Dagblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 24
Formaður Sjómannasambandsins um tillögur um helmings samdrátt loðnuveiðanna: „Margir munu pakka saman og hætta alveg” reiðarslag þvf kolmunna- og spærlingsverð er of lágt til að bæta upp loðnutapið „Þetta er reiðarslag fyrir bæði sjómenn og útgerðarmenn, hvað þá ef tillit er tekið til að slðasta sumar- og vetrarvertíð þóttu góðar en samt sem áður aflaði ekki nema um helmingur skipanna fyrir kauptryggingu áhafnanna,” sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands í viðtali við DB i morgun. Svaraði hann þessu er hann var spurður álits á tillögum norskra, íslenzkra og færeyskra fiskifræðinga í þá veru að minnka loðnuveiðarnar úr islenzka stofninum úr 1200 þús. tonnum á síðustu sumar- og vetarvertíðum niður i 600 þús. tonn á næstu tveim vertíðum. Þetta eru bráðabirgðatölur fiskifræðinganna byggðar á seiðarrannsóknum og verða endur- skoðaðar í kjölfar frekari rannsókna. Óskar taldi að ef þessi tala vaeri marktæk, mætti með íullri bjartsýni ekki búast við að talan yrði hækkuð nema um svo sem200 þús., tonn, sem enn væri alvarlegt áfall. Þá hefur verið rætt um að loðnuskipin snúi sér að kolmunna- veiðum fram til næstu sumarloðnu- vertíðar, sem hefst um miðjan ágúst og einnig að þau fari á spærlings- veiðar. En aðeins um 10 loðnuskip hafa vélarorku til kolmunnaveiða og verð á spærlingi og kolmunna nú er svo lágt að hvorki sjómenn né út- gerðarmenn telja sér fært að fara á þær, það tækist hreinlega ekki að manna bátana. Sá Oskar ekki fram á annað en að margir útgerðarmenn mundu nú „pakka saman” og hætta, ef þeir gætu, með vaxandi atvinnuleysi sjómanna í kjölfarið. Síðast veiddu Norðmenn og Fær- eyingar um 157 þús. tonn af loðnu úr íslandsstofninum utan 200 mílna lög- sögu okkar og áfram verður óvissuþáttur hversu stór hluti stofnsins syndir út fyrir og nýtist öðrum þar. -GS. Srfálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979. Hafís i Patreksfirði ígær k útleið í morgun ,,JÚ, það var dálítill íshroði hér i gærdag en hann hefur hrakið aðeins norður aftur í nótt,” sagði Sigríður Guðbjartsdóttir á bænum Lága-Núpi í Kollsvík vestast í Patreksfirði. „Það eru þó nokkuð mörg ár síðan við höfum séð hafis hérna á firðinum og þá voru aðeins stakir jakar. Hafís er mjög sjaldgæfur héma. Núna sjást stakir jakar hérna út með firðinum og einstaka jakar á fjörum en þetta hefur minnkað síðan í gær í sunnan andvar- anum,” sagði Sigríður. -DS. Hafísinn: ÁSTANDIÐ VERSNAR VIÐ N0RÐ- VESTURLAND „Við flugum í gær yfir norður og vestur strandirnar en sáum ekkert fyrir austan vegna þoku. Ástandið fyrir norðvestan er núna mun alvarlegra en það hefur verið,” sagði Guðmundur Kjærnested skipherra "hjá Landhelgis- gæzlunni. „Við sáum ís syðst í Breiðafirði. Þar voru þó aðeins stakir jakar. Síðan var ís með öllum Vestfjörðum og stórar spangir inni á ísafjarðardjúpi. Allar vikur við Horn em fullar af landföstum ís, svo og Strandir. Vel er þó fært þarna fyrir en það kostar dálítinn tíma og þolinmæði. Við sáum fyrir Norðurlandi að sólbráð er mikil á Grímseyjarsundi og þar sem sjórinn er dýpri. ísinn er ekki meiri en það að í góðri átt verður hann fljótur burt aftur,” sagði Guðmundur. —DS. Margeirféll átíma í 6. umferð skákmótsins í Lone Pine tapaði Margeir á tíma fyrir Bandaríkja- manninum Tarjan. Hafði Margeir gjörunna stöðu er hann féll á tíma. Helgi gerði jafntefli við Benkö og Guðmundur gerði jafntefli við Federovic. Það vakti mesta athygli í þessari umferð að Kortsnoj tapaði fyrir góðkunningja okkar íslendinga, séra Lombardy. Hefur Kortsnoj nú tapað tveimur skákum í röð. Júgóslavinn Shamkovic er nú einn í efsta sæti á mótinu með 5 vinninga. Guðmundur og Helgi hafa 3,5 vinninga og Margeir 3. -GAJ- Eðvarð og Kjartan verða á móti Efnahagsfrumvarpið: Annarri umræöu um efnahagsfrum- varp Óláfs Jóhannessonar lauk í efri deild klukkan hálfátta í gærkvöld. Þriðja umræða fór þó ekki fram um kvöldið en var frestað þar til í dag, eftir fund í Sameinuöu þingi. Frumvarpið kemur því ekki fyrir ri'ðri deild fyrr en á morgun. Flestar greinar t>umvarpsins og breytingartillögur me'rihluia fjárhags- og viðskiptanefndar ciri deildar voru, samþykktar án mótatkvæða, en sjálf- stæðismenn sátu hjá. Sjálfstæðismenn greiddu þó atkvæði gegn nokkrum greinum, svo sem um verðlagsmál, aflatryggingarsjóð og skyldu atvinnu- rekenda til að senda skýrslur um fækk- un starfsfólks. Þá greiddu sjálfstæðis- menn atkvæði gegn því, að málinu yrði vísað til þriðju umræðu til að sýna and- stöðu sínavið þaðíheild. DB hafði áður greint frá, að Eðvarð Sigurðsson (AB) hygðist greiða at- kvæði gegn verðbótakaflanum í frum- varpi Ólafs. Kjartan Ólafsson (AB) mun einnig greiða atkvæði gegn þessum kafla. Þeim félögum þykir of langt gengið í kjaraskerðingu. Að öðru leyti er nú mikil samstaða stjómarliða og „logn” eins og einn þingmaður þeirra sagði í morgun. -HH. Bílvelta í Keflavík Um kl. 19.15 í gærkvöldi varð það umferðaróhapp í Keflavík á mótum Skólavegar og Lyngholts að bílstjóri á jeppabifreið missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt og stöðvaðist á toppnum. Talið er að hálkan hafi valdið óhappinu. Öku- maðurinn var einn í bílnum og slapp hann ómeiddur en nokkrar skemmdir urðuábilnum. -GAJ- Það er skokkið sem bllfur. Fii maður sér œfingagalla og góða skó er allt komið og þi er bara að drífa sig út og hlaupa. Þœr fitna ekki i meðan þessar hressu stöllur, sem stunda hlaup kringum Tjörnina Í Reykjavik. Það er heldur ekki amalegt að stunda úti- \ veruna þessa daga. Sól skln I heiði og þótt nokkuð andkalt sé, er um að gera að hlaupa það úr sér. DB-mynd Magnús Hjörleifsson. Þingsályktunartillaga heillar þingnef ndar: Laxalónsmálið verði athugað — mat verði lagt á helztu þætti þess Allsherjarnefnd neðri deildar, menn úr öllum flokkum, hafa nú nær fullfrágengna þingsályktunartillögu um sérstaka athugun á Laxalónsmál- inu. Það er næsta einsdæmi, að þing- nefnd flytji þingsályktunartillögu. í Laxalónsmálinu hefur allsherjar- nefnd gert sína eigin rannsókn, að sögn nefndarmanna og kvatt á sinn fund sjö manns til viðræðna um málið. Allsherjarnefnd vill, að neðri deild skipi á sínum vegum fimm manna nefnd til að athuga ýmsa þætti Laxa- lónsmálsins. Meðal annars skuli metið það tjón sem aðilar hafi orðið fyrir og framtíðin í þessu fiskeldi, og er einkum átt við ræktun regnboga- silungs. Metin skal þýðing brauðryðj- andastarfs Skúla Pálssonar. Enn- fremur skal lagt mat á verðmæti stöðvarinnar við Laxalón. Út úr þessu gæti hugsanlega komið svar við spurningunni um skaða- bætur til Skúla Pálssonar. Vegna mikils stuðnings við málið innan nefndarinnar og i öllum flokk- um, er gert ráð fyrir, að það fari greiðlega gegnum þingið. -HH 65 ára maður f éll í slorþró „Ætlaði aldrei að komast upp úr” „Þetta gerðist í stórri slorþró sem 'ar orðin full og snigillinn vildi ekki aka slorið upp. Það var búið að eggja planka yfir brúna. Ég tók kúst- ikaft og fór út á plankann og þegar :g kom að sniglinum þá missti ég afnvægið og datt ofan í,” sagði Einar Hannesson 65 ára gamall Vest- mannaeyingur sem lenti ofan í slor- þró i Vestmannaevjum í gær en tókst af eigin rammleik að komast upp úr, og þykir mönnum það hið mesta þrekvirki af svona fullorðnum manni. „Ég fór með vinstri löppma inn i snigilinn og hann dró mig upp. Við misstum einu sinni bretti ofan 1 svona snigil og það hvarf. Stígvél- ið hjá mér var farið í sundur en ég gat lyft aðeins fætinum og dregið mig útúr en þá fór ég alveg á bólakaf og ætlaði aldrei að komast upp úr. Ég kallaði á hjálp en enginn heyrði í mér. En mér tókst að krafla mig á eins konar hundasundi að barminum og gat velt mér yfir. Ég hef sloppið alveg furðanlega vel og er aðeins marinn á hælnum og ökklanum,” sagði Einar að lokum, en hann liggur nú á Sjúkrahúsinu i Vestmannaeyj- um. -GAJ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.