Dagblaðið - 09.01.1979, Side 1

Dagblaðið - 09.01.1979, Side 1
5. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR9. JANÚAR 1979 — 7.TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÍILA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. Piltarnir enn ófundnir: NOKKRIR TEUA SIG HAFA SÓ) FRÆNDURNA „Dugar ekki að allir séu óánægðir” — segja loðnusjómenn og halda ánægðir úr höf n — sjá bls. 8 Verður loðnuaflinn skorinn niður um 150-200 þús. tonn? — loðnuveiðar hefjast á miðnætti „Ég vona bara til guös, að það séu krakkar, kunningjar drengjanna, sem hafi þá i felum og skilji ekki ennþá hvaða alvörumál er á ferðinni,” sagði móðir annars drengjanna, sem saknaö er, i viðtali við DB. „Ég hef lítið sofið siðan ég fór að verða hrædd,” sagði hún, „en ég vona samt enn, að þeir séu einhvers staðar hjá kunningjum.” „Maður hugsar margt — en maður getur ekkert gert,” sagði móðurafi Ingva Sævars, þegar blaðamaður ræddi við hann. „Það er verst með konuna mina, hún er alveg niður- brotin,” bætti hann við. Konan er móðuramma Karls Jóhanns Norð- mann. Ingvi Sævar Ingvarsson og Karl Jóhann Norðmann fóru saman að heiman frá afa og ömmu að Miðtúni 90, um kl. 15 sl. laugardag. Síðan þá hefur ekki spurzt til þeirra með vissu. Nokkrar ábendingar hafa borizt til lögreglunnar, sem hefur umsjón með þeim leitaraðgerðum, sem beitt verður og beitt hefur verið. Ennþá er ekki ákveðin meiri háttar allsherjarleit. Vinstúlka drengjanna telur sig hafa séð þá í Hliðahverfinu þar sem Ingi Sævar á heima. Ekki er útilokað að hún hafi rétt fyrir sér. Annar aðili telur sig hafa séð þá og jafnvel haft tal af þeim niðri við Iðn- aðarbanka í gær. Enn einn telur sig hafa séð þá á Laugarásveginum einnig I gærdag. Enda þótt ekki sé talið fullvist að það hafi verið drengimir sem saknaö er, sem þama sáust, gefur það þó vonir um að svo sé. Leitarflokkar hafa enn ekki verið kvaddir út en öllum ábendingum eru menn beðnir um að koma á framfæri við lögregluna þegar í stað. BS. Með báðar hendur lausar Þær hafa Ifkað vel, pylsurnar úr danska vagninum á Lækjartorgi, og eins gott að vera mcð báðar hendur lausar til að taka við góðgætinu. DB-mynd: Hörður. Karl Jóhann Norðmann, 15 ára. Ingvi Sævar Ingvarsson, 14 ára. Hann er mjög grannur og lágvax- Hann er um 176 cm á hæð, grann- inn, dökkskolhærður. ur og dökkskolhærður. Tímabært að Jesús Jósefsson fái íslenzkan þegnrétt — sjá kjallaragrein Magnúsar Kjartanssonar á bls. 11 Brjóta tryggingarfélögin hegningarlögin daglega? — sjá kjallaragrein Leós Löve á bls. 10 og 11 Aðeins 3 starfhæf ir sjúkrabílar íReykjavík — sjá um skyndikönnun Almannavama á bls. 5 Nýja stjórnin í íran riðar til falls — sjá erl. fréttir á bls. 6 og 7 Loðnuflotinn er nú sem óðast að ferðbúast á loðnumiðin þar sem leyfilegt er að hefja veiðar nú á miðnætti. Ekki er enn vitað nákvæm- lega hvar loðnan er helzt stödd nú, en búast má við að hún sé farin að færa sig austur með norðurströndinni, svo sem verið hefur. í svonefndri „gráu skýrslu" fiski- fræðinga, sem þeir gáfu út upp úr ára- mótunum 1977, var lagt til að loðnuaflinn frá júlí 78 til júlí 79 yrði ekki meiri en milljón tonn. Á haustvertíðinni, sem lauk laust fyrir áramót, veiddust um 500 þúsund tonn, svo að öllu eðlilegu mætti veiða 500 þúsund tonn á vetrarvertiðinni nú. Undanfarin ár hefur aflinn verið 440 til 500 þús. tonn. En allar líkur benda til að loðnuafli Norðmanna við Jan Mayen sl. sumar upp á 150 þús. tonn, hafi verið úr islenzka stofninum og telja því ýmsir fiskifræðingar að það magn eigi að koma til frádráttar kvótanum nú. Á vetrarvertíðinni veiddu Færeyingar 35 þús. tonn og eru nú komnir til að semja aftur. Munu þeir vafalitið ekki fara fram á minna nú. Íslenzki loðnuflotinn er nú um 50 til 60 öflug skip, sem gætu veitt 350 þúsund tonn á skömmum tíma við góð skilyrði. -G.S. Loðnusjómenn gera klárt fýrir veiðamar. Myndin var tekin i Reykjavfkurhöfn I 8ær- DB-mynd: Hörður. Rannsóknarlög- reglumenn mótmæla fullyrðingum LMFÍ: Ætlað aðgrafa undan trausti borgarannaá rannsóknar- lögreglunni — sjá bls. 5 „Óvinsamlegt andrúmsloft” — sjá bls. 9

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.