Dagblaðið - 29.01.1979, Síða 12

Dagblaðið - 29.01.1979, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1979. ÁÐUR ÁTTIAÐ SEUA - NÚ Á AÐ BYGGJA UPP Málefni Landssmiðjunnar fá heldur betur byr undir vængi hjá núverandi stjórn Mismunurinn á stefnu núverandi og fyrrverandi ríkisstjóma kemur lík- lega hvergi jafnberlega i Ijós og að því er varðar málefni Landssmiðjunnar. Fyrrverandi ríkisstjórn var að athuga hvaða rikisfyrirtæki ætti helzt að leggja niður og var Landssmiðjan þar ofarlega eða efst á lista. Núverandi ríkisstjórn er þveröfugrar skoðunar. Verið er að kanna möguleika á nýjum húsakynnum fyrir Landssmiðjuna og hvernig megi efla hana sem mest. Gunnar Guttormsson deildarstjóri I iðnaðarráðuneytinu sagði á blaða- mannafundi að engin rök mæltu með því að Landssmiðjan yrði lögð niður frekar en einhverjar aðrar járnsmiðj- ur. Landssmiðjan hefði átt sinn þátt i þróun járniðnaöar hér á landi. Gunnar sagði að járniðnaöarmál yrðu hins vegar í heild að teljast mjög vanþróuð á tslandi nú. í þeim efnum þyrfti að gera stórátak. Hann sagði að ráðuneytið hugaði nú að nýjum og hentugri húsakynnum fyrir Lands- smiðjuna. Strönduðu framkvæmdir helzt á því að enn hefðu forráðamenn Reykjavíkurborgar ekki ákveðið hvar framtíðarstaður skipasmiða- og skipa- viðgerða ætti að vera við Reykjavíkur- höfn, en I námunda við þann stað væri æskilegast að Landssmiðjan yrði til húsa. Þorsteinn Ólafsson aðstoðarmaður ráðherra taldi það firru að leggja niður ríkisfyrirtæki sem búið væri að byggja upp. Landssmiðjan á því líklega eftir að rísa upp eins og fuglinn Fönix — hafi hún einhvern tíma komizt í alvarlega lægð. -ASt. Þaö er margt sem þér líkar vel íþeim nýju amerísku Aflmikil 5,7 lítra 8 cyl. vél Sjálfskipting Vökvastýri Aflhemlar Styrkt fjöðrun Sæti fyrir 12 manns Millibil hjóla 125” Burðargeta 2,400 kg Urval lita, innan og utan Chevrolet Sport Van kr. 6.850.000. til sendibílstjóra Þetta er þaó sem þeir nýju frá General Motors snúast allir um Chevrolet Sport Van til annarra kr. 8.900.000. Baldur aftur um Breiðafjörð Starfræksla flóabátsins Baldurs á Breiðafirði hefst innan tíðar eftir að hafa legið niðr.i um nokkurt skeið vegna fjárh^gsörðugleika útgerðarinnar. Fiski- bátur var leigður á meðan til brýnustu flutningaverkefna. Samgönguráðuneytið hefur m.a. unnið að lausn þessa máls og með ýmsum breytingum á rekstrinum, svo sem fækkun mannafla við hann, sýnist nú mögulegt að halda rekstrinum áfram og kann ferðafjöldi að verða svipaður og áður. Ekki er fullgengið frá málinu en á starfsmanni ráðuneytisins mátti skilja að það yrði alveg á næstunni. -G.S. Tæpar300 milljónir í dreifbýlis- styrki — afgreiddir ífebrúar „Það er veitt 295 milljónum króna til dreifbýlisstyrkja á fjárlögum og þeir verða greiddir út I byrjun febrúar,” sagði Halldór Ámason, fulltrúi í fjármála- og áætlanadeild menntamálaráðuneytisins í viðtali við DB. „Styrkir þessir eru veitt- ir þeim nemendum, sem verða að sækja nám sitt til Reykjavikur og ekki njóta aðstoðar Lánasjóðs islenzkra náms- manna.” Sagði Halldór að meðalstyrkurinn væri um kr. 115 þúsund á nemanda, en þeir væru breytilegir. Væri t.d. miðað við heimferðarstyrk til þeirra sem byggju fyrir utan samsvarandi radíus og frá Reykjavík að Þjórsá, en fastur styrkur væri 16.500 krónur í fæði og húsnæði. Alls verða 2550 styrkir veittir i ár. -HP. Aukin tillitssemi bætir umferðina UMFERÐARRÁÐ. ÞÚ SPARAR TÍMA, FÉ OG FYRIRHÖFN EF ÞÚ NOTAR

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.