Dagblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979. 9 \ Margir vilja sigla með Gunnari Gunnarssyni sem varð í 2. sæti í sjórallinu í fyrra: „Gæti þess vegna siglt með tíu manna áhöfn” —verið að smíða og sérstyrkja 23 f eta bát fyrir keppnina ,,Ég stefni að þvi með öllum til- tækum ráðum að taka þátt í næsta sjóralli og það má mikið ganga á til að ég hætti við það,” sagði Gunnar Gunnarsson auglýsingateiknari í við- tali við DB í gær. Gunnar stjórnaði bátnum Signýju sem varð í öðru sæti í sjórallinu í fyrra og hafði sér til að- stoðar Björn Árnason. „Það hafa margir boðizt til að vera aðstoðarmenn mínir ef ég keppi aftur og þess vegna gæti ég mannað bátinn svo sem 10 manna áhöfn,” sagði Gunnar, „en helzt vildi ég hafa Bödda með aftur, hann kippir sér ekki upp á hverju sem gengur.” Mótun hf. í Hafnarfirði, nýr inn- lendur aðili í skemmtibátafram- leiðslu, er nú að smíða 23 feta bát handa Gunnari fyrir keppnina og SJÓ RALL 79, BLADID-SNARFARI Björn Árnason og Gunnar Gunnarsson slappa af i Vestmannaeyjahöfn i keppninni í fyrra eftir mikla hrakninga nóttina áöur við að komast til hafnar. DB-mynd Jónas Sigurðsson verður hann styrktur langt umfram kröfur flokkunarfélaganna Norsk Veritas og Lloyds. Annar búnaður bátsins er enn „hernaðarleyndarmáP’, nema hvað Gunnar er ákveðinn í að búa hann mun betur siglingatækjum en Signýju í fyrra. Takist ekki að koma þessum báti á flot a.m.k. mánuði fyrir keppnina til reynslusiglinga hyggst Gunnar freista þess að verða sér úti um annan bát. Nú eru rétt tæpir þrír mánuðir til stefnu þar sem Sjórall '79 hefst 1. júlí, eins og áður hefur verið kynnt. Lengsti siglingatími Gunnars í fyrra í einum áfanga var 27 klukkustundir í stöðugu illviðri, með tveim örstuttum viðkomum á Siglufirði og ísafirði til eldsncytistöku. GS „Ástandid í Suður-Afríku aldrei verra” —f ulltrúi þjóðf relsisf ylkingar beiðist stuðnings íslendinga „Það finnst öllum voðalegt hvernig farið var með gyðinga í Hitlers-Þýzka- landi. Þar var gerð skipulögð tilraun til að útrýma þeim vegna kynþáttar þeirra. Það sama er nú verið að reyna í Suður-Afríku gegn negrum. Núna sitja að ég held 10 þúsund negrar í suður- afrískum fangelsum og þúsund eru handteknir á dag til viðbótar. Flestir eru líflátnir,” sagði Count Pieterson frá Suður-Afríku í viðtali við DB. Pieterson er staddur hér á landi til að vinna þjóðfrelsishreyfingu Suður- Afríku, sem hann kallar reyndar Azaniu, fylgi. Pieterson gat þess, þegar hann kom á ritstjórn DB, að öll Norðurlöndin nema ísland hefðu stutt hreyfinguna beint undanfarin ár. Nú væri hann einnig búinn að fá góð orð utanríkis- ráðuneytisins hér um stuðning og ASÍ Count Pleterson frá Suður-Afríku. DB-mynd Bjarnleifur Hellissandur: „Allt alla að drepa í fiski” —f ólk sof naði á f yrstu mínútum bíómyndarinnar „Hér er allt alla að drepa í fiski og stanzlaus törn hefur staðið hér i sex vikur með vinnu til 11 á kvöldin upp á hvern dag og eru þá sunnudagar með- taldir,” sagði Hafsteinn Jónsson, fréttaritari DB á Hellissandi, í viðtali við DB í gær. Hafsteinn sér um rekstur félagsheim- ilisins Rastar og var þar kvikmyndasýn- ing í fyrrakvöld. Hópur fólks kom en að sögn Hafsteins sofnuðu sumir strax á fyrstu mínútum myndarinnar, fegnir hvíldarstundinni. Á laugardagskvöldið höfðu 3.675 tonn af fiski borizt á land i Rifi frá ára- mótum á móti 1.990 tonnum á sama tíma í fyrra svo álagið er nú mjög mikið á allar vinnandi hendur. Hefur skóla- fólk hlaupið undir bagga líka. Efsti netabáturinn frá áramótum er Hamar SH með 748 tonn, þá Saxhamar SH með 600 og Tjaldur SH með 572 tonn. Nýju reglurnar fyrir loðnubátana, sem fá að fara á netaveiðar að lokinni loðnuvertíð, þess efnis að þeir megi ekki koma að landi án þess að hafa áður dregið öll net úr sjó, verka öfugt í tilvikum eins og á Rifi, að því er Haf- steinn hefur eftir heimamönnum. Loðnubáturinn Skarðsvík SH er nú á netum og er ekki nema 20 mínútur á miðin. 1 stað þess að geta skotizt til löndunar eftir hentugleikum verður hann að taka upp öll sin net fyrir lönd- un, er þvi lengur í veiðiferðinni og kemur með lakara hráefni af þeim sök- um. -HJ/GS _ .1 ff- A—-_ rOStnOn lJuo 008 SKf HsiOflð ISMpuS Hafnaretrati 5, slmi 13468. hefði þegar gefið 300 þúsund krónur til kaupa á mat handa flóttafólki frá Suður-Afríku sem hefst að mestu við í Tansaníu. Stjórnmálaflokkarnir munu einnig að hans sögn hafa lofað stuðn- ingi sinum. Pieterson var spurður að því hvort þörf væri á stuðningi við bióðfrelsis- hreyfinguna þar sem Sameinuðu þjóð- irnar hafa tekið afstöðu með svörtu fólki í Suður-Afríku og þróun mála þar á að vera til aukins jafnréttis. Hann sagði: „Síðan lætin urðu í Soveto fyrir tveim árum hefur verið mjög hert að svörtu fólki í landinu þó það fáist ekki viðurkennt. Ég til dæmis neyddist til að flýja eftir þau læti og hef ekki komið heim síðan. Við kærum okkur ekkert um þau litlu lýðveldi svartra sem stjórnin í Suður-Afríku er að koma á fót. Við viljum eitt stórt ríki áfram, ríki þar sem svartir og hvítir geta búið saman í friði.” - DS --- 2^2$ ---- 'WMT Hef ur þú séö JOHN ANTHONY ★★★★★★ ★★★★★★ r 4] Efekki; y UJ LÁTTU ÞAÐ EFTIR ÞÉR AÐ SKREPPA í ÓÐAL í KVÖLD. 2-3==l Hann er; SYNGJANDI SÆLLOG GLAÐUR ★★★★★★★★★★★★★★★★★ Láttu sjá þig!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.