Dagblaðið - 31.01.1979, Side 8

Dagblaðið - 31.01.1979, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. JANUAR 1979. Hvernig stendur glfma stjémarflokkanna ? Ólafur J óhannesson. Hjörleifur Guttormsson. Getur liðið langt áður en þetta kemur fyrir þingið — segir Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra „Þetta gengur ekki verr en búizt var við,” sagði Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra í viðtali við DB i gær um til raunirnar til að koma saman efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnpr fyrir næstu tvö árin. „Rcynt verður að leggja tillögur fyrir i rikisstjórninni fyrsta fcbrúar en það gctur lckið langan tirna áður cn það kemur fyrir þingið.” sagði Ólafur. Hann sagði að með góðum vilja ætt að takast að leysa þau ágreiningsefn sem óneitanlega væru milli stjórnar flokkanna í þessum efnum. „Það eru engin teikn á lofti um það að rikisstjórn- in sé að springa á þessu nráli.” sagði Ólafurað lokum. - HH I ríórík Sophusson. Vilmundur Gyifason. Menn geta ekki alveg farið eftir skeið- klukku — segir Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra „Mér sýnist margt vera eftir sem menn þurfa að glöggva sig á Ejnhver ágreiningur er en ekki veit ég enn hvort einhvers staðar er óbrúanlegt bil." sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðar ráðherra í viðtali við DB í gær. „Þetta varðar flesta þætti og má nefna tilhögun fjárfestingarstjórnar, vaxtamála og atvinnuvegina, hvað til þeirra fæst til átaks sem við alþýðu- bandalagsmenn teljum nauðsynlegt til að fá aukna framleiðni. Sitthvað fleira á eftir að vinna upp svo að þingflokkar geti farið að taka afstöðu. Ég geri ekki ráð fyrir að I. feb. verði neitt úrslita- atriði," sagði Hjörleifur, „menn verði ekki bundnir við ákveðna dagsetningu en vilji sé hjá öllum að draga þetta ekki lengur en þarf. Frekar geri ég ráð fyrir niðurstöðum i næstu viku. Ég á ekki von á að sprenging verði út af slikum tíma- takmörkum. Menn geta ekki alveg farið eftir skeiðklukku i þessu efni.” - HH Menningarverðlaun Dagblaðsins Nú gefst lesendum blaðsins tækifæri til að láta í ljós skoðanir sínar um það hverjir verðskuldi viðurkenningar fyrir framlög til menningarmála á árinu 1978. Eins og áður hefur verið getið, þá ætlar DB að veita fimm viðurkenningar, sem eru gripir hannaðir af Jónínu Guðnadóttur leirkerasmið. Veitt verða verðlaun í eftirtöldum greinum: BtMcmenntum, leiklist, tónlist, myndlist og byggingarlist. Hafa dómnefndir verið skipaðar í öllum þessum greinum og munu þær taka tillit til skoðana lesenda. Vill DB hvetja lesendur til að fylla eftirfarandi atkvæðaseðla, sem birtir verða annan hvern dag til mánaðamóta, og senda þá til blaðsins fyrir mánudaginn 5. febrúar, merkta „Menningarverðlaun”. í hverri grein er ætlunin að verðlauna einstakling, en einnig getur starfshópur komið til greina. í byggingarlist verður veitt viðurkenning fyrir hús reist á tímabilinu 1977-78.* Bókmenntir Tónlist Leiklist Myndlist Byggingarlist * Ekki er nauðsynlegt að senda inn tillögur fyrir allar greinar. Negla niður ákveð- Smm iinMiBtii — segirVilmundur mn ramma GyKason w „Kjarni málsins er að við alþýðu- flokksmenn leggjum allt kapp á að verð- bólgumarkmiðin náist og verðbólgan fari niður fyrir 30 af hundraði i ár og niður fyrir 15 af hundraði á næsta ári," sagði Vilmundur Gylfason alþingis maður (A) I viðtali við DBI gær. „Þetta innifelur hið upphaflega plan okkar alþýðuflokksmanna. En til þess verður að negla niður ákveðnar stærðir og tímamörk i ríkisfjármálum, fjárfest- ingarmálum, peninga- og vaxtamálum. Þá þarf samninga við samtök launafólks sem tryggja kjarasáttmála eins og til dæmis hefur verið í Bretlandi. Verði gefizt upp við þetta þá verður ríkis- stjórnin orðin svikari við öll sín megin- markmið." sagði Vilmundur. „Öðru máli gegnir ef samkomulag tekst um þessa þætti milli stjórnarflokk- anna. Þá höfunt við rammann fyrir raunverulegt átak gegn verðbólgunni." - HH Ætla að veifa hand- ritunum framan í kjósendur sfna — segir Friðrik Sophusson (S) „Ég held að stjórnarflokkarnir séu ekki að gera annað en skapa sér vigstöðu gagnvart kjósendum sinum og tilgangur inn sé að geta veifað þessum handritum framan i kjósendur,” sagði Friðrik Sophusson alþingismaður (S) I viðtali við DB i gær. Til þess hefði nú hver flokkur inn lagt fram stór handrit að svonefnd- um tillögum I efnahagsmálum. „Þegar að kosningum kentur vilja þessir flokkar hafa í höndununt einhver merki þess að þeir hafi viljað fara ein hverja aðra leið en þá sem farin verður," sagði Friðrik. Hann kvaðst ekki sjá að neitt hefði breytzt síðustu vikur sem breytti þeirri skoðun sinni að stjórnin ntundi lafa áfram og Alþýðuflokkurinn yrði enn einu sinni teygður frá yfirlýsingum sinunt. „Mér finnst merkilegast hvernig Alþýðubandalagið stendur að sinum til- lögum,” sagði Friðrik. „Verðbólgan er nú orðin númer þrjú hjá þeim flokki. Ragnar Arnalds sagði í viðtali við Þjóð- viljann að númer eitt væri að tryggja at vinnu og númer tvö að tryggja kaup mátt launanna. Með þessu er i raun verið að segja að láta eigi verðbólguna borga kauphækkanir fólksins i landinu. Þetta er mikil áherzlubreyting og þvert ofan í stjómarstefnuna eins og hún var boðuð.” - HH Ný lög um þinglýsingar, og... Beðið dögum saman eftir veð- bókarvottorðum Sú breyting hefur orðið á nteð nýj- unt lögunt unt þinglýsingar að þær má ekki afgreiða samdægurs hjá fógeta embættum. Verður fólk að koma dag- inn eftir til að ná í skjöl er það hefur áður lagt inn. Nýju lögin kveða svo á að skjöl útgefin sama dag séu jafnrétt- há og samrýmist ekki skjöl. útgefin sama dag, ber embættunum að skrifa athugasemdir á bæði skjölin. Af þess um sökum er ekki unnt að afgreiða þinglýsingar sama dag og um er beðið. Öllu verra er að hjá borgarfógeta- embættinu í Reykjavík eru slíkar annir í útgáfu veðbókarvottorða að biðtimi eftir þeim er nú kominn í fjóra daga. Hefur þetta orðið lil þess. að sögn einnar fasteignaskrifstofu i Reykjavik, að fólk hefur freistazt til að gera kaupsamninga án þess að veð bókarvottorð lægju fyrir en slíkt getur haft hinar afdrifaríkustu afleiðingar. DB hafði samband við Þórhall Einarsson borgarfógeta í Reykjavík. Hann sagði að þinglýsingar hefði fram til þessa yfirleitt tekizt að afgreiða dag- inn eftir að um var beðið og fvrirmæl- L ------------------------------ um hinna nýju laga framfylgt. Miklar annir hefðu hins vegar verið hjá entb- ættinu i janúar og það nokkuð óvenju- legar. Mestar hefðu þær verið varðandi útgáfu veðbókarvottorða en starfsstúlkur embættisins hafa ekki haft undan og hefur biðtími eftir veð- bókarvottorði orðið langur. kannski allt að fjórum dögum. Annir einar réðu þessu en ekki aðrar orsakir. Leó Löwe, fógetafulltrúi I Kópa vogi, sagði að allar beiðnir um þinglýs- ingar og veðbókarvottorð væru af- greiddar svo fljótt sem unnt væri. Bið- tíminn væri aldrei lengri en til þess að opnað væri morguninn eftir að beiðni bærist. Hins vegar væri mikið vinnu álag á þá er að þessu störfuðu og gífurleg aukavinna. En þó beðið væri um afgreiðslu rétt fyrir lokun lægi af greiðslan tilbúin þá er opnað væri að morgni. í Hafnarfirði er dagsbið eftir þing- lýsingarafgreiðslu samkvæmt lögunt en sá er biður um veðbókarvottorð bíður meðan vottorðið er afgreitt.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.