Dagblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979. r maðurinn var kona féllu meðallaunin niður i rúm 68 þúsund á ári. Meðal- laun ófaglærðrar konu voru aðeins 37.500danskar krónurá ári. Nefndin sem birtir þessar niður- stöður var sett á stofn af dönsku ríkisstjórninni árið 1976 og átti þá sérstaklega að kanna launamismun karla og kvenna. Vildi rikisstjómin fá upplýsingar um hvernig bætt lífs- kjör skiptust meðal þegnanna. Kom þessi könnun í kjölfar annarrar athugunar sem kanna átti í heild hvers vegna laun i Danmörku eru svo misjöfn sem raun ber vitni. Nefndin mun halda áfram að kanna þessi mál og næsta verkefni hennar mun beinast að því að kanna kjör og afkomu fjögurra stétta. Eru smábændur og þeir sem að hluta til hafa framfæri sitt af land- búnaði, ófaglærðar konur sem starfa í iðnaði, ófaglærðar konur i ýmsum þjónustugreinum og óbreyttir starfs- menn við ýmis afgreiðslustörf. Að sögn formanns nefndarinnar, Bent Hansen ritstjóra, er tilgangur- inn með öllu starfi nefndarinnar að finna út hvemig bezt verður staðið að aðstoð við hina lægstlaunuðu. FRA M H LÍÐA R BA K H L ÍÐA R Ný, íslensk mynt, ekki s si skatan. smámyntinni er Seðlabankinn boðar að senn verði tekin í notkun. Það er þó nokkurs virði. Hér gildir hið fornkveðna er haft var eftir bónda er kona hans kveinaði af sængurkonusulti. Hann fleygði til hennar skötubita og mælti: Þú þegir á meðan þú étur skötufótinn. En hér mun sannast sem fyrr að þeim verður hált er stígur á skötuna. Pétur Pétursson þulur. Dragnót er bezt allra veiðarfæra Margt er breytt Að undanförnu hefur hver snillingurinn af öðrum látið frá sér heyra um hugsanlega dragnótaveiði í Faxaflóa. Útlistað hefur verið með ótrúlegustu lýsingum hve hroðalegt eyðileggingartæki þetta veiðarfæri sé. Dragnót myndi bókstaflega gjör- eyða öllu lífi i Faxafióa ef leyfð væri, virðast þessir menn vera búnir að sannfæra sig um. Af tali allra þessara hatursmanna dragnótar virðist ljóst að enginn þeirra hefur verið á drag- nótaveiðum. Óspart er vitnað til eyði- leggingar fyrr á árum án þess að reynt sé að rökstyðja málið á nokkum hátt. í Norðursjónum hafa hundmð báta notað dragnót siðan um aldamót, þar dettur engum í hug að leggja hana niður. Vissulega er rétt að meðan notaður var smár möskvi veiddist oft smár fiskur i dragnót eins og önnur veiðar- færi. Það furðulega er að menn virðast vera búnir að gleyma því að sú vai cið'; :< ‘ 'ð skeyttum lítið um þótt veiddur væri smár fiskur, nema þá helzt það sem veitt var í dragnót hér í flóanum. Á togurum var algengt að hirða aðeins lítinn hluta af því sem innfyrir kom. Nokkrum mun í fersku minni þegar Norðurlands togararnir—„Nýsköpunin”—rótuðu upp smáfiskinum, fylltu sig á nokkrum dögum og lönduðu svo í „gúanó”. Þetta viðgekkst átölulítið á sama tíma og verið var að skammast yfir dragnót í Faxafióa. Þá þótti lengi sjálfsagt að ryðja öllum karfa í sjóinn. Bryggjuufsinn var árviss í Hafnarfirði og Keflavík fyrir jólin, þá var honum mokað upp og ekið í „gúanó" svo hundruðum tonna skipti. Þannig mætti lengi upp telja. Yfir öllu þessu var þagað þótt alltaf hafi verið risið upp á afturfæturna ef dragnótbarágóma. Seint ætla sumir að láta sér segjast, þótt rannsóknir leiði sífellt betur í ljós að dragnót er síður en svo skaðleg fyrir botngróður í sandinum, á öðrum botni verður hún ekki dregin. Menn æsast og nú er svo komið að þeir hörðustu fullyrða að með dragnótinni sé jafnvel rifinn upp þari. Óvænt lausn fyrir Þörunga- vinnsluna það. Stór og góður fiskur Dragnót var síðast leyfð í Faxafióa milli 1960 og 1970 þá með 120 m/m möskva. Þvi hefur verið haldið fram að á þessum árum hafi verið veitt mikið af smáfiski. Staðreyndin er þó sú að á þeim árum reyndist fiskur úr dragnót koma næst á eftir netafiski hvað stærð snertir og línufiski hvað gæði snertir. Þetta geta allir kynnt sér i gögnum Fiskifélags íslands, sem vilja. Þá er því haldið fram að eingöngu hafi átt að veiða kola. Vissulega var nýting kolans aðalfor- sendan fyrir þessum veiðum, en með þessum möskva hlaut annar fiskur að koma með. Enda vandséð að þorskur eða ýsa veidd í dragnót sé eitthvað öðruvísi dauður fiskur en þótt veitt væri í annað veiðarfæri. Stærð og gæði dragnótafisks hafa alla tið borið af, það sanna gögn sem fyrir liggja. Tvímælalaust er dragnót hag- kvæmasta veiðarfæri sem við þekkj- um fáist að beita henni á þeim svæðum, sem til þess eru vel fallin. Nú er talað um að fióinn sé að jafna sig. Ýsunet hafa verið stunduð hér á haustin í mörg ár, s.l. haust var það aumasta í áraraðir. En þegar kom út úr flóanum fiskaðist ýsa með mesta móti. Mikið er talað um auk- inn ýsuafla á Akranesi. Hvaða Akra- nesbátur hefur fiskað ýsu inn i flóa? Sannleikurinn er sá að nánast ekkert er veitt úr Faxaflóa nema fiskur hlaupi inn á vertíð. Það sanna skýrsl- ur Fiskifélagsins að ógleymdum skattskýrslum trillubátaeigenda. Ráð og óráð Nú er rætt um að möskvi í dragnót verði 170 m/m í allri voðinni. Með Kjallarinn Ólafur Björnsson slíkum möskva verður tæpast mögu- legt að ná árangri nema hér í Faxa- flóa og þá aðeins með mjög fáum bátum. Með þessum möskva heldur voðin litlu öðru en skarkola, en af honum mun óvíða svo mikið að svari kostnaði að stunda veiðar upp á að ná engu öðru. Þessi möskvi ætti því eingöngu að gilda í Faxafióa. Sumir hafa lagt til að veiða kolann í net, á því eru ýmsir annmarkar. Net eru margfalt dýrari en voðin og hráefnið verður til muna verra. Þar sem sér að skrifa í blöð um dragnót. í niðskva eru að sjálfsögðu fjórir leggir, möskvi er því tvisvar sinnum leggurinnálengd. Þeir sem vilja gera sér grein fyrir hverslags gat 170 m/m möskvi er geta tekið reglustrikuna sina og strikað ferhyrning sem er 85 m/m á kant. Ýsa sem ekki smýgur það gal þætti væn hjá sportveiðimanni og enginn trillukarl myndi leggja ýsunet með svo stórum möskva (tæpar 7”). Sex tommu möskvi hefur nú verið ákveðinn í ýsunetum og þar með telja margir að ýsunet séu úr sögunni. Þá hafa sportveiðimenn allan Faxaflóa fyrir sig, allt sumarið og haustið. Árið 1932 þótti 100 m/m möskvi eða 50 m/m leggur stórt, þá var algengastur möskvi í trolli 60 m/m. Árna hefur því á þeim tíma þótt nokkur friðun í að nota 50 m/m legg. 170 m/m hafa honum að sjálf- sögðu ekki dottið í hug og enn hefur engum dottið i hug að stunda fisk- veiðar með slíkum möskva við venju- legar kringumstæður. En Faxaflói og öll sú geðveiki sem blásin hefur verið upp í kringum hann er ekkert venjulegt. Árni Friðriksson segir m.a. um dragnót- ina: „Aðalatriðið finnst mér vera að berjast ekki gegn því veiðarfæri sem getur orðið útgerð okkaritil blessunar og þrifa.” Hilmar Hallvarðsson og aðrir sem telja sig þess umkomna að gefa leiðbeiningar um dragnótaveiði hefðu gott af því að lesa kverið hans • „Þótt dragnót væri slík fískifæla, sem þessir menn halda, hvaða rök hafa þeir fyrir því, að fiskur forði sér burt úr flóanum í stað þess að flytja sig á þau 90% af flóanum sem dragnót kemst með engu móti á?” straumhart er eins og t.d. hér í „Garðsjó”, bezta kolasvæði i Faxa- flóa, er enginn friður með net. Þá er talað um að veiða kolann þegar hann gengur út. Vissulega er það hægt að vissu marki, en þegar kemur fram á vetur er kolinn álíka vara og niður- göngulax. Það eru þessar vetrar- veiðar á skarkolanum sem eiga stærsta þáttinn í því að kolinn okkar er orðinn svo verðlítill, þótt fleira komi til. Skarkolinn heldur sig á grunnsævi, þegar hann er beztur, því verður að leyfa veiðar á honum meðan hann er þar. Einnig átti að dreifa veiðinni á allan tímann sem kolinn er góður (júl. — nóv.), vinna hann allan í þeim frábæru flökunar- vélum sem nú eru til fyrir kola og lausfrysta fiökin. Þannig er skarkol- inn eftirsóttur og í háu verði. Velur stóran fisk — bezta hráefni Það mætti vera undirskrifta- söfnurum til athugunar að allt frá upphafi hafa fiskifræðingar eindregið mælt með notkun dragnótar. Eins og Hilmar Hallvarðsson getur um gaf dr. Árni Friðriksson út kver um dragnótina 1932 í samráf við dr. Bjarna Sæmundsson,K. æ"u ðveramark- tækir. í kverinu m&.ii vrni eindregið með notkun dragnótar og færir gild rök fyrir máli sínu eins og fiskifræð ingar gera enn í dag með æ gildari rökum, sem nútíma tækni hefur leitt i Ijós. Hilmar hefur tekið skakkan pól í hæðina, þar sem hann telur Árna halda þvi fram að þriggja vetra þorskur sleppi í gegnum 50 m/m „möskva”. Árni talar um legg en ekki möskva. Sá sem ekki þekkir mun á legg og möskva, ætti að spara Árna spjalda milli. Einnig hefðu þeir gott af því að lesa það sem þeir Aðal- steinn Sigurðsson og Guðni Þorsteinsson fiskifræðingar hafa látið frá sér fara á seinni árum. Þeir hala kynnt sér þessi mál mest allra islenzkra fiskifræðinga, sem nú eru uppi. Faxaflói er 90% hraunbotn Ásamt Guðmundi Karlssyni hel ég lagt til að ekki gildi lengur sérstök lög um Faxaflóa, sem þýðir að ráðherra gæti leyft dragnótaveiðar þar sem annars staðar að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunar og Fiski- félagsins. Tillögur liggja fyrir um að leyfa dragnót aðeins utan línu sem hugsast dregin úr Hólmsbergsvita i bauju nr. 6 og þaðan í Kirkjuhólsvita norðan flóans, ennfremur línu úr Þormóðsskeri í Göltinn. Innan þessara lína ætti að vera nægt svæði fyrir allar trillur og sportveiðimenn, auk þess sem dragnótaveiði yrði ekkert fyrir þeim utan linunnar þótt leyfðyrði. Að endingu mættu þeir sem halda þvi fram að dragnót myndi eyða öllu lífi úr fióanum hugleiða það, að með engu móti er hægt að draga voð nema á innan við 10% af Faxaflóa, botn- lagið sér fyrir því. Þótt dragnót væri slík fiskifæla sem þessir menn halda, hvaða rök hafa þeir þá fyrir því að fiskur forði sér burt úr fióanum i stað þess að flytja sig á þau 90% af flóanum sem dragnót kemst með engu móti á? Ólafur Björnsson útgerðarmaður, Keflavík.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.