Dagblaðið - 09.04.1979, Side 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1979.
Jill Clayburg dregur upp áhrifaríka mynd af hinni vestrænu konu i myndinni
An Unmarried Woman.
völd höfðu gert sér ljóst að hann átti
alls ekki að sálast strax. Ástæðan fyrir
jarðarförinni er sú að kappinn þarf að
keppa í fótboltakeppni ársins, Rose
Bowl. Þetta efni er að sjálfsögðu hug-
leikið Könum og þarf því engan að
undra þótt tugir milljóna þeirra hafi
séð myndina. Því verður heldur ekki
neitað að þótt efnið sé hvorki fugl né
fiskur er myndin prýðilega gerð enda
fékk hún níu tilnefningar dl óskars-
verðlauna og Beatty sjálfur er fyrstí
maðurinn til að fá fjórfalda tilnefningu
síðan Orson Wells hlaut slíka fyrir
myndina Citizen Kane 1941.
Undanfarin ár hefur mátt segja það
óskarsverðlaunaakademíunni tíl hróss
að myndir sem ekki hafa hlotið viður-
kenningu hjá fjöldanum hafa verið út-
nefndar tíl verðlauna. Nú virðist
mörgum dæmið hafa snúizt við og að
Heaven Can Wait muni hreppa titiiinn
bezta kvikmyndin, en sú mynd sem
ætti að hljóta sigurinn, The Deer
Hunter, vekur heldur óþægilegar
endurminningar hjá Könum um Víet-
namstríðið og verður því að öllum
líkindum sniðgengin.
Ef litið er á aðrar greinar þá ber út-
nefning bezta leikarans og beztu leik-
konunnar einna hæst. Warren Beatty
er líklegastur til að hljóta útnefninguna
beztí leikarinn fyrir leik sinn í Heaven
Can Wait og skiptir það ekki litlu máli
að hann samdi einnig handrit myndar-
innar, framleiddi hana og leikstýrði.
Skæðastí keppinautur hans er Jon
Voight sem leikur hinn lamaða her-
mann í Coming Home af meiri innlifun
en sézt hefur á hvíta tjaldinu í mörg ár.
Hvað varðar útnefningu beztu leik-
konunnar þá þykir Ingrid Bergman lík-
legust til að hljóta titilinn fyrir frá-
bæran leik sinn í kvikmynd Ingmars
Bergman Autumn Sonata. Leikkonan
hefur þegar hlotíð þrjá óskara og sigri
hún nú verður hún vissulega sú leik-
kona sem mest hefur verið heiðruð frá
því að verðlaunaveitingar þessar hófust
fyrir fimmtíu og einu ári.
En Ingrid Bergman á i haröri
samkeppni við bestu leikkonur Banda-
rjíkjanna. Jane Fonda er þar fremst i
flokki fyrir leik sinn í Coming Home
og finnst mörgum að hún sé jafnvel
betur að. verðlaununum komin en
Bergman, ekki síður vegna þess að
síðastliðið ár var það samdóma álit
allra gagnrýnenda að hún ætti að hljóta
þau fyrir kvikmyndina Júlía. Hún
hrepptí þau ekki og þykir núsjálfsagtað
verðlauna þessa konu sem sýnir stór-
kostlegan leik í hverri myndinni á fætur
annarri.
Þriðja leikkonan sem kemur sterk-
lega til greina er Jill Clayburgh fyrir
leik sinn í An Unmarried Woman. Hún
túlkar með afbrigðum vel áhyggjur og
óöryggi konunnar sem skyndilega
verður að standa á eigin fótum eftir að
eiginmaðurinn yfirgefur hana. Persóna
sú sem Clayburgh skapar í þessari
kvikmynd er líklega ein sannasta mynd
sem við höfum séð af hinni dæmigerðu
vestrænu konu á hvíta tjaldinu fyrr og
síðar.
Þær tvær leikkonur aðrar sem til-
nefndar eru, Ellen Burstyn, fyrir Same
Time Next Year og Geraldine Page
fyrir Interiors eru ekki eins sigur-
stranglegar. Báðar túlkuðu hlutverk sin
prýðilega en þó ekki með þeirri næmni
sem hinar þrjár fýrrnefndu gerðu. —
Margir muna eflaust eftir Ellen Burstyn
fyrir leik hennar í myndinni Alice
Doesn’t Live Here Anymore, sem sýnd
var hér fyrir nokkrum vikum —
mörgum árum of seint.
Þegar tími óskarsverðlaunaúthlut-
unarinnar nálgast eykst spennan í
Hollywood og framleiðendur og lista-
menn búa sig undir hið sársaukafulla
andartak þegar sigurvegararnir eru
lesnir upp. í jafnhverfulum iðnaði sem
kvikmyndaiðnaðurinn er ræðst framtíð
fólks gjarnan á þessum degi, degi
óskarsverðlaunanna. — Hið dapurlega
við þessi verðlaun er því miður það
að þau eru á margan hátt skrum — En
skrum er nú einu sinni eitt helzta ein-
kenni bandarísks kvikmyndaiðnaðar til
að byrja með og sú staðreynd að
milljónir dala eru í veði þegar umslögin
með úrslitunum eru opnuð veldur það
að dálítinn hroll setur að manni —
jafnvel kuldahroll.
Jane Fon-
da vann
hvern leik-
sigurinn á
fætur öðr-
um á ár-
inu.
SNORR/y
SÍIVI1135
Fermingarföt
meðeðaán
vestís.
LUT56
r. 39.500.
•.«•
RANK
RANK - RANK
RANK
RANK - RANK - RANK
Við bjóðum
ekkiaðeins læqsta verðið
á litsjónvarpstækjum...
4raára
ábyrgð
Merkið
tryggir
gæðin
heldur einnig:
*
z
<
RANK
• INNLINE - MYNDLAMPA
• SNERTIRÁSASKIPTINGU
• SPENNUSKYNJARA
• KALT KERFI
• FRÁBÆRA MYND
• MIKIL TÓNGÆÐI
• SPÓNLAGÐAN VIÐARKASSA
• LÆGSTA VERÐIÐ
Á MARKAÐINUM
Með fjarstýringu
22" kr. 429.000.-
26" kr. 498.000.-
Rósaviður, hnota eðahvít.
& Radio
Hverfisyötu 82 — Sími 23611
RANK - RANK - RANK
RANK
RANK - RANK
RANK — RANK - RANK - RANK - RANK - RANK - RANK - RANK - RANK - RANK