Dagblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAOIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979. c Danmörk: j Útgefandi: DagblaflM hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjóHnson. Rrtstjóri: Jönas Krístjónsson. Fróttastjórí: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfultrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri riUtjómar Jóhannes RayrtdaL íþróttir: Hallur Simonarson. Aflstoflarfróttastjórar Atli Steinarsson og ómar Vaidr marsson. Menningarmái: AAalsteinn Ingótfsson. Handrít Ásgrímur Pilsson. Biaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Gbsur Sigurfls- son, Gunniaugur A. Jónsson, HaHur Halisson, Helgi Pótursscn, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, ólafur Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Pálsson. Ljósmyndir Ámi Páfl Jóhannsson, Bjamleifur Bja.nleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Práinn PoríeHsson. Sökistjórí: Ingvar Svainsson. Drerfing arstjórt Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsinger og skrHstofur Þverhofti 11. Aflalsimi bleflsins er 27022 (10 linur). Askri41 3000 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 150 kr. ointakifl. Setning og u.nbrot Dagblaflifl hf. Siflumúk. 12. Mynda- og plötugerfl: Hilr.'ir hf. Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Sketfunni 10. , Steingrímur til bóta Skjótur stjórnmálaframi Steingríms Hermannssonar er dæmi um, hvernig stjórnmál geti gengið í ættir. Steingrím- ur hefur vafalaust andað að sér stjórn- málum í föðurgarði og síðan notið Hermannsnafnsins fyrstu' skrefin í ____________ Framsóknarflokknum. Hann er meira að segja þing- maður kjördæmis Hermanns Jónassonar. Fyrst og fremst hefur Steingrímur hafizt í Fram- sóknarflokknum af eigin verðleikum, erfðum og áunn- um. Hann hefur unnið sig upp af óvenjulegum dugn- aði og ótrúlegum hraða. Hann fór seint af stað, varð fyrst þingmaður fyrir hálfu áttunda ári. Og núna er hann orðinn flokksformaður, aðeins fimmtugur að aldri. Á ferli sínum í flokknum hefur Steingrímur smám saman safnað að sér hirð manna, sem bera mikið traust til hans. Jafnframt hefur honum tekizt að umgangast hina eldri menn flokksins með nægilegri lagni til að verða sjálfkjörinn eftirmaður Ólafs Jóhannessonar. Slíkt er ekki auðvelt í gömlum og þreytulegum flokki. Formannaskiptin eru trúlega til bóta, bæði fyrir Framsóknarflokkinn og þjóðina. Steingrímur er maður tæknialdar, þéttbýlis og iðnaðar, ekki dreifbýlis og landbúnaðar. Hann mun reyna að breyta flokknum úr flokki einnar stéttar og eins fyrirtækis. Sem ráðherra í rúmlega hálft ár hefur Steingrímur haft töluvert góð áhrif á Framsóknarflokkinn. Það var frá honum og hans mönnum, sem hinar athyglisverðu efnahagstillögur Framsóknarflokksins komu í byrjun þessa árs. í einu vetfangi var efnahagsstefnu flokksins breytt úr forneskju í nýtízku. Sem landbúnaðarráðherra í rúmlega hálft ár hefur Steingrímur innleitt örlítinn vott af skynsemi, þann, að offramleiðsla skuli afnumin. Þetta er svo sem ekki stórt skref, en þó stórt af manni úr flokki landbúnaðar og Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Engin siðbylting í flokknum mun fylgja í kjölfar Steingríms Hermannssonar. Slíkrar byltingar er ekki að vænta af fimmtugum manni. En í hirð hans eru yngri menn, sem sumir hverjir taka alvarlega barátt- una gegn spillingu í íslenzkum stjórnmálum. Of snemmt er að spá um áhrif þessara manna, en ekki veitir Framsóknarflokknum af siðvæðingu. Ein örlagarík mistök hanga Steingrími um háls og munu hanga þar áfram. Það er þörungaverksmiðjan á Reykhólum, sem Steingrímur lét byggja handa kjós- endum sínum. Þetta var pólitísk verksmiðja, byggð upp á rangan hátt, þrátt fyrir aðvaranir þess vísinda- manns, sem lengst og mest hafði rannsakað möguleika á þörungavinnslu á Reykhólum. Þegar Krafla var reist, var anað áfram í skorti á vísindalegri þekkingu og þótti hneyksli. Þörunga- vinnslan var að því leyti verri, að þar var anað áfram þvert ofan í vísindalega þekkingu. Þannig séð er Þörungavinnslan meira hneyksli en Krafla, þótt minni fjármunir færu þar í súginn. Þess má vænta, að Steingrímur hafi lært nokkuð af Reykhólaævintýrinu og að betri siðir verði framvegis í heiðri hafðir. Hann hefur tekið við ábyrgðarmiklu hlutverki og er ekki líklegur til að sofna á verðinum. Hann gr fjörefnasprautan, sem Framsóknarflokkurinn þarf á að halda. Steingrímur hefur tekið við litlum og lítt klofnum flokki á rólegri siglingu hægra megin við miðju. Stein- grímur mun tæpast breyta þeirri átt, heldur vinda upp segl og koma skútunni á skrið. LAUN KVENNA MUN LÆGRIEN Aður VAR TALIÐ Laun kvenna í Danmörku eru til muna lægri en karla fyrir sömu störf en áður var talið. Gegnir þá sama máfi hvort um er að ræða störf þar sem einhverrar starfsmenntunar er krafizt eða óbreytt störf. Laun kvenna eru að meðaltali langt fyrir neðan meðallaun í hverri starfsgrein. Kemur þetta fram í greinargerð nefndar um jafnlaunamál, þar sem hún gerði grein fyrir þróuninni á árunum 1970 til 1976. Voru niður- stöðurnar birtar í síðustu viku. Þar kemur fram að tveir þriðju hlutar þess hóps sem talinn er hafa lægstar tekjur í Danmörku eru konur. Þær voru fjölmennastar með- al hinna lægstsettu og ófaglærðu. Nærri tveir þriðju þessara kvenna unnu aöeins hluta úr degi. Formaður nefndarinnar, sem kannar þessi mál, telur þetta mjög uggvænlegar upplýs- ingar. Eins og við var að búast er niður- staða skýrslunnar sú að karlar séu yfirgnæfandi í þeim þjóðfélagshóp- um sem mestar tekjumar hafi. Þær konur sem komist meðal þeirra séu undantekningarlaust hátt settir yfir- menn. Nefndin vann úr þeim upplýs- ingum sem fyrir lágu á ýmsan hátt. Meðal annars kom þá í Ijós að heildartekjur helmings þess hóps sem lægstar tekjumar hafði eru samtals nokkurn veginn þær sömu og þeirra tiu prósent launþega sem hæstar tekjurnar hafa. Þess er þó getið að þær litlu breyt- ingar sem orðið hafa á tímabilinu frá 1970 til 1976 bendi til þess að nokkuð þokist í átt til meiri launajafnaðar í Danmörku. Árið 1976 fengu hinir hæstlaunuðu hlutfallslega örlitlu lægri laun en árið 1970 og hinir lægstlaunuðu örlítið hærri. Launajöfnuður á þó að sögn nefndarinnar langt i land. Árið 1976 höfðu karlar í yfirmannastöðum að meðaltali rúmlega 116 þúsund danskar krónur í brúttólaun. Ef yfir- Að þegja og éta skötufótinn Kjallarinn Hin eina sanna viðskiptakjara- vísitala er vinnandi fólk getur viðurkennt er fullt lifsframfæri í skiptum fyrir unnin verk. Hlutur alþýðunnar í „þjóðarkökunni”, sem blekkingameisturum borgara- stéttarinnar verður tíðrætt um, verður eigi stærri, né meiri þótt hún sé bökuð í Nýju kökuhúsi og skreytt möndlum úr möndlukvörn Verka- mannasambandsins. Uppskriftin er úr kokkabókum og Kvennafræðara Grótta konungs. Hagspekingar og heimspekingar eymdarinnar stýra pennanum er beir tilreiða Bóndadótt- ur með bueju í eldhúsi Framsóknar- flokksins. Komeni trúarleiðtogi í íran hjúpar fegurð persneskra kvenna afturhaldsboldangi miðalda viö bænasöng musterispresta \ moskum Múhameðs. íslenskir verkalýðs,,leið- togar” vefja silkipappir um kjara- skerðingaródrátt sinn og tóna nýja Davíðssálma smjörlíkisgerðanna í . hlíðum Smjörfjallsins. Fyrirtæki sem depla ekki auga þótt milljónatugir hverfi af reikningum þeirra við bókfærsluhagræðingu hvina í móðursýkisköstum ef minnst er á að vinnulaun fylgi verðlagi. Þingmenn Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins fylkja liði undir merki fésýslu og arðs gegn launa- vinnustétt. Með samningum sinum og frumvörpum lúta þeir járnkönslurunum á Grundartanga er settu forskrift alþjóðaauövalds og láglaunastefnu í kjaradeilum 1977. Starfsfriður sá er þeir panta þýðir: launaskerðing vinnulýðsins, frelsi stóreignastéttar til frekari arös og auðsöfnunar á kostnað alþýðu. Táknrænt dæmi um þversagnir 1 málflutningi þeirra er sífellt hampa verðbólguhættu þegar rætt er um laun almúgans, er tal þeirra um að ekki fáist nógu hátt verð fyrir fram- leiðsluvörur. Of hátt — ekki nógu hátt — er sibylja þeirra í löngu- vitleysunni. Matvælastefna þeirra er að breyta erfiöi og ávöxtum vinnandi handa, jarðargróða og fiskifangi í gúanó handa alisvínum burgeisanna. Lítils- virða vinnu og hugvit. Hampa auðvah i oo 'iylla ágóða. Auðmagnið virt ofar öllu. „Raunvextir” trúarjátning þeirra og Faðirvor. Þannig „ávaxta þeir fé á vinsælan hátt”,eins og sagtvar. Einokunarfyrirtæki útflutnings- framleiðslunnar fá að ráða tekju- skiptingu og viðskiptakjaravísitölu. Seðlabankinn hefir nýlega Pétur Pétursson tilkynnt aö hann muni senn setja nýja mynt 1 umferð. Hún mun líta dagsins ljós 1 kjölfar „viðskiptavisitölu” er fulltrúar svokallaðra verkalýðsflokka munu háfa fallist á að upp verði tekin við skráningu iauna. Lengi hefur verið klifað á því, en hingað til hefir sá kaleikur verið of beiskur fyrir verk'alýðsforingjana. Nú hopa þeir fyrir sameinuðum áróðri eymdarspekinganna. Skammt mun þess að biða að kveinað verði um áföll útflutnings- fyrirtækja er geyma matvæli sín í skugga kjarnorkuvera og gefsla- virkni. Þá kemur til Teits og Siggu að umskrá viðskiptakjaravísitölu verka- lýð öllum í óhag. En ekki svo að skilja að umbun kc.mi eigi fyrir undanlátssemi og eftirgjöf, þvi kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn. Því hefir orðiö að ráði að i skiptum fyrir „viðskipta- kjaravísitölu” fái fulltrúar „verka- lýðsforystunnar og flokka hennar” að ráða hvorumegin skatan sé á nýju

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.