Dagblaðið - 09.04.1979, Page 6

Dagblaðið - 09.04.1979, Page 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1979. Fyrstarallársins: ÓMAR RAGNARSSON VARD ÖRUGGUR SIGURVEGARI víða mjög þungfært á keppnisleiðinni „Jú. Þetta gekk vel hjá mér. Að vísu kom í ljós að viftan á bilnum mínum var biluð aðeins 15 minútum áður en ég átti aö fara af stað og það munaði ekki nema minútu að ég kæmist ekki af staö, en eftir það gekk allt vel,” sagöi Ómar Ragnarsson, sigurvegarinn í fyrsta ralli ársins, sem Bifreiðaiþróttaklúbbur Reykjavikur gekkst fyrir á laugardaginn. Alls lögðu 25 bifreiöar á stað og 20 þeirra komust i mark. Farin var 370 km leið og var leiðin sem farin var víða mjög seinfarin. Keppendur voru ræstir viö Hótel Lofúeiðir kl. 10 um morguninn. Þaðan var ekið yfir öskjuhlíð, gegnum Hafnarfjörð og suður Kefla- víkurveg og víða um Reykjanes. Þá var haldið austur fyrir fjall, Krísu- Hafsteinn Aðalsteinsson og Magnús Pálsson á BMW—320 hrepptu annað sætið eftir mjig harða keppni við Halldór Úlfarsson og Tryggva Aðalsteinsson sem voru á Toyota Celcia. Aðeins ein sekúnda skildi á milli f lokin. DB-myndir Ragnar Th. Sig. Sigurvegararnir Ómar og Jón Ragnarssynir leggja af stað upp öskjuhlfðina á Simca-1100. Þarna eiga þeir 370 km langa og stranga ökuferð fyrir höndum. víkurleið, yfir Sogið við Ljósafoss og upp Búrfellsveg upp að Seyðishólum. Þaðan var ekið að Stokkseyri og síðan til Reykjavíkur um Kamba með krók um gamia Kolviðarhólsveginn. Ómar Ragnarsson sem ók á Simca 1100 varð nokkuð öruggur sigur- vegari. Hann hlaut 6,04 í refsitíma. Aðstoðarmaður Ómars var bróðir hans Jón Ragnarsson. Keppnin um annað sætið var gifurlega hörð og var munurinn á öðru og þriðja sæti aðeins ein sekúnda. Annað sætið hreppti Hafsteinn Aðalsteinsson en hann náði beztum árangri allra kepp- enda á síðara ári. Hann var á BMW- 320 og aðstoðarmaður hans var Magnús Pálsson. Þeir hlutu refsi- timann 7,00, og ekki mátti það tæpara standa því þeir Halldór Úlfarsson og Tryggvi Aðalsteinsson sem voru á Toyota Celiciavoru með refsitimann 7,01. -GAJ- Off ramleiðslan á mjólkuraf urðum: FJÓRDUNGINN ÞARF AÐ FLYTJA ÚT —verð erlendis á smjöri og undanrennudufti aðeins 10-15% af óniðurgreiddu verði hér Flytja þarf út um fjórða hlutann af innvegnu mjólkurmagni á yfirstand- andi verðlagsári, ef mjólkurvörubirgð- ir í landinu eiga ekki að aukast. Slík er offramleiðslan. Þessi umframframleiðsia hefursifellt aukizt. Árið 1975 var hún 7,2 milljónir lítra eða 6,6 prósent af framleiðslunni. 1977 var umframframleiðslan 24,3 milljónir lítra eða 21% af framleiðsl- unni, 23,2 milljón lítrar eða 19,3% af framieiðslunni árið 1978 og á verðlags- árinu 1978/1979 er gert ráð fyrir 30 miiijón iítra umframframleiðslu eða 24 prósentum. Mjólkurframleiðsian er meiri en hún hefur nokkru sinni verið. Áætlað er að hún verði 125 milljón lítrar á yfirstand- Off ramleiðsla kindakjöts er 35 af hundraði B0RDUM SIFELLT MINNA KINDAKJÖT Kindakjötsframleiðsian var á síöasta hausti um 35 prósent umfram innlend- ar þarfir. Ráðgert er að flytja út um 5500 tonnafkjöti. Ef tekið er meðaltal áranna 1970— 1978 hefur þurft aö flytja út 26,8 prósent af framieiðslunni þessi ár. Miðað við útflutningsverð í desember síðastliðnum hefði i hlut framleiðanda sauðfjárafurða komið um átta þúsund krónur á kind fyrir allar afurðir af henni, kjöt, gæru og ull. Ef breytilegur kostnaöur er ttilinn vera 7500 krónur á kind hrekkur þetta útflutningsverð lítið meira en til að greiða breytilega kostnaðinn, og fram ieiðandi fengi ekkert fyrir vinnu og fjármagnskostnaö. Þegar útflutnings- uppbætur eru þannig ekki teknar með i reikninginn er því ekki grundvöliur fyrir bændur að framleiða sauöfjár- afurðir til útflutnings á slíku verði. Neyzlan innanlands á kindakjöti hefur farið minnkandi síðustu árin. Árið 1962 var hún 52,7 kiló á íbúa á ári, árið 1967 48,5 kiló og 44 kíló bæði árið 1972ogárið 1977. Landbúnaðarráðherra segir að óhjákvæmilegt virðist aö draga úr framieiðslunni á „allra næstu árum.” Miðað við rikjandi markaösástand yrði það samdráttur um 18—20 af hundraði, segir ráðherra. -HH. „Rúm”-bezta verzlun landsins INGVAR OG GYLFI GRENSÁSVEGI 3 108 REYKJAVIK, SÍMI: 81144 OG 33530. Sérverzlun með rúm andi verðlagsári, sem er rúmlega 16 prósenta aukning frá verðlagsárinu 1975/1976. Á sama tíma hefur heildar- sala mjólkurafurða innanlands dregizt saman um 5—6 prósent. Mikið umframframboð hefur verið á mjóikurafuröum í heiminum undan- farin ár og miklar birgðir eru til erlend- is af smjöri og undanrennudufti. Heimsmarkaðsverð á mjólkurafurðum er lágt. Fyrir smjör og undanrennuduft fást nú erlendis aðeins 10—15 prósent af óniðurgreiddu heildsöluverði, fyrir venjulega osta 20—30 prósent en fyrir óðalsost40—45 prósent. Þessar upplýsingar komu fram með þingsályktunartillögu Steingríms Hermannssonar landbúnaðarráðherra um stefnubreytingu í landbúnaðar- máium. Ráðherrann segir, að við ríkj- andi aðstæður sé ekki grundvöllur fyrir framieiöslu mjólkur til útflutnings. Hæftlegt sé að minnka mjólkurfram- leiðsluna úr 125 milljónum í um 105 milljónir lítra en gera ráð fyrir að frá- vik frá þvi magni geti orðið um 3% á hvorn veginn. Þessu marki megi ná á tiltölulega skömmum tíma, einu til tveimur árum, með minni fóðurbætis- gjöf og einhverri fækkun mjólkurkúa. -HH. Nýr togari til Þorlákshafnar vertíðin mjög vel heppnuð Nýr togari kom til Þorlákshafnar á föstudagskvöld. Nýi togarinn sem heitir Þorlákur ÁR-5 var keyptur frá Frakklandi og var togarinn Brynjólfur látinn í staðinn sem hluti af greiðslu. Nýi togarinn er 453 tonn að stærð og verður hann gerður út bæði á flot- og botnvörpuveiðar. Eigandi er Meitillinn hf. Skipstjóri er Gúðmundur Kjalar Jónsson og 1. vélstjóri er Óskar Guðmundsson. Búizt er við að hann fari til veiða innan skamms. Heildaraflinn í Þorlákshöfn frá áramótum er nú orðinn 13.115 tonn sem er meira en á allri vertíðinni í fyrra en aflinn á henni var 12.970 tonn. Af þessum afla í ár er bátaafli 11.955 tonn í 1110 róðrum eða að meðaltali 10,8 tonn sem þykir mjög gott. Hæstu bátarnir eru Jón á Hofi með 951 lest, Höfrungur III með 933 lestir og Friðrik Sigurðsson með 892 lestir. í vikunni sem leiö kom erlent saltskip og losaði tæplega 1000 tonn af salti en mikill saltskortur var orðinn víða. Hefur síðan verið keyrt heilmiklu af salti frá Þorlákshöfn til Eyrarbakka Stokkseyrar og á fleiri staði. -GAJ/GS, Þorlákshöfn.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.