Dagblaðið - 03.02.1979, Síða 15

Dagblaðið - 03.02.1979, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979. 15 Myndlist KLIPP, KUPP Klippimyndin leynir á sér. Hún kom einna fyrst fram sem sjálfstæð listgrein með kúbismanum og var kannski fyrsta róttæka ádrepan á hið dannaða oliumálverk og þá þjóðfélags- mynd sem að baki henni stóð. Æ siðan hafa listamenn klippt og skorið og skeytt myndir saman. til þess að ráðast á neysluþjóðfélagið og velmegunina eða til þess að komast að einhverri niðurstöðu um eðli þeirra sjónrænu upplýsinga sem rignir yfir einstakling- inn á degi hverjum. í leiðinni hafa ntenn uppgötvað þá stórkostlegu m'yndrænu möguleika sem allt þetta aðfengna efni býður upp á, hvaða skoðanir sem þeir annars kunna að hafa á því þjóðfélagi sem spýr frá sér öllum þessum úrgangi. Ekki auðveld Svo margræð getur klippimyndin verið að maður má hafa sig allan við að lesa úr henni allar þær meiningar sem i henni geta falist. Hins vegar er auðvelt, a.m.k. fyrir lítt þjálfað auga. að draga þá ályktun að klippimyndin sé auðveld viðfangs. I kjölfar þeirra listamanna, innlendra og erlendra. sem notað hafa klippimyndina á per- sónulegan og eftirtektarverðan hátt, hafa fylgt fjöldamargir listamenn sem eru varla nema á föndurstigi í grein- inni, hversu mjög sem þeir hafa sann- að getu sína í öðru. Klippimyndin gerir nefnilega miklar kröfur til útsjón- arsemi og hugvits listamannsins. Hann þarf ekki einasta að vera næmur fyrir hinum ýmsu litbrigðum hinna að fengnu búta, heldur þarf hann að vera opinn fyrir þeim möguleikum sem áferð þeirra og letrun opnar — auk þess sem hann þarf að hafa mikla þjálfun i teikningu og myndbyggingu til þess að geta komið hinum ýmsu bútum fyrir. Vöntun á skólun Ungur maður. Anton Einarsson, YVONNEÁ HERRANÓTT Leikrit eftir Gombrowicz Um þessar mundir sýnir Herranótt. leiklistarklúbbur Menntaskólans i Reykjavik. Icikritið Yvonne eftir pólska skáldið Witold Gombrowicz. en það hefur áður verið flutt hér á landi. Frumsýning verksins fór frani i Gyllta sal Hótel Borgar. cn þar hefur verið komið fyrir allmiklunt búnaði Ijósa og annarra tækja. Sagði Hrafn Gunnlaugsson, sem leikstýrir Yvonne. að þarna hefði myndast ómetanleg að staða til ýmiss konar sýninga og gæti þessi salur hæglega orðið þriðja leik- húsið i bænum. Sagði hann margt leik- húsfólk og söngvara hafa streymt á staðinn til að kanna aðstæður. Magnús Jónsson þýddi leikritið en Stefán Á. Einarsson sér um tónlist og Ragnheiður Harvey sér um förðun og búninga. í aðalhlutverkum eru: Yvonne — Ragnheiður I. Bjarna- dóttir. kóngur — Ólafur Rögnvalds son. drottning — Margrét L. Jónsdótt ir. prins — Bjarni Guðmundsson og hirðstjóri — Kristján Franklín Magnússon. i suttu máli fjallar þetta ..absúrd" leikrit um konungshirð eina. Prinsinn þar tekur allt i einu upp á því að trúlofast nijög furðulegri stúlku- kind er Yvonne heitir og er hún heldur óásjáleg. Þetta kemur af stað miklu umróti við hirðina og sýnist sitt hverj- um. Verst er að Yvonne virðist úr öðrum og betri heimi en hirðfólkið og ákveður prinsinn loks að losna við hana. sökum þessarar misklíðar. Leikstjóri hefur lagt mikla áherslu á stcrka liti og skreytingar til að undir- strika tildur og gjálífi hirðarinnar. Hins vegar eru allir leikendur klæddir karate-búningum og bera litlar grímur.' Herranætur Menntaskólans eiga sér langa sögu og hafa sett sinn svip á menningarlíf borgarinnar. Er ekki að efa að svo verður einnig i þetta sinn. ■ A.l. Úr leiksýningunni. Antun Kinarsson— Klippimyndir. heldur stóra einkasýningu i Norræna húsinu, sem samanstendur að mestu af klippimyndum — stundum yfirmál uðum, svo og nokkrum vatnslita- myndurn. Áður mun hann hafa sýnt að Hamragörðum og tekið þátt í nokkrum samsýningum, m.a. í Sólon Islandus og Haustsýningu FÍM árið 1977. Klippimyndir Antons eru marg- ar hverjar gott dæmi um þau mistök sem óæfðum listamönnum verða á, þótt hann detti niður á stöku mynd sem hangir vel saman. Sjálfsagt er þetta aðeinhverju leyti vöntun á ræki- lcgri skólun þvi ekki er getið um neina slíka stofnun i sýningarskrá Antons. Það er ekki auðvelt að skilgreina út á hvað þessi mistök hans ganga. Kannski er það skortur á heillegri hrynjandi í flestum myndunum, þannig að þær virðast sjaldan ganga upp á sama veg og kemst áhorfandinn því ekki hjá þvi að álykta að samsetn ingin sé I heildina afar tilviljunar- kennd. Kannski er best að skýra þetta með því að benda á fordæmi Magnús- ar Kjartanssonar listmálara, sem bygg- ir myndir sínar markvisst upp úr ýmsum bútum, þannig að augað leitar oftast á sama staðinn í myndum hans og finnur þar ákveðna þungamiðju. Litir berjast Þetta er líka spurning um næmi fyrir litum. Anton virðist setja litfleti saman ansi handahófskennt og oft þannig að beir berjast innbyrðis — rauðir og grænir, svartir og grænir.. . Hins vegar er Antoni ekki alls varn að i litlum vatnslitamyndum sínum. Þær eru landslagslegar að upplagi og fínlegar i tónum — t.d. nr. 24, 78 og 76. Listantaðurinn ætti kannski að gera úr á þau mið í rikara mæli. Það er erfitt að setja upp sýningu með 95 litlum myndum sem flestar eru svipaðar að stærð, en örugg leið til að þreyta áhorfandann cr að hengja þær upp i beinni röðeftir veggjunum endi- löngum. Breytilegri uppsetning rnundi eflaust gera meira fyrir þessar nettu myndir. Menningarverðlaun Dagblaðsins Nú gefst lesendum blaðsins tækifæri til að láta í ljós skoðanir sinar um það hverjir verðskuldi viðurkenningar fyrir framlög til menningarmála á árinu 1978. Eins og áður hefur verið getið, þá ætlar DB að veita Funm viðurkenningar, sem eru gripir hannaðir af Jóninu Guðnadóttur leirkerasmið. Veitt verða verðlaun í eftirtöldum greinum: Bókmenntum, leiklist, tónlist, myndlist og byggingarlist. Hafa dómnefndir verið skipaðar í öllum þessum greinum og Bókmenntir Leiklist Byggingarlist 11 Ekki er nauðsynlegt að senda inn tillögur fyrir allar greinar. munu þær taka tiilit til skoðana lesenda. Vill DB hvetja lesendur til að fylla eftirfarandi atkvæðaseðla, sem birtir verða annan hvern dag til mánaðamóta, og senda þá til blaðsins fyrir mánudaginn 5. febrúar, merkta „Menningarverðlaun”. 1 hverri grein er ætlunin að verðlauna einstakling, en einnig getur starfshópur komið til greina. í byggingarlist verður veitt viðurkenning fyrir hús reist á tímabilinu 1977-78.* Tónlist Myndlist

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.