Dagblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979. 5 / ' 1 Uppgjör síðasta árs: B a NÆRRISJO MILUARDA HALU HJÁ RÍKISSJÓÐI Næstum sjö milljarða greiðsluhalli varð hjá ríkissjóði á síðasta ári sam- kvæmt skýrslu sem fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í gær. Gjöldin voru rúmum fimm millj- örðum framyfir tekjumar. Við bætt- ust neikvæðar lánahreyfingar og halli á viðskiptareikningum. Á fjárlögum fyrir árið hafði verið gert ráð fyrir að greiðsluafgangur yrði en ekki halli, afgangurinn yrði 353 milljónir. Fjármálaráðherra segir að almennt hafi það valdið frávikum að forsend- ur fjárlaga um þróun verðlags og launa hafi ekki staðizt, jafnvel þótt fjárlögin hafi verið byggð á áætlun um þróun verðlags- og verðbótavísi- tölu árið 1978. Vísitalan reyndist hærri en spáð var og stjómvöld gerðu breytingar á verðbótum. Þá veldur miklu um hallann að í september gerði nýja ríkisstjórnin margs konar dýrar aðgerðir, svo sem um aukningu niðurgreiðslna, verðjöfnunargjald til bænda. Þá varð gengisfelling í febrú- ar í fyrra og aftur i september. Að- gerðirnar í september leiddu til þriggja milljarða aukinna útgjalda vegna niðurgreiðslna og um 1,3 millj- arð vegna verðjöfnunargjalds til bænda. Fjármálaráðherra setur í skýrslu sinni upp dæmi um hver greiðsluaf- koma ríkissjóðs yrði ef dregnar eru frá hallanum afborganir i Seðla- banka, sem vom um 3,4 milljarðar. Eftir verður þá um 3,4 milljarða halli. Rannsókn á Aðalverktökum: Samrýmist ekki stjórnarskránni — segja sjálfstædis- og framsóknarmenn „Minnihluti nefndarinnar bendir á að samkvæmt 39. grein stjórnarskrár lýðveldisins sé kveðið skýrt á um rannsóknarnefndir Alþingis. Ljóst sé að tillaga þessi uppfylli ekki þau skilyrði sem þar eru talin,” segir í áliti minnihluta utanríkismála- nefndar Alþingis sem leggur til að til- lögu Vilmundar Gylfasonar (A) og Árna Gunnarssonar (A) um rann- sókn á Aðalverktökum verði vísað frá. í minnihlutanum em Einar Ágústs- son, formaður nefndarinnar (F), Ragnhildur Helgadóttir (S) og Frið- jón Þórðarson (S). Minnihlutinn segist einnig andvig- ur því að utanríkismálanefnd gerist rannsóknaraðili að þessu leyti. Hann leggur til að málið verði af- greitt með svofelldri rökstuddri dag- skrá: „Með því að utanríkisráðuneyt- ið hefur þegar stofnað til athugunar og endurskoðunar á fyrirkomulagi framkvæmda á vegum varnarliðsins og í trausti þess, að greinargerð ráðu- neytisins um slíka athugun verði lögð fyrir utanríkismálanefnd, tekur Al- þingi fyrir næsta mál á dagskrá.” Meirihluti nefndarinnar mælir með samþykkt tillögu þeirra Vilmundar og Árna, eins og DB hefur skýrt frá. í meirihluta sameinuðust þessu sinni alþýðubandalags- og alþýðuflokks- menn. - HH / Fasteignaskjöl og Hann blés hressilega I gær I Reykjavik. Hún þarf greinilega að taka á til þess að komast gegn vindinum, stúlkan. En hún er vel búin með ullartrefil enda veitir ekki af. Vonandi verður apríl eitthvað mildari en forveri hans, marz, sem var hinn kaldasti, sem malzt hefur frá því seint á 19. öld. DB-mynd Hörður. veðbókarvottorð á flandri í gærmorgun hvarf skjalataska úr bil og er tjón eigandans mikið en uppskera þess sem töskuna tók eða fann að sama skapi engin. Skjölin í töskunni voru flest tengd fasteignaviðskiptum, m.a. veðbókarvottorð o.fl. sem seinlegt er að afla en kemur engum að gagni nema eigandaskjalanna. Ein sparisjóðsbók var þó í töskunni ásamt skjölunum en peningaupphæðin í henni litil. Þá er taskan, sem var einföld með rennilás og svört að lit, hvarf úr bílnum var hann í Tryggvagötu skammt frá Gjaldheimtunni eða, og þó síður, við Kaffivagninn á Grandagarði. Þeir sem töskunnar hafa orðið varir eða kunna að finna hana eru beðnir að hafa samband við DB sem getur komið henni til eiganda sem yrði afar feginn þó hann fengi ekkert nema skjölin. - ASt. Sumaráætlun breytir verkfallinu Ekki flug f 10 daga Verkfall flugmanna hjá Flugfélagi íslands er heldur víðtækara en gert var ráð fyrir í Dagblaðinu í gær. Þegar rætt var við Svein Sæmundsson í gærmorg- un var gengið út frá vetraráætlun en nú er hins vegar komin í gildi sumaráætlun og breytir það stöðunni ögn. Verkfallið verður sem hér segir: í dag verður ekki flogið til Egils- staða, Norðfjarðar og Kaupmanna- hafnar. Hins vegar verður flogið til London. Á morgun verður ekki flogið til Vestfjarða og Hafnar í Hornafirði. Hins vegar verður fiogið til Oslóar og Kaupmannahafnar. Á fimmtudag verður ekki flogið til Norðfjarðar, Vestfjarða og Egilsstaða né heldur til London. Þá verður hins vegar flogið til Kaupmannahafnar. Á föstudaginn verður ekki flogið á Norðurlandi, það er ekki til Akureyrar, Húsavíkur og Sauðárkróks. En flogið verður milli landa til Oslóar og Stokkhólms annars vegar og Glasgow og Kaupmannahafn- ar hins vegar. Klukkan 19 á föstudagskvöld skellur svo á allsherjarverkfall sem nær til klukkan átta á mánudagsmorgun. Þá tekur strax við annað allsherjarverkfall fram á þriðjudag eftir páska. - DS Olíustyrkur: Fimmþúsundkall Olíustyrkur hefur nú verið hækk- meira en heimilað var með fjárlögum aður í 5 þúsund krónur á hvern ein- og 2300 krónum hærra en olíustyrkur- stakling. Er sú upphæð fyrir fyrsta inn var síðasta ársfjórðunginn í fyrra. fjórðung ársins. Er þetta 1300krónum Munar 85% á olíustyrknum þá og nú. Ný bankaþjónusta i miobæjarutibui Öryggishólf öryggishótf er traustur geymslu- staður Búnaðarbanki íslands Miðbæjarúti- bú býður föstum viðskiptavinum sín- um til afnota ný öryggishólf. Næturhólf Með næturhólfinu getjð þér notið bankaþjónustu eftir venjulegan af- greiðslutíma. Þér látið í þar til gerða tösku ávísanir, gíróseðla eða pen- inga. Töskuna látið þér í hólfið hve nær sem er sólarhringsins, þar sem þér hafið lykil að hólfinu. Næsta af- greiðsludag er innihald töskunnar bókfært inná reikning yðar. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS MIÐBÆJARÚTIBÚ Laugavegi3 sími 28800

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.