Dagblaðið - 29.01.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 29.01.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 29. JANÚAR 1979. Hvað er vísitala? Guöjón H. Pálsson. SJ hringdi og spurði hvað það væri sem alltaf er verið að tala um og margir skilja ekki hvað er, allavega Heimitis- iæknir Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heimil- islæknir svarar" í sima 27022, kl. 13-15 alla virka daga. ekki þeir sem ég hef spurt. HVAÐ ER VlSITALA? Enginn þorir að spyrja því þá er maður talinn hálfskrýtinn í kollinum að vita ekki hvað vísitala er. SVAR: DB sneri sér til Björns Arnórssonar hagfræðings og bað hann að skýra út á einhvern einfaldan hátt hvað vísitala sé. Hér á eftir kemur mjög góð skýring á þessari margumtöluðu vísitölu. Vísitala er tainaröð sem sýnir hlut- fallslegar breytingar miðað við ákveð- inn grunn. Mögulegt er að gera vísitölu um allt milli himins og jarðar. Ef við hugsum okkur t.d. kennara, sem vill gera yfirlit yfir mætingar nemenda, þá gæti niðurstaðan orðið á þennan veg: Raddir lesenda Fjöldi Visitala nemenda (grunnur mánud. = I00) leiðrétta kaupmátt launanna. Hugsum okkur að verðlagsbreytingar yrðu sem' hér segir á einhverju timabili: Mánud. Þriðjud. 22 100, 25 114 Reiðhjól stk. 100.000 kr. 100.000 Miðvikud. 28 127 Smjör kg 1.200 kr. 1.440 Fimmtud. 24 109 Kjötkg 2.000 kr. 2.400 Föstud. 20 91 Fiskur kg 500 kr. 600 Fyrri - nemenda, dálkurinn sýnir mætingu grunnur er ákveðinn á Vísitala Alls 103.700 kr. 100 104.440 100,71 mánudag = 100 og þá finnum við Hvað viitu vita? FINNSK LITSJÓiN- VARPSTÆKI MEÐ RCA MYND LAMPA SEM GEFUR FRÁBÆR LITGÆÐI • SAMA LÁGA VERÐIÐ 26" KR. 515.000.- * RCA L,NE MYNDLAMPI 22" KR. 470.000.- * EIINHNGARKERFI ___________» VANDAÐUR VIDARKASSI FINNSK GÆÐAVARA GE0RG ÁMUNDASON & C0 Suðurlandsbraut 10-Sími 81180-35277 þriðjud. með því að deila 22 í 25 og margfalda með 100, miðvikudag með því að deila 22 í 28 og margfalda með 100 o.s.frv. og þá fáum við mætinga- vísitölu nemenda sem sýnd er í seinni dálknum. Hún segir okkur að mæting var 27% betri á miðvikudag en á mánudag en að 9% vantaði upp á föstudagsmætinguna til að ná mánu- dagsmætingunni. Þetta er hins vegar mjög einföld visitala en oft meinar fólk framfærslu- vísitölu, þegar það talar um vísitölu, og hún er öllu flóknari. Þar nægir okkur nefnilega ekki að mæla breyt- ingar á einum þætti (t.d. verði) heldur verðum við að vega verðin saman eftir mikilvægi þeirra. Búum til dæmi til skýringar: Við hugsum okkur þjóðfélag þar sem eingöngu eru 4 vörutegundir. þ.e. kjöt, smjör, fiskur og reiðhjól. Við ætlum okkur að gera framfærslu- vísitölu til að mæla verðbólgu og til að þ.e.a.s. visitalan sýndi okkur að verð- hækkanir hefðu orðið 0,71%, þrátt fyrir það að allar helztu neyzluvörur hefðu hækkað um 20%, vegna þess að reiðhjólið hækkaði ekkert en einingar- kostnaður þess er svo miklu meiri en einingarkostnaður hinna varanna. Ef við hins vegar áætlum að fólk keypti 1/2 reiðhjól á sama tíma og það keypti 100 kg af hverri hinna varanna og einingarverð væri hið sama og í hinu dæminu, þá liti þaðsvona út. Reiðhjól 112 stk 50.000 kr. 50.000 kr. SmjörlOOkg 120.000 kr. 144.000 kr. Kjöt 100 kg 200.000 kr. 240.000 kr. Fiskur lOOkg 50.000 kr. 60.000 kr. Vísitala Alls 420.000 kr. 494.000 kr. 100 117,62 þ.e.a.s. visitalan sýndi okkur að verð- hækkanir hefðu orðið 17,62% á tima- bilinu sem er öllu nær lagi. En hvert á magnið af hverri vöru að vera? Núverandi vísitölugrundvöllur er byggður á neyzlu 100 fjölskyldna á árunum 1964—65, þ.e.a.s. grunnur- inn sýnir meðalneyzlumagn þessara fjölskyldna á þessu tímabili. Nú er ráð- gert að gera aðra neyzlukönnun því talið er að neyzlan hafi mjög breytzt á þessum tíma sem liðinn er frá síðustu rannsókn. Þá er rétt að geta þess að lokum að oft er samið um það að laun skuli vísi- tölutryggð, þó þannig að einhverjir liðir séu felldir út úr framfærsluvisi- tölu, t.d. áfengi og tóbak. Þá höfum við kaupgjaldsvísitölu sem er fram- færsluvísitala að frádregnum þeim liðum sem samið hefur verið um. Frá 1. maí 1970—1. maí 1975 mældi kaupgjaldsvísitalan 12,7% minna en framfærsluvísitalaan sem hefur í för með sér að kaupmáttur launanna minnkar, að öðru óbreyttu. Hvernig á maður að umgangast eftirlitið? Gamall austurbxingur hringdi og bað DB að birta leiðbeiningar um hvernig eigi að haga sér í sambandi við númeraflutning bifreiða og skoðun hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins til þess að menn geti sparað sér bæði tíma og fyrirhöfn, þ.e. að þurfa að fara oft á sömu staðina til þess að fá þau skjöl sem þeir verða að vera með þegar komið er til eftirlitsins. Ástæðan fyrir þessu er sú að austur- bæingurinn kunni ekki á kerfið og tók það hann mikinn og dýrmætan tima að útvega sér nauðsynleg gögn. Hann benti m.a. á að bezt væri að koma snemma, eftir að eftirlitið opnar klukkan 8.00 f.h. Gamli austurbæing- urinn benti einnig á að ekki væri heppilegt að koma þar á kaffitímum. því þá hverfa víst flestir af sinum stað Verkfæri verður hver maður að hafa með sér til að geta komið númer- um sinum á bifreiðina, því eftirlitið lánarekki sín verkfæri. SVAR: Mikið hefur verið kvartað undan þjónustu Bifreiðaeftirlits rikisins. þó sérstaklega er stofnunin var á gömlu vígstöðvunum við Borgartún. Það mætti halda að eitthvað hefði það breytzt eftir að þeir fluttu. Sagt er að það hafi li.tið breytzt. Kerfið er bara svona, það þýðir víst ekki að tala um það. En þó ætlum við að birta hér á eftir upplýsingar sem Bifreiðaeftirlit rikis- ins gefur út. Þetta eru þrir kaflar. ef það má orða það svo: „Sá, sem kemur með bifreiö til skoðunar þarf að sýna eftirfarandi: Skráningarskirteini bif reiðarinnar, ökuskírteini þess sem kemur með bifreiðina til skoðunar, kvittanir fyrir tryggingariðgjaldi (ábyrgðartr.) og bifreiðagjöldum (öku- mannstr. og skoðunargj.), Ijósastilling- arvottorð (l-.ág.—31 ,okt.). Við eigendaskipti þarf að leggja inn sölutilkynningu undirritaða af kaup- anda og seljanda. Æskilegt er að kaup- andi tilgreini hvar hann muni tryggja bifreiöina. Við umskráningu bifrciða þarf að sýna: Veðbókarvottorð fyrir númerið sem fer af bifreiðinni. Það má ekki vera eldra en 3ja daga gamalt. Tryggingar- skírteini, sem tilgreinir nýja númerið og nýja eigandann, ásamt tegund bif- reiðar. Kvittun fyrir bifreiðagjöldum. þar með talin mælagjöld af disilbif- reiðum sem hafa mæli. Ökuskirteini þess sem kemur með bifreiðina til um- skráningar, skráningarskírteini. Við afskráningu bifreiða þarf að sýna: Útfyllta beiðni um afskráningu. veðbókarvottorð og kvittun fyrir bif- reiðagjöldum til þess dags er númerin voru lögð inn í bifreiðaeftirlitið.” Svo mörg eru þau orð. Okkar árlega hljómplötuútsala hófst í morgunn Hljóðfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.