Dagblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 3
DAGBLADID. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979. 3 Kommúnistum ekki treystandi - ráðast harkalega að verkafólki Sveinn Valgeirsson verkamaður á Seyðisfirði skrifar: Við sem nefndir erum verkamenn erum fyrir löngu sannfærðir um það að afkoma okkar fer ekki eingöngu eftir krónufjölda heldur einnig því hvað við fáum fyrir krónuna. Það skiptir meginmáli. Þetta virðast kommúnistar sem nú nefna sig alþýðubandalagsmenn ekki sjá. Vitanlega sjá þeir það þó, en ætla okkur verkamönnum að trúa hinu að það sé krónufjöldinn einn sem mestu máli skipti. Þeir eru alltaf að segja okkur að það sé verið að taka af okkur svo og svo mörg prósentustig, og þess vegna geti þeir ekki fallizt á frumvarp Ólafs Jóhannessonar sem vissulega tókst á við verðbólguvand- ann að vissu marki. Þetta þola alþýðubandalagsmenn ekki, og þvi verða nú krónurnar okkar ennþá minna virði þegar við fáum þær í okkar hendur sem greidd laun. Verðbólgan og skattarnir Verðbólgan vex. Ef svo fer sem nú stefnir þá eru mér hvað efst í huga skattamálin, þar sem ráðizt er harka- lega á það verkafólk sem leggur virki- lega hart að sér til þess að ná góðum tekjum, t.d. ungt fólk sem er að afla sér tekna til þess að koma þaki yfir höfuð sér. Hætt er við þvi að við- launafólk förum að missa alla sjálfs- bjargarviðleitni ef þessi ríkisstjórn heldur áfram þessari skattpíningar- stefnu sinni. Ekki efast ég um að flest verkafólk er farið að sjá óheilindi alþýðubandalagsforkólfanna í þessum efnum. Þarna eru einungis á ferðinni atkvæðaveiðar og það á kostnað okkar verkamannanna og raunar allrar þjóðarinnar. Það fá menn að reyna með enn vaxandi verðbólgu, óbærilegum sköttum og atvinnuleysi ef ekki verður á móti spyrnt. Það getum við með því eina móti að Ijá þessum sjálfskipuðu ,,vinum alþýðunnar” ekki fylgi okkar við komandi kosningar, hvenær sem þær verða. Svikin kosningaloforð Kommúnistum verður aldrei hægt að treysta. Ekkert frekar fyrir það þótt þeir skreyti sig með nafninu alþýðubandalagsmenn og þykist vera hinir einu og sönnu vinir verka- lýðsins. Allt þeirra tal um félagslegar umbætur er ekkert annað en undan- sláttur og skrum eftir svikin á stóru kosningaloforðunum á sl. vori „samningana i gildi”. Nú vill svo hlálega til að þessir sömu menn standa nú i baráttu fyrir því að samningarnir verði alls ekki settir í gildi. Hver getur treyst svona mönnum? Að lokum vil ég skora á kjósendur að sjá til þess að kommúnistar verði minnsta stjórnarafl hér á landi eftir næstu kosningar. Hngorinn ber þig hálfa leið ...IB'lániÖ hinn helminginn Við höfum opnað leiðir til að láta óskir rætast. Samið er um nokkrar mánaðarlegar innborganir. Síðan lánar bankinn jafn mikið á móti. Að IB-láni liggja margar leiðir - mislangar en allargreiðfærár. Dæml um noldmavalkDStl af mörgum sem bjóöast. SPARNAÐAR- DÆMIUM SPARNAÐUR IÐNAÐARBANKINN RÁÐSTÖFUNAR- MÁNAÐARLEG ENDURGR. TÍMABIL INNBORGUN i LOK TÍMABILS LÁNAR PÉR FÉ MEÐ VÖXTUM ENDURGREIÐSLA TÍMABIL 20.000 60.000 60.000 120.800 20.829 ^ / 40.000 120.000 120.000 241.600 41.657 mán. 75.000 225.000 225.000 453.375 78.107 IllcLil. 30.000 540.000 540.000 1.150.345 36.202 18 JLO , 50.000 900.000 900.000 1.918.741 60.336 man. 75.000 1.350.000 1.350.000 2.875.875 90.504 IIlcLLl. BazikiJ)eirm sem hyggja aö framtíöinni Iðnaðarbankinn AóalbahM og útíbú. Ert þú fylgjandi dvöl bandaríska herliðs- ins hér á landi? (Spurt f Mwmtaskólanum ( ■ «-i-w* nflRvWKN Hiir Benedlktssoa: Ég er eiginlega á móti því. Hann hefur ekkert að gera hér. Ef einhver hefði áhuga á að koma þá mundi herinn örugglega ekki hræða hann burt. Július AðafcHeinsMn: Já, ég er það. Eg tel að á meðan ekki er hér innlendur her þá sé betra að hafa hér bandarískan her eneinhvern annan. Kristinn Ólafsson: Nei, ég vil ekki hafa her á fslandi og ég tel að íslenzka þjóð- in sé ekki frjáls á meðan við höfum her. Mjöll Helgadóttir: Nei. Maöur efast um tilgang hans. Árnl Þór Slgurðsson: Nei. Það er langt þvi frá. Að minu viti erum við með þessu að selja landið þó ekki sé tekiö gjald fyrir það. Heiga Jóhannesdóttir: Nei, alls ekki. Kannski er það kostnaðurinn sem mælir helzt gegn því. fslendingar ættu að verja sig sjálfir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.