Dagblaðið - 09.01.1979, Qupperneq 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANUAR 1979.
Loðnuf lotinn að halda úr höf n:
„Dugar ekki að allir
séu éánægðir”
—segja sjómenn og eru ánægðir með loðnuverðið
Bjartsýnir
að eðlisfari
„Ef bræðslueigendur eru óánægðir
með verðið þá hljótum við að vera
ánægðir. Það dugar ekki að allir séu
óánægðir,” sagði Axel Axelsson, I.
stýrimaður á Húnanaustinni í gær.
Skipverjar voru í óða önn að gera
skipið klárt þar sem það lá við Granda-
garð i gær. Það var létt yfir skipverj-
um á Húnanaustinni og ekki ánnað að
heyra en þeir væru bjartsýnir á kom-
andi vertíð.
„Við erum bjartsýnir að eðlisfari.
Annars stæðum við ekki i þessu,”
sagði Axel og Þráinn Ómars Svansson
„yfirháseti” bætti því við að sjómenn
kæmust langt'á trúnni því að þeir
væru örugglega trúaðasta stétt lands-
ins.
Skipstjóri á Húnanaustinni er
Hákon Magnússon. Hann sagðist ekki
hafa búizt við hærra loðnuverði en
raun varð á og væri hann bara bjart-
sýnn. Hann og Axel hafa verið saman
á Húnanaustinni síðan 1972 og létu
þeir vel af skipinu og sögðu að það
hefði yfirleitt fiskað mjög vel.
Skammt frá Húnanaustinni lá eitt
þekktasta skip islenzka flotans, Gísli
Árni. Þar var ekki minna um að vera
en í Húnanaustinni enda átti skipið að
fara út þá um kvöldið. Verið var að
flytja sólþurrkaðan saltfisk um borð
og fleira lostæti enda eins gott að vera
undir allt búnir. 1 fyrra hafði Gisli
Árni hundrað daga útivist í upphafi
vertíðar án þess að koma að landi. Þá
voru logsuðumenn að dytta að ýmsu
um borð og verið var að dæla 600—
700 lítrum af smurolíu i skipið.
„Aflamesta skipið
miðað við stærð"
Stefán Sigurðsson, 2. stýrimaður á
Gísla Áma taldi loðnuverðið „ekki
svo ósanngjarnt” og sagðist ekki hafa
heyrt annað en sjómenn væru
ánægðir með það. „Við höldum út i
kvöld eða nótt þangað sem loðnan er
en hvar hún er verður að koma í Ijós,”
sagði Stefán.
„Við erum ánægðir með verðið svo
langt sem það nær. Annars hefðum
við ekki farið af stað,” sagði Guð-
Ctsala
10—50% verðlœkkun á öllum fatnaði
einnig efiium í metratali.
Jósefína, Ingólfsstræti 8.
SÍMI í MÍMIER mi Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám 1 004
BILAPARTASALAN
Höfum úrvalnotaðra varahlufa íýmsar
tegundir bifreiða, tildæmis:
Franskur Chrysler '71 Fiat128'73
Toyota Crown '67 BMW 1600 '69-70
Volvo Amazon '65 Fiat 125 '73
Einnighöfum við urval af kerruefni,
til dæmis undir vélsleða.
Sendum um allt land.
BÍLAPARTASALAN
Höfiatúni 10 — Sími 11397
mundur Vigfússon, háseti á Gísla
Árna. Guðmundur sagðist reikna með
að stefna yrði tekin á Kolbeinseyja-
svæðið. „Ég hef verið á sjó siðan ég
var 15 ára,” sagði Guðmundur, „og
þetta er fjórða vertíðin mín á Gísla
Árna. Við erum búnir að gera það
mjög gott öll þessi ár og Gísli Árni
hefur verið aflamesta skipið miðað við
stærð.”
Skipverjar á Gísla Árna eru alls
fjórtán en fá fri á milli.enda er nú svo
komið að skipið er á veiðum 10
Skipverjar á Gísla Árna, „aflamesta skipi tslendinga miðaó
slaginn.
mánuði ársins. Strax og loðnunni er
lokið heldur skipið á spærlingsveiðar.
GAJ
við stærð”, tilbúnir f
DB-myndir Hörður
t brúnni á Húnanaustinni. Frá vinstri Axel Axelsson, 1. stýrimaður, Þráinn Ómar
Svansson, „yfirháseti”, og Hákon Magnússon, skipstjóri.
Guðmundur Vigfússon, háseti á Gisla
Árna, hefur verið til sjós frá 15 ára
aldri.
Hrakfarir krónunnar
Gengisfall íslenzku krónunnar hefur
verið hratt undanfarið eins og lands-
mönnum er kunnugt. Krónan minnkar
og minnkar og má sjá þróunina með því
að bera saman skráð gengi íslenzku
krónunnar miðað við bandarískan doll-
ar. Þess ber þó að geta að dollarinn hefur
staðið heldur illa að vígi að undanförnu
og því sýnir þessi viðmiðun ekki til hlítar
hina miklu gengisfellingu krónunnar.
Árið 1967 var einn dollari jafngildi 57
króna. Meðalgengi dollarans frá 1968 til
72 var 88 kr. og snemma árs 1973 var
dollarinn kominn í rúmlega 98 kr. Þá
gerðust þau undur og stórmerki að gengi
krónunnar var hækkað í tið þáverandi
vinstri stjómar. Meðalgengi dollarans
frá mai og fram í júni var þá tæplega 93
krónur.
Eftir stjómarskiptin, í árslok 1974,
var dollarinn kominn i tæplega 118 kr.
Síðla árs 1975 var gengi dollarans 165
kr. Seint á árinu 1976 kostaði dollarinn
rúmar 187 kr. og á sama tíma árið 1977
kostaði hann 209 kr.
Hinn 22. nóvember á nýliðnu ári
hafði heilsu krónunnar hrakað allveru
lega og þurfti nú að greiða 316 krónur
fyrir dollarann. Og hinn 8. janúar 1979
er söluverð dollarans 319.50 kr. og ekk-
ert lát virðist á hrakförunum.
Þá má geta þess að sl. haust var tekin
upp sérstök gengisskráning fyrir ferða-
mannagjaldeyri og verða ferðamenn að
greiða 351.45 kr. fyrir hvem banda-
rískan dollar, sé miðað við 8. janúar.
- JH
Kristján
siturfyrir
svörum hjá
BSRB
Fræðslunefnd BSRB hefur tekið upp
þá nýjung að efna til erindaflutnings I
fundasal samtakanna að Grettisgötu 89.
Kristján Thorlacius mun hefja þessa
starfsemi á nýbyrjuðu ári með því að
sitja fyrir svörum í kvöld kl. 20.30.
Þar geta félagsmenn í BSRB, svo og
aðrir sem áhuga hafa á málefnum
bandalagsins, aflað sér fróðleiks eða
vakið athygli á einhverju því sem þeim
erefstísinni.
Verði þátttaka góð má ætla að þetta
verði upphaf að því að fá til skrafs for-
ystumenn á ýmsum sviðum sem al-
menning varða, segir í fréttatilkynningu
frá BSRB.
Dagblað
án ríkisstyrks
Llkan Selfosskirkju eins og hún verður fullgerð. Turninn og litla húsið við hlið hans
eru væntanlegt safnaðarheimili sem framkvæmdir eru hafnar við.
ALLIR KÓRAR SELF0SS
SUNGU SAMAN
Selfossbúar fengu heldur betur tæki-
færi til að heyra í kórum sinum um jólin,
því allir kórarnir fimm héldu þrenna
tónleika fyrir fullri Selfosskirkju. Hver
kóranna flutti þrjú lög og i lokin sungu
þeir allir saman tvö lög við góðar undir-
tektir.
Þessir kórar eru Kirkjukórinn undir
stjóm Glúms Gylfasonar, Barnaskóla-
kórinn undir stjórn Björns Þórarinsson -
ar.Gagnfræðaskólakórinn undir stjórn
Jóns Inga Sigurmundssonar, Karla-
kórinn undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar
og Samkórinn undir stjórn Björgvins
Valdimarssonar.
Tónleikarnir voru haldnir til styrktar
byggingu safnaðarheimilisins sem unnið
er við. 1 lok þriðju og siðustu tónleik-
anna afhenti fulltrúi kóranna sóknar-
prestinum, séra Sigurði Sigurðssyni,
ágóða af aðgangseyri sem var samtals
rúm hálf milljón króna.
- KE Selfossi