Dagblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979. Verzlunarskóli íslands Umsóknir um skólavist Umsóknareyðublöð um skólavist í Verzlunar- skóla íslands fyrir næsta skólaár verða afhent á skrifstofu skólans frá og með 23. apríl. Um- sækjendum utan Reykjavíkur, sem þess óska, verða send umsóknareyðublöð. Á það skal bent, að Verzlunarskóli íslands er sérskóli, sem tekur inn nemendur úr öllum hverfum Reykjavíkur og af öllu landinu án tillits til bú- setu. Með umsókn skal senda ljósrit af árangri á grunnskólaprófi. Umsóknarfrestur er til 1. júní 1979. Skóianefnd Verzlunarskóla íslands Aukaaðalfundur Vélstjórafélags íslands Vélstjórar. Vegna áskorana félagsmanna meðal nemenda Vélstjóraskólans og fleiri verður aukaaðalfundur haldinn í Vélstjóra- félagi íslands miðvikudaginn 25. apríl kl. 20 í Kristalsal Hótel Loftleiða. Dagskrá fundarins: 1. Réttarstaða fullmenntaðra véistjóra. 2. Lögverndun atvinnuheitis og atvinnuréttinda. 3. önnur mál. Stjómin. LAUSARSTÖÐUR Ráðgert er að veita á árinu 1979 eftirtaldar rannsóknastöður til 1—3 ára við Raun- vísindastofnun Háskólans: Tvær stöður sérfræðinga viö eðlisfræðistofu. Stööu sérfræðings við efnafræðistofu. Stöðu sérfræðings við jarðvísindastofu — jarðvisindadeild. Tvær stöður sérfræðinga við reiknifræðistofu. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófum eða tilsvarandi háskólanámi og starfaö minnsteitt ár við rannsóknir. Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknarstarfa en kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomulagi deildarráðs Verkfræði- og raunvísindadeildar og stjórnar stofnunarinnar, og skal þá m.a. ákveðið hvort kennsla skuli teljast hluti af starfsskyldu viðkomandi starfs- manns. Umsóknir ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og visindastörf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 20. maí nk. Æskilegt er að umsókn fylgi umsagnir frá 1—3 dómbærum mönnum á vísindasviöi umsækj- anda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið 11. epdl 1979. Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund að Hótel Loftleiðum í kvöld, 18. apríl 1979, kl. 20.30. Fundarefni: Nýir kjarasamningar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Náttfata- markaður Ingólfsstrætí 6 Náttkjólar frá kr. 2000.- Sólsloppar frá kr. 3000.- Sokkabuxur á kr. 400.- Peysur og barnafatnaður brjóstahaldarar, yfir- stærðir í undirfötum og margt margt fleira. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Túlípaninn Ingólfsstræti 6. Noregur: Eigum enga olíu fyrir ísrael Norðmenn eiga engar umfram- birgðir af olíu til að selja ísraels- mönnum, að því er Odvar Nordli, forsaetisráðherra landsins, sagði í gær. Allri þeirri olíu sem daelt verður af botni Norðursjávar á naestu árum og Norðmenn ráða yfir hefur verið ráðstafað að sögn Nordlis. Verða þeir því ekki við beiðni Bandaríkja- manna um að selja ísraelum olíu. Sams konar beiðni frá ísraels- mönnum sjálfum var hafnað í desem- ber síðastliðnum en Norðmenn féll- ust á að endurskoða afstöðu sina eftir að friðarsamningar ísraels og Egyptalands voru undirritaðir í Washington. Að sögn norskra blaða lögðu Bandaríkjamenn allmikla áherzlu á þetta mál. Þeir hafa ábyrgzt ísraelsmönnum olíu næstu fimmtán árin en við friðarsamningana missa hinir síðarnefndu olíustöðvar sínar á Sínaískaga og auk þess hafa olíu- flutningar til þeirra frá fran verið stöðvaðir eftir byltinguna þar. Walter Mondale, varaforseti. Bandaríkjanna, sem nú er staddur í Noregi, sagði í gær að stjórn hans mundi ekki leggja hart að Norð- mönnum í þessu máli og hefði raunar ekki mjög miklar áhyggjur af lausn olíuvanda ísraels. í norskum blöðum hefur komið fram að þeir óttast viðskiptalegar hefndaraðgerðir arabaríkjanna ef úr olíusölu til ísraels yrði. Kemst hún ístólinn? w f 1 Hún verður næsti forsætisráðherra Bretlands ef spár um kosningaúrslit reynast réttar. Bretar ganga að kjör- borðinu hinn 3. maí og þá koma úrslitin í ljós. Margaret Thatcher hinn 53 ára formaður f haldsflokksins hefur tekið beinan þátt í stjórnmálum um langa hríð og setið á þingi síðan árið 1959. Flokksmenn hennar völdu hana i formannsembættið í stað Edward Heath, þegar þeim þótti hann hafa leitt of oft til ósigurs í al- mennum þingkosningum. Margaret er kaupmannsdóttir en hefur þótt heldur um of hefðarkonuleg í fram- komu til að skapa sér almennar vinsældir. Hefur hún gert mikið til að koma út meðal fjöldans og ræða við fólk á fömum vegi. Vill hún þá gjarnan láta líta á sig sem hina venju- legu húsmóðir en hefur þótt takast misjafnlega í því hlutverki. Segja margir og þá sérstaklega þeir sem ekki eru um of hlynntir frúnni að framkoman sé stíf og formleg eins og hjá drottningunni. Margaret Thatcher hefur verið gift síðan árið 1951. Eftir kosningasigur íhaldsflokksins árið 1970 varð hún menntamálaráðherra. Þótti hún skelegg í starfi. Mesta athygli vakti þegar frú Thatcher ákvað að hækka verð á skólamáltíðum og hætta ókeypis mjólkurgjöfum til þeirra barna sem náð höfðu sjö ára aldri. Á myndinni sést Margaret ræða við kjötkaupmanninn sinn á heima- slóðum í London. Óskað er eftir tilboðum í endurbyggingu á þilfarshúsi með ábyggðu stjórnhúsi fyrir dýpkunarskipið Hák. Um er að ræða alla smíði, flutninga, upp- setningu, innréttingar og frágang. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 25.000 skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 15. maí nk. kl. 11.00 f.h. INNKAUFASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Skákmótið í Montreal: Portisch iforustu Portisch frá Ungverjalandi er efstur á skákmótinu í Montreal í Kanada efdr fimm umferðir. Hefur hann fjóra vinn- inga. í öðru til þriðja sæti eru þeir Anatoly Karpov heimsmeistari og Ljubojevic með þrjá og. hálfan vinning. Hinn síðarnefndi sigraði Lubos Kavalek frá Bandaríkjunum í fimmtíu og níu leikj- um. Sú skák var í fjórðu umferð en var frestað. Tal frá Sovétríkjunum mun vera í fjórða sæti. I fimmtu umferðinni gerði Hort frá Tékkóslóvakíu jafntefli við Jan Timman frá Hollandi. Robert Huebner frá Vestur-Þýzka- landi er í fimmta sæti á mótinu i Montreal með þrjá vinninga. Síðan koma þeir Boris Spassky Sovétríkjun- um, Timman og Hort með tvo vinn- ninga hver. Bent Larsen, Danmörku mun reka lestina með hálfan vinning.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.