Dagblaðið - 29.01.1979, Side 1
5. ÁRG. - MÁNUDAGÚR 29. JANÚAR 1979 — 24. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022.
r
„Heyrði högg og grát”
sagði gömul kona í Saf amýrinni sem var vitni að
barsmíðum sem leiddu til dauða ungrar stúlku
„Við hjónin vorum vakin klukkan
hálfþrjú við að fólkið á efri hæðinni
þurfti að komast inn. Ég gat ekki
sofnað aftur en maðurinn minn var
nýsofnaður þegar ég heyrði mikil högg
og grát. 1 fyrstu gat ég ekki áttað mig
á hvaðan hljóðið kom en svo klæddi ég
mig og heyrði þá að hljóðin komu frá
svæðinu sunnan við húsið, þar sem
ruslatunnurnar eru,” sagði kona, ibúi
hússins Safamýri 93. Sunnan við það
hús var ung kona svo illa leikin af
unglingspilti á laugardagsnóttina að
hún dó af sárum sínum á laugardags-
morgun.
„Ég vakti manninn minn og fólkið
uppi kom niður því það heyrði lætin.
Ég þorði ekki að opna út því við
gamalmennin vitum aldrei hvað við
fáum yfir okkur. En maðurinn uppi
fór út. Þá sér hann piltinn þarna yfir
stúlkunni og biður hann um að hringt
sé fyrir sig á leigubíl, hann viti hvar
stúlkan eigi heima og ætli að fara með
hana þangað. Maðurinn uppi fór þeg-
ar inn en hringdi ekki á leigubíl heldur
á lögregluna. Á meðan hann var I sím-
anum dröslaði pilturinn stúlkunni
vestur fyrir húsið. Við hjónin sáum
það ekki en maðurinn í næsta húsi
sem vaknaði við lætin, sá það.
Stúlkan var mjög illa klædd, yfir-'
hafnarlaus og ekki með veski eða skil-
riki á sér. Kalt var úti, 10 stiga
frost og rok þannig að greinilegt er að
hún hefur verið að koma úr partíi ekki
langt frá.
Lögreglan og sjúkraliðið komu
mjög fljótt á staðinn og náðu piltinum
og fluttu stúlkuna á slysadeildina.
Maðurinn minn sá hana á börunum
og sagði að hún hefði verið anzi illa
leikin.
Lögreglan var hér alla nóttina og
fram yfir hádegi á laugardag og kom
hingað síðast í gær til að taka myndir."
sagði gamla konan.
-DS.
í skjóli undir tröppum hússins við
Safamýri 93 er sorptunnugeymsla. Þar
var unga stúikan barin til óbóta.
DB-myndir Hörður.
Ekki amalegt að fá slíka skepnu á krók-
inn. Þeir á Otra GK 5 fengu hann i Vikurál
núna fyrir helgina. Þorskurinn atarna er 22
kíló og er 144 sentimetrar á lengd. Ummál
hans fyrir aftan haus reyndist 70 senti-
metrar. Því miður eru slíkir gríðarþorskar
allt of sjaldgæfir nú til dags.
-DB-mynd Hörður.
Alþýðubandalagið
enn ósveigjanlegt
Enn er óleystur ágreinungur milli
stjórnarflokkanna um mörg mikilvæg
atriði I viðræðum þeirra um efnahags-
aðgerðir. Þannig hefur ekki orðið sam-
komulag um að binda fjárfestingu á
næstu tveimur árum og rikisútgjöld
við ákveðnar stærðir. Alþýðubanda-
lagið hefur ekki fallizt á það að svo
stöddu.
Þetta á við um tillögur um, að ríkis-
báknið fari ekki fram úr 30 af hundr-
aði af þjóðarframleiðslunni á næstu
tveim árum og heildarfjárfesting fari i
ár ekki upp úr 24,5% af þjóðarfram-
leiðslunni. Alþýðubandalagið hefur
heldur ekki enn samþykkt drög að
lánsfjáráætlun, sem liggja tyrir frá
hinum.
Skiptar skoðanir eru, hversu fast
bundnir við I. febrúar flokkarnir séu
um tillögurnar. I útvarpsþættinum
Beinni línu kom fram hjá Kjartani
Jóhannssyni ráðherra, að „skýrsla”
yrði lögð fram I ríkisstjórn fyrir l.
febrúar. DB hefur áður greint frá hug-
myndum um, að það uppfylli fyrirheit
forsætisráðherra um tímamörk, að
drög að frumvörpum liggi fyrir I rikis-
stjórn fyrir l. febrúar, þótt þau komi
ekki fyrir Alþingi fyrr en eftir næstu
helgi.
Litið sem ekkert hefur enn verið
rætt í þessum hópum um kaupgjalds-
málin, þar sem ágreiningur er mikill.
Viðræður við verkalýðshreyfinguna
eru á döfinni næstu daga. -HH.
...............................
Norræn samvinna í verki:
Daninn Pedersen hefur
synjað áfrýjun Víkings
Daninn Frelund Pedersen hefur um hvernig atkvæði hans verður og
sent IHF — Alþjóðahandknattleiks- formaður IHF, Höglund, sem að
sambandinu atkvæði sitt í sambandi öllum likindummunstyðjalandasinn,
við áfrýjun Víkings á brottvísun úr þó ekki sé vitað hvernig atkvæði hans
Evrópukeppni. Hans atkvæði var — fellur.
vísið Víking úr Evrópukeppni bikar-
hafa. Því bendir nú flest til, að Víking- DB hafði samband við Pepp Maier,
ar verði dæmdir frá keppni á jöfnum framkvæmdastjóra IHF i Basel i
atkvæðum — 3-3. Sovétmenn hafa morgun. Ekki hafði þá enn verið
þegar lýst yfir stuðningi við Víking, og dæmt í Víkingsmálinu þó svo að Vík-
Spánverjar og V-Þjóðverjar verið já- ingum hafi verið lofað niðurstöðu i
kvæðir. Hins vegar eru þrír í fram- máliriu um helgina. Maier sagði að
kvæmdanefndinni frá Norðurlöndum, fundur yrði í dag um málið hjá IHF og
tveir Svíar og einn Dani. Svíarnir eru Vikingi sendar niðurstöður málsins í
Kurt Wadmark og ekki þarf að efast kvöld eða fyrramálið.
Eitt stærsta
uppboðið hérlendis:
570
milljón-
ir boðn-
ar í
Font
Reinhold Þ. Kristjánsson, lög-
fræðingur Landsbanka Islands,
ósKaði eftir öðru og síðasta upp-
boði á bv Fonti, sem var boðinn
upp á Húsavik si. föstudag, sam-
kvæmt beiðni Fiskveiðasjóðs ts-
lands og Rikisábyrgðasjóðs.
Hæsta boð í togarann, sem er eign
Útgerðarfélags Þórshafnar, var
570 milljónir króna. Var það frá
Ríkisábyrgðasjóði.
Ekki var með þessu boði full-
nægt kröfum veðhafa, sem eru
taldar einhvers staðar á bilinu
900— 1000 milljónir króna.
Hópur lögmanna var mættur á
Húsavík á þessu uppboði, sem
haldið var af myndugleik sam-
kvæmt auglýsingu af Sigurði J.
Briem, héraðsdómara á Húsavík.
Fyrir Fiskveiðasjóð Islands
mættu þeir Sverrir Júlíusson for-
stjóri og Þórður Ólafsson lög-
maður. Fyrir Rikisábyrgðasjóð
mætti Björn Ólafs lögmaður og
fyrir Byggðasjóð, Guðmundur
Malmkvist lögmaður. Fyrir
norska kröfuhafa mætti Skúli
Pálmason lögmaður. Þarna voru
og mættir lögmennirnir Benedikt
Ólafsson fyrir ýmsa veðhafa og
fyrir Útgerðarfélag Þórshafnar
Jóhann A. Jónsson forstjóri og
Ásmundur S. Jóhannsson, lög-
maður úlgerðarfyrirtækisins.
Útgerðin á Fonti hefur lengi
verið ákaflega erfið og hlotið ýmis
áföll. Áhvilandi skuldir eru eins og
fyrr segir áætlaðar nærri einum
milljarði króna, þegar með er
talinn kostnaður, vextir og annað,
sem til fellur auk áhvílandi veð-
skulda við lánsstofnanir og sjóveð
vegna launa og annarra krafna.
Er þetta eitthvert stærsta upp-
boð, sem fram hefur farið hérlend-
is og ef til vill hið stærsta.
A