Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.04.1979, Qupperneq 8

Dagblaðið - 09.04.1979, Qupperneq 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1979. UGANDA: AMIN HELDUR ENNÞÁ VELLI HEFUR KALLAÐ TIL SÍN ÚRVALS- SVEITIR BONDO-HÉRAÐS Gífurlegt vopnaglamur og fall- byssuskothríð berst nú frá Kampala, höfuðborg Uganda, en þar hafa her- sveitir, hliðhollar Amin forseta, haldið kyrru fyrir og sýnt óvæntan mótþróa gegn innrásarliði Tansaníu- manna og byltingarmanna frá Uganda. Bardagar hafa staðið í borginni yfir alla helgina, en einn erlendur sendimaður lýsti átökunum sem fyrsta raunverulega votti þess, að styrjöld ríkti í landinu. Talið er að Amin forseti hafi nú kallað til liðs við sig Bondo-herdeild- ina sem skipuð er Nubiönum frá heimahéruðum Amins sjálfs vestan Nílar og fyrirskipaö þeim að verja landsvæði sunnan Kampala, eftir að rúmlega eitt þúsund liðsmenn frá Líbiu voru fluttir heim flugleiðis sl. laugardag. Bardagar hafa verið hvað mestir við Lubowakaffiekruna í um fimm mílna fjarlægð suður af Kampala, á veginum til borgarinnar og alþjóða- flugvallarins við Entebbe, en hann hafa byltingarmenn á valdi sínu. Hermenn Amins hafa ennfremur orðið fyrir sprengjuárásum í her- Erlendar fréttir búðum sinum, skammt frá Makerere- háskólanum í Kampala. Segja ibúar, að þeir hafi séö hermenn koma hlaupandi út úr byggingum sem stóðu í björtu báli og hafi það verið í fyrsta sinn, sem styrjöldin hafi í raun náð svona langt inn í borgina. Erlendir sendimenn segja, að ákvörðun Amins um að kalla til sín Bondo-herdeildina sýni að hann hyggist berjast til síðasta manns i Kampala í stað einhverra stöðva í norðurhluta landsins, eins og búizt hafði verið við. Sömu heimildir segja að byltingar- og innrásarlið hafi nú allan vesturhluta Uganda á valdi sínu, eftir að það náði Fort Portal, skammt frá landamærum Zaire. Segir í fréttum frá Uganda, að ráðamenn í Alsír hafi trúlega átt sinn þátt i að fá Líbíumenn til þess að kveðja heim herlið sitt frá Uganda, en Tansaníumenn voru meðal þeirra, sem viðurkennt hafa stjórn Polisario- manna í Spænsku Sahara. Þó Frelsishreyfing Uganda segist hafa umkringt Kampala er talið líklegt af síðustu fréttum að bardag- inn um borgina kunni að taka mun lengri tíma, en áætlað var. 1 REUTER 8 Idi Amin Ugandaforseti er augljós- lega ekld eins vinafár og menn héldu. A.m.k. hefur honum bætzt liðsauki frá Bondohéraði og hyggst hann nú verjast til síðasta manns i Kampala. AFGANISTAN: SJÖ HERMENN FELLDIR ÍÁRÁS PAKISTANA Utvarpsstöðin í Kabul i Afganistan sagði í tilkynningu 1 nótt að 7 hermenn hefðu láuð lífið í bardögum við innrás- arlið frá Pakistan, sem ráöizt hefði yfir landamærin á fjórum stöðum. Sagði í tilkynningunni, að herlið Pakistan hefði verið hrakið yfir landa- mærin á ný eftir að hafa misst fjölda hermanna. „Afganistan beinir þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnar Pakistan aö halda sig frá landamærum ríkjanna og forðast átök til þess að vernda friðinn, sem ríkt hefur milli ríkjanna,” sagði í tilkynningunni. Ekki var sagt, hvar innrásirnar hefðu átt sér stað. Sagði að innrásarhermennirnir hefðu verið klæddir i búninga Afganistan. „Hermenn Afganistan réðust gegn innrásarliðinu og ollu því miklu manntjóni áður en það var rekið til baka. Sjö hermenn Afganistan létu lífið,” sagði í tilkynningunni. Ekki var tilgreint, hversu fjölmennt lið Pakistana hefði verið. Ríkisstjóm Mohammad Tarakki hefur margsinnis sakaö yfirvöld í íran um að reyna að valda vandræðum með því að senda hermenn sína yfir landa- mærin í Herat-héraði, en þar eru taldir fara fram miklir bardagar milli skæruliða, sem berjast gegn stjórn Tarakkis ogstjómarhermanna. ^JMtakaHoveydasætirhai^^ BÚIZT VIÐ FREKARI ÁTÖKUM Stjómvöld byltingarmanna í Iran hafa látið hneykslun og mótmæli alls staðar að úr heiminum sem vind um eyru þjóta, en aftaka Amir Abbas Hoveyda, fyrrum forsætisráðherra í íran, sem tekinn var af lífí eftir leyni- leg réttarhöld á laugardag, hefur mælzt ákaflega illa fyrir. Sem svar við mótmælum ráða- manna víða um heim sagði Amir Entazam aðstoöarforsætisráðherra: „Þessir menn þurftu ekki að búa við ofriki ríkisstjórnar Hoveyda. Hann þjónaöi þeim og þess vegna era þeir reiðir nú.” Fimm islamskir öryggisverðir létu lífið og þrír særöust alvarlega er þeir reyndu að gera óvirka sprengju, sem fannst í Mohsemi moskunni i Teheran á laugardagskvöldið, er til- kynnt hafði veriö um aftöku Hoveyda. í nótt var búizt við frekari aftökum víða um landiö. Fimm liðsmenn öryggissveita keisarans voru teknir af lífi úti á landsbyggðinni í gær og hafa þá alls 64 fyrrum liðsmenn sveitanna verið teknir af lífi síðan byltingar- dómstólar tóku til starfa. Blöð í Teheran birtu ljósmyndir af Hoveyda, sem varð 61 árs, þar sem hann lá ber að ofan í fangelsisgarði Qasr-fangelsisins. Sáust greinilega skotsár á hálsi og höfði hins látna. Kvöldblaðið Etela’at segir í frá- sögn af aftökunni, að böðullinn hafi aðeins verið einn, skotið á Hoveyda með vélbyssu eftir að hafa sagt: „Þú, herra Amir Abbas Hoveyda, sem úrhrak jarðar samkvæmt niðurstöðu dómstólsins, hefur verið dæmdur til dauða.” Entezam aöstoðarforsætisráðherra sagði á blaðamannafundi, að ríkis- stjórnin heföi ekki vitað um réttar- höldin yfir Hoveyda, en gaf til kynna að niðurstaöa dómsins hefði verið mönnum að skapi og að Hoveyda hefði verið svikari. Annríki Dymbilvikan, hin mikla annavika páfa, hófst i gær með pálmasunnu- dagsgöngu og útimessu kaþólskra að viðstöddu fjölmenni á St. Péturstorg- inu í Vatikaninu. Fagurt vorveður og sól var á Ítalíu í gær. Jóhannes Páll páfi blessaði pálma- og ólífugreinar sem haidið var á loft af meira-en 70 þúsund manns, en það er gert til minningar um göngu Jesús frá Nasaret inn í Jerúsalem, þegar múgurinn lagði pálmagreinar fyrir fætur honum, rétt áður en hann var handtekinn og tekinn af lífi. Páfinn sjálfur, skrýddur rauðum hökkli, hélt á olífugrein í hendi sér er hann blessaði fjöldann, eftir að hafa farið fyrir göngu umhverfis torgið. í blessunarorðum sínum nefndi páfi „bræður okkar og systur, sem haldið er föngnum og líða þjáningar í fangelsum og fangabúðum viða um heim”. Þá aðvaraði hann „fólk, sem hlotnast tímabundin veraldleg völd að misnota þau ekki”. Annríki verður mikið hjá páfa í vikunni, og eru messur og bæna- gjörðir upp á hvern dag. Hefur fjölda kaþólskra manna drifið til Rómar síðustu daga til þess að njóta bæna- stunda með hinum nýja páfa, en í fyrra fór lítið fyrir hátíðarhöldum, þar eð Páll VI lá þá mjög veikur og kom lítið sem ekkert fram opinber- lega.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.