Dagblaðið - 09.01.1979, Side 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1979.
I
Útvarp
Sjónvarp
NAM, MINNI, GLEYMSKA - sjónvarp í kvöld kl. 20.55:
AÐ LÆRA AÐ MUNA
TIL AÐ GETA LÆRT
Sjónvarpið sýnir í kvöld fræðsluþátt í
umsjón Friðriks G. Friðrikssonar um
fyrirbærin að læra og að muna og
gleyma. Er þátturinn sérstaklega
ætlaður foreldum barna á grunnskóla-
stigi og kennurum. Meðfylgjandi mynd
verður notuð til að skýra þessi fyrirbæri.
Er hún nokkuð flókin og er því betra
fyrir fólk að hafa hana hjá sér á meðan
það horfirá þáttinn.
Hér áður fyrr og reyndar alveg fram á
siðustu daga hefur það að læra, muna og
gleyma verið tiltölulega einfalt.
Annaðhvort muna menn eitthvað eða
ekki, annaðhvort læra þeir eitthvað eða
ekki. En hinn einfaldi heimur er kominn
að falli. Nú er allt orðið svo flókið og
menn verða að byrja að læra hvernig á
að muna hlutina áður en þeir geta
byrjað að læra þá. Hvort menn muna
svo eitthvað betur en áður skal ósagt
látið, hlýtur það ekki að vera?
-DS.
Á HUÓÐBERGI — útvarp íkvöld kl. 23.05:
Ljóð eftir Schiller
HANDTEKINN FYRIR
FYRSTA LEIKRIT Sin
Óðurinn til gleðinnar eftir Friedrich
von Schiller á á dagskrá þáttarins Á
hljóðbergi í kvöld ásamtöðrum kvæðum
eftir Schiller. Flestir kannast án efa við
Óðinn til gleðinnar, sem sunginn er við
lag eftir Beethoven í 9. sinfóniu hans.
Matthías Jochumsson þýddi þann texta
yfir á íslenzku. Þorsteinn Ö. Stephensen
las hann fyrir okkur að vanda á nýárs-
dag er 9. sinfónían var flutt í útvarpi.
Johann Christoph Friedrich von
Schiller var fæddur árið 1759 i Þýzka-
landi. Faðir hans ætlaði honum að læra
guðfræði en að boði hertogans í
Wurtemberg, sem faðir hans var i
þjónustu hjá, fór hann þess í stað að lesa
lög. En að lokum fór þó svo að hann
ákvað að verða læknir og útskrifaðist
sem slikur 1780. Þó hann væri róleg-
heitamaður að sjá var hann afar
tilfinninganæmur og kom það fram í
Ijóðum hans og leikritum. Fyrsta leikrit
hans, Ræningjarnir, sló þegar i stað i
gegn þótt það þætti mjög rót ækt.
Schiller, sem þá var þjónn hersins,
skrópaði á æfingu til þess að sjá
frumsýningu leiksins en var þá hand-
tekinn og honum bannað að skrifa i
framtíðinni nokkuð annað en rit læknis-
fræðilegs eðlis. En hann flúði og lauk í
Bauerbach við leikritið Fieskoog Kabale
og Liebe.
Heils.i Schillersbilaði erliann vann við
að skrifa sögu þrjátiu ára stríðsins
ásamt fleiru. Um svipað leyti kynntist
hann Goethe.Vinátta þeirra ogsamstarf
var mikið, og eru þeir jafnvel oft nefndir
i sömu andrá.
Friedrich von Schiller.
Schiller veiktist hastarlega árið 1805
ogdóskömmuseinna. -DS.
J
Útvarp
Þriðjudagur
9. janúar
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tón-
leikar. Á frívaktinni. Sigrún Siguröardóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.30 Miðdegissagan: „Á norðurslóðurn
Kanada” eftir Farley Mowat. Ragnar Lárus-
son les þýðingu sína (9).
15.00 Miðdegistónleikar: Filharmóniusveit
Lundúna leikur „Fyrir sunnan”, forleik op. 50
eftir Edward Elgar; Sir Adrian Boult stj./
Gerty Herzog, Silvia Kind, Irmgard Helmis og
RIAS-sinfóníuhljómsveilin i Berlín leika Litla
konsertsinfóniu fyrir píanó. sembal, hörpu og
hljómsveit eftir Frak Martin; Ferenc Fricsay
stj. / La Suisse Romande hljómsveitin leikur
„Vor", sinfóniska svítu i tveimur þáttum eftir
Claude Debussy; Ernest Ansermetstj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður-
fregnir).
1630 Popphorn. Halldór Gunnarsson kynnir.
17.20 Tónlistartlmi barnanna. Egill Friðleifsson
stjórnar tímanum.
17.35 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Mælt mál. Ævar R. Kvaran leikari flytur
fyrra erindi sitt.
20.00 Pianótónlist eftir Fréderic Chopin.
Werner Haas leikur Tólf Etýöur op. 25.
20.30 Útvarpssagan: „Innansveitarkronika”
eftir Halldór Laxness. Höfundur les (3).
21.00 Kvöldvaka. a. Einsöngur: Svala Nielsen
syngur islenzk lög, Guðrún Kristinsdóttir
leikur á píanó. b. Flökkukind frá Fjallsseli.
Sigurður Kristinsson kennari segir frá. c. Að
yrkja stöku. Samantekt um vísnagerð eftir Jó-
hann Sveinsson frá Flögu. Ágúst Vigfússon
flytur fyrsta hluta af þremur. d. Frá séra
Snorra Brynjólfssyni i Heydal. Rósa Gísla
dóttir frá Krossgerði les úr þjóðsögum Sigfúsar
Sigfússonar. e. Raddir vindanna. Stefán
Ásbjarnarson frá Guðmundarstöðum í
Vopnafirði rekur bernskuminningar sinar; —
síðari þáttur. f. Kórsöngur: Karlakórinn
Geysir á Akureyri syngur. Söngstjóri: Ingi
mundur Ámason.
22.30 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.50 Víðsjá. ögmundur Jónasson sér um þátt-
inn.
23.05 Á hljóðbergi. Friedrich von Schiller:
„óðurinn til gíeðinnar’’ og önnur kvæði Gert
Westphal. Albin Skoda og Hanns Bernhardt
lesa á frummálinu.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
Útsata
Útsalan byrjar á morgun.
Mikil verðlœkkun.
Efízubúðin,
Skipho/tí 5.
Breyttur sýningartími á
Óskarsverðlauna-
myndum:
Þriðjudaginn 9. jan.
High Noon
sýnd kl. 7 og
The Great Ziegfeld
kl. 9. Miðvikudaginn 10. jan.
It happened one night
verður sýnd kl. 7 og
Wings
kl.9.
Brsyttur
OPID
KL. 9-9
Amerísku stytturnar
frá Lee Borten nýkomnar
Ntag bllaitcBSI a.a.k. é kvöldia
'BIOMÍAMXHH
HAFNARSTRÆTI Slmi 12717
Ritari
Ráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa hálf-
an daginn, eftir hádegi. Góð vélritunar- og
málakunnátta nauðsynleg.
Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 15. þ.m.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
5-janúar 1979.
Húsmæðraskólinn
Hallormstað
Vegna forfalla geta tveir nemendur komist á 5
mánaða hússtjórnarnámskeið við skólann.
Kennslugreinar: Fatasaumur, hússtjórn og
vefnaður. Upplýsingar gefur skólastjóri.
Húsmæðraskólinn Hallormstað.
Skrifstofustörf
Skattstofan í Reykjavík óskar að ráða starfs-
menn í eftirtalin störf:
Skattendurskoðun.
Vélritun.
Skráningarvinnu á I.B.M. diskettuvél.
Aðstoðarstarf á afgreiðslu.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri
störf þurfa að hafa borist fyrir 16. janúar nk.
Skattstjórinn í Reykjavík.