Dagblaðið - 09.01.1979, Side 6

Dagblaðið - 09.01.1979, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1979. Shapur Baktiar tók að sér hið erfiða verkefni að mynda borgaralega stjðrn i Íran. Margir spá honum ekki langri setu i þvi embætti. Hann situr þarna við hliðar við mynd af Mossadegh, sem rikti árið 1952 I tran I andstöðu við keisarann. Veldi hans varð þó ekki nema nokkrir daga þá náði keisarinn aftur völdum með góðrí hjálp CIA leyniþjónustu Bandaríkjanna. Erlendar fréttir HongKong: Sveitir til að verjast sjálfs- morðum um borð —ekki hægt að set jast langtímum saman vegna þrengsla Flóttafólkið um borð í flutninga- skipinu sem biður innilokað fyrir utan Hong Kong hefur nú komið á fót sér- stökum gæzlusveitum til að koma í veg fyrir sjálfsmorð einstakra i hópn- um. Skipið sem kom til hafnar i Hong Kong fyrir sautján dögum hefur enn ekki fengið að leggjast að bryggju og yfirvöld I Hong Kong neita stöðugt að leyfa flóttafólkinu að fara í land. Þegar eru komnir fimm þúsund flótta- menn frá Vietnam, sem búa i sér- stökum búðum í borginni. Fyrst var talið að flóttamenn um borð í skipinu væru 2700 en að sögn talsmanns flóttamannahjálpar Sam- einuðu þjóðanna eru rúmlega 3400 manns þar um borð. Ástandið mun vera orðið mjög slæmt og margir farþegar orðnir and- lega örvinglaðir. Mjög þröngt er í skip- inu og segir að sumir um borð geti ekki einu sinni setzt niður vegna þrengsla langtímum saman. Flutningaskipið er á engan hátt útbúið til að flytja farþega. Hótanir hafa birzt um að flótta- fólkið hygðist fremja hópsjálfsmorð en ekki hefur það enn orðið. Gripið simann gerið góð kaup Smáauglýsingar WEB1AB5INS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld Chicago: GACY FJÖLDA- M0RÐINGI ÁKÆRÐUR Gacy hefur verið tvígiftur og var einu sinni dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðislegt óeðli. Hann hefur viðurkennt að hafa misþyrmt fórnar- dýrum sinum kynferðislega. Hafa sum líkanna sem fundin eru verið með snöru um hálsinn. Verjandi Gacy telur ekki auðið að skipa hlutlausan kviðdóm í Chicago vegna mikils umtals um málið því verði að flytja málið annars staðar. Saksóknarinn segist andvígur slíku. Saksóknarinn i Illinois fylki í Banda- ríkjunum hefur tilkynnt að John Gacy, 36 ára fjöldamorðingi i Chicago, muni verða ákærður nú þegar fyrir sjö morð og grun um að hafa myrt samtals þrjátíu og tvo. Sak- sóknarinn sagði í gær að ef Gacy yrði fundinn sekur, mundi hann krefjast dauðarefsingar. Þegar hafa fundizt tuttugu og sjö lík pilta á aldrinum I5 til 20 ára undir húsi Gacy. Auk þess segist hann hafa kastað fimm líkum í nærliggjandi fljót.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.