.
Sanitas
og Sana
samein-
ast
— um aö svala þorsta
landsmanna
Sanitas hf. í Reykjavík og Sana hf. á
Akureyri hafa sameinazt i eitt fyrirtæki
undir nafni Sanitas hf. Framleiðsla
verður eftir sem áður bæði á Akureyri
og í Reykjavík á sömu drykkjartegund-
um og þessi fyrirtæki hafa selt, hvort í
sínu lagi.
„Við gerum okkur vonir um að þessi
sameining stuðli að hagkvæmari rekstri
beggja verksmiðjanna,” sögðu forráða-
menn þeirra i viðtali við DB. Áætlað er
að hefja framleiðslu á Pepsi Cola og 7Up
á Akureyri eins fljótt og við verður
komið.
Þá er ráðgert að flytja Thule lageröl
og Thule maltöl frá Akureyri til áfylling-
ar í Reykjavik.
Verksmiðjan á Akureyri mun áfram
halda Sana-nafninu.
Framkvæmdastjórar Sanitas hf. í
Reykjavík verða Sigurður Waage, eins
og verið hefur, og Gunnar Finnbogason
verður áfram framkvæmdastjóri Sana-
verksmiðjunnar á Akureyri. -BS.
Atvinnuleysi í des. mun
meira en ílangan tfma:
Verstá
norðaust-
urhorninu
Atvinnuleysisdagar á landinu síðasta
mánuð ársins 78 urðu nær 14 þúsund,
sem er óvenju há tala í einum mánuði
miðað við atvinnuástand undanfarinna
ára.
í því sambandi ber að hafa í huga
þorskveiðibannið sem nær langt út fyrir
raðir sjómanna. Af kaupstöðum voru
flestir atvinnulausir í Reykjavík, eða
191, þá i Keflavík, 117, og á Húsavík,
90.
Enginn var atvinnulaus í Bolungar-
vík, tsafirði og á Eskifirði. I kauptúnum
með a.m.k. þúsund ibúa var atvinnuleysi
lítið og voru aðeins fimm skráðir at-
vinnulausir í Stykkishólmi sem er hæsta
tala í þessum kauptúnum.
t smærri kauptúnum er ástandið
greinilega mjög alvarlegt, einkum á
norðausturhorninu, í smákauptúnum
svo sem Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakka-
firði, Vopnafirði og Bakkagerði. Þar eru
samtals 144 skráðir atvinnulausir, eða
hátt í tölu atvinnulausra i Reykjavík
þótt ibúatala í þessum kauptúnum sé
ekki meiri en við stútungsgötu i Reykja-
vík. -GS
XðljadV
^Kaupro %
TÖLVUR
OGTÖI
BANKASTRÆTI8