Dagblaðið - 09.01.1979, Page 4

Dagblaðið - 09.01.1979, Page 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1979. DB á ne ytendamarkaði Plast- poka- málið: Plastpokamir lækkaðir um 10% næstu sex mánuði „Plastprent hf. er fyllilega Ijós ábyrgð sin gagnvart neytendum og reynir ekki að skjóta sér undan henni. Neytendur hafa að ósekju orðið fyrir tjóni fyrir mistök, sem Plastprent hf. verður að svo stöddu að skrifa á sinn reikning. Nú eru liðlega 2 mánuðir síðan Plastprent hf. leysti út lokasendingu af þessum erlendu plastpokum þar sem fyrirtækið er á ný tekið til við að fram- leiða alla sina heimilispoka sjálft, enda eru þeir eins og könnunin sýnir komnir á markaðinn. Erlendu pokarnir eru hins vegar að ) Vantöldu pokamir voru innf luttir seljast upp I verzlunum og skaðinn því skeður. Verður hann héðan af ekki á annan hátt bættur þeim, sem um skeið hafa keypt færri poka en þeir greiddu fyrir, en með tímabundinni lækkun frá gildandi verði. Plastprent hf. mun því lækka verðið á „Plastfix 15” um 10% frá verðskrárverði næstu sex mánuöi.” Á þennan hátt hljóðar niðurlag langrar greinargerðar sem fram- kvæmdastjóri Plastprents hf., Eggert Hauksson, hefur sent Dagblaðinu. í greinargeröinni er m.a. skýrt frá þvi að vegna vélarbilunar á sl. sumri hafi Plastprent hf. gripið til þess ráðs að flytja inn plastpoka nr. 15 erlendis frá. Voru þeir síðan seldir í neytenda- pakkningum fyrirtækisins. Hætt var framleiðslu á pokum nr. 10 um tíma, en pokar nr. 1, 2 og 3 framleiddir i annarri vél og seldir I lausum búntum í stað rúlla, eins og áður. Mistökin koma í Ijós 1 neytendabréfi í DB 18. des. sl. var kvartað yfir því að pokarnir nr. 15 væru ekki 50 i rúllunum, heldur 48. 1 greinargerðinni segir að þá hafi verið haft samband við erlenda fram- leiðandann. Viðurkenndi hann (5. jan. sl.) að Plastprenti hf. hafi verið seldir 48 pokar á rúllu. Þeirri spurningu er varpað fram hvers vegna Plastprent hf. hafi ekki látið telja erlendu pokana þegar i upphafi. En þar sem fyrirtækið haföi aldrei verið sakað um áður að láta of fáa poka í rúllurnar hefði það heldur ekki búizt við slíku af öðrum. Með greinargerðinni fylgdi einnig Ijósrit af athugun á plastpokum, sem gerð var hjá lðntæknistofnun íslands. Er þar tekið fram að greinilegur mis- munur sé á hvernig skurðarraufar eru gerðar til þess að skilja pokana í hverri rúllu. Innlenda framleiðslan var fin tökkuð (merkt F I greinargerð Neyt- endasamtakanna), í samræmi við þá vél sem var i fyrirtækinu. Hins vegar eru erlendu pokarnir gróftakkaðir (merktir G i skýrslu Neytendasamtak- anna). Verður því að telja að nú sé þessu plastpokamáli lokið og Plastpreni hf. hafi ekki selt viðskiptavinum sínum vísvitandi færri plastpoka en áprentaðar umbúðir gefa til kynua. Höfum opnað bifreiðaþjónustu í norðurenda Bílasölunnar Skeifunnar, Skeifunni 11. Björt og rúmgóð húsa- kynni, mjög góð þvottaaðstaða. Opið alla daga frá kl. 8—22. Verið velkomin. * Brfreiðaþjónustan, Skerfunni 11 Niðurstaða könnun- ar á plastpokum Verzlunarhúsnæði við Laugaveginn Vil kaupa eða taka á leigu verzlunarhúsnæði við Laugaveg ca 100—200 fermetra ásamt lager. Tilboð er greini staðsetningu og frekari upp- lýsingar sendist afgreiðslu Dagblaðsins Þver- holti 11 merkt „Verzlun við Laugaveg” fyrir laugardaginn 13. jan. Vegna ummæla I blöðum, þ.e. Dag- blaðinu 18. des., Þjóðviljanum 23.des. og Alþýðublaðinu 29. des. 1978, þess efnis, að vantaldir kunni að hafa verið pokar i einni tegund af heimilispokum, Plastfix nr. 15, fór Plastprent hf. þess á leit við Neytendasamtökin, að þau létu kanna þetta mál til hlitar. Neyt- endasamtökin ákváðu að verða við þeirri ósk og var könnunin gerð 3. jan. 1979. Hún nær til heimilispoka af gerðinni „Plastfix nr. 1,2,3, 10 og 15. í ljós kom, að um tvenns konar af- brigði reyndist vera að ræða af gerð- inni Plastfix nr. 15. Annars vegar voru pokarnir „fintakkaðir" (merkt F hér að neðan), þar sem þeir eru þver- skornir, en hins vegar reyndust sumir þeirra vera „gróftakkaðir” (merkt G hér að neðan). Sýni voru eingöngu tekin I verzlunum, sem höfðu fengið afhendingu á heimilispokum fyrir 18 des. 1978, en þann dag hófust blaða skrif um þetta mál. Niðurstöður könn unarinnar voru eftirfarandi: Af pok um nr. 10 og 15 áttu að vera 50 stk. en af pokum nr. 1,2 og 3 áttu að vera 35 stk. Guðmundur H. Albertsson, verzlun Langholtsvegi 42.. Plastfix nr. 15 51 stk. (F) Hamrakjör, Stigahlið 45—47 Plastfix nr. 15 48 stk. (G) Hverfiskjötbúðin, Hverfisgötu 50. Plastfix nr. 15 48stk. (G) - 10 51- - 3 35- 2 34— (ekki í rúllum) Kjötborg, Búðagerði 10 Plastfix nr. 15 48 stk. (G) Laugavegsbúðin, Laugavegi 82 Plastfix nr. 15 49stk. (G) - 15 50- (F) Melabúðin, Hagamcl 39 Plastfix nr. 15 50stk. (F) - 10 50- - 3 35 - - 2 37 - - 1 35 — Skjólakjör, Sörlaskjóli 42 Plastfix nr. 15 50 stk. (F) - 10 51- - 3 23 — (ekki í rúll- um) Verzlunin Lundur, Sundlaugavegi 12 Plastfix nr. 15 50stk. (F) - 10 50- 3 36 - (ekki i rúllum) rúllum) 2 35 - I 34 - (ekki Vcrzlunin Bræðraborgarstig 5 Plastfix nr. 15 49 stk. (G) - 15 48 — (G) - 10 Snæbjörg, 51 - 36- 35 - 35 - F.h. stjórnar Neytendasamtakanna Reynir Ármannsson, formaður. Kartöflu- Almennur kynningar- fyrirlestur er í kvöld kl. 20.30 að Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóðleikhúsinu). Innhverf íhugun er auðstunduð, auðlærð, skerpir hugsunina og eykur orku og þrótt. Þetta staðfesta vísindarannsóknir. Allir velkomnir. MAHARISHI MAHESH YOGI íslenska íhugunavf élagið. kaka 1 norskri matreiðslubók rákumst við á eftirfarandi uppskrift, sem virðist vera spennandi, einföld og frekar ódýr í tilbúningi. Uppskriftin eraðkartöflu- pönnuköku með beikonsneiðum. 1 egg 2 dlmjólk 1 dl hveiti salt 3/4 kg hráar kartöflur 2 msk smjör eða smjörliki 150—200 g beikon I þunnum sneiðum Þeytið saman hveiti, mjólk og egg. Flysjið kartöflurnar og hakkið þær I grænmetiskvörn. Hrærið þeim siðan saman við deigið. Smyrjið eldfast fat og hellið deiginu i. Raðið beikonsneið- unum ofan á og bakið kökuna síðan i Uppskrift dagsins Otal gómsæta rétti má búa til úr kartöflum. heitum ofni 200—250°C i 40—45 mín. Berið fram með grænmeti. Rétt áður en rétturinri er borihn fram má strá klipptri steinselju (eða þurrkaðri) ofanátil skrauts. Verð: Hráefnið kostar i kringum 786 kr. eða rétt innan við 200 kr. á mann, því uppskriftin er ætluð fyrir fjóra. - A.Bj.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.