Dagblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. APRlL 1979.
7
Erlendar
Harrisburg:
fréttir
REUTER
Júgóslavía:
Aðeins teppi
og regnhlífar
til hlífðar
Þó brugðið hafi verið skjótt við til
bjargar fórnardýrum jarðskjálftanna
miklu í Júgóslavíu urðu margir þeirra
þó að hírast undir teppum eða regn-
hlífum einum saman þriðju nóttina í
röð. Ekki bætti úr skák að regnið
helltist yfir og olli vandræðum auk
stöðugra minni skjálfta sem valda fólki
hugarangri. Vitað er nú að minnsta
kosti tvö hundruð og tíu manns fórust í
fyrstu skjálftahrinunni á páskadag.
GQSLAEITUR ENN
í ANDRÚMSLOFTH)
Enn hefur ekki tekizt að stöðva út-
rás geislavirkra efna frá kjarnorku-
verinu í nágrenni Harrisburg í
Pennsylvaniafylki í Bandaríkjunum,
sem bilaði hinn 27. marz síðasdiðinn.
Tilkynnt var í gærkvöldi að síðan á
laugardaginn hefði þrisvar sinnum
mælzt meiri geislavirkni í andrúms-
loftinu nærri orkuverinu en talin
væri hættulaus af reglum, sem giltu
vestra.
Stöðugt er unnið að því að reyna
að komast fyrir bilunina, sem varð í
öryggisbúnaði orkuversins, þannig
að um ofhitnun varð að ræða. Að
sögn sérfræðinga sem að viðgerðinni
vinna er of snemmt að segja til um
hvenær viðgerð lýkur eða hvort tak-
ast muni á næstunni að tryggja að
geislavirkt efni haldist innan þeirra
marka sem hættulaust má teljast
heilsu mannaog umhverfis.
Mælingar á geislavirkni, sem
gerðar voru í gær, sýndu ýmist of
mikil skaðleg efni í andrúmslofti eða
þá að svo virtist að allt væri með
felldu. Voru þær mælingar gerðar af
sérfræðingum Metropolitan Edison
Company, sem rekur kjarnorkustöð-
ina. Hafa forráðamenn fyrirtækisins
legið undir þungum ásökunum fyrir
að tilkynna ekki um bilunina á kjarn-
orkuverinu fyrr en löngu eftir að hún
var komin í ljós. Meira að segja hefur
komið í ljós að hleypt var geislavirku
vatni út í fljót, sem rennur við orku-
verið og síðan um landsvæði þar sem
mikil byggð er.
Hið geislavirka efni sem sloppið
hefur út frá kjarnorkuverinu við
Harrisburg getur valdið miklum sjúk-
leika eða jafnvel dauða ef of miklu af
þvíerandaðaðsér.
í dagkl. 17.00 heldur
Urs Göbel
fyrirlestur á sænsku um virkni nemenda og á-
byrgð í námi.
Allir velkomnir.
Félag dönskukennara
Norræna húsiö.
Verið velkomin
' (j J", NORRÆNA
HUSIÐ
Fimmti hver
búinn að kjósa
Að sögn yfirvalda í Ródesíu tóku
20% kjósenda þátt i almennum þing-
kosningum þar í landi á fyrsta degi
þeirra í gær. Alls munu þær standa í
fimm daga. Kosningaþátttaka hefur
komið á óvart því þeir sem taldir eru
öflugustu forustumenn svartra í land-
inu hafa lýst megnri andstöðu við þær.
Þetta eru fyrstu kosningarnar í Ródesíu
þar sem svartir, meirihlutinn,
hefur jafnan kosningarétt og hvítir,
sem eru aðeins um það bil fimm af
hundraði heildarfjölda íbúanna.
Tenniskúlan
kæfði hann
Hann dró andann að sér í stað þess
að anda rösklega frá sér og við það
týndi Adolph Daxboeck lífinu. Adolph
sem var tuttugu og þriggja ára gamall
tók þátt í keppni í Vancouver í Kanada.
Var hún í því fólgin að reyna að blása
borðtenniskúlu eins langt út úr sér og
unnt var. Allir keppendur voru í skot-
stöðu og dómarinn átti aðeins eftir að
segja mönnum að hleypa af. Þá dró
Adolph skyndilega að sér andann —
kúlan fór ofan í háls honum og tókst
ekki að losa hana fyrr en hann var
kafnaður.
íran gerir
olíusamning
við Vesturlönd
Hollenzka Shell olíufélagið hefur til-
kynnt að það hafi orðið fyrst vestr-
ænna olíufélaga að undirrita samning
um olíusölu við nýju stjómina í íran.
Hljóðar hann upp á 235 þúsund föt á
dag fyrir verð sem er á milli 16.04 til
16.57 dollara fatið. Samningurinn
gildir i níu mánuði. Brezka blaðið The
Financial Times sagði í gær að brezka
olíufélagið BP hefði einnig samið um
kaup á 450 þúsund fötum af olíu á dag
við íransstjórn en það hefur ekki verið
opinberlega staðfest.
Sovétríkin lofa
að aðstoða
Jamacia
Jamaica hefur gert samning við
Sovétríkin um kaup hinna síðarnefndu
á álhráefni í framtiðinni. Sovétríkin
hafa einnig lofað að aðstoða Jamaica
við uppbyggingu fiskiðnaðar. Auk þess
ætla þeir að annast rannsóknir á því
hvort ráðlegt er að reisa þar nýja
sementsverksmiðju.
Samkomulag um þetta náðist í heim-
sókn forsætisráðherra Jamacia til
Moskvu á dögunum. Hefur ríkið átt
við mikla efnahagserfiðleika að etja í
nokkurár.
9. apríl 39
ámm síðar
Kaupmannahafnarbúar minntust
innrásar Þjóðverja í land sitt með
tveggja mínútna þögn. Hinn 9. apríl
árið 1940 lögðu þeir Danmörku undir
sig án nokkurs fyrirvara. Öll um-
ferðarljós á Ráðhústorginu sýndu
rautt, bæði fyrir bifreiðir og fótgang-
andi. I ráðhúsinu voru félagar úr
samtökum fyrrverandi fanga Gesta-
po, hinnar illræmdu lögreglu nasist-
anna. Lögðu þeir krans á leiði þeirra
sem féllu í baráttunni við þá. Víða í
Danmörku voru fánar i hálfa stöng
fram til hádegis.
pau pyKju avuiii merK iiinuniui i k-vi
hverrar frægrar manneskju, þegar
vaxmyndasafn Madame Tussauds í
London ákveður að heiðra viðkom-
andi með því að setja upp vaxmynd
af henni. Nú er komið að Sophiu
Loren og á myndinni sést hún sjálf
usumi vuxmynu ai nuiui nennur. nin
raunverulega Sophia er fyrir ofan og
sjálf sagði hún að kannski væri eftir-
myndin heldur mjóslegin yfir kinn-
arnar en að öðru leyti lýsti hún
ánægju sinni yfir handverkinu.