Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.04.1979, Qupperneq 5

Dagblaðið - 21.04.1979, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979. 5 FR-menn bjóða f ram aðstoð við Sjórall 79:_ Mynda fjarskiptanet umhverfis landið „Okkur er kappsmál að leggja þessu máli lið og munum ekkert til spara að svo megi verða,” segir m.a. orðrétt í bréfi er formaður Félags farstöðvaeig- enda, Ragnar Magnússon, ritaði DB nýlega vegna fyrirhugaðs Sjóralls '79 umhverfis landið sem hefst 1. júlí í sumar. Svo sem þeim er fylgdust með sjó- rallinu i fyrra mun væntanlega í fersku minni lögðu FR-menn fram ómetan- lega og fyrirvaralausa aðstoð allt umhverfis landið á meðan á keppni stóð. Hver FR-maðurinn á fætur öðrum lagði á sig andvökunótt og jafnvel andvökunætur til að tryggja samband við bátana en gott samband er tví- mælalaust eitt af veigamestu öryggis- atriðum sh'krar keppni. Reynir Einarsson verður fram- kvæmdaaðili FR-manna við að koma upp og reyna öruggt net. Það var einmitt Reynir sem hvað mest kom við sögu FR-manna við sjórallið í fyrra. Það er samdóma álit þeirra sem að keppninni stóðu i fyrra og þátttakenda' að án aðstoðar FR-manna hefði hún orðið illframkvæmanleg og mun óöruggari. Er því hér með bætt inn enn einum tryggum lið í öryggi keppninnar. -GS. Við upphaf sjóralls Dagblaðsins og Snarfara 1 fyrra. Svipað fyrirkomulag verður haft á rallinu í ár en nánar verður greint frá því eftir helgina. DB-mynd BB. VITNALEIÐSLUR í SJÓDÓMI ÚT AF TUNGUFOSSSLYSINU Sjópróf voru haldin í Sjódómi Reykjavíkur í gær vegna hins hörmu- lega slyss sem varð í ms. Tungufossi nú fyrr í vikunni. Hrafn Bragason borgardómari stýrði vitnaleiðslum en meðdómendur eru þeir Pétur Hjaltason skipstjóri og Pétur Guðmundsson skipstjóri. Af hálfu Eimskipafélags íslands hf. var mættur Jón Magnússon lögmaður og til að gæta hagsmuna Sjóvá, sem vátryggjanda að svo miklu leyti sem kunna einhverjir að vera, var mættur Benedikt Blöndal hæstaréttarlög- maður. Guðmundur J. Guðmundsson vara- formaður Dagsbrúnar, var mættur fyrir verkalýðsfélagið, sem og Benedikt Kristjánsson, öryggistrúnaðarmaður Dagsbrúnar. Frá Sjóslysanefnd var mættur Þór- hallur Hálfdánarson skipstjóri og frá Siglingamálastofnun íslands Guðni Vitnaleiðslur stóðu enn yfir í gær- Jónsson skipstjóri. kvöldi þegar gengið var frá Dagblaðinu í sjódóminum voru lagðar fram, til pentunar. Áformað var að ljúka sjó- skýrslur Rannsóknarlögreglu ríkisins prófum í gærkvöldi. og öryggiseftirlits ríkisins. -BS. Vitnaleiðslur I Sjódómi Reykjavfkur I gær. Fyrir dóminum sem vitni er á myndinni Jónas Ágústson 1. stýrimaður á ms. Tungufossi. Talið frá vinstri Pétur Hjaltason skipstjóri, meðdómandi, Hrafn Bragason borgardómari, Pétur Guðmundsson skip- stjóri, meðdómandi, réttarritari, Jón Magnússon lögmaður og Benedikt Blöndal hrl. Jarðskjálftarnir í Júgóslavíu: RAUÐIKROSSINN GENGST FYRIR LANDSSÖFNUN Nú stendur yfir landssöfnun á vegum Rauða kross íslands, til hjálpar á jarðskjálftasvæðunum í Júgóslavíu. Harðir jarðskjálftar, allt að 7 stigum á Richterkvarða, urðu í ■ Svartfjallalandi dagana 15.-17. apríl og varð 200 kílómetra strandlengja við Adríahafið harðast úti. Á svæðinu búa rúmlega 300.000 manns. Þegar að morgni 17. apríl höfðu Rauða kross félögin í V-Þýzkalandi og Noregi sent flugvél af stað með tjöld og teppi. Sænski Rauði krossinn átti teppi í pöntun hjá júgóslavneskum verksmiðjum og voru þau umsvifalaust send til hörmungasvæðanna. Finnski Rauði krossinn sendi flugvél með tjöld þann 18. apríl. Ríkisstjórnir Norðurland- anna og fleiri landa í Evrópu hafa lagt fé til hjálparstarfsins og safnanir eru hafnar á Norðurlöndunum. Um leið og hjálparbeiðni Alþjóða- jsamtaka RK félaga barst RKÍ ákvaðl stjórn félagsins að senda eina milljón króna til hjálparstarfsins. Var haft samband við ríkisstjórn fslands, sem lagði strax fram aðra milljón. Eftir fyrstu aðstoðina á jarð- skjálftasvæðunum í Júgóslavíu verður áfram gífurleg þörf fyrir hjálp. Þarf dl mikið af fjármunum og hjálpargögnum áður en uppbygg- ingu Iýkur og líf fólks kemst í eðli- lejt horf eftir jarðskjálftana. Stjórn RKÍ hefur hug á að styðja við þetta uppbyggingarstarf og hefur því hafið landssöfnun í þeim tilgangi. Tekið er á móti framlögum á gíró- reikning nr. 90000 og á skrifstofu | félagsins, Nóatúni 21, Reykjavík. Í dag opna i FÍM-salnum, Laugar- nesvegi 112, Ijósmynda- og málverka- sýningu þeir Sigurgeir Sigurjónsson Ijósmyndari og Gunnar Örn Gunnars- son myndlistarmaöur. Sýna þeir40ijós- myndir — mannlifsmyndir frá París og Græniandi auk portrettmynda af kunnum borgurum — og 20 máiverk og teikningar. Þetta er fyrsta sýning Sigurgeirs — utan einnig samsýningar með Listiðn —en niunda einkasýnlhg Gunnars Arnar. Hann hefur og tekið þátt í mörgum samsýningum heima og er- lendis. Myndirnar eru allar til sölu. Ljós- myndirnir kosta um 30 þúsund krónur stykkið, málverkin og teikningamar 200—600 þúsund krónur. Sýningin verður opin til sunnu- dagsins 6. maí. -ÓV/DB-mynd BjBj. LÆKKA BER SKATT- LAGNINGU Á 0LÍU Stjórnarfundur var haldinn í Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda sl. miðvikudag. Stjórnin sendi forsætis- ráðherra síðan ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að halda hækkunum á eldsneyti bifreiða í lág- niark; þótt erlendar verðhækkanir verði ekki umflúnar. Stjórn FÍB telur að mæta eigi verð- hækkunum olíu og bensíns með því að lækka skattlagningu á þessar vörur. Bent er á að nálægt helm- ingur umbeðinnar hækkunar mun ekki mæta erlendri verðhækkun heldur renna í ríkissjóð sem auknar tollatekjur og söluskattstekjur. -JH. 28611 28611 Iðnaðarhúsnæði í 11 li Heildarstærð ca 1140 fm (jarðhæð). Möguleikar eru á að skipta hús- næðinu í tvo hluta, 500 fm og 640 fm. Inngangar eru tveir. Húsnæðið • er allt til sölu sem heild eða tviskipt. Skipti koma einnig til greina á minna húsnæði. Allar upplýsingar á skrifstofunni. Raðhúsalóð f Hveragerði Búið er að greiða öll gjöld og allar teikningar tilbúnar. Verð 1—1,5 milljón. Höfum kaupanda að góðri sérhæð með bílskúr, helzt í vesturbæ. Mjög góð útborgun fyrir rétta eign. FASTEIGNASALAN HÚS OG EIGNIR BAN KASTRÆTI6 - S. 28611. LÚÐVÍK GIZURARSON HRL. KVÖLD- OG HELGARSÍM117677. Sauðárkrókur Hjón með eitt barn, sem eiga hús í smíðum á Sauðárkróki, óska eftir íbúð til leigu í 6—8 mánuði. Upplýsingar í síma 91-39479 á kvöldin. Kvartmíluklúbburinn Starfsmenn og sýningaraðilar á bílasýningu Kvartmíluklúbbsins eru beðnir að halda til haga sýningarpössum sínum vegna væntan- legs hófs sem Kvartmíluklúbburinn mun' halda fyrir starfsfólk og sýnendur eftir fyrstu kvartmílukeppnina 20. maí. Verður hófið

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.