Dagblaðið - 03.02.1979, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 1979.
Hann þarf að bera ábyrgð á þvi sem gerist við Kröflu og á Grundartanga, — og er
varla öfundsverður.
BEIN LÍNA DB-mynd Bjarnleifur.
— útvarp sunnudagskvöld kl. 19.25:
IÐNAÐAR-
RÁÐHERRANN
Á sunnudagskvöld ræða þeir
félagarnir Kári Jónasson og Vilhelm G.
Kristinsson við níunda og siðasta
ráðherrann, Hjörleif Guttormsson orku-
og iðnaðarmálaráðherra. En eins og
fram kom i skoðanakönnun fyrr i
vikunni hefur þessi þáttur verið
vinsælasta útvarpsefnið að frátöldum
fréttum.
Áreiðanlega verður þátturinn i kvöld
mjög spennandi því fátt skapar nteiri
deilur og harðari en einmitt stóriðja og
orkuframkvæmdir í hjörtum sannra
Íslendinga. Enda örlagarikt hvemig
þeim málum reiðiraf.
Stóriðjan hefur verið talsvert i frétt-
um undanfarið i sambandi við Grundar-
tangamálið og verður ráðherrann eflaust
spurður út i það. Ennfremur kann hann
að verða krafinn sagna um skoðanir
sinar á nýjum greinum iðnaðar, hvað
honum finnst um að koma á fót raf-
eindaiðnaði hérá landi. til dæmis.
Eins og allir vita er innlendur iðnaður
i slæmri samkeppnisaðstöðu og væri
fróðlegt að vita hvað reynt verður að
gera í þeim efnum.
Loks mætti spyrja hvernig honum lizt
á sparnaðarhugmyndir eins og þá að
breyta togaravélum þannig að hægt sé
að knýja þær áfram með svartoliu i stað
gasolíu. en það telja sumir þjóðráð. en
aðrir firru.
IHH.
^ Sjónvarp
Laugardagur
3. f ebrúar
16.30 Íþróttir. Umsjónamiaður Bjami Felixson.
18.25 Hvar á Janni aö vera? Fimmti og siöasti
þáttur. Þýöandi Hallveig Thorlacius. (Nord-
vision — Sænska sjónvarpið).
18.55 Enska knattspyrnan.
Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Stúlka á réttri leiö. Bandariskur gaman
myndaflokkur. Annar þáttur. Þýðandi Ellert
Sigurbjömsson.
20.55 Jassmiölar. Alfreð Alfreðsson, Gunnar
Ormslev, Hafsteinn Guðmundsson, Helgi E.
Kristjánsson, Jón Páll Bjamason, Magnús
Ingimarsson og Viðar Alfreðsson leika jasslög.
Stjórn upptöku Tage Ammendrup.
21.20 Pompidou menningarmiöstööin. Fyrir
nokkrum árum var rifinn gamalgróinn græn-
metismarkaður í Paris og reist menningarmið-
stöð, sem kennd er við Pompidou forseta.
Þessi breska mynd lýsir starfsemi menningar-
miðstöðvarinnar, en nú eru tvö ár síðan hún
var opnuð. Þýðandi og þulur Ágúst Guð-
mundsson.
21.45 Ef... (If...) Bresk biómynd frá árinu
1968. Leikstjóri Lindsay Anderson. Aðalhlut-
verk Malcolm McDowell. Sagan gerist i bresk-
um heimavistarskóla, þar sem áhersla er lögö á
gamlar venjur og strangan aga. Þrir félagar í
efsta bekk láta illa að stjórn og gripa loks til
sinna ráða. Þýðandi Kristmann Eiðsson.
,23.25 Dagskrárlok.
Sunnudagur
4. f ebrúar
16.00 Húsiö á sléttunni. Tíundi þáttur. Forfalla-
kennari. Efni níunda þáttar: Karl Ingalls
býður konu sinni með sér til Mankato, en
þangað fer hann i verslunarerindum. Hún er
treg i fyrstu vegna bamanna, en þegar Ed
wards, gamall vinur fjölskyldunnar, tekur að
sér að hugsa um þau, lætur hún tilleiðast. Á
ýmsu gengur á meöan Ingalls-hjónin eru i
burtu, einkum á Edwards erfitt með að tjónka
viö Kötu, og smekkur hans á mat fellur ekki
eldri systrunum i geð. En allt tekur enda, og
pabbi og mamma koma meira að segja einum
degi fyrr heim en þau ætluðu sér. Þýðandi
óskar Ingimarsson.
17.00 Á óvissum tímum. Níundi þáttur. Stór-
fyrirtækiö. Þýðandi Gylfi Þ. Gislason.
18.00 Stundin okkar. Umsjónarmaöur Svava
Sigurjónsdóttir. Stjórn upptöku Andrés Ind-
riðason.
Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Kristján Jóhannsson. Kristján stundar
söngnám á Ítalíu, en var hér á landi i stuttu fríi
fyrir skömmu. í þessum þætti syngur hann
nokkur lög, m.a. tvo duetta með föður sinum,
Jóhanni Konráðssyni. Stjórn upptöku Egill
Eðvarðsson.
21.00 Isaac Bashevis Singer. Sænsk mynd um
bandaríska rithöfundinn, sem hlaut bók-
menntaverðlaun Nóbels 1978. Þýöandi Hall-
veig Thorlacius. (Nordvision — Sænska sjón-
varpið).
21.35 £g Kládius. Þrettándi og siðasti þáttur.
Drumbur gamli konungur. Efni tólfta þáttar:
Kládius fer i hernað til Bretlands. Messalína
styttir sér stundir i fjarveru hans með elskhug-
um sínum. Keisarinn snýr sigri hrósandi til
Rómar, en enginn þorir að segja honum frá
lauslæti konu hans. Hún er ástfangin af Gaiusi
Silíusi og ætlar að giftast honum þrátt fyrir
aðvaranir móður sinnar. Kládius fréttir, aö
Heródes vinur hans hyggist losa löndin fyrir
botni Miðjarðarhafs undan oki Rómverja, en
Heródes deyr áður en hann kemur því i verk.
Brúðkaup Messalínu og Sílíusar er haldið, og
nú er ekki lengur unnt að dylja framferði
hennar fyrir Kládiusi. Ráðgjafi hans, Pallas,*
velur gleðikonuna Kalpúrniu til að segja keis-
aranum tiðindin. Kládius staðfestir dauðadóm
yfir konu sinni án þess að vita það. Morguninn
eftir segir Pallas honum frá lífláti Messalinu.
Hann skýrir keisaranum einnig frá þvi, að
hann hafi verið tekinn i guða tölu á Englandi.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
22.25 Aó kvöldi dags.
22.35 Dagskrárlok.
t--------------------^
Kristján
Jóhannsson syngur
— sjónvarp
sunnudagskvöld
kl. 20.30:
Tenórfrá
Akureyri
Það er ekki nóg með, að söngvarinn i
þessum þætli sé frá Akureyri. hann
Kristján Jóhannsson. Stjórnandi
upptökunnar. Egill Eðvarðsson. er
þaðan lika og sömuleiðis Sigrún
Stefánsdóttir fréttamaður. sem ræðir
stutllega við Kristján.
Kristján er sonur Jóhanns Konráðs-
sonarog kemur faðir hans fram í þættin
um og syngur með honunt nokkur lög.
m.a. eftir Akureyringinn Áskel Jónsson
organista. Nú, undirleikarinn er að visu
Breti. en búsettur á Akureyri og kennari
við tónlistarskólann þar, Thomas
Jackman.
Kristján stundar söngnám á Italiu. en
kom hingað heim i jólaleyfi og gerði
þessa dagskrá og hélt auk þess tónlcika i
fæðingarbæ sinum, sem urðu gagn-
rýnanda DB. Leifi Þórarinssyni. tilefni
til aðskrifa:
„Þarna var greinilega staddur sá stór
tenór, sem öll bæjarfélög á Ítaliu og Ís
landi dreymir um.”
Eftir að hafa bent á ýmsa tæknigalla
söngvarans, sem mundu hverfa rneð
auknu námi. bar gagnrýndaninn frant
þá frómu ósk. að Kristján þyrfti ekki að
hrekjast úr landi, en gæti lifað á list sinni
hér heima. -DS.
Sjónvarp annað
kvöldkl. 21.35:
Endalok
Kládíusar
Kládíus keisari rennur skeið sitt á
enda annað kvöld og næsta sunnudag
koma Rætur i hans stað á sunnudags-
kvöldunt. Þegar við skildum við kapp-
ann síðast horfði ekki vænlega fyrir
honum. Kona hans Messalína sem hafði
legið viða um Róm með ýmsurn mönn
um var loksins tekin af lifi fyrir bylting
artilraun. Þó hún hafi leikið Kládius illa
sér hann samt eftir henni og nýtur lítt
fréttanna um að hann hafi verið tekinn i
guða tölu á Englandi eftir sigur sinn þar.
1 kvöld sjáum við fjórða hjónaband
Kládíusar. Hann kvænist Agrippinu
yngri frænku sinni, dóttur Germanikus
ar bróður sins og systur Kaligúlu. Agripp
ina hefur verið gift tvisvar áður og á son-
inn Neró frá fyrsta hjónabandi sinu.
Agrippina leggur allt kapp á að þessi
sonur hennar verði arftaki Kládíusar en
ekki hans eigin sonur. Brittanikus.
Svipar henni þvi nokkuð til Liviu ömrnu
Kládiusar. '
Til að byrja nteð fer hún þó hægt I
sakirnar og forðast niorð. Hún lætur
Kládius ættleiða Ncró og gifta hann
Oktaviu dóttur sinni. Hægt og hægt
bolar hún svo Brittanikusi úr sviðsljós-
inu og fólkið er að lokum farið að
gleynta þvi að Brittanikus hafi verið til.
Á meðan á þessu stendur ráðskast
hún með Kládius ekki síður en Messa
lína gerði. Hann má ekki svo mikið sem
gjóa auga á aðrar konur þá lætur hún
óðar fjarlægja þær. Verði honum á að
dást að fegurð þeirra eru þær óðar
drepnar eða sendar í útlegð.
Að lokum sér Agrippina að Kládiuser
orðinn þungur i skapi vegna ráðs-
mennsku hennar og sér eftir að hafa
tekið Neró fram yfir Brittanikus. Hún
hyggur þvi á að drepa niann sinn. En
hvernig? Hann hefur alla tíð verið
óhemju lífhræddur og lætur leita vand-
lega að vopnum á öllum þeim sem nærri
honum koma. Þá er að grípa til ráða
Livíu. Eitur skal það vera. Hvernig sú
lilraun fer fáum við að sjá annað kvöld.
DS.
Útvarp
Laugardagur
3. febrúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.Tónleikar.
7.10 Leikfiml.
7.20 Bæn.
7.25 Ljósaskiptí: Tónlistarþáttur í umsjá Guð-
mundar Jónssonar píanóleikara.
8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15 Veðurfr. For-
ustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá.
8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin
vali.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.20 Leikfimi.
9.30 Óskalög sjúklinga: Kristin Sveinbjörns-
dóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10
Veðurfregnir).
11.20 Við og barnaárið. Jakob S. Jónsson
stjórnar barnatíma og leitar svara við spurn
ingunni: Hvaðgetum viðgert?
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
13.30 I vikulokin. Blandað efni i samantekt
Ólafs Geirssonar, Jóns Björgvinssonar, Eddu
Andrésdóttur og Árna Johnsens.
15.30 Islenzk sjómannalög.
15.40 Islenzkt mál: Jón Aðalstcinn Jónsson
cand mag fiytur þáttinn.
16.00 Fréttir.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Vinsælustu popplögin. Vignir Sveinsson
kynnir.
17.00 Söngleikir i London; II: „Rocky Horror”
eftir Richard O’Brian. Árni Blandon kynnir.
17.40 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Svipast um á Suðurlandi. Jón R.
Hjálmarsson ræðir í siðara sinn við Daníel
Guðmundsson oddvita í Efra-Seli i Hruna-
mannahreppi: síðara viðtal.
20.00 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson
kynnir sönglög og söngvara.
20.45 Vlðdvöl I Kosmos Ferieby. Ingibjörg Þor-
geirsdóttir segir frá sumarbúðum á Sjálandi,
þar sem lifsspckingurinn danski, Martinus,
hefur bækistöð.
21.10 Döosk þjóðlög. Tingluti-flokkurinn
syngurog leikur.
21.20 Gleðistund. Umsjónarmenn. Guðni
Einarsson og Sam Daniel Glad.
22.05 Kvöldsagan: Htn hvitu segl eftir Jóhannes
Helga. Heimildarskáldsaga byggð á minning-
um Andrésar P. Mattháiassonar. Kristinn
Reyr les (13).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.45 Danslög. (23.50 Fréttir).
01.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur
4. f ebrúar
8.00 Fréttir.
8.05 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson
vígslubiskup flytur ritningarorð og bæn.
8.15 Veðurfregnir. Forustugreinar dagbl.
(útdr.).
8.35 Létt morgunlög. Hljómsveit Dalibors
Brazda leikur valsa eftir Emil Waldteufel.
9.00 Hvað varð fyrir valinu? „Ferðin, sem aldrei
var farip " eftir Sigunð Nordal. Ingibjörg
Guðmundsdóttir lyfjafræöingur les.
9.20 Mjbrguntónlelkar
10.00 Fréttir. Tónleikar. 10.10 Veöurfregnir.
10.25 Ljðsaskipti.
Tónlistairþáttur í umsjá Guðmundar Jónssonar
pianólfcikara (endurt. frá morgninum áður).
11.00 IV^essa i Safnaðarheimili Langholtskirkju.
12.15 Dagskráin Tónleikar.
12.25 Veðurfregnir Fréttir. Tilkynningar.
Tónhikar.
13.20 (Jr ver/lunarsögu íslendinga á síðari
hluta 18. aldar. Siglus Haukur Andrésson
skjalavörður llytur fyrsta hadegiserindi sitt:
Ko'hungsverzlunin siðari.
14.00 Miðdegistónleikar.
15.00 í minningu aldarafmælis Guttorms J.
Guttormssonar skálds. Haraldur Bessason
prófessor tók saman og fiytur inngangsorö.
Gunnar Sæmundsson og Sigurður Vopnfjörð
segja frá kynnum sínum af skáldinu og Erla,
dóttir Gunnar, les Ijóð eftir Guttorm.
I5.$0 tslenzk planólög. Einar Markússon leikur
eigin verk. a. Fantasía um stef eftir Emil
Thoroddsen. b. Prelúdia.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Endurtekið efni: a. Mússólíni og salt-
fiskurinn. Þáttur um veiðiskap íslendinga og
Itala viðGrænland 1938. Rætt erviöMaghús
Haraldsson og Guðmund Pétursson: U nisjón:
Sigurður Einarsson. t \ður útv. i januar). b.
Vordagar á Söndum i Miðfirði. Einar
Kristjánsson frá Hermundarfelli segir frá.
(Áður útv. í janúar).
17.25 Frá hljómleikum unglingalúðrasveit-
arinnar „Vasa-brassband” i Háskólabiói 22.
maí 1977.
18.00 Hljómsveit Werners Miiller leikur lög
eftir Leroy Anderson. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Bein lína. Hjörleifur Guttormsson
iðnaðarráðherra svarar spurningum hlust-
enda. Stjómendur: Kári Jónasson cg Vilnelm
G. Kristinsson fréttamenn.
20.30 Ungverskir dansar eftir Johannes
Brahms. Alfons og Aloys Kontarski leika fjór-
hent á pianó.
21.00 Hugmyndasöguþáttur. Hannes Gissurar
son stjórnar. Fjallað er um bókina „öld
óvissunnar" eftir John Kenneth Gailbraith og
ræitt við Geir Haarde hagfræðing um efni
hennar.
21.25 Frá tónleikum á ísafirði tíl heiðurs
Ragnari H. Ragnar 7. október sl. Siðari
hluti. Flytjendur: Jósef Magnússon. Gunnar
Egilson, Pétur Þorvaldsson, Þorkell Sigur-
björnsson og Halldór Haraldsson. a. „Four
better or worse" cftir Þorkel Sigurbjörnsson. b.
„Fremur Hvitt en himinblátt" eftir Atla Heimi
Sveinsson.
22.05 Kvöldsagan: „Hin hvitu segl” eftir
Jóhannes Helga. Heimildarskáldsaga byggð á
minningum Andrésar P. Matthíassonar.
Kristinn Reyr Ies(l4).
22.30 Veðurfrcgnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. ,
22.50 Kvöldtónleikar.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
AN NBC-TV BIG EVENT
A NOVEL OF SURVIVAL AND TRIUMPH
Bí GERALD GREEN
AUTHOR OF THE LAST ANGRY MAN
OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-12
-
Laugavegi 178 — Sími 86780