Dagblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979. BIAÐIÐ Utgefandi: DagblaðM hf. cramkv89mdastjóri: Svainn R. EyjóKsson. Ritstjóri: Jónas KHstjónsson. Fréttastjórí: Jón Birgir Pótursson. RitstjómarfuBtrúi: Haukur Halgason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir Hallur Simonarson. Aöstoðarfróttastjórar AtJi Steinarsson og ómar Valdi- marsson. Menningarmól: Aðabteinn IngóHsson. Handrtt Ásgrímur Pálsson. Slaðamenn: Anna Bjamason, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdöttir, Gbsur Sigurðs- son, Gunnlaugur A. Jónsson, HaHur Halbson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Óbfur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guöjón H. Pólsson. Ljósmyndir Ámi Póll Jóhannsson, BjamleHur Bjambifsson, Hörður VHhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: óbfur EyjóHsson. GjakJkerí: Þróinn ÞoHeHsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjórí: Mór E.M. Halldórsson. Rhstjóm Siðumúb 12. Afgreiðsb, óskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11. Aðabimi bbðsins er 27022 (10 linur). Áskrift 3000 kr. ó mónuði innanbnds. I lausasölu 150 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagbbðið hf. Síðumúb 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Slðumúb 12. Prentun: Árvakur hf. SkeHunnl 10. _______________________ Eftirsókn eftir vindi Stundum er spurt, af hverju okkur ^5 liggi svona mikið á. Af hverju við einblinum á hagvöxt og framleiðni- aukningu. Af hverju við kvörtum vegna þrjátíu milljarða landbúnaðarstyrkja á ári. Af hverju við viljum nýjan iðnað, jafnvel erlenda stóriðju, sem getur haft ýmsan vanda í för með sér. Hví ekki taka mark á Birtingi Voltaires, fara að rækta garðinn okkar? Hví ekki auka landbúnað og leyfa fleirum að komast í samband við náttúruna? Hví ekki stunda listrænar handiðnir án streitu fremur en nútíma streituiðnað? Hví ekki áreynslulausa nægju- semi í stað lífsgæðakapphlaups? Við hagvaxtarsinnar getum svarað þessu með því að benda á, að á viku hverri eru um 40 flugferðir til útlanda. Þegar eru um 1000 manns á ári, brottfluttir umfram aðflutta, sem notfæra sér þetta á þann hátt að kaupa farmiða aðra leiðina. Þetta er núverandi stig landflóttans. Margir íslendingar eru í nánu sambandi við vini og ættingja, sem búa erlendis, hafa heimsótt þá og þekkja lífskjör þeirra. Aðrir hafa stundað ferðir til sólarlanda og séð, hvernig lífskjör fátækra þjóða Miðjarðarhafs- ins hafa sífellt nálgazt okkar lífskjör, hvernig þau eru nú að síga fram úr. Við komumst ekki hjá samanburðinum við útlönd. Við erum í svo nánum tengslum við umheiminn, að við vitum, að ísland er eins og Bretland að dragast aftur úr. Þessi samanburður hefur þegar leitt til landflótta, sem nemur einum Hornafirði á ári. Senn getur það orðið einn ísafjörður á ári, síðan einar Vestmanna- eyjar. Menn flytja af mörgum ástæðum, en fjórar eru einkar áberandi. í fyrsta lagi er það fámennasti hópurinn, hinir óánægðu, sem alltaf eru árangurslaust að leita að einhverju betra en þeir búa við. í öðru lagi eru það þeir, sem eiga í útlöndum vini eða ættingja, sem taka að sér að útvega vinnu, húsnæði og félags- skap. í þriðja lagi er það fólk með kunnáttu eða þekkingu, sem sótzt er eftir í mörgum löndum. Það eru iðnaðar- menn, tæknimenn og menntamenn, einkum í þenslu- greinum. íslendingar hafa og gott orð á sér fyrir vand- virkni og dugnað og eiga sums staðar auðveldara með að fá vinnu en jafnvel heimamenn. í fjórða lagi eru það athafnamennirnir, sem finnst of þröngt um sig heima fyrir og vilja freista gæfunnar úti í hinum stóra heimi. Og það er raunar athyglisvert, hve vel gengur erlendis mörgum, sem áður fóru flatt á athafnaþránni heima fyrir. í öllum hópunum sækjast menn eftir betri lífs- kjörum. Sumir vilja einbýlishús með sundlaug og heimilisbar, litasjónvarp með mörgum stöðvum, tvo bíla og tíð skemmtiferðalög. Sumir sækjast eftir öðru, en allt hið eftirsóknarverða á það sameiginlegt að kosta morð fjár, meiri og verðmætari peninga en menn geta aflað í láglaunalandi á borð við ísland. íslenzka ríkið getur ekki skipað mönnum að sitja um kyrrt. Það getur ekki heldur sannfært þá um, að fátækt ísland sé betra en auðug útlönd. Við sjáum þetta af landflóttanum og af hraðanum í aukningu hans. Og þar á ofan er þetta atgervisflótti vegna fjölda þekkingar- og kunnáttumanna annars vegar og at- hafnamanna hins vegar. 200.000 manna þjóðfélag hefur ekki efni á landflótta og sízt af öllu atgervistlótta. Byggðavandi íslands er ekki í dreifbýli, heldur sjálf búsetan í þéttbýli, sem er komin í hættu. Þessi vandi veldur því, að við verðum að keppa við útlönd í hagvexti, samdrætti í land- búnaði, iðnþróun og jafnvel stóriðju, hvort sem okkur líkar betur eða ve> r Bretland: Þrír stóru flokkamir lofa skattalækkun Bretar telja sig þá þjóö heimsins sem þurfi að þola mesta skattaáþján. Virðast skattamálin ætla að verða höfuðmál fyrir þingkosningarnar sem fram eiga að fara 3. maí næst- komandi. Svo virðist raunar að allir Bretar kvarti yfir sköttunum. Sumir geta svindlað á skattakerfmu í Bret- landi eins og víðar þó það sé ekki auðvelt þar, í það minnsta fyrir venjulega launþega. Skattar eru teknir af fólki jafnhliða launagreiðsl- um. Þar er sem sagt hið svonefnda staðgreiðslukerfi í gUdi. Nokkur hópur tekjuhárra einstakl- inga hefur hreinlega flúið land vegna skattanna og síðustu ár hafa stöðugt borizt fregnir af ýmsum sérfræðing- um og tekjuháum sérfræðingum sem farið hafa í útlegð vegna skattanna. Ekki er það þó rétt að Bretar þurfi að greiða hlutfaUslega mest i skatta af þjóöum heims. Þó er ekki auðvelt ÓLAFUR GEIRSSON að segja um slíkt af né á vegna þess að skattalög eru mjög mismunandi frá einu ríki tU.annars. Þó er aðalat- riðið í þessu sambandi að Bretar telja sig vera hina skattpíndu og þar með er skaðinn skeður. Óánægjan meö skattana hefur að því er taUð er mjög slæm áhrif á almennt siðgæði í Bret- landi. Hið almenna sjónarmið þar í landi er orðið þannig að menn spyrja sig hvort ýmist framtak eða aukavinna svari kosmaði. Þýðir það nokkuð annað eri sífellt hærri skatta? spyrja menn. Er þetta nokkuð annað en ein aUsherjar svikamylla? Þetta er skUj- anlegt þegar haft er í huga að skattar eru mjög stighækkandi í Bretlandi og hækka hlutfaUslega eftir þvi sem tekjumar aukast. Venjulegur launamaður í Bretlandi greiðir þriðjung tekna sinna í tekju- skatta ef hann vinnur eingöngu dag- vinnu. Síðan bætast aðrir skattar og opinber gjöld við, gjöld tíl sveitar- félaga, söluskattur á ýmsar vöruteg- undir, skattar af bifreiðum, lifeyris- tryggingar og sérstakir skattar af ýmsum söluhagnaði svo nokkuð sé nefnt. Síðastnefndi skatturinn hirðir að sögn mest allan þennan hagnað sem fólki getur áskotnazt af sölu Hver hefur ekki heyrt talað um þessa forheimskuðu húsmóður, sem situr allan daginn rígbundin yfir krökkum. Hún er einhver sá heimsk- asti þjóðfélagsþegn, sem fyrirfinnst á þessum síðustu ogverstutimum. Hún er bara heima, þvær, þurrkar af, eldar, kaupir i matinn, gerir við föt, saumar föt og „kjaftar við jafnfor- heimskaðar húsmæður i næstu götu eða næstu íbúð. Hún á svo sem kannski 3—4 krakka, en hún hefur aldrei farið í fóstruskóla, hvað þá tekið stúdents- próf til að öðlast þau réttindi til að vera ,,fær um að ala upp börn' Hvað þá kenna þeim stafina, leika við þau, kaupa leikföng, sem nú á tímum eru ekki Ftn eða góð nema um þroskaleikföng sé að ræða. Þessi „bara húsmóðir” er einskis nýt. Hún talar aldrei af neinu viti, hvorki við börnin sín né fólk i þjóð- félaginu. Nei, hún er fangi innan fjögurra veggja. Hún tekur sér aldrei bók í hönd, hlustar aldrei á eríndi i útvarpinu, fylgist aldrei með nokkrum hlut, sem gerist í kringum hana. Hefur aldrei frístundir til að sýna sig og sjá aðra eða halda uppi uppbyggilegum samræðum sem mark erátakandi. Þetta er myndin af húsmóðurinni sem dregin er upp í dag. Af hverjum? 1 aðer mér alltaf hulin ráðgáta. A dagvistunarstofnanir með börnin, þar er lærð fóstra og allt eins uppbyggilegt ogmestmáverða. Allt er samt sem áður í stíl við það, sem er á alvöru heimilum, dúkkur, bílar, kubbar, kökuform. Allt sem nöfnum tjáir að nefna. Litir, Kjallarinn Erna V. Ingólfsdóttir blýantar, blöð, og krakkarnir fá aldeilis útrás. Heima hjá hinni forheimskuðu húsmóður (móður) má auðvitað ekkert sóða til. Krakkarnir fá aldrei að hjálpa mömmu við að baka t.d. með að hnoða deig í svo sem eina til tvær kleinur. Þurrka kannski upp einn disk eða teskeið til að létta mömmu störfin og vera þátttakendur í daglegu lífi. Þessi börn eru inni í sér. Þau sjá ekkert líf í kringum sig. Fara aldrei í búð til að vita hvað mamma ætlar að hafa i matinn í kvöld. Þvo aldrei kartöflu til að sjá hvernig hún er í laginu. Nútíma- mömmunni dettur aldrei í hug að segja barninu sínu að kartöflur hafi augu, út úr þeim komi spíra á vorin, Kartaflan sé sett niður í mold og út frá þessum spírum vaxi svo aðrar litlar kartöflur og þá verði upphaf- legastórakartaflan aðmömmu. Nútímamömmunni dettur heldur aldrei í hug að fá leigða garðholu einhvers staðar, (sumar hafa meira að segja garð fyrir utan hjá sér),Þær taka ekki krakkana sína með og sýna þeim hvernig gróðurinn vex, hvernig blómin skjóta upp kollinum á vorin, gefa þeim svo sem eina baun og setja í pott inni til að sjá hvernig baunin verður smám saman að stórri spíru. Henni (mömmunni) dettur yfirleitt bókstaflega aldrei neitt í hug af fyrr- greindri ástæðu. Hún er nefnilega bara húsmóðir, bara heima. Krafan Nóg og góð dagvistunarheimili Með reglih striku á nefinu Hin dauða hönd skipulags- hyggjunnar Um nokkurra ára bil í kringum 1950 gerðist það hér i Reykjavík að mikill skortur var á byggingarlóðum. Einkanlega var skortur á lóðum undir lítil einbýlishús, og jafnframt voru þær fáu lóðir sem veitt var fyrir einbýlishús með þeim kvöðum, að á þeim var ekkt unnt að byggja ódýr hús. Reglurnar gerðu ráð fyrir steinsteypuhúsum að mestu leyti og þá helst tveggja hæða, eða með hæð og risi samanber húsin í Smáibúða- hverfinu. Svo harkalega fylgdu reglustriku- meistarar borgarinnar skipulagsá- kvæðum, að dæmi voru um að emb- ættismenn komu á vettvang og söguðu niður þaksperrur sem eitthvað voru of langar, en það mun hafa verið gert í því skyni að nýta betur það rými, sem myndaðist í risi. í raun má segja, að smáhús, t.d. timburhús eða járnklædd timb- hús, væru bönnuð, en dæmi mun þó um eitt bárujárnsklætt hús, sem fékkst að reisa í Smáíbúða- hverFmu, er líða tók á byggingu hverFisins. Ofstjórn og reglu- strikudýrkun réð þannig miklu og ræður raunar enn. Framtak einstaklinga til að byggja yfir sig og sína með ódýrum hætti var og er enn verulega skert. Almenn uppreisn Við þessi skilyrði gerði almenningur uppreisn. Á Reykja- víkursvæðinu þaut upp aragrúi ólög- legra bygginga, í Múlakamp, Blesugróf, Selási og víðar í nágrenni borgarinnar byggðu menn sér hús af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir byggðu hluta hússins, fluttu inn og býggðu síðar við eftir efnum og á- stæðum, eða eftir því sem barna- hópurinn stækkaði. Þetta voru eiginlega landnemar í nýrri merkingu. Þeir urðu að bjarga sér um vatn, með því t.d. að fara ólöglega inn á vatnsveitukerfi borgarinnar eða grafa brunn eða byggja rotþró fyrir skolpið, þar sem ekki var unnt að komast inn á skolpveitu borg- arinnar. í Blesugrófinni nutu nokkrir jarðhita úr mýrinni og áll var i læknum, sem enn rennur um leifar þess sem áður var Blesugróf. Strákarnir náðu sér svo í lax og lax í Elliðaánum og lífið var ákaflega frjálst. Rafveitan var raunsæ og lagði raf- magn inn i ólöglegu húsin, því auðvitað var rétt að selja rafmagnið, úr því húsin voru komin upp. Borgin sendi jafnvel hefil stöku sinnum til að rennayfirgöturnar. Þarna voru menn m.ö.o. ákaflega frjálsir og óháðir, þetta var fólk sem bjargaði sér og lét ekki reglustriku- meistara kúga sig inn í stein- steypubákn, sem þó jafnvel voru ekki til. í Blesugrófinni ólust upp Kristinn Snæland, sem við þessi skilyrði varð ákafur aðdáandi mannlegs umhverfis með sem mestu frelsi fyrir ein- staklinginn, og svo Reynir Hugason,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.