Dagblaðið - 29.01.1979, Side 8

Dagblaðið - 29.01.1979, Side 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1979. FER KÍNA MEÐ HER INN í VÍETNAM? — málið orðið sameiginlegt áhyggjuef ni Moskvu og Washington Sovétstjórnin hefur gefið til kynna að hún hafi miklar áhyggjur af hugsanlegri innrás eða íhlutun Kínverja í núverandi styrjöld i Viet- nam en þar ber nú hæst átökin í Kambódíu. Vitað er að Bandaríkja- stjórn hefur haft nokkrar áhyggjur af hugsanlegri beinni ihlutun Kínverja i 'styrjöldina. Kínverjar hafa stutt stjórn Pol Pots í Kambodíu en Vietnamar hafa aftur á móti stutt uppreisnarmenn sem hafa með hjálp þeirra náð meginhluta landsins á-sitt vald. -;Ef Kinverjar mundu hefja beina íhlutun í styrjöldina er óttast að það gæti leitt til nýrrar styrjaldar i Suðaustur-Asíu i líkingu við Víetnam- styrjöld Bandarikjamanna og Frakka. VEGG- OG GÓLFFLÍSAR YFIR 100 MISMUNANDI GERÐIR OG LITIR Gott flot er I bátnum, en rétt er að muna eftir bjargbeltunum. SÍI: TILVALIÐ LEIKFANG Fínlux Litsjónvörp 7i- FISHER Hljómtæki OCOSINA Myndavélar TSIGínfl Linsur sunpflK Flöss MAGNON Kvikmynda sýningavólar HOYfl Ljósmynda filterar MallorY Rafhlööur ZENITH ZORKI - KIEV MYNDAVÉLAR SEKONIC Ljósmælar 8 MM KVIKMYNDATÖKUVÉLAR SJÓNVARPSBÚDIN BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI27099 ^ audio technica Pickup Heyrnartól Astra Music Útvarpsklukkur tefiecta Kvikmyndatöku Ijós og Sýningartjöld Þrifætur GINO Ljósmynda töskur spéctrUm Sjónvarps leiktæki SUPER ZENITH Sjónaukar — bátur sem hægt er að brjóta saman og vegur aðeins 32 kg Þrátt fyrir kulda undangenginna daga, eru Lundúnabúar farnir að hugsa til sumarsins. Dagana 4.-14. janúar sl. var haldin mikil sýning á ýmsum sumar- leyfisgögnum og meðal hluta þar var lítil bátkæna, sem vakti mikla athygli. Báturinn er úr harðviði og sterkum gerviefnum og botn og hliðar fylltar með sams konar efni og er i bjargbeltum, þannig að báturinn flýtur mjög vel. Hann er ákaflega léttur aðeins 32 kg og hægt er að brjóta hann saman á toppgrind á bil. Það tekur aðeins 30 sekúndur að leggja bátinn saman. Árar fylgja bátnum, en annars er hægt að kaupa með honum litinn utan- borðsmótor, tveggja hestafla. Bátur sem þessi er að sjálfsögðu aðeins gerður fyrir mjög grunn vötn og tjarnir og aðeins til notkunar í mjög góðu veðri. Þá má ekki gleyma því að hafa bjargbelti á báts- verjum, sérstaklega ef farið er með börn í bátinn. Verði báturinn fyrir hnjaski, er mjög auðvelt að gera við hann. Viðarlitur er innan í bátnum, en hann er appelsinugulur að utan, þannig að hann sést mjög vel, langt að. ÓH/JH. Anderson, Htíbner og Polugajevski efstir í Hollandi Robert Híibner, Vestur-Þýzkalandi, tók sæti við hlið þeirra Polugajevskis og Andersons, er hann sigraði Nonu Gabrindashvili i 7. umferðinni i Hoogovens-skákmótinu i Hollandi i gær. Sovézka skákdrottningin Gabrinda- shvili er eina konan, sem hefur unnið sér rétt til að kallast alþjóðlegur stór- meistari í skák. Hún tók forystuna í byrjun þessa móts en hefur ekki unnið skák síðan í 3. um- ferðinni, og nú varð hún að láta i minni pokann fyrir hinum 31 árs gamla tungumálaprófessor, Hubner, einsogfyrr segir. I. 6. umferð varð jafntefli hjá And- erson og Dzidzindashvili (Israel). Einnig varð jafntefli hjá þeim Polu- gajevski og brezka stórmeistaranum Tony Miles. í 7. umferð varð jafntefli hjá Hort og Sosonko, og biðskák hjá Garcia (Kúbu) og Hans Ree (Holland). Staðan í mótinu eftir 7 umferðir er þessi: L-3. Hubner, Polugajevski, Anderson: 4 l/2. 4.-5. Miles, Sosonko: 4. 6. Timman: 3 I/2 og biðskák. 7. -8. Hort, Dzidzindashvili: 3. 9.-10. Garcia, Ree: 2 l/2 og biöskák. 11. Gaprindashvili: 2 l/2. 12. Nikolac: l/2ogbiðskák.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.