Dagblaðið - 21.03.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.03.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1979. Frétt Dag- blaðsins um Akra- borg á ekki við rök að styðjast Akranesi, 17.03.1979. Vegna fréttar, sem birtist á for- síðu Dagblaðsins fimmtudaginn 15.03.1979, sem felur i sér alvarlega ásökun á hendur stjórnar h.f.Skalla- gríms varðandi öryggisbúnað m/s Akraborgar, og þar sem i ýmsum efnum er farið rangt með staðreyndir, vil ég undirritaður taka fram eftirfarandi og biðja DB jafn- framt að birta á sama stað í blaðinu með svipað ábérandi letri, ásamt mynd af skipinu. 1. Stjórn hf. Skallagríms eða út- gerðarstjóri hefur enga vitneskju haft, eða athugasemdir fengið frá skipverjum um að öryggisbúnaður m/s Akraborgar væri ekki í fyllsta lagi og ekki í samræmi við kröfur Siglingamálastofnunar ríkisins um slíkan búnað. 2. Stjórn hf. Skallagrims hefir aldrei, svo mér sé kunnugt, staðið gegn nauðsynlegu viðhaldi öryggis- búnaðar m/s Akraborgar, né trassað viðgerð þess, heldur þvert á móti lagt áherslu á að farið sé í einu og öllu að kröfum laga þar um. 3. Siglingamálastofnun ríkisins hefur engin kvörtun borist frá skipverjum m/s Akraborgar um vanrækslu útgerðar skipsins, á sviði öryggisbúnaðar þess, eða beiðni um athugun hans, fyrr en 13. þ.m. eða fúnm dögum áður en skipið átti að fara í árlegt efdrlit. 4. Enginn Akurnesingur eða aðrir hafa kvartað um vanbúnað á öryggistækjum skipsins svo stjórn h.f. Skallagríms sé kunnugt, enda rökstudd vitneskja um slíkt ekki fyrir hendi. 5. Öll skilríki til sönnunar haffæris m/s Akraborgar eru og hafa verið fyrir Hendi án athugasemda og þess má geta að skipið hefir um 200 fleiri bjargbelti, en krafist er fyrir þann farþegafjölda sem heimilt er að flytja. Einnig mun fleiri gúmbjörgunarbáta, sem sendir eru í reglulega skoðun til skiptis. Auk þess er skipið búið 2 aflvélum, 2 skrúfum og 2 stýris- blöðum, sem er óvenjulegt öryggisatriði í islenskum skipum. 6. Á þrettán ára siglingatíma skipsins hefur engin krafa verið gerð um sérstakan búnað til geymslu land- festa, hvorki frá skipaefdrliti né skipverjum, enda liggja fyrir föst fyrúmæli um hvernig ganga skuli frá þeim. Hafi landfestar lent í skrúfu skipsins hlýtur það að stafa af trassaskap annarra en útgerðarstjórnarinnar. 7. Skv. 45. gr. sjómannalaga nr. 67/1963 sbr. 1. nr. 53/1969 er það skylda stýrimanns að líta eftú áhöldum skips og útbúnaði og gera athugasemdir þar um. Engin slík athugasemd hefú borist og því ekki með réttu hægt að ásaka útgerð skipsins um trassaskap eða annaðverra. Af framansögðu er ljóst að frétt Dagblaðsins um m/s Akraborg þann 15.3.1979 á ekki við rök að styðjast. Ekkert mun því til fyrirstöðu að hægt sé að láta akkeri skipsins falla og hífa það upp aftur. Hafi það hinsvegar einhverntíma verið svo, er eingöngu um að kenna vanrækslu eða van- kunnáttu viðkomandi skipverja, en ekki útgerðar. Virðast því þau sjómannasamtök, sem hlut eiga að máli, hafa farið í geitarhús að leita ullar í þessu máli. Vænti ég þess um leið og þér hr. ritstjóri birdð þessar athugasemdir, að Dagblaðið biðjist afsökunar á þessari mistakafrétt. Að öðru leyd mun þetta alvarlega mál verða tekið fyrir á næsta fundi stjórnar h.f. Skallagrims, sem ákveður væntanlega hver viðbrögð hennar verða. Vúðingarfyllst,BjörnH Björnsson formaður stjómar hf. Skallagríms. Radclir lesenda Það getur oft verið erfiðleikum bundið að ferðast með kerrur i strætisvögnum. Kerrur í strætisvögnum Erla Birgisdóttir í Breiðholtinu skrifar: Mig langar til að koma þeirri spurningu á framfæri við forráða- menn SVR hvort strætisvagnabíl- stjórum sé heimilt að neita konum með kerruvagna að ferðast með vögnunum. Um daginn um kl. 14,00 þurfti ég að fara með strætó frá Breiðholti þaðan sem ég bý. Ég var með 6 mánaða gamla dóttur mína með mér i litlum kerruvagni og var systir mín með mér til þess að hjálpa mér. Þegar vagninn kom bað ég bílstjór- ann að hleypa mér inn að aftan (ég bað hann ekki um neina hjálp) en hann neitaði og sagði að þeir tækju bara kerrur sem hægt, væri að leggja saman. Þetta veit ég að er ekki rétt því ég hef séð svona kerruvagna t strætó. Nú spyr ég. Ef þeim er heimilt að neita okkur að ferðast nteð vögnun- um, hvernig eiga þá billausar konur í Breiðholti og annars staðar sem eiga litil börn að komast leiðar sinnar. Það er nokkuð langt að ganga og erfitt með kerruvagna. Dagblaðið fékk þær upplýsingar hjá Strætisvögnum Reykjavíkur að ef slrætisvagnarnir eru fullir af fólki, t.d. á háannatímanum, er erfitt að taka við kerrum og kerruvögnum vegna þrengsla og þess vegna yfirleitt ekki gert. Al tur á móti ef fátt fólk er í Frábær femjmgargjöf vögnunum þá er ekki sett út á að konur kotni með kerrur inn i vagnana. handblásarinn venðfm kr.16.020.- RONSON Spurning dagsins Hvaða fiskur þykirþér beztur? Ágúst Þorsteinsson tækniteiknari: Soðin ýsuflök og auðvitað ný. Þórir Jónsson rafvirki: Ýsa. Ég borða hana ýmist soðna eða steikta. Eva Sigriður Kristmundsdóttir nemi: Soðin ýsa. Hrafnhildur Jónsdóttir afgreiðslu- stúlka: Ætli það sé ekki ýsa. Helzt vil ég hafa hana með nýjum kartöflum og hamsatólg. » Una Guðlaug Haraldsdóttir nemi: Bara soðin ýsa með kartöflum. Gunnar Arnar Hilmarsson nemi: Mér finnst soðin ýsa langbezt og ég borða mikið af henni. Annars er oftast siginn fiskur heima og mér finnst hann vondur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.