Dagblaðið - 21.03.1979, Page 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1979.
6
l—Breið snjódekk—i
G-60-14
ásamt
165 x 13
BR. 78 x 13
B. 78x14
DR. 78x14
ER. 78x14
195/75RX 14
205/70R x 14
FR. 78x14
HR. 78x14
600 x 15
F. 78x15
FR. 78x15
GR. 78x15
HR. 78x15
LR. 78x15
Póstsendum
Nýkomin amerísk dekk á mjög hagstæðu verði
GUMMiViNNUSTOFAN
SKiPHOL Tl 35 - SÍMi 31055
Tilsölu
Chevrolet Nova L.N. ’75,
8 cyl. 350 cu., sjálfsk. I
gólfi, stólar, plussklæðn-
ing, veltistýri, silfurgrár
m/rauðum víniltopp, ekinn
27 þ.mílur. Verð tilboð,
skipti.
Uppl. í síma
53354 eftir kl. 8 á
kvöldin.
Laus staða
Staða framkvæmdastjóra ríkisspítal-
anna er laus til umsóknar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist ráöuneyt-
inu fyrir 20. apríl nk.
Heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið
20. mars 1979.
;^nwvanv.^nv.v.vwI*.%vw/avwwwÍvK<»!vI«vWwKvw^wXw/aív.vS.vXv.vÍw
VEISLUMATUR
55
55
í*
Munið okkar vinsaelu
rétti fyrir fermingar
Röld borð
Heitir og kaldir
réttir
Snittur
Brauötertur
Rjómatertur
O.fl.
i/m
| í GÍæsibæ
1 Sími
85660
MARAÞONFUNDIR A
ÍSRAELSKA MNGINU
— Yfirhundraðafl20þingmönnumámælendaskrá
Talið er að ísraelska þingið muni
ekki fyrir sitt leyti samþykkja friðar-
samningana við Egypta fyrr en á
morgun. Áætlað er að
maraþonfundir verði haldnir um
málið í dag, þar eð ekki luku nema 35
þingmenn ræðum sínum í gær. Alls
voru á mælendaskrá yfir eitt
hundrað af 120 þingmönnum
ísraelska þingsins (Knesset).
Begin forsætisráðherra flutti
langa ræðu í upphafi umræðnanna.
Þar sagði hann meðal annars að
ísraelsmenn myndu ekki taka upp
sömu landamæri og giltu fyrir sex
daga stríðið 1967. Hann kvað enga á-
stæðu til að láta austurhluta
Jerúsalem af hendi og að Palestínu-
mönnum yrði ekki leyft að stofna
sjálfstætt ríki á vesturbakka Jórdan-
ár. Forsætisráðherra Egypta,
Mustapha Khalil, hélt því fram í gær
að með þessum fullyrðingum sínum
hefði Begin spillt stórlega fyrir þeirri
bjartsýni, sem ríkt hefur síðan um
helgi um að samningurinn verði
undirritaður á mánudag.
ísra^lsmenn birtu í gær friðar-
samninginn í heild sinni með öllum
viðaukum, og fylgibréfum. Alls er
samningurinn átta þúsund orð á
lengd og í flestu líkur samnings-
drögunum, sem gerð voru í Camp
David ,í september síðastliðnum.
Nokkrar veigamiklar breytingar hafa
þó orðið á síðustu sex mímuðum, svo
sem að íbúar á nokkrum svæðum
vesturbakkans og Gazasvæðisins, fái
sjálfsstjórn, skipzt verði á
sendiherrum og þá er einnig fjallað
um olíuvinnslu í Sínaíeyðimörkinni.
Begin forsætisráðherra skýrði meðal annars fró þvi i þinginu i gær, að ísraelsmenn hygðust ekki taka upp þau landa-
mæri sem giltu fyrir sex daga striðið 1967, hvað þó að þeir gæfu eftir austurhluta Jerdsalem.
Norður-írland:
Fjórir IRA-menn
handteknir
Lögreglan á Norður-írlandi hand-
tók i gærkvöld fjóra menn, sem taldir
eru vera háttsettir innan frska
lýðveldishersins. Hinir handteknu, þrír
karlar og ein kona, náðust, er lögreglan
var við reglubundna vopnaleit í
bænum Banbridge um fimmtíu
kílómetrum sunnan við Belfast.
Lögreglan neitaði að nafngreina hin
handteknu og gefa frekari upplýsingar
en að þau væru þekkt fyrir starfsemi
með IRA. Á síðustu vikum hefur lýð-
veldisherinn haft sig nokkuð í frammi á
Norður-íriandi. Árásir hafa verið
gerðar á lögreglumenn og brezka
hermenn.
Nixon var staddur I New York, þegar
nógranni hans gerði sig heimakominn
við hliðið.
ÓKÁ HLIÐIÐ
HJÁ
NIXON
Rúmlega þrítugur maður ók á hliðið
að heimtröðinni að húsi Richards
Nixons fyrrum Bandaríkjaforseta í
gær. Maðurinn, sem býr skammt frá
húsi Nixons í San Clemente í
Kaliforníu rausaði einhver lifandi
ósköp um takka, menn sem hygðust
sprengja heiminn í loft upp og að hann
skyldi svo sannarlega stöðva þá, þegar
lögreglan handtók hann.
Nixon hefur búið í húsi sínu i San
Clemente allar götur síðan Watergate-
málið þvingaði hann til að segja af sér
embætti. Hann var þó ekki heima við í
gær, er ekið var á hliöið hans, heldur í
heimsókn í New York.
Tugirblaðamanna
hafa horfið
í Argentínu undanfarið
Mannréttindasamtökin í Argentínu um eru fyrrverandi blaðafulltrúi
hafa birt lista með nöfnum sextíu Argentínuforseta, Eduardo Sajon,
fréttamanna, sem sagðir eru hafa sem hefur ekkert spurzt til síðan L’
horfið sporlaust á siðustu þremur april 1977 og rithöfundurinn og
árum. Hópur fólks, sem í eru ætt- blaðamaðurinn Rudolfo Walsh.
ingjar horfinna manna og pólitiskra Hann hvarf i marz 1977.
fanga, gerði listann. Honum fylgdu ,
þau orð að á hann vantaði enn nöfn Argentínska herforingjastjórnin,
fjölda fréttamanna, sem horfið sem fuUvíst er að sé völd að hvarfi
hefðu. blaðamannanna, hefur verið við völd
Meðal sextíumenninganna á listan- síðan í apríl 1976.