Dagblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979. fijálsi, áháð daghlað Útgefandk Dagblaðið hf. Framkvmmdastjóri: Svainn R. EyjóHsaoo. Rhstjórf: Jónas KristJAnsson. Fréttastjóri: Jón Blrgir Pétursson. Ritstjómarfultrói: Haukur Halgason. Skrifstofustjóri rftatjómar Jóhannas RaykdaL Iþróttir Halur Slmonarson. Aðstoðarfréttastjórar Atll Stainarsson og Ómar Valdi- marsson. Manninganmél: Aðabtalnn IngóNsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaðamann: Anna Bjamason, Ásgalr Tómasson, Bragi Sigurðsson, Döra Stafánsdóttir, Qlssur Sigurðs- son, Gunnlaugur A. Jðnsson, Halur HaNsson, Heigi Pétursson, Jónas Haraldsson, ólafur Gairsson, Óiafur Jónsson. Hðnnun: Guöjón H. Pálsson. Ljósmyndir Ami PáU Jóhannsson, BJamlalfur Bjamlaifsson, Httrður VBhJálmsson, Ragnar Th. Slgurðs- son, Sveinn Pormóðsson. Skrtfstofustjóri: Ólafur EyJóHsson. GJaldkari: Práinn Porielfsson. Sttlusljóri: Ingvar Svalnsson. DreHing- arstjóri: Már E.M. HaMdórsson. RHstJóm Siðumóla 12. Afgralðsia, áskrtftadald, augtýslngar og skrifstofur ÞvarhohJ 11. Aðalsiml blaðslns ar 27022 (10 Ifnur). Áskrift 2600 kr. á mánuði Innanlands. I lausasttlu 126 kr. eintakið. Satning og umbrot Dagbiaðið hf. Stðumúla 12. Mynda- og pitttugerð: HBmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf. Skalfunnl 10. Vorkosningar? Margir telja vorkosningar líklegar. /2 Sumir stjórnmálaflokkarnir vígbúast nú þegar. Þó er fullsnemmt að afskrifa ríkis- stjórnina. Hún hefur reynzt furðu lífseig í krampaflogum sínum til þessa. Það er rétt, sem haft var eftir Lúðvík Jósepssyni, formanni Alþýðubandalagsins, að gáfulegast er að spá ekki um líf ríkisstjórnarinnar nema í tvo sólar- hringa í senn. Eftir jólalotuna fundust menn, sem sögðu, að stjórnin hefði nú staðið af sér hið versta og skárri tím- ar væru framundan á stjórnarheimilinu. Þetta er rangt. í þessum mánuði blasir við enn ein kreppan í stjórnarsam- starfinu, þegar reynt verður að bræða saman stefnu í efnahagsmálum fyrir tvö næstu ár. Slagurinn beinist í fyrstu aðallega að vísitölunni, sem alþýðuflokksmenn vilja skerða mun meira en alþýðu- bandalagsmenn. Frá því máli verður að ganga fyrir 1. marz. í greinargerð með frumvarpinu um desemberað- gerðirnar lýsti ríkisstjórnin yfir, að kauphækkunum 1. marz skyldi haldið innan við 5 prósent. Nú er augljóst, að það mundi þýða mjög mikla kjaraskerðingu. Síðan verðlag var reiknað í nóvemberbyrjun, hefur það nú þegar hækkað um fimm prósent. Fimm prósenta kauphækkun í marz þýddi því, að öll verðhækkun í janúarmánuði yrði óbætt. Kjörin yrðu skert sem því næmi. Verðlag heldur áfram að hækka. Ýmis opinber þjónusta hefur fengið hækkun samþykkta, og stjórnvöld hyggjast beita gengissigi, hugsanlega um fjögur prósent á næstunni, til að bæta stöðu fiskvinnsl- unnar eftir ákvörðun fiskverðsins. Gengissigið þýðir að sjálfsögðu hækkun á innfluttum vörum og aukin verð- bólga. Þeir, sem spá vorkosningum, segja sem svo, að þetta dæmi geti ekki gengið upp. Engin samstaða verði í ríkis- stjórninni um aðgerðir. Við blasi, að áætlanir ríkisstjórn- arinnar um minnkun verðbólgunnar séu að hrynja. Við þær aðstæður var eðlilegt, að Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skyldi í áramótagrein sinni kalla sjálfstæðismenn út til kosningaundirbúnings. Lúðvík Jósepsson lét einnig svo ummælt, að menn mættu allt eins búast við kosningum. í viðtali í Dagblað- inu sagði flokksbróðir hans, Hjörleifur Guttormsson iðn- aðarráðherra, að eftir kosningar mundi koma styrkari vinstri stjórn en sú, sem nú situr. Með því gerði hann því vafalaust skóna, að Alþýðubandalagið mundi vinna fylgi, ef kosið yrði. Þá berast þær fréttir úr herbúðum framsóknarmanna, að þeir séu óðum að gefast upp á stjórnarsamstarfinu og farnir að hugsa til kosninga. Falli ríkisstjórnin, telja menn líklegast, að efnt yrði til nýrra kosninga fremur en nýr bræðingur yrði reyndur fyrr en að þeim loknum. Skoðanakönnun Dagblaðsins fyrir jól gaf til kynna, að Sjálfstæðisflokkurinn mundi sigra í kosningum og vinna ein fimm þingsæti af stjórnarflokkunum. Fyrir hina einstöku flokka mundi miklu skipta, á hvers konar deilumálum samstarfið slitnaði. Tvímæla- laust munu næstu „kreppurnar” í stjórnarsamstarfinu bera þess merki, að flokkarnir hafa möguleikann í nýjum kosningum mjög í hyggju. Kína: Hvers vegna á að stefna í nútíma- áttíKína? Kínverjar telja sig nú leggja upp i nýja Gönguna miklu og ætla sér aö byggja upp fyrir lok þessarar aldar nútímalegan sósíalískan iðnaö og land- búnað, búinn tækjum nýjustu tækni og visinda og gætt af nútimalegum þjóölegum varnarher — i stuttu máli „nútímamarkmiðin fjögur”. Leiðin var mörkuð í október árið 1976, þegar „fjórmenningaklíkan”, sem hafði gert allt sem i hennar valdi stóð til að hindra áætlun um nútíma- þróun, var að velli lögð, samkvæmt túlkun núverandi ráðamanna. En úr þvi að við höfum sósíalisma, hvers vegna liggur þá svo á að færa allt í nútímalegt horf? Svarið ætti að vera ljóst öllum þeim sem hafa séð hámákvæm, tölvuvædd vélaverkfæri dregin með höndum eftir borgarstræt- um á flatkerrum. Eða séð uppskeru gulra hveitiakra glatast vegna þess aö engar vélar voru tiltækar til að bjarga henni í hús, áöur en stormurinn brysti á. Þetta eru nokkur þeirra vandamála sem Kina á enn við að glima. Hin vinnandi alþýða á með öðrum orðum ennþá eftir að frelsa sig undan hlekkjum líkamlegrar vinnu og heimil- ishalds. Hún þarf að skapa sér nýtt sósíaliskt líferni, sem veitir henni ekki aðeins nægilega efnislega aðbúð, heldur einnig nægilega stuttan vinnu- tima til að hafa hæfilegt tóm til fullrar menntunar til að njóta menningar og lista. Þetta eru nokkrar af ástæðum þess að hinn mikli alþýðufjöldi Kina þarfn- ast og krefst þess að nútímaþróun komist á. Þetta á ekkert skylt við „út- þenslutilgang”. Kínverjar telja sig ekki hafæátt einn einasta vopnaðan mann á annars lands grund eftir 1948. Nútímaþróunin á heldur ekkert skylt við afturhvarf til auðvaldsskipulags. Aðeins lýðskrumarar á borð við „fjór- menningaklikuna” eða fylgismenn þeirra geta fellt í eitt nútíma fram- leiðslutækni og hugtakiö „auðvalds- skipulag”, eða fátækt og sósíalisma, að mati núverandi valdhafa. En ef við göngum nú út frá þörfinni og gagninu, er ennþá einni spurningu ósvarað: Er þetta mögulegt? Er mögu- ,legt fyrir þróunarland af þessari stærð ‘að laga sig að nútímanum á þeim tutt- ugu og tveimur árum, sem eftir eru af þessari öld? Staðreyndirnar tala fyrir því að svo sé. Árangurinn sýnir þetta. Tuttugu og níu árum eftir valdatöku kommúnista „Pistilinn skrifaði...” Það skeður sitt af hverju þessar rysj- óttu skammdegisvikur síðustu. Fréttir herma að slegið hafi verið slagbrandi fyrir dyr nokkurra frystihúsa á Suður- nesjum, helmingur bátaflota Eyja- manna er auglýstur til sölu og ríkis- stjórnin riðaði til falls en hélt velli, enda 9 ráðherrastólar í veði. 1 kómediuspili alþingis, sem kallast umræður utan dagskrár, sagði fyrrver- andi forseti þingheimi frá bók nokk- urri, sænskrar ættar, litt merkrar þó. Þingmenn urðu furðulostnir; kalla þó ekki allt ömmu sína. En nú vildi svo vel til, að Tíminn okkar og fleiri blöð leiddu landslýð í „allan sannleika” um þessa uppá- komu. Sunnudagspistil blaðsins 10. des. skrifa fjórir kirkjuhöfðingjar, lektor á snærum blaðsins og loks rit- stjórinn (ekki Þ.Þ. sem skylt er að nefna strax). Raunar hafði biskup íslands látið ljós sitt skina 1 Mbl. tveim dögum fyrr ásamt dómprófasti. Þar komst biskup m.a. svo að orði: „Þessi bók er lágkúra, óskammfeilinn þvætt- ingur, samansettur í þeim yfirlýsta til- gangi að koma því inn hjá bömum að guðspjöllin séu lygi og kristin trú sé ljót blekking og framsetningin er blygðunarlaus ögrun við allar sæmilega heilbrigðar tilfinningar.” „Melakleppur" Víkjum þá aftur að sunnudagspistli og guðspjalli Timans. Biskup er þar enn á ferð og nú i fylgd biskups kaþólskra, næstum á eftir lúterskum, síðan æðstuprestar tveir. Skaði að Skálholts- og Hólabiskupar skuli ekki komnir til sögunnar. „Blygðunarlaus storkun við helgustu tilfinningar krist- inna manna,” segja biskuparnir og er þetta eins konar inngangur eða Höfðu allir hinir skriftlærðu lesið exordium. Þá kemur útlegging Haralds Ólafssonar lektors og er sú prédikun fremur hófsamleg. Loks rekur ritstjórinn endahnútinn á þessa sunnudagsandakt með leiðara og þann part ræðunnar hefur þjóðin fengið að heyra í útvarpi sér til andlegrar upp- býggingar, er dálítið i stíl Flosa leikara i laugardagspistlum hans. í forystugrein Jóns ritstjóra er Háskóli tslands kallaður Melakleppur. Nú hefur velnefndur Jón hlotið menntun i þeirri stofnun og verið lærifaðir, sem hann velur svo smekk- legt nafn, hvaða ályktun sem menn vilja af því draga. Ég ætla, að þar sé fólki þó fremur innrætt rökhyggja en ofstæki. Jón og sumir sálufélagar hans ættu að lesa prédikun Meistara Jóns 11. sd. eftir trinitatis. Eftir reiðilestur hinna geistlegu og allra hinna væri kannski ekki úr vegi að spyrja:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.