Dagblaðið - 31.01.1979, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1979.
unnar, tuttugu fyrir aukna fram-
leiðslu, tuttugu fyrir nýtni hráefna, tíu
fyrir vinnuöryggi, tíu fyrir góða
mætingu og tíu fyrir hreinlæti á
vinnustað.
Vinnusalur eða vinnuflokkur sem
vinnur sér inn 120 stig á einum mán-
uði fær hæsta bónus. Sérhver verka-
maður fær þá úthlutað upphæð til
viðbótar venjulegu tímakaupi. Vinnu-
flokkar sem vinna sér inn meira en
hundrað stig fá meðalbónus, og þeir
sem vinna sér inn hundrað stig fá
þann lægsta. Hæsti bónusinn er tólf
komma átta prósent af meðallaunum
verkama.'ps en sá lægsti er innan við
próseni
Að jafnaði fá áttatíu og sex prósent
álverkamanna bónus í hverjum mán-
uði. Mismunur vinnuframlags — eins
og hann kemur fram í bónusstigunum
— ákveður þann mismunandi skerf
aukalaunanna sem hinir ýmsu verka-
menn fá. Hin fjórtán prósentin missa
af bónusnum, aðallega vegna þess að
verkstæði þeirra eða vinnuflokki hefur
ekki tekizt að fá þrjátíu stigin fyrir
vinnugæði.
„Þessar aðferðir hafa hjálpað okkur
að bæta framleiðslu okkar,” sagði
Yang Sutian, verksmiðjustjóri. „Verk-
smiðja okkar hefur gert meira en að
standast áætlanir á öllum sviðum
framleiðslunnar siðustu fáeina mán-
uði, og náð nýju meti i framleiðsl-
unni.”
Smáatriði bónuskerftsins urðu til
við lýðræðislegar umræður meðal
verkamanna og skrifstofustarfsfólks.
Matnefnd verksmiðjustjórnenda og
fulltrúa verkamanna gengur á milli
verkstæða og vinnuflokka við lok
hvers mánaðar til að ákveða hvaða
hópar eða vinnuflokkar verkamanna
skuli fá bónus.
Skrifstofustarfsfólk fær minni
bónus.
Tvær raðir sýningarglugga með
áberandi „heiðursliðs”-táknum eru
báðum megin við innganginn að verk-
smiðjuskrifstofunni. Þar er stillt út
ljósmyndum til skiptis af meira en
fimmtíu verðlaunaverkantönnum og
fyrirmyndarverkamönnum.
Bónuskerfi var tekið upp í kinversk-
um verksmiðjum eftir stofnun Al-
þýðulýðveldisins árið 1949. Það var í
samræmi við fyrirmæli Maos for-
manns um að „verðlaun bera að veita
þeim sem skera sig úr í framleiðsl-
unni”. En í meira en áratug var bónus-
inn settur til hliðar, vegna þess að
„fjórmenningaklikan” fordæmdi
hann. Árangurinn varð sá að þeir sem
unnu meira fengu sömu laun og hinir
sem minna afköstuðu. Þeir sem unnu
vel báru sama úr býtum og slóðarnir.
Þetta dró úr áhuga verkamannanna,
og olli skaða á iðnaðarframleiðslunni.
Eftir fall klikunnar í október 1976
brast það vald sem hún hafði haft. í’
Kína er ekki talið að bónuskerfi geti
leitt til auðvaldsskipulags í sósíalisku
landi, þar sem 011 framleiðslutækin séu
almenningseign og þar sem ekki fyrir-
finnst arðrán manns á manni.
„Bónus er í reynd góð aðferð til að
halda uppi áhuga verkamanna, styrkja
starfið til að byggja upp sósíalism-
ann,” sagði Yang Sutian að lokum.
„Það er verið að gera tilraunir með og
bæta i smáatriðum aðferðirnar við að
nota bónuskerfið.”
Kjallarinn
Heimir Steinsson
alla stjórnmálaflokka, en enginn
þeirra hefur hingað til gefið slíkt
öðrum að sök, mér vitanlega. Við
eigum nefnilega allir sameiginlegan
herra og Drottin, sem gerir stjórn-
málaágreining léttvægan, — og
raunar margan ágreining annan.
Tilf inning og
þefvísi
t þessu sambandi vil ég láta í Ijósi
efasemdir um það, að sá „greinarmun-
ur”, sem þú gerir á „trúartilfinningu”
og pólitískri þefvísi” sé alltaf hárná-
kvæmur. Ég hef að visu ekki fengið
tækifæri til að mæla þennan hæfileika
þinn. En ég geng út frá því, að þú sért
ekki óskeikull fremur en aðrir,
Ég geri mér það t.d. í hugarlund,
að alþingismaður geti átt sér allsendis
persónulega trúarsannfæringu, þótt
kjörinn sé á þing að undirlagi stjórn-
málaflokks. Þegar slik persóna tekur
til máls á Alþingi vegna „særðrar trú-
artilfinningar”, á hún það vissulega á
hættu að hljóta ásakanir fyrir „póli-
tíska þefvísi”. En slík aðdróttun
verður ekki sönnuð.
Þegar grannt er skoðað, hygg ég
raunar, að tiltæki af þvi tagi, sem nú
var nefnt, fari langt með að fullsanna
einlægni hlutaðeigandi alþingismanns
i umræddu efni. Það er hverjum
manni kunnugt, að enginn hefur póli-
tiskan hag af þvi að vekja trúmála-
deilur á Alþingi nú á dögum, svo mjög
sem slíkar umræður hlytu að sundra
fylkingum allra flokka. Það liggur þvi i
augum uppi, að sá sem þetta gerir,
lætur einmitt ekki stjórnast af „póli-
tiskri þefvísi”, heldur einfáldlega af
þeim eldi, sem i hjartanu brennur og
ekki verður haminn. Þess konar af-
stöðu skil ég mjög vel og ber fyrir
henni fulla virðingu. Hún á ekkert
skylt við valdabaráttu, en er af allt
öðrum og manneskjulegri toga spunn-
in.
Lokaorð
Um það hvernig fyrri tíðar menn
áttu það til að misfara viljandi með
sagnfræðilegan sannleika, segi ég
þetta eitt, — að öllu líkingamáli
slepptu: Þess konar hátterni er á öllum
öldum jafn ámælisvert. En eldri afglöp
af þvi tagi réttlæta ekki með nokkru
móti sama framferði nú á dögum.
Það er annars dæmalaust fátæklegt
af þér, Árni minn, að rjúka tilog reyna
að velta mér upp úr kirkjufeðrunum
fyrir eitthvað, sem þeir voru að bralla
fyrir hálfu öðru árþúsundi. Ég ber
enga ábyrgð á þeim góðu mönnum, og
mér er ekki kunnugt um, að nokkur
núlifandi lslendingur hafi tekið að sér
prókúru fyrir þá. En þú ert svosem
ekki einn um þennan kátlega tímarugl-
ing. Skoðanabræður þinir islenskir
hafa alið á svipuðum málflutningi svo
að mannsöldrum skiptir. Það er
einmitt andspænis slikri forstokkun
sem sumum verður á að segja það sem
ég sagði þarna á dögunum og ergði þig
svo mjög: „Æ, já, skyldi maður ekki
hafa heyrt annað eins.”
Skilgreiningar þínar á sósíalisma og
„Guði” læt ég liggja milli hluta. Um
þær fór sem mig varði. Mun ég því
láta við lenda, en þakka að mínu leyti
tiltölulega geðsleg skoðanaskipti á
jólum.
Með bestu kveðjum,
séra Heimir Steinsson.
Júgursmyrsl og
sauðskinnsskór
ii
Margur hefur róið lengri og þyngri
róður á sinni blekbyttu til að verða
virtur svars á vettvangi dagblaða
heldur en raun varð á þegar undirrit-
aður sendi inn smá greinarstúf sem
átti að vera úttekt á sjónvarpsþætti
um landbúnaðarmál sem sýndur var
núfyrir skömmu.
Jónas Bjarn’ason var þar á meðal
þátttakenda og bregst heldur illa við
hvað varðar umsögn um hans hlut í
þessum þætti. Engu að síður ber mér
að þakka þann virðingarvott sem
Jónas Bjarnason sýnir mér i grein
sinni í Dagblaðinu 18. jan. þar sem
hann ver nær 15 cm eindálki um ágæti
mitt svo ekki sé talað um hagfræði-
þekkinguna sem hann ætlar mér. Og
ekki þykir mér miður að vera talinn
sérfræðingur um júgursmyrsl og sauð-
skinnsskó því hið fyrrnefnda hefur
mýkt vinnulúnar hendur um áraraðir,
en hið siðarnefnda varið fætur þjóðar-
innar fyrir eggjargrjóti um aldir.
Það skemmtilegasta við þetta allt
saman er að við Jónas erum báðir
gagnrýnendur á islenska búskapar-
hætti, en okkur ber ekki saman
hvernig ber að leysa þau mál til far-
sældar.
Þarna er komin upp nokkuð at-
hyglisverð staða. Kannski verði nú
rarið að deila um lausnir þessara mála,
Gunnar Páll
Ingólfsson
Jónas gefur Agnari Guðnasyni stig
fyrir gamansemi i greinum sínum. Því
finnst mér útilokað að sleppa gaman-
seminni í hagfræðidæminu sem hann
leggur fyrir neytendur. Við skulum þá
gera ráð fyrir að tillögur Jónasar hafi
náð fram að ganga í einu og öllu. Það
fyrsta sem blasir við okkur eru fast-
eignir upp á milljarða arðlausar, verð-
Mannflutningar
og afleiðingar
þeirra
Mannflutningar á stríðsárum og
eftir stríð höfðu alvarlegar afleiðingar
fyrir byggðajafnvægið í landinu og
verður að telja þá upphaf að þeirri
óðaverðbólgu sem enn geisar og litt
ræðst við.
Nærtækasta dæmið höfum við
þegar 5000 mánns urðu að flytjast
til vegna náttúruhamfara. Öll þau
vandamál sem upp komu á sviði heil-
brigðisþjónustu, skólamálum og al-
mennri þjónustu eru flestum minnis-
stæð. Húsaleiga hækkaði um allt að
100% og fasteignaverð allt að 40%
engum til góðs nema gróðaspekúlönt-
um verðbólgunnar, en þetta ástand
skapaði fólkinu sjálfu og þeim sem
fyrir voru og ekki áttu eigin húsnæði
aukin vandræði.
í þetta skiptið var sem betur fer
aðeins um timabundið ástand að ræða
og hörmungar þessa fólks voru leystar
að hluta til með erlendugjafaféogsam-
stilltu átaki þjóðarinpr sem hæpið er
að verði fyrir hendi ef 12—15000
manns verða hrakin úr hinum dreifðu
byggðum landsins.
Bændum fækkar
Bændum fækkar ört og er táiíð áft
einn bóndi hætti búskap á sextiu;og
tveggja stunda fresti. j Það ætti því
flestum að vera ljóst að ekki er þörf
en í staðinn linni skefjalausum árásum
á bændur eins og þeir séu meindýra-
hópur sem ber að eyða á skjótvirkan
ogáhrifaríkan hátt.
Jónas Bjarnason hefur undanfarið
þyrlað upp moldryki og rakalausum
fullyrðingum um að íslensk bænda-
stétt sé fyrst og fremst byrði á þjóð-
félaginu. Hann hefur beint skrifum
sínum til neytandans og unnið þar
með markvisst að niðurrifi á almenn-
ingsáliti á bændum. Hann hefur
einnig valið skrifum sínum stað þar
sem sáralítill möguleiki er fyrir
bændur að fylgjast með þeim til að
bera hönd fyrir höfuð sér. En hvað
varðar hagfræðina þá hlýtur það að
verða spurning dagsins hvað því
veldur, að eftir því sem hálærðum
reiknimeisturum fjölgar í þessu þjóð-
félagi þá sígur æ meir á ógæfuhliðina á
hinum ýmsu sviðum atvinnulifsins.
Það skyldi þó ekki vera vegna
brenglaðs verðmætamats og að þeir
gleymi að taka með i reikninginn hina
mannlegu þætti og sé hið blákalda
skólarbókadæmi eitt skiljanlegt?
Hagfræði Jónasar
Hagfræði Jónasar er einfaldlega sú,
að hann vill fækka bændum um nær
helming sem þýðir tilflutning á 12—
15000 manns, ef tekið er með í reikn-
inginn það fólk sem byggir atvinnu
sina á þjónustu við bændur i hinum fá-
mennari byggðarlögum.
lausar og ætlaðar veðrum og vindum
að bráð og þótt ævistarf nokkur
hundruð manna hafi verið gert að
markleysu, þá vegur það nú litið á
metaskálum hagfræðinnar. Nú og átti
svo ekki að borga þessu fólki fyrir að
hætta þessu bölvaða hokri, gjörið þið
svo vel, gangið í sjóðinn og sækið
ykkur hnefa. Þá er því máli 1okið. En
nú skal hefja framkvæmdir upp á
milljarða, því Jónas hafði lesið það í
litlu hagfræðibókinni sinni, að fleiri
framleiðslueiningar undir .sama þaki
þýddu minni tilkostnað og þar af leið-
andi ódýrari vöru. Já, nú geta neyt-
endur aldeilis sest að borðum og
byrjaö að háma í sig ódýru landbún-
aðarframleiðsluna hans Jónasar, en
matfriðurinn stendur ekki lengi. Það
var eitthvað sem gleymdist. Hvað
varð um fólkið, þessi 15000, réri það
til Grænlands eða hvað? Nei, neytandi
góður, þau reru ekki til Grænlands.
Þau standa fyrir utan dyrnar hjá þér.
Þau vantar húsnæði, vinnu. Þau vilja
fá sama viðurgjörning og _þú hvað
varðar heilsugæslu, skóla og almenna
þjónustu. Þau vilja sitja að sama borði
og þú, þess vegna átt þú ekki annan
kost en að deila með þeim af diski Jón-
asar. Þau eru fólkið sem gleymdist í
skólabókardæmi hagfræðinnar.
stórkostlegra aðgerða til að fækka
bændum
Hagspekingar
Bændur þurfa að endurskoða sinn
rekstur sem og aðrir í þessu þjóðfélagi,
en þess ber að gæta að bændur aðeins
framleiða vöruna, siðan taka aðrir viö
hvað varðar slátrun, vinnslu og dreif-
ingu, og athyglisvert verður að teljast,
að niðurgreiðslur spanna fyrst og
fremst þessa kostnaðarliöi. Það væri
þvi verðugt verkefni fyrir Jónas
Bjarnason sem fulltrúa neytenda að
fara nánar ofan í þau mál.
En eitt er víst, að verði hagspek-
ingar á borð við Jónas Bjarnason
látnir um að leysa vandamál þjóðar-
innar, er hætt við, að þjóðin endi á
sauðskinnsskóm og þurfi að bera
júgursmyrsl á fótasár sín á göngu sinni
um grýttan veg efnishyggjunnar.
Gunnar Páll Ingólfsson
ritstjóri Bú og Fé