Dagblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979. I Utvarp Sjónvarp Sjónvarp annað kvöld kl. 20,30: HAGALÍN ÁTTRÆÐUR — langt síðan hann stökk út um gluggann í Unuhúsi Guðmundur G. Hagalin varð átt- ræður 10. október síðastliðinn og í tilefni þess fór Helgi Sæmundsson með sjón- varpsmenn upp í Borgarfjörð og ræddi við hinn aldna rithöfund. Þátturinn í kvöld er yfír klukkustundar langur og fléttað inn í hann viðtölum við ýmsa vini og samstarfsmenn skáldsins, og dóttur hans, leikkonuna Sigríði. í þá tíð sem Guðmundur Hagalín og Halldór Laxness voru ungir menn var Erlendur í Unuhúsi mestur stuðnings- maður skálda í Reykjavík. Eitt sinn var staddur í Unuhúsi Sigurbjöm Sveinsson barnabókahöfundur og var að biða eftir að Erlendur kæmi heim úr vinnunni. Þá kemur þar ungur maður með glóbjart hár, kynnir sig sem Halldór frá Laxnesi — skáld. Ekki hafa þeir talað saman lengi, þegar Halldór tekur sig á loft og hleypur út um gluggann. Sem nú Sigur- björn stendur þarná undrandi á hátta- lagi gestsins kemur annar ungur maður, enn bjartari yfirlitum og kynnir sig sem Guðmund Hagalín — skáld. Þeir fara að tala um Halldór: Er hann annars nokkurt skáld? spyr Hagalín. Já, svarar Sigurbjörn. Hann er svo mikið skáld að meðan ég var að tala við hann var hann allt í einu horfinn út um gluggann. Við þessi tíðindi setti Guðmund hljóð- an, en svo tók hann undir sig stökk og var horfinn út um gluggann sömu leið og hinn. Frá þessu segir Halldór í bók sinni 1 túninu heima, en lætur sannleiksgildið liggja milli hluta. Meðal kunnustu bóka Guðmundar Guðmundur G. HagaUn rithöfundur og kona hans, Unnur Aradóttir. Mynd: Sigurgeir Sigurjónsson. V. Hagalins eru sögukornið um þá góðu konu, Kristrúnu í Hamravík, og leikritið um hana og himnaföðurinn, skáldsagan Sturla í Vogum, og ævisögur þeirra Eld- eyjar-Hjalta og Sæmundar skipstjóra Sæmundssonar. Ægisaga Sæmundar heitir Virkir dagar. En auk þess liggur eftir hann fjöldi annarra verka sem of langt yrði upp að telja. IHH. ______________________________/ HUGMYNDASÖGUÞÁTTUR - útvarp kl. 21,00: Hannes ræðir við Jónas Haralz „Ég ræði við Jónas Haralz banka- stjóra um nýja bók eftir Gylfa Þ. Gísla- son, Jafnaðarstefnuna,” sagði Hannes Gissurarson um hugmyndasöguþátt sinn í útvarpinu annað kvöld kl. 21.00. „Síðan verður rætt um almenn verk- efni í stjórnmálum og þá kreppu sem vel- ferðarþjóðfélagiö er í. Einnig verður ræddur sá vandi sem íslendingar standa frammi fyrir í ljósi frjálshyggju og sósíal- isma,” sagði Hannes. DS. Hannes Gissurarson ræðir á þessari mynd við prófessor Ólaf Bjórnsson. t útvarpinu annað kvðld ræðir hann við Jónas Haralz bankastjóra um annan merkan hagfræðing, dr. Gylfa Þ. Gislason. 23 Útvarp Laugardagur 6. janúar Þrettóndinn 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Ljósaskipti: Tónlistarþáttur i umsjá Guö- mundar Jónssonar pianóleikara. 8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15 Veðurfr. For- ustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.20 Leikfimi. 9.30 Öskalðg sjúklinga: Kristin Sveinbjöms- dóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir). 11.00 Barnatimi 1 jólalok. Birna G. Bjamleifs- dóttir sér um tímann. Sagt frá islenzkum oger- lendum jólasveinum, lesin bréf til jólasveinsins frá ýmsum löndum o.fl. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 í vikulokin. Blandað efni í samantekt Áma Johnsens, Eddu Andrésdóttur, Jóns Björgvinssonar og Ólafs Geirssonar. 15.30 Á grænu Ijósi. óli H. Þóröarson framkv- stj. umferðarráðs spjallar við hlustendur. 15.40 íslenzkt mál. Jón Aðalsteinn Jónsson flyt- ur. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplógin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Merkingar jólanna að fomu og nýju. Séra Eiríkur J. Eiriksson prófastur á Þingvöllum flytur jólapredikun. Geir Viðar Vilhjálmsson talar við hann og einnig Einar Pálsson skóla- stjóra um jólahald í Ásasiö. 17.40 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 „Draumur meó lotið stefni og kopar- skrúfu”, smásaga eftir Jónas Guómundsson. Höfundur les. 20.00 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson - kynnir sönglög og söngvara. 20.45 Þrettándinn. Samsettur þáttur i umsjá Þórunnar Gestsdóttur. 21.20 Gleðistund. Umsjónarmenn: Guðni Einarsson og Sam Daniel Glad. 22.05 Kvöldsagan: „Hin hvitu segl’' eftir Jó- hannes Helga. Kristinn Reyr les minningar Andrésar P. Matthiassonar (2). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.45 Danslög. Hljómsveit Birgis Gunnlaugs- sonar leikur m.a. i hálftfma. (23.50 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 7. janúar 8.00 Fréttir 8.05 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vigslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.15 Veðurfregnir. Forustugreinar dagbl. (útdr.) 8.35 Létt morgunlög. a. Hljómsvcit Paddys Killorans leikur irska þjóðdansa. b. Har- monikuhljómsveit Karls Grönstedts leikur nokkurlög. 9.00 Hvaö varó fyrir valinu? Fyrirlestur eftir Brieti Bjamhéðinsdóttur um hagi og réttindi kvenna, fluttur fyrir meira en 90 árum. Sig- riöur Erlendsdóttir les. 9.20 Morguntónleikar. a. „Scapino”, forleikui* eftir William Walton. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur; André Previn stj. b. „Dans- sinfónia” eftir Aaron Copland. Sinfóníuhljórn- sveitin í Chicago leikur; Morton Gould stj. c. „Páfuglinn”, tilbrigði um ungverskt þjóðlag eftir Zoltán Kodály. Sinfóniuhljómsveit ung- verska útvarpsins leikur, György Lehel stj. 10.00 Fréttir. Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Ljósaskipti. Tónlistarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianóleikara (endurt. frá morgninum áður). 11.00 Messa i safnaðarheimili Grensáskirkju. Prestur: Séra Halldór S. Gröndal. Organleik- ari: Jón G. Þórarinsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttlr. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.20 Átta alda minning Snorra Sturlusonar. Dr. Gunnar Karlsson sagnfræðingur flytur fyrsta hádegiserindið i þessum flokki: Stjóm- málamaöurínn Snorri. 14.00 Miódegistónleikar. a. Forleikur nr. 5 i D- dúr eftir Thomas Ame. Hljómlistarflokkurinn Academy of Ancient Music leikur; Christoph- er Hogwood stj. b. Fiðlukonsert I A-dúr (K219) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Pinchas Zukerman og Enska kammersveitin leika. Stjórnandi: Daniel Barenboim. 15.00 Þáttur af Jóni söðla. Júlía Sveinbjamar- dóttir tók saman. Flytjendur með henni: Sig- urður Sigurðarson og Sveinbjöm I. Baldvins- son. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Franskir duggarar á íslandsmiðum. Friðrik Páll Jónsson tók saman þáttinn. Vigdís Finnbogadóttir segir frá samskiptum Frakka og íslendinga. Lesari: Helga Jónsdóttir. (Áður útv.áannan dagjóla). 17.15 Miðaftanstónleikar. Jólaóratória eftir Johann Sebastian Bach. Pólýfónkórinn og Kammerhljómsveit flytja undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Einsöngvarar: Jón Þor- steinss., Sigríður Ella Magnúsdóttir, Elísabet Erlingsdóttir og Michael Rippon frá Bretlandi. Konsertmeistari: Rut Ingólfsdóttir. Sembal- leikari: Elín Guðmundsdóttir. Orgelleikari: Hörður Áskelsson. Fyrri hluti verksins; síðari hlutinn á dagskrá kl. 22.50 um kvöldiö. Hljóð- rítun fór fram i Háskólabiói á gamlársdag. '8.30 Tilkynningar. 8.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.25 Bein Una. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra svarar spumingum hlustenda. Þætt- inum stjórna Kári Jónasson og Vilhelm G. Krístinsson fréttamenn. ’0.30 íslenzk tónUst. a. Ragnar Bjömsson leikur á orgel Dómkirkjunnar verk eftir Jón Ásgeirs- son og Jón Nordal. b. Jón Sigurbjömsson syngur lög eftir Knút R. Magnússon; Ragnar Bjömsson leikur á pianó. c. Hafliði Hallgrims- son seUóleikari og Halldór Haraldsson píanó- leikari leika islenzk þjóðlög i útsetningu Hafliöa. 21.00 Hugmyndasöguþáttur. Hannes H. Gissur- arson talar við Jónas H. Haralz bankastjóra um bók Gylfa Þ. Gislasonar um jafnaðarstefn- una, einnig um viðhorf og verkefni stjóm- málamanna. •21.35 Handknattlcikur I LaugardalshöU: Lands- leikur Island—Pólland. Hermann Gunnars- son lýsir síðari hálfleik. 22.10 BaUettsvita op. 130 eftir Max Reger. Ríkisóperuhljómsveitin í Berlin leikur; Otmar Suitner stj. «22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 „Jankó og fiðlan”, smásaga eftir Henryk Sienldewicz. Friðrik J. Bergmann þýddi. Hjalti Rögnvaldsson leikari les. 23.05 Kvöldtónleikan Jólaóratórian eftir Bach; — siðari hluti (sbr. kl. 17.15 sama dag). 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 8. janúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfiml. Valdimar ömólfsson leikfimi- kennari og Magnús Pétursson planóleikari (aUa virka daga vikunnar). 7.20 Bæn. Séra Ámi Pálsson flytur (a.v.d.v.) 7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. landsmála- blaðanna (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vaU. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Klemenz Jóns- son les framhald sögunnar. „í tröUahöndum” eftir Óskar Kjartansson (2). 9.20 Lcikflmi. 9.30. Tilkynningar. Tónleikar. 9.40 Landbúnaðarmál. Haildór Pálsson búnaöarmálastjóri flytur erindi um land- búnaöinn á Iiönu ári. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög: frh. 11.00 Hin gömlu kynni. Valborg Ðentsdóttir sér um þáttinn. 11.35 Morguntónleikan Claudio Arrau leikur Pianósónötu i D-dúr op. 10 nr. 3 eftir Beethoven. Sjónvarp Laugardagur 6. janúar 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 18.30 Hvar á Janni að vera? Sænskur mynda flokkur I fimm þáttum eftir Hans Peterson. Leikstjóri Hákan Ersgárd. Aðalhlutverk Patrick Ersgárd, Máns Blegel, Karin Grandin og Hans Klinga. Fyrsti þáttur. Janni er þrett- án ára drengur, sem alist hefur upp hjá kjör- foreldrum sinum. Einn góðan veöurdag kemur móðir hans á vettvang og vill fá son sinn aftur. Þýðandi Hallveig Thorlacius. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Lifsglaður lausamaður. í klóm rétt- visinnar. Þýðandi Ellert Sigurbjömsson. 20.55 Það eru komnir gestir. 21.40 Hetjulund á hættustund. (The Hallelujah Trail). Gamansamur, bandarískur „vestri” frá árinu 1965. Leikstjóri John Sturges. Aðalhlut- verk Burt Lancaster, Lee Remick, Jim Hutton og Pamela Tiffin. Vagnalest með miklar viskf- birgðir er á leið til borgarinnar Denver og nýtur herverndar. Ýmsir aðilar fylgjast spenntir með ferð lestarinnar, þar á meðal indíánar, gullgrafarar og bindindiskonur. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 23.55 Dagskrárlok. Sunnudagur 7. janúar 16.00 Húsið á sléttunni. Elsku Jonni. Þýðandi óskar Ingimarsson. 17.00 Á óvissum tímum. Fimmti þáttur. Lenin og leysingjarnir miklu. Þýðandi Gylfi Þ. Gísla son. 18.00 Stundin okkar. Umsjónarmaður Svava Sigurjónsdóttir. Stjórn upptöku Andrés Ind riðason. Hlé. !0.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Guðmundur Gfslason Hagalin sóttur heim. Guðmundur Gíslason Hagalín varð átt- ræður á siðasta ári, og af því tilefni ræddi Helgi Sæmundsson við hann á heimili hans á Mýrum i Borgarfiröi. Ennfremur var leitað til nokkurra vina hans og samstarfsmanna, sem segja frá samskiptum sinum við rithöfundinn. Það eru Hannibal Valdimarsson, Baldvin Halldórsson, Sigríður Hagalín, Guðrún Helga- dóttir, Eirikur Hreinn Finnbogason og Steindór Hjörleifsson. Kvikmyndun Baldur Hrafnkell Jónsson. Klipping Ragnheiður Valdimarsdóttir. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.40 Heilbiigd börn — betri heimur. Þess hefur verið farið á leit við aöildarríki Sameinuöu þjóðanna, að árið 1979 verði ár barnsins. I þessari finnsku mynd eru borin saman lifskjör bama i vestrænum iðnríkjum og i þróunar- löndum. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finn- bogason. 22.10 Ég, Kládfus. Niundi þáttur. Maður lifandi — Seifur. Efni áttunda þáttar: Tíberius og Sejanus láta myrða eða dæma til útlegðar alla þá, sem taldir eru líklegastir eftirmenn keis- arans. Augljóst er að Sejanus ætlar sér að setjast i keisarastól. Hann vill fá að ganga að eiga Livillu, systur Kládíusar, en Tíberíus bannar það. Hins vegar má hann kvænast Helenu, dóttur Livillu. Drusus, sopur Agrippínu og Gallusöldungaráðsmaður, vinur hennar, eru teknir höndum. Lívilla eitrar fyrir dóttur sina. Antonia fær sönnur þess að Livilla hafl myrt Kastor og hvatt Sejanus til að myrða Tiberius. Sejanus er tekinn þöndum og myrtur i fangaklefa og böm hans eru einnig tekin af lifí. Antonia lokar Livillu dóttur sina inni og sveltir hana i hel. Kládíus skilur við Aelíu, systur Sejanusar. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Þátturinn sýnir grimrnd og siðleysi þessa tímabils í sinni vcrstu mynd. 23.00 Að kvöldi dags. Séra Jón Auðuns, fyrrum dómprófastur, flytur hugvekju. 23.10 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.