Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.01.1979, Qupperneq 32

Dagblaðið - 29.01.1979, Qupperneq 32
Olíumöl h.f.—aðalf undur loks eftirtvö og hálft ár: FYRIRTÆKK) VIRÐIST Á BARMIGJALDÞROTS Fyrirtækið Oliumöl h.f. stendur höllum fæti um þessar mundir. Aðal- fundur fyrirtækisins var haldinn á föstudaginn var og boðið i mat og drykk. Hafði aðalfundur þá ekki verið: haldinn i tvö og hálft ár. Reikningar fyrir árið 1977 voru lagðir fram og segir endurskoðandinn í áritun sinni að bankareikningar, víxla- eign og langtímaskuldir hafi verið kannaðar, en að öðru leyti hafi endur- skoðun ekki farið fram. Reikningur þessi er því ekki fyllilega endurskoðað- ur. Tölur þessa reiknings flytja íbúum. Reykjanesumdæmis, sem eru eigendur fyrirtækisins að stórum hluta, heldur uggvænleg tíðindi. Tapið árið 1976 virðist vera 28 milljónir, 1977 84 milljónir. Höfuð- stóll fyrirtækisins er öfugur um 129 milljónir, þ.e. skuldir umfram eignir. Skuldir Olíumalar h.f. eru að upp- hæð 749 milljónir og eru sveitarfélög- in á Reykjanesi ábyrg fyrir greiðslu þeirra. Þrátt fyrir þessa stöðu hafa jöfnunarhlutabréf verið boðin út. Reynt hefur verið að fá Vegagerð ríkisins til að gerast eignaraðili í fyrir- tækinu, enda þótt allt virðist stefna á gjaldþrot. Söluskatt að upphæð 55 milljónir frá 1977 hafa Oliumalarmenn ekki greitt skv. reikningunum, og opinber gjöld eru í skuld. Hefur félagið ekki talið fram til tekju- og eignarskatts síðustu tvö ár og því fengið áætlaða skatta og gjöld, sem endurskoðandi telur þó möguleika á að fá leiðrétta. Tveir verkfrasðingar Páll Hannes- son og Björn Ólafsson hafa verið fengnir til að gera könnun á vanda- málum fyrirtækisins. Framhaldsaðal- fundur fyrir 1977 hefur verið boðaður i apríl. Framkvæmdastjóri Oliumalar h.f. er Björn Einarsson, tæknifræðingur, en stjórnarformaður er Ólafur G. Einarsson, alþingismaður. -JBP- Brennuvargur á ferð: Skvetti úr bensínfötu á hurðina og kveikti í Ibúar að Skólabraut 61 Seltjarnarnesi, urðu varir við mannaferðir i garði sínum um kl. 21 í gærkvöldi. Ekkert frekar var gert í því, en skyndilega var sem skvett væri úr vatnsfötu á útihurð hússins. Það reyndist þó heldur eldfimari vökvi því eftir að skvett var á hurðina gaus upp mikið eldhaf við útihurðina. Maðurinn sem var að pukrast i garð- inum hafði skvett bensini á hurðina og stétt fyrir framan og kveikt siðan i. Ekki reyndist unnt að komast út til þess að slökkva eldinn, svo fólRið fór upp á efri hæð hússins, þar sem hringt var i lög- reglu. Aður en lögreglan kom hafði bensínið þó brunnið að mestu þannig að heimilis- fólk komst út og gat slökkt i eldinum, sem enn lifði. Skemmdir urðu ekki telj- andi á hurðinni eða húsinu, þar sem það var nær eingöngu bensínið sem brann. En vart þarf að lýsa þvi hvernig fólki verður við slíka heimsókn. ^ -' Brennuvargurinn slapp út i nátt- myrkrið og náði lögreglan ekki að hand- sama hann. íkveikjur hafa ekki verið á Seltjarnarnesi að undanförnu, en þær voru tiðar í Reykjavík fyrir jól. JH. Ólafur G. Einarsson, alþingismaður: „Eigum um- fram skuldir” „Ástæðan fyrir því, að aðalfundur hefur ekki verið haldinn fyrr, er fyrst og fremst erfið staða fyrirtækisins og tilraunir stjórnar þess að koma hlutunum í rétt horf,” sagði Ólafur G. Einarsson stjórnarformaður Olíu- malar hf. I viðtali við Dagblaðið, „Við teljum okkur hafa gert það nú' með því að leggja til að hlutafé verði stórlega aukið. Það er trú okkar að núverandi hluthafar notfæri sér rétt sinn til þess að auka hlut sinn í fyrir- tækinu og láti eignir þess ekki fara í súginn.” Ólafur sagði að nýtt mat á eignum fyrirtækisins, gert af verkfræðistofu, sýndi að eignir félagsins næmu um 880 milljónum króna, þannig að eignir umfram skuldir væru um 250 milljónir. „Söluskatt höfum við verið að gera upp smátt og smátt,” sagði Ólafur ennfremur. „Viðskipti okkar við stóra aðila eru ekki gerð upp fyrr en i enda árs og söluskattur því ekki reiknaður fyrr en eftir á. Við skuldum því ekki söluskatt fráárinu 1977, en viðskiptin hafa fariðframáþvíári.” > Þegar lögreglan kom á staðinn var búið að draga stúlkuna suður fyrir húsið og lá hún þarna I skotinu. Blóðug fingraför piltsins eru á veggnum. Sautján ára Reykvíkingur varð ungri stúlku að bana aðfaranótt laug- ardagsins síðasta við Safamýri 93 i Reykjavík. Ibúar i húsinu við Safa- mýri, öðru húsi frá Miðbæ, urðu varir við neyðaróp stúlkunnar, dynki og óhljóð. Maður í húsinu fór út að at- huga hverju þetta sætti og kom að óhugnanlegri sjón. Stúlkan var mjög illa farin i andliti og yfir henni stóð pilturinn, Sigurður Jónsson Skúlagötu 64 I Reykjavík. Var hann þá að bera hana að rusl geymslu hússins. Það var klukkan 4 um nóttina að kallað var á lögreglu á staðinn af fólki í húsinu við Safamýri. Lögreglan kom t Ung stúlka lézt eftir átök: Ungur maður í gæzlu hefur ekkert játað skjótt á staðinn og handtók þar unga manninn sem var þá á hlaupum frá staðnum. Stúlkan sem var mjög illa til reika var flutt umsvifalaust á Borgarspital- ann. Þar lézt hún kl. 10.05 á laugar- dagsmorgun. í yfirheyrslum hjá Rannsóknarlög- reglu rikisins sem stóðu alla helgina bar Sigurðúr eftirfarandi: Hann kvaðst hafa hitt stúlkuna, Sunnu Hildi Svavarsdóttur, írabakka 8, 21 árs gamla, á dansleik i veitinga- húsinu Klúbbnum þá um kvöldið. Að dansleiknum loknum hafði hann fengið hana til að koma með sér í heimahús við Háaleitisbraut þar sem hann taldi að mundi vera gleðskapur hjá kunningjafólki. Var hann þá tals- vert ölvaður og kveður stúlkuna einnig hafa verið það, þó öllu meira því hún sofnaði í gleðskap þessum. Rétt fyrir klukkan 4 um nóttina fór fólk að hugsa til heimferðar og fór Sunna þá ein á undan út úr húsinu og vildi ekki þiggja boð um heimkeyrslu., Ekki vissi fólkið sem þarna átti hlut að máli um nafn hennar eða heimilis- fang, en hún kvaðst eiga heima skammt frá staðnum. Hélt Sigurður nú á eftir stúlkunni og kvaðst ætla að fylgja henni heim. Fólkið ók hins vegar hring kringum húsið en sá hvorugt þeirra, Sigurð eða Sunnu Hildi. Skömmu siðar vaknaði fólk i næsta húsi við dynkina og óhljóðin og hús- bóndinn hélt út til að kanna af hverju þetta stafaði. Frá húsinu sást Sigurður draga Sunnu Hildi i átt að sorpgeymsl- unni og datt hann einu sinni við þetta. Vildi Sigurður að kallað yrði á leigubil, en ekki lögregluna. Rannsóknarlögregla ríkisins tók við rannsókn á atburði þessum og vann allan laugardaginn fram á kvöld og all- an gærdag að yfirheyrslum. Njörður Snæhólm, yfirlögreglu- þjónn, tjáði blaðinu að pilturinn bæri að hann hafi ekki barið stúlkuna, og hafi hún látizt af hans völdum, þá hafi það ekki verið viljandi gert. í sorp- geymslunni var talsvert af skóflum og kústum, og á staönum mun hafa fund- izt kústskaft, sem var blóði drifið. Sigurður Jónsson var i gær úrskurð- aður í 59 daga gæzluvarðhald eftir kröfu rannsóknarlögreglunnar. JBP frjálst, úháð daghlað MÁNUDAGUR 29. JAN. 1979, Hafskip: Formað- urinn boðar fund — en stjórnin búin að ákveða að mæta ekki Magnús Magnússon, stjórnarfor- maður í Hafskip h.f. hefur boðað stjórn- arfund í skrifstofum fyrirtækisins í dag með símskeyti. Á föstudaginn kom stjórn og varastjórn fyrirtækisins saman á fund, þar sem Magnús var ekki boð- aður. Var þar samþykkt af 5 stjórnar- niönnum að mæta ekki á fund Magnús- ar, einn stjórnarmanna vildi ekki greiða atkvæði. Samþykkt var á fundi þessum að boða hluthafa til fundar 14. febrúar nk. og verða málefni stjórnarformannsins þar til umræðu og hvað gera skuli í stöð- unni. -JBP- Reyðarfjörður: Föst í tólf tíma í snjóbfl Óvenjulega snjóþungt er víða á Aust- fjörðum um þessar mundir og hafa menn átt í erfiðleikum vegna ófærðar. Hafa snjóbílar verið notaðir víða, en þó hefur komið fyrir, að þeir hafa einnig átt í erfiðleikum. Þannig fór snjóbíll frá Reyðarfirði með farþega í flug til Egils- staða núna um helgina. Um níu km leið frá bænum lenti snjóbíllinn i miklum lausasnjó og festist. Var snjóbíll frá Egilsstöðum sendur á staðinn, en ekki fór betur en svo, að hann festist líka. Var þá fenginn snjóblásari frá Vegagerðinni á Reyðarfirði og fóru nokkrir bílar í fylgd með honum. Tókst að ná fólkinu úr snjóbílunum, en það hafði þá hafzt við þar I tólf klukkustund- ir. Engum varð meint af. VÓ/HP. „Það ereldur lausíHá- skólabíói” — sagði rödd í síma sem gabbaði slökkviliðið „Það er eldur laus í Háskólabíói,” sagði rödd i síma slökkviliðsins kl. 15.24 á laugardaginn. Frekari upplýsingar fylgdu ekki en slökkviliðið brá skjótt við og allt tiltækt Iið var sent á vettvang. Það þýðir fjórir slökkvibílar og tveir sjúkrabilar og 10—-13menn. Er að bíóinu var komið kom í Ijós að um gabb hafði verið að ræða. Er talið fullvíst að hringt hafi verið úr almenn inssíma til slökkviliðsins. -ASt. rVKaupio % ,2 tölvur; í I* OG T.ÖLVI BANKASTRÆTI8 i^W!276^

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.