Dagblaðið - 29.01.1979, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1979.
9
Iran:
ER BAKTIAR AÐIMISSA
ÖLL TÖK A MÁLUM?
Þær óeirðir og bardagar, sem urðu á
milli fylgismanna Khomeinys og
iranskra hermanna i Teheran og öðrum
borgum írans um helgina þykja mikið
áfall fyrir Baktiar forsætisráðherra
landsins og stjórn hans. Vitað er um
meira en þrjátíu manns, sem féllu í Te-
heran einni og herinn beitti vélbyssum
gegn hópum andstæðinga sinna.
Fulltrúar Baktiars hafa fullyrt að hann
hafi lagt á það áherzlu, að aðeins skyldi
skotið upp í loftið en vatnsslöngum og
táragasi einungis beint að mannfjöld-
anum. Virðist svo sem herinn hafi tekið
frumkvæðið að þessu leyti en ekki er vit-
að til að hann hafi gengið svo langt á
fleiri sviðum.
Baktiar tilkynnti í morgun að hann
mundi ekki fara fyrirhugaða ferð sina til
Parísar til að hitta þar að máli trúarleið-
togann Khomeiny. Fulltrúar hins siðar-
nefnda hafa ekki verið sammála um
hvort leiðtoginn vildi hitta Baktiar að
máli. Síðustu yfirlýsingar hermdu að
hann mundi einungis veita forsætisráð-
herranum viðtal ef hann segði af sér
embætti áður.
Khomeiny telur stjórnina i Iran ólög-
lega og hyggst sjálfur koma á fót ríki
múhameðstrúarmanna í lran.
Óttast er að bardögum muni ekki
linna á strætum Teheran. Fulltrúar
Iranshers hafa haldið því fram að sumir
andstæðingar þeirra séu vopnaðir vél-
byssum.
Útíóvissuna:
ÍSLENZKU LEIKAR-
ARNIR STÓÐU SIG
MEÐ MIKILLIPRÝÐI
— en sjónvarpsþættirnir þóttu standa
bókinni að baki
Sýningum á sjónvarpsþættinum Út í
óvissuna, eða Running blind. eins og
hann nefnist á frummálinu, er nú lokið í
Bretlandi. Sögusvið er ísland og er byggt
á sakamálasögu Desmond Bagley.
Eins og menn rekur e.t.v. minni til
voru sjónvarpsþættir þessir kvik-
myndaðir hér á Islandi i fyrrasumar.
Nokkrir islenzkir leikarar leika i
myndinni og leikur Ragnheiður Stein-
dórsdóttir aðalkvenhlutverkið.
Sjónvarpsþættirnir eru þrir og sagði
heimildamaður DB i London, Olafur
Haraldsson, að tveir fyrstu þættirnir
hefðu verið nokkuð langdregnir og i
heild virtist sér að þættirnir stæðu
bókinni nokkuð að baki, en bókin kom
út á islenzku fyrir fáum árum.
Ólafur sagði þó að íslenzku leikararnir
hefðu staðið sig vel, sérstaklega Ragn-
heiður Steindórsdóttir. Þá þótti brezkum
íslenzkt landslag tilkomumikið og
margir voru á þvi að það hefði verið
bezti þáttur myndaflokksins.
JH.
Bretar hafa nú fengið að berja Ragnheiði Steindórsdóttur leikara augum.
DB-mynd Jim Smart.
Erlendar
fréttir
Mermaid //
Marine Diesel Engine
Afíerbeztí
hverjum teik"
Vatnskældar
dísilvélar með gfrkassa
Verö:
40 hö. kr. 970.000
80hö. kr. 1.480.000
120hö. kr. 1.980.000
Verðfob. England
Gísli Jónsson
og co. hf.
Sundaborg 41, sfmi 86644
þar sem 11 aðaldansarnir úr kvikmyndinni GREASE
verða kenndir.
Skírteini afhent sunnudaginn 4.
febrúar frá kl. 16.00 tilkl. 19.00 í
Brautarholti 4 og Drafharfelli 4.
Innritun frá kl. 17.00 tilkl. 22.00
í Brautarholti 4, sími 20345, og
Drafnarfelli 4, sími 74444.
Kennslugjöld fyrir námskeiðið
greiðist við afhendingu skírteina.
Verið með og lærið topp-
dansana í dag.