Dagblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979. 9 Skírdagsbylurinn: Komu tilbúnir undir sprautun úr sandfokinu ,,Ég veit ekki til þess að hér hafi orðið skemmdir á húsum, en hér kom bíll sem misst hafði fjórar rúður í heilu lagi,” sagði Margrét ísleifsdóttir, matselja á gistiheimilinu Bæ á Kirkju- bæjarklaustri, í samtali við fréttamann DB um óveðrið mikla sem gekk þar yfír áskírdag. „Margir bílar voru mjög illa farnir vegna sandfoks og ferðafólk tafðist vegna þessa. Hér gistu um 30 manns og það var meira en nóg fyrir okkur. Um fimmtíu manns biðu í Vík og um 40 manns voru með Úlfari Jacobsen í rútu. Fyrir utan það voru svo margir á ferð í einkabílum og biðu margir þeirra hér á Klaustri,” sagði Margrét enn- fremur. Óveðrið gekk niður á föstudags- morgun en þá höfðu margir lent í hrakningum enda orðið leiðir á því að bíða og lagt af stað. Einn rútubílstjóri greip til þess ráðs að aka rútunni hálfri út af veginum til þess að geta hallað henni upp í vindinn og sögur eru sagðar af bílum sem komu út úr sandfokinu „tilbúnir undir sprautun”, eins og einn komst að orði. - HP Vorboðinn Ijúfi „Vorboðinn Ijúfi”. Svo segir í hátið- legu kvæði eftir eitt af ástsælustu skáldum þjóðarinnar. Þau orð eiga einnig ágætlega við hér þótt tilefnið sé ef til vill ekki mjög hátiðlegt. Borgar- starfsmenn eru teknir að bera hrossa- tað á túnin og verður það að teljast ör- uggur og nokkuð óbrígðull vorboði. Hrossataðið er fengið úr hesthúsum Fáks en þar sjá hrossin nú væntanlega fram á aukna útivist samfara betri tíð með blóm í haga. GAJ / DB-mynd Sv. Þorm. Sumrí fagnað í Kópavogi Kópavogsbúar fagna sumri með fjöl- breyttri dagskrá á sumardaginn fyrsta. Dagskráin hefst kl. 10 í fyrramálið með víðavangshlaupi frá félagsheimilinu Fagrahvammi. Kl. 13.30 hefst skrúðganga frá Digranesskóla að Kópavogsskóla með skátum og skólahljómsveit Kópavogs í fararbroddi, undir stjórn Bjöms Guð- jónssonar. önnur dagskráratriði verða: Ávarp — séra Árni Pálsson, kórsöngur, leik- þættir, diskódanssýning og vérðlauna- afhending fyrir viðavangshlaupið. Kynnir verður Guðrún Stephensen leikari. Framkvæmd hátíðahaldanna annast Kvenfélag Kópavogs. Hann sver sig i ættina, sá stutti, sonur Önnu og Gunnars V. Andréssonar, Ijós- myndara á Vísi, þótt tílburðirnir séu kannski ekki mjög fagmannlegir. Mynda- röðin á bak við stráksa er eftir pabba hans og er af fæðingu þess litla. DB-mynd Bjarnleifur. Kippir íkynið... — f jölmenni á Ijósmyndasýningu Samtaka fréttaljósmyndara Ljósmyndasýning Samtaka frétta- ljósmyndara var opnuð á laugardaginn og hefur aðsókn síðan verið góð. Þar sýna nítján fréttaljósmyndarar um 230 ljósmyndir af ýmsum atburðum hér- lendis og erlendis. Flestar hafa áður birzt í blöðum og tímaritum hér, en eru á sýningunni í Norræna húsinu sýndar verulega mikið stærri. Sýningin verður opin daglega til 25. apríl, virka daga kl. 16—22 en helgi- daga kl. 14—22. Aðgangseyrir er kr. 500. -ÓV Einn merkasti trommu- leikari heimsins heldur hl jómleika hér á landi Heimsfrægur jazzleikari, Art Blakey, er væntanlegur hingað til lands á vegum tónlistarfélagsins Jazzvakn- ingar. Hann kemur með sextett sinn, Jazz Messengers, og heldur hljómleika í Austurbæjarbíói næsta mánudag. Art Blakey er að sögn Jazzvakn- ingarmanna einn merkasti jazz- trommuleikari heims. Hann stofnaði hljómsveit sína árið 1955 og hafa síðan leikið með honum margir þekktir hljóðfæraleikarar, þeirra á meðal píanóleikarinn Horace Silver. Allt frá stofnun hefur liðsskipan Jazz Messengers tekið örum breytingum og haft er á orði að hljómsveitin sé stökk- pallur fyrir unga og óreynda jazzleik- ara upp á frægðarbrautina. Sem dæmi um slíka menn má nefna Freddie Hubbard, Chuck Mangione, Keith Jarrett og Woody Shaw, sem allir eru í yngri flokki jazzsnillinga heimsins. Forsala aðgöngumiða að hljómleik- um Art Blakeys og sextetts hans er þegar hafin. - ÁT SRM 240 SD Lengd 7,5 m. Breidd 2,5 m. Vél 170 ha. Mercury Verð ca 7.900.000. Við veitum með ánægju allar frekari upplýsingar Innifalið i verði er meðal annars: Blæjur, mælaborð, teppi, harðviðarinnrétting, þurrkur o. fl. Sportbátar Getum afgreittmeð stuttum fyrírvara eftirtaida báta frá Sun Runner í Bandaríkjunum: SRM 17 V Lengd 5,2 m. Breidd 2,3 m. Verð ca 2.100.000. Verktækni sf. Akureyri Sími96-22756. SRM 210 SD Lengd 6,15 m. Breidd 2,43 m. Vél 140 hö. Verðca 5.752.000.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.