Dagblaðið - 21.03.1979, Page 24
„SITJA EINS OG PÁFA-
GAUKAR Á PRIKI”
—segir Ólafur Ragnar Grímsson um ákveðinn arm Alþýðuf lokksins
„Mér sýnist, að mikill hugur sé í
mönnum, bæði í verkalýðs-
hreyfingunni og hjá ýmsum
stuðningsmönnum stjórnar-
flokkanna, að fundnar verði leiðir til
að fullnægja sjónarmiðum launþega
og tryggja áfram stjórnarsamstarfið.
Helzt finnst mér standa á ákveðnum
armi í Alþýðuflokknum,” sagði
Ólafur Ragnar Grímsson alþingis-
maður (AB) i viðtali við DB í
morgun.
,,Það er sama, hverju hreyft er við
þennan arm Alþýðuflokksins. Þeir
sitja eins og páfagaukar á priki og
segja „nei, nei, nei”. Þó held ég, að
þeir muni finna þrýstinginn frá sam-
tökum launafólks og þeim verði erfitt
að standa á móti honum. Mér
viröist, að síðustu sólarhringa hafi
skapazt víðtækur skilningur á
þörfinni á samstöðu,” sagði Ólafur
Ragnar. Hann kvaðst dæma þetta af
viðræöum, sem hefðu farið fram
milli alþýðubandalagsmanna, fram-
sóknarmanna, ýmissa forystumanna
i verkalýðshreyfingu og hluta af Al-
þýðufiokknum. í viðræðunum heföu
verið nefndar ýmsar leiðir til mála-
miðlunar, en mestu skipti, að vilji til
samstöðu væri til staðar.
„Ekki minna
sáttfúsir"
„Við erum ekki minna sáttfúsir en
alþýðubandalagsmenn,” sagði Arni
Gunnarsson alþingismaður (A) í
viðtali við DB. Árni sagði, aö á-
greiningur væri um, hvernig faraætti
í samkomulag. Alþýðubandalagið
vildi breytingar á frumvarpi Ólafs.
„Alþýðuflokksmenn vilja ekki gera
frekari breytingar á frumvarpinu,”
sagði Árni. „Mín skoðun er, að þeg-
ar sé búið að veikja frumvarpið svo
mjög sem baráttutæki gegn
verðbólgunni, að ekki megi ganga
lengra í þá átt.” Allar hugmyndir um
breytingar yrðu þá að koma til hliðar
við frumvarpið.
Orðahnippingar
DB hefur frétt, að Ólafur Ragnar
Grímsson hafi í gær vegið hart að
Jóni Sigurðssyni, forstöðumanni
Þjóðhagsstofnunar, sem mættur var
til ráðuneytis á sameiginlegum fundi
þingnefnda í gær. Ólafur gagnrýndi
þátt Jóns í frumvarpssmíðinni, en
Jón svaraði fáu. Fjárhags- og
viðskiptanefndir beggja deilda tóku
þá fyrir frumvarp forsætisráðherra.
-HH.
Margirbrugðu við
og sýndu
GÓÐVILD
OG RAUSN
— tilað bætagömlu
konunni tjónið
Nokkrir lesendur Dagblaðsins hafa
haft samband við ritstjórn þess og tjáð
vilja sinn til að leggja eitthvað af
mörkum til gömlu konunnar, sem DB
sagði frá í gær.
Einn hefur hringt og látið vita af
því, að hann hafi fundið 5 þúsund
króna seðil á þeim slóðum, sem konan
týndi peningunum.
Þá hefur einn lesandi DB sent dálitla
upphæð í bréfi. Hann lætur ekki nafns
síns getið.
,,í snarpri vindhviðu opnaðist taska
gamallar konu, sem var á leið niður
Laugaveg. Féll úr töskunni allt, sem i
henni var. Meðal þess voru peninga-
seðlar og skilríki.
Margir vegfarendur urðu vitni að
þessu.Hjálpuðust þeir við að grípa það,
sem til náðist. Því fór samt fjarri, að
allt kæmi til skila. Þegar síðast sást til
gömlu konunnar, gekk hún grátandi á-
fram niður Laugaveginn.” Þannig var
hluti fréttarinnar í DB í gær. Var sett
fram sú tilgáta vegfarenda, að gamla
konan hefði verið að koma úr
Tryggingunum með ellilífeyri sinn.
Viðbrögð lesenda DB sýna enn einu
sinni þá góðvild og rausn, sem
íslendingar sýna þeim, sem örlögin
leika grátt. Það, sem einum kann að
vera léttbært óhapp, getur verið sárt og
óbærilegt tjón fyrir annan.
Það er von DB, að gamla konan,
eða einhver henni kunnugur, lesi þessar
fréttir. Vonandi lætur hún til sín heyra.
Sem fyrr . heldur DB til haga
upplýsingum fólks, sem kann að hafa
fundið peninga eða annað, sem telja
má, að gamla konan hafi misst úr tösku
sinni á gatnamótum Barónsstígs og
Laugavegs um miðjan dag siðastliðinn
mánudag.
-GS.
RK:
Landburður
— hefst vart undan
ífiskvinnslunni
Mokafli hefur borizt að landi á Rifi
að undanförnu og má segja að ekki
hafi hafzt undan að vinna aflann, þótt
unnið hafi verið fram á nótt á hverjum
degi. Á mánudag, höfðu borizt um 2
þúsund tonn á land í Rifi og var hæsti
báturinn með 527 tonn í 35 róðrum.
Landburður þessi hefur nú staðið í
fjórar vikur. Á mánudag varð að gefa
frí í efsta bekk grunnskólans svo hægt
væri að vinna aflann.
Vatnsleysi hefur hrjáð íbúa á Hellis-
andi að undanförnu, því mikil vatns-
notkun er samfara hinni miklu vinnslu.
Vatnslaust er i heilu götunum allan
daginn, en menn loka augunum fyrir
því vegna hinna sérstöku aðstæðna.
-HJ/JH.
Pétur Jónsson RE
náðist á f lot
— eftir strandið í Seyðisfirði
Loðnuskipið Pétur Jónsson RE ó strandstað.
Loðnuskipið Pétur Jónsson RE
strandaði rétt fyrir kl. 4 í fyrrinótt við
Vestdalseyri í Seyðisfirði. Þá um nótt-
ina gekk á með dimmum éljum og ofsa-
rok var. Skipið lenti á sandfjöru og
skemmdir eru taldar litlar.
Strandferðaskipið Esja dró loðnu-
bátinn út um kl. 17 í gærdag og naut
við það aðstoðar Litlaness NS 51. Eftir
að Pétur náðist á flot kom hann við á
DB-mynd Jón Guðmundsson.
Seyðisfirði og fékk vatn í stað þess sem
dælt var úr á strandstað og hélt siðan
áleiðis til Reykjavíkur.
-JG/JH.
Fyrstu ísrastirnar lóna inn fyrir Húsavikurhöfða sem sést í baksýn, um hádegisbilið í gær, í átt til hafnarinnar sem er
hægra megin utan myndarinnar. DB-mynd Einar Ólason.
Hafísinn rekur hægt og hægt sunnar
með Austurlandi og í gær sáust jakar
allt suður með Gerpi. í morgun þegar
annar Ólafsfjarðartogarinn ætlaði út
úr höfninni varð hann við að snúa
vegna íss sem hrakið hafði inn í höfn-
ina. Annars munu siglingaleiðir fyrir
Norðurlandi greiðar nema hvað Eyja-
fjörður er lokaður á milli Héðinsfjarð-
ar og Gjögurtáar.
í gærdag var ísrönd að þéttleika
7/10—10/10 81 sjómílu vestur af
Bjargtöngum, 63 mílur vestur af
Barðaströnd og 30 mílur norðvestur af
Straumnesi.
Jakahrafl, 1/10 — 3/10 var 30
sjómílur norður af Horni, 30 mílur
norður af Skaga, 6 mílur norður af
Grímsey, 20 mílur norður af Rauða-
núpi, 27 mílur norðaustur af Hraun-
hafnartanga, 9 mílur austur af Langa-
nesi og 50 mílur norðasturur af Glett
inganesi. Auk þess eru ísrastir víða um
sjó. En siglingaleið mun greiðfær, að
minnsta kosti í björtu.
DS.
íijálst, óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1979.
Gagntiiboð BSRB lagt
fyrir ráðherra í morgun
Einstök
aðildar-
f élög fái
verkfalls-
rétt
í gagntilboði BSRB, sem sex manna
nefnd lagði fyrir ríkisstjórnina í
morgun, eru helztu breytingar frá fyrra
tilboði, að aðildarfélög BSRB eiga að
fara með sérsamninga sína og fá verk-
fallsrétt, að sögn Kristjáns Thorlacíus,
formanns BSRB, í morgun. Samningar
félaganna yrðu þá til tveggja ára en
heildarsamningar BSRB ekki bundnir
þannig heldur gilti frjáls samningsrétt-
ur um þá.
BSRB kom sér niður á þetta tilboð á
fundi, sem stóð til miðnættis í nótt.
Eftir að sex manna nefndin hefur rætt
við þrjá ráðherra, mun „stóra” samn-
inganefndin hjá BSRB koma saman
klukkan tvö og fjalla um niðurstöður
viðræðnanna. „Við föllum ekki frá 3%
kauphækkuninni 1. apríl nema sam-
komulag verði um samningsréttar-
málið,” sagði Kristján Thorlacius. „Ég
ræddi við fjármálaráðherra í gær, og
hann fullvissaði mig um, að ríkisstjórn-
in hefði enga ákvörðun tekið um að
greiða ekki 3% hækkunina 1. april. Vel
að merkja er rætt um í greinargerð
frumvarps forsætisráðherra, að reynt
skuli að ná samkomulagi við launþega
um að fella niður þessa hækkun.
Hvergi segir i frumvarpinu, að hún
skuli falla niður. Sumir ráðherrar hafa
viljað túlka bráðabirgðalögin frá í sept-
ember þannig, að þau felldu þrjú pró-
sentin út, en ég trúi ekki fyrr en ég tek á
því, að ríkið noti sér hið loðna orða-
lag þeirra laga,” sagði Kristján. -HH.
JÓN L. Á
BIÐSKÁK
„Það verður að fara að stöðva þessa
sigurgöngu hjá Jens Ove Fritz Nielsen
— hann hefur sigrað í fimm fyrstu um-
ferðunum á skákmótinu hér í Kaupa-
mannahöfn,” sagði Jón L. Árnason,
þegar DB ræddi við hann í morgun.
Jón teflir við Nielsen á morgun,
fimmtudag, og hefur svart.
I fimmtu umferðinni í gær tefldi
Jón við Danann Fuglsang. Hafði svart.
Skákin fór í bið — en Fuglsang bauð
jafntefii. „Ég ætla að líta betur á
skákina. Það er mikið eftir, drottning-
ar, hrókar og riddarar á borðinu auk
peða. Ég veit ekki hvort ég á einhverja
vinningsleið. Þarf að rannsaka það”.
Hinn 19 ára Jens O. F. Nielsen
sigraði Jens Kristiansen í 5. umferðinni
og er efstur með 5 vinninga. Mjög
efnilegur skákmaður, sem tvívegis
hefur orðið í þriðja sæti á HM
unglinga. Kristiansen er annar með 3.5
v. Síðan koma Svíarnir Schneider og
Wedberg með 3 v. og Jón L. er í
fimmta sæti með 2 vinninga og
biðskák. Keppendur eru 10. Frí verður
ídagámótinu. -hsím.