Dagblaðið - 31.01.1979, Qupperneq 22
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1979.
Dauðinn á Níl
AGATHA CHRISTKS
, PfTW USHHOV • UHIBI8KIN • 10B CHIIB
BtTTl DAVK • MU fARROW • lOHHHCH
OUVU HUSSfY • LS.JOtUÍ!
I GfOfití KfHHfOV • iHGIU LAHSGURY
1SIMON Moc COfiKIHfULf • DiVID HIYfN
MAGGK SMITH • UCKVUDDfH
.lUnucwsKi DfÁIHOHTHf Hllf
HEEOl
Frábær ný ensk stórmynd, byggð á sögu
eftir Agatha Christie. Sýnd við melað-
sókn víða um heim núna.
Leikstjóri: John Guillermin
íslenzkur texti.
Bönnuð börnum.
Sýndkl. 3,6og9.
Hækkað verð.
B-
Convoy
salur
Spennandi og skemmtileg ný ensk
bandarísk Panavision-litmynd, með Kris
Kristofferson, Ali MacGraw — Leik-
stjóri: Sam Peckinpah.
Íslenzkur texti.
Sýndkl. 3.05, 5.40, 8.30 og 10.50.
---— salur
Ökuþórinn
Hörkuspennandi og fjörug ný litmynd
íslenzkurtexti.
Bönnuðinnan 14ára.
Sýnd kl. 3.10, 5.05, 7.05,9.05 og 11.05.
" " salur
Liðhlaupinn
Spennandi og afar vel gerð ensk litmynd
með Glenda Jackson og Oliver Reed.
Leikstjóri Michel Apdet.
Bönnuð börnum.
Sýnd fcl. 3.10, 5.05, 7.05,9.05 og 11.05.
GAMLA BIO
I
Jólaskaupið
Sprenghlægileg ný, dönsk gamanmynd,
eins og þær gerast beztar.
Islenzkur texti
Sýnd kl. 5, 7 og9.
íslenzkur texti
Sýnd kl. 5,7og9.
HAFNARBIO
S)
Með hreinan skjöld
Endalokin
WALKINGM
Sérlega spennandi og vel gerð ný banda-
risk litmynd. byggð á sönnum atburðum
úr ævi lögreglumanns. Beint framhald af
myndinni „Með hreinan skjöld" sem
sýnd var hér fyrir nokkrú.
-Bo Svenson
Margaret Blye.
íslenzkur texti.'
Bönnuðinnan 16 ára.
'Sýnd kl. 5,7, 9 og 11.15.
Kvikmyndir
AUSTURBÆJARBÍÓ: Seven Beauties. Aðalhlut-
verk: GiancarloGianni, Fernandi Rey, leikstjóri: Lina
Wertmuller. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5,7 og 9.
14 ára.
BÆJARBlÓ: ókindin 2 kl. 9.
GAMLA Bló:Sjá auglýsingu.
H AFNARBlÓ: Sjá auglýsingu.
HAFNARFJARÐARBlÓ: Himnariki má biða kl. 9.
tslenzkur texti.
HÁSKÖLABló: Grease, aðalhlutverk Olivia New-
ton-John og John Travolta kl. 5 og 9. tslenzkur texti
liækkað verð.
LAUGARÁSBlÓ: Derzu Uzala. Leikstjóri: Akira
K urosawa. Sýnd kl. 5,7.30 og 10.
NÝJA BlÓ: Silent Movie kl. 5,7 og 9.
REGNBOGINN: Sjá auglýsingu.
STJÖRNUBlÓ: Liðhlauparnir. Aðalhlutverk:
Claudia Gravy, Mary Fletter, Sabine Sanders. Leik
stjóri: Pascal Cerver. Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýndkl. 5.7.9 og 11.
TÓNABlÓ: Loppur. Klær og Gin (Paws, Claws and
Jaws). Sýnd kl. 5,7 og9.
Dagblað
án ríkisstyrks
f
Útvarp
Sjónvarp
I
RÆTUR — sjónvarp íkvöld kl. 21.15:
Nýr Kúnta Kinte
„Vill sjálfur flytja
til Afríku”
„Ég er eini lifandi leikarinn sem hefði
getað leikið Kúnta á fullorðinsárum,”
sagði John Amos sem við sjáum i kvöld í
fyrsta sinn í hlutverki Kúnta Kinte i
Rótum. Athugasemd Amos á ekki ein-
ungis við hæfileika hans sem leikara
heldur ekki síður allt það erfiði sem
hann hefur lagt á sig til þess að skilja
hvernig negrum frá Afríku líður.
Eins og Kúnta ber Amos þá ósk heit-
asta í brjósti að fá að búa í Afriku. „Ég
vona að ég geti flutt þangað eftir nokkur
ár. í fyrstu verðég þó líklega að láta mér
nægja að búa þar hálft árið í einu og
vinna hinn helminginn í Bandaríkjunum
til að afla fjár. En takmark mitt í lifinu
er að verða Afríkumaður árið um
kring,” segir þessi bandaríski leikari.
Amos hefur verið leikari í tólf ár af
þeim 32 sem hann hefur lifað. Hlutverk
Kúnta er hið langstærsta sem honum
hefur boðizt og það sem hann hefur
hlotið mesta frægð fyrir. Hlutverkið
hefur einnig valdið því að Amos hefur
ekki í bili áhuga á neinum öðrum. „Eg
hef leikið það bezta hlutverk sem ég fæ
nokkurn tíma. Mér reynist erfitt að ná
mér út úr þvi til nýrra verka,” segir
hann.
Til þess að kynna sér sem bezt hlut-
skipti Afrikunegra hefur Amos farið sex
sinnum til Vestur-Afriku og búið þar
mánuðum saman. En hver er svo John
Amos í daglega lifinu?
Vildi verða
knattspyrnumaður
John Amos ólst upp í negrahverfinu í
borginni Newark í New Jersey. Foreldr-
ar hans skildu þegar hann var tveggja
ára og móðir hans sem fékk forræði
þriggja sona átti oft í erfiðleikum með að
vinna fyrir nægum mat. „Henni tókst
það með hörðum vilja. Einnig tókst
henni að halda okkur bræðrunum fyrir
utan glæpaölduna sem rikti þarna í
hverfinu," segir John.
Áður en hugur Amos beindist að leik-
listinni hafði hann reynt að komast
áfram í knattspyrnu. „Ég var bara ekki
nógu góður og einnig erfiður að vinna
með,” segir hann.
Upphafið að leikferlinum var að
Amos var strax sem krakki flinkur við
að segja sögur. Vinir hans ráðlögðu
honum að nýta sér þennan hæfileika
með þvi að reyna að fá vinnu hjá ein-
hverri sjónvarpsstöðvanna og þá bæði
sem leikari og höfundur. Ekki spillti
heldur fyrir að Amos var mjög snjöll
eftirherma, gat meðal annars hermt eftir
öllum þeim knattspyrnuþjálfurum sem
hann hafði haft.
Hann ákvað að reyna að fá starf á
þessum grundvelli. Eftir nokkra leit
komst hann á auglýsingastofu sem slag-
orðasmiður. En það þótti honum hræði-
lega leiðinlegt starf. „Hugsið ykkur bara
að eiga að skrifa eitthvað af viti um
hljóðnema eða þá prjónavél.”
Með starfinu á auglýsingastofunni
tókst Amos að koma að nokkrum hand-
ritum sínum um sjónvarpsþætti og hann
fékk einnig nokkur smáhlutverk. Fyrsta
merkið um velgengni var handrit sem
Amos samdi fyrir þátt sem hann og
Leslie Uggams léku saman í. Leslie
leikur reyndar dóttur Kúnta seinna í
myndaflokknum Rótum.
Fyrir sex árum byrjaði Amos að
koma fram i þáttum Mary Tyler Moore
sem við horfum nú á á laugardagskvöld-
um sem Mary Richard í þáttunum
Stúlka á réttri leið. Með Amos i þessum
þáttum var meðal annars Ed Asner sem
við sáum á laugardaginn var með Mary
og lék einnig skipstjórann á þrælaskip-
inu í Rótum.
Lengi vel átti vinnan í sjónvarpsþátt-
Hjónin John og Lillian Amos eru bæði
blendinnar trúar á framtlð slna I leik-
starfsemi. Þau vilja reyna eitthvað nýtt,
helzt i Afriku.
um Moore aðeins að vera til bráða-
birgða. En svo fór að Amos var í henni í
nokkur ár, þó ekki í hverjum þætti.
Þetta var föst vinna sem kom sér vel
fyrir hann fjárhagslega þó ekki væri hún
skemmtileg að hans mati.
Amos varð ekki feitur af því að leika
fyrstu árin. Hvað eftir annað var billinn
hans sóttur heim sem gjald fyrir van-
goldnum skuldum. En síðan Rætur
komu til þarf fjölskylda Amos ekki að
hafa áhyggjur. Hún hefur fjárfest
nokkuð af þvi sem þá kom inn i jörð og
vonast John Amos til þess að hafa fastar
tekjur af henni það sem hann á eftir. Þá
Amos fyrir framan einbýlishús sitt I hæðum Kaliforniu. Hann vill selja hfisið og allan
munaðinn sem þvi fylgir og koma sér upp litlu húsi i Afriku.
John Amos var með alveg sérstaka
skoðun á þvi hvernig ætti að túlka Kúnta
Kinte. Eftir miklar vangaveltur fékk
hann að gera það sem hann vildi.
getur hann látið sig dreyma um það að
flytja til Afríku. Fyrsta takmarkið er
Líberia, ríki sem stofnað er af amerísk-
um negrum og er enn eins konar banda-
risk nýlenda. Á 19. öld, þegar banda-
riskir negrar voru leystir úr ánauð, þótti
mörgum sem þeir ættu hvergi heima
nema i Afriku og voru þeir fluttir
þangað i stórum hópum. En fyrir menn
sem búið höfðu i Bandaríkjunum alla
sína tíð var Líbería síður en svo eftir-
sóknarverð. En þetta er útúrdúr.
Kona John Amos er einnig leikkona
og heitir Lillian. Hún er núna að læra að
verða læknir heyrnardaufra og getur sú
menntun rétt eins nýzt henni i Afríku.
John er að læra að fljúga og telur það
koma sér vel þar ásamt því sem hann
hyggur á eitthvert frekara nám.
Rætur Amos
„Af hverju ég vil flytja til Afríku?
Margir spyrja mig þess. Ég get ekki gefið
neitt eitt ákveðið svar en allt frá því ég
kom fyrst þangað hefur mér fundizt að
þar og hvergi annars staðar ætti ég
heima. Náttúran á ugglaust stóran hlut i
því. Hérna í Kaliforníu bý ég úti í sveit
og það tekur mig 25 mínútur að aka til
Hollywood. En ég vil ekki skipta á sveit-
inni og þvi að búa í borg. Við erum með
hesta, hunda og öll þau dýr önnur sem
við sjáum okkur fært að hugsa um.
Þetta getum við líka gert í Afríku.”
Síðan Amos lék í Rótum hefur hann
haft mikinn áhuga á þvi að finna sinar
eigin rætur. En honum hefur aðeins
tekizt að rekja þær 2 til 3 kynslóðir aftur
í timann. „1 heilt ár sátum við mamma
af og til saman og spjölluðum. Ég hafði
keypt handa henni uppáhaldsviskíið
hennar og þegar búið var að taka
tappann af flöskunni losnaði um mál-
beinið á þeirri gömlu. Hún gat sagt mér
frá ömmu sinni og sú saga var mjög
athyglisverð. Langamma var frá
Alabama og var hálfur indíáni og hálfur
negri. Hún var gift hvítum manni. Um
fjölskyldu föður míns veit ég mjög lítið.
Langafi minn var þræll og hét Amos
Amos. Vegna þess hversu sterkan mál-
róm hann hafði var það starfi hans að
kalla þrælana heim af ökrunum á hverju
kvöldi. Ég hef ábyggilega sömu rödd og
hann,” sagir Amos.
(DS þýddi og endursagöi
úr dönsku blaði)